Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 27
MOkCU N BLAÐIÐ
27
Fimmtudagur 17. júní 1965
r *
— Arás
Framhald af bls. 1
hve háskaleg og óeðlileg skipt
ing Þýzkalands væri.
Sendiherrann lýsti því yfir
að bandarisku yfirvöldin í V-
Berlín myndu grípa til allra
nauðsynlegra ráðstafana til
þess að vernda líf, frelsi og ör
yggi þeirra, sem byggju á yfrr
ráðasvæði Bandaríkjamanna
1 borginnr.
Læknar Wannsee sjúkra-
hússins í V-Berlín héldu á-
fram tilraunum sínum í dag
til að bjarga lífi Elke Mártens
sem særð var lífshættulegu
skatsári í höfuðið. Hermann
Döbler mun hafa látizt nær
þegar i stað áf skotsárum,
sem hann fékk á höfði, baki og
á hné.
Hópur seskufólks í V-Ber-
lín sýndi þá dirfsku á þriðju
dagskvéld, að fara nærri staðn
um, þar sem hinn hörmulegi
atburður átti sér stað og kom
þar fyrir stöng með svörtum
fána. Er fáninn þannig beint
fyrir augum hinna austur-
þýzku landamæravarða í um
120 m fjarlægð.
Öll blöð í V-Þýzkalandi mót
mæla árásinni eindregið. Þá
var það upplýst, að þau, sem
fyrir árásinni urðu, hefðu
verið komin yfir borgartak-
mörkin og yfir til vestur hluta
borgarinnar, er skotið var á
þau. Frá því var einnig skýrt
í dag, að þau hefðu haft i
hyggju að ganga í hjónaband
í júlímánuði næstkomandL
— Ætli maður
Framhald af bls 2i8
— Þegar ég var kominn niður
hringdi ég á næstu bæi og bað
um aðstoð og brátt dreif að fólk.
Slökkviliðið á Egilsstöðum var
líka beðið um aðstoð, en slökkvi-
bíllinn kom ekki fyrr en eftir 3
tíma. Það mun hafa gengið erf-
iðlega að fá menn til að aka hon
um og ná mönnum saman.
— Þegar slökkvibíllinn kom
var öll efri hæð íbúðarhússins
brunnin og eldur kominn í neðri
bæðina, þótt það væri ekki mik-
ið. Slökkvistarfinu lauk svo um
kl. 5 um morguninn.
— Þá var allt brunnið á efri
hæðinni og nokkuð á þeirri neðri,
en hún er talin ónýt vegna
skemmda af vatni og reyk. Það
mun varla borga sig að gera við
húsið. Það var lágt vátrygigt,
alltof lágt
— Geymsla er rétt við bæinn
og svo fjós og hlaða, en þessi
hús tókst að verja.
— Um eldsupptök er ekki vit-
að, en líklegt er talið að eldur
hafi komizt í þakið vegna
sprungu í skorsteininum.
— Ég er nú á næsta bæ, Hlíð-
arhúsum, hjá Eiríki Einarssyni
bónda þar. En Svavar sonur
minn fór með Ásrúnu og börn-
in að bsenum Surtsstöðum.
— Þetta er mikið tjón, en
ætli maður reyni ekki að byggja
bæinn upp aftur, sagði Björn
bóndi að lokum.
Framhaidsdeiidin á
Hvanneyri hefir út-
skrifað 63 kandidata
Framhaldsdeild Bændaskólans
é Hvanneyri var í gær slitið í 9
sinn. Þar útskrifuðust nú 5 bú-
fræðikandidatar. Hæstur var
,Bjarni Guðmundsson frá Kirkju
bóli í Dýrafirði og hlaut 8,85 í
aðaleinkunn. Fékk hann jafn-
framt bókaverðlaun frá Búfræði
kandidatafélagi íslands, sem
Agnar Guðnason, formaður þess,
afhenti. Nokkrir 10 ára kandi-
datar heimsóttu skólann við
þetta tækifæri og færðu honum
kennslutæki að gjöf. Sveinn Guð
mundsson frá Miðhúsum hafði
orð fyrir þeim.
Ingólfur Jónsson landbúnaðar-
ráðherra var viðstaddur skólaslit
in og flutti ræðu þar sem hann
— Fiskgengd
Framhald af bls. 8
hausbein úr þorski hér úr sjó,
það er alveg eiðfært um það.
Sýnir það gleggst af öllu hvað
fiskilaust er nú orðið hér við
Ströndina. Fyrr á árum kom
vanalega meiri eða minni fisk-
ur með flóðum inn í Hornafjörð-
inn og dagaði þar uppi á fjörur
og eyrar og upp að eyjum í firð-
inum og allt voru þetta oft marg
ir hestburðir, en nú í mörg síð-
astliðin ár hefur ekki orðið vart
við einn einasta fisk í Horna-
firði. Nokkrum sinnum kom það
fyrir að 2 og 3 menn á bát
kræktu fiskinn upp í bátinn úr
torfunum, sem syntu inn í fjörð-
inn undan straumnum — og svo
segja menn að fiskurinn minnki
ekki í sjónum. Betur að satt
væri.
Nú uim þessi vertíðarlok skul-
um við lofa Guð fyrir það, sem
hann hefur gefið sjómönnum
vorum á þessari liðnu vertíð og
svo fyrir handleiðslu þeirra á
hættusömum stundum. Lofum
hann þó mest fyrir að hafa leitt
þá heila í höfn, og biðjum Guð
að blessa þá alla og leiða þá
alla, sem sjóinn stunda, langa
og bjarta daga hafs á breiðu
skeiði.
Skarphéðinn Gíslason.
m.a. lýsti því yfir að nám deild-
arinnar væri nú lengt úr tveim-
ur árum í þrjú.
Péttur Ottesen frv. alþingis-
maður flutti einnig ræðu og bar
kveðju frá Búnaðarfélagi ís-
lands.
Gunnar Bjarnason ávarpaði
nemendur og gesti af hálfu kenn
ara en Þorvaldur G. Jónsson frá
Innra-Hólmi talaði af hálfu
hinna nýútskrifuðu kandidata.
Guðmundur Jónsson skóla-
stjóri sleit skólanum með ræðu,
en á eftir gengu gestir að grunni
hinnar nýju skólabyggingar sem
byrjað er að reisa. Þá voru einn-
ig skoðaðar tilraunir, sem eru
miklar á staðnum.
Framhaldsdeildin á Hvann-
eyri hefir nú útskrifað 63 kandi-
data og eru þeir langflestir við
landbúnaðarstörf og þar af 19
ráðunautar og 11 bændur. Nú
eru 3 við framhaldsnám erlend-
is.
— Henti sér
Framhald af bls 28
„Þá kom maður aftur á Þór
ólf og kastaði út bjarghring.
Ég fékk annan félaga minna
til að halda í taug, sem éig
seig niður í, náði bjarghrign-
um undir hendina og svaml-
aði út þangað sem pilturinn lá
í sjónum. Náði ég taki á hon-
um og gat haldið höfði hans
upp úr. á tók hann að spúa
sjó og korraði í honum. Var
nú dregið í línuna, sem fest
var í bjarghringinn og við
lágum við hringinn undir
skipsskutnum unz lögreglan
og fleiri komu á vettvang og
drógu okkur upp. Ég hugsa,
að ég hafi verið í sjónum
u.þ.b. 25 mínútur."
„Ég hef aldrei farið í sjó-
inn áður,“ sagði Þorleifur að
lokum, „en ég kenndi hvorki
þreytu né kulda. Hins vegar
setti að mér skjálfta og glömr
uðu í mér tennurnar, er ég
gekk upp bryggjuna, en ég
iafnaði mig fliótt.*
Norræn samvinna um verkaskiptingu:
Álafoss selur teppagarn út, en
dönsk teppaverksmiðja fullunin
teppi hingað
í GÆR boðaði forstjóri tillar-
verksmiðjunnar Álafoss, Ás-
björn Sigurjónsson, blaða-
menn á sinn fund og var til-
efnið að hér á landi er stadd-
ur Jens Christensen, fulltrúi
hjá dönsku teppaverksmiðj-
unni Weston.
Ásbjörn Sigurjónsson skvrði
frá því að nú hefðu tekizt
samningar milli Álafoss og
Weston-verksmiðjunnar um
gagnkvæm viðskipti. Teppa-
verksmiðjan mun kaupa full-
unnið garn til teppagerðar af
Álafossi, en Álafoss mun aft-
ur á móti annast sölu Weston-
teppa hér á landi. Nú hefur
verið reist ný verksmiðja á
Álafossi, en undirbúningur
þess verks var hafinn fyrir
f jórum árum.
— Þá sáum við fram á nauð-
syn endurnýjunar, ef verksmiðja
okkar ætti að hafa nokkra mögu-
leika til samkeppni og til út-
flutnings. Síðasta ár höfum við
svo unnið að því að ná samning-
um við erlend fyrirtæki um sölu
á garni úr landinu í stað þess að
selja ullina óunna, eins og gert
var. Nú hafa tekizt samningar við
Weston-teppaverksmiðjurna I
Danmörku, sem er ein stærsta
sinnar tegundar í Evrópu. Verk-
smiðjan framleiðir um 2 milljón-
ir fermetra af teppum árlega og
annast sölu þeirra um alla Ev-
rópu og víðar. Seljum við nú ís-
lenzkt ullargarn í bezta gæða-
flokki til gólfteppagerðar. Er
þannig hafið milli okkar norrænt
samstarf um verkaskiptingu, en
með lækkun innflutningstolla af
teppum teljum við hérlendis úti-
lokaða samkeppni við erlendar
teppagerðir, sern hafa langa
reynslu að baki og hin fullkomn-
ustu dreifingarkerfi, sagði Ás-
björn Sigurjónsson.
Jens Christensen sagði, að þeir
hefðu reynt íslenzku ullina og
komizt að raun um að hún væri
hin bezta vara til teppagerðar.
Weston-teppaverksmiðjan notar
um 2000 tonn af ull til ársfram-
leiðslu sinnar og kaupir hana frá
Englandi og Þýzkalandi að mestu
auk þess, sem nú verður keypt
frá fslandi. Ég hef nú skoðað
hina nýju verksmiðju á Álafossi
og hefur það styrkt góða trú
mína á samstarfinu milli fyrir-
tækja okkar. Ég hef skoðað marg
ar spunaverksmiðjur í Evrópu en
hv.ergi séð neina sem er betur
skipulögð með tilliti til fram-
leiðslugetu og vinnusparnaðar
(rationalisering). Weston hefiir
viðskipti við 2500 verzlunarfyrir-
tæki um alla Evrópu og eru það
hvarvetna hin beztu fyrirtæki
sinnar tegundar. Teppi þau sem
við munum flytja hingað til ís-
lands eru með ibræddu undir-
leggi, sem kemur í stað filts.
Kosta teppin frá 635 kr. ísl. ferm
upp í 850 kr. Á teppunum er
þriggja vikna afgreiðslufrestur.
MétS þessum viðskiptum við okk-
ur eru íslendingar algerlega sam-
keppnisfærir með iðnvarning
sinn og er hin nýja verksmiðja á
Álafossi tekur til starfa má full-
yrða að íslenzkt garn verður sam
keppnisfært að verðlagi til á
frjálsum heimsmarkaði án allra
vöruskipta, sagði Christensen að
lokum.
Ásbjörn Sigurjónsson kvaðst
vilja bæta þessu við:
— Það er ánægjulegt að nú
skuli vera komið á norrænt sam-
starf um verkaskiptingu og við
erum ánægðir með að það skuli
vera elzta iðnfyrirtæki landsins,
Alafoss, sem tekur upp þetta sam
starf. Samkeppnin er orðin geysi-
hörð á sviði iðnaðarins og það
verður að hafa augun opin og
fylgjast vel með ef við eigum
ekki að verða aftur úr. Með þess-
um viðskiptum getum við reikn-
að með jöfnu og öruggu verði
fyrir íslenzku ullina og það sem
hæst er fáanlegt á heinlsmarkaði.
Bezta ullin, sem við fáum, fer til
lopagerðar, en grófari ullin til
framleiðslu á teppagarni. Við
vonumst til að geta þegar á næsta
ári flutt út 200 tonn af teppa-
garni, en síðan árlega um 400
tonn eða rúmlega það, en það
svarar til þess ullarmagns, sem
við höfum flutt út óunnið að und-
aníörnu, sagði Ásbjörn að lokum.
Sölustjóri Álafoss, Sverrir
Garðarsson, skýrði okkur frá
gerð hinna nýju Weston-teppa, en
þau koma á markaðinn hér næstu
daga og eru sýnishorn þegar
komin til landsins.
Jens Christensen, fulltrúi Weston-teppaverksmiðjunnar, t.v„ og
Ásbjörn Sigurjónsson, forstjóri Álafoss. Fyrir framan þá eru
snýishorn af Weston-teppum og teppagarni frá Álafossi. Stóru
spólurnar eru úr hinni nýju spunaverksmiðju, og í þessari
spólustærð verður garnið flutt út.
Hátíðahöldin
í Hafnarfirði
Hafnarfirði — Hátíðahöldin I
dag verða í höfuðatriðum, sem
hér segir: Klukkan 1,30 verður
safnazt saman við Bæjarbíó og
gengið þaðan í kirkju þar sem
séra Helgi Tryggvason predikar.
Að því búnu verður gengið á
hátíðasvæðið á Hörðuvöllum.
Þar setur Þorgeir Ibsen hátíðina
og Lúðrasveit Hafnarfjarðar leik
ur, en síðan fer fram fánahyll-
ing. Þá flytur dr. Einar Ól.
Sveinsson ræðu, Karlakórinn
Þrestir syngur, ávarp Fjallkon-
unnar (Herdís Þorvaldsdóttir),
Svavar Gests með hljómsveit og
einsöngvurum, handknattleikur,
félagar úr Þjóðleikhússkórnum
syngja, tveir leikþættir. —
Kynnir verður Ólafur Þ. Kristj
ánsson.
Klukkan 5,30 verða kvikmynda
sýningar í Bæjarbíói fyrir böm.
Ög kl. 8 um kvöldið hefst kvöld
vaka við Bæjarútgerðina. Þar
leikur Lúðrasveitin og Þrestir
syngja. Þá flytur bæjarstjórinn,
Hafsteinn Baldvinsson, ávarp,
Bessi Bjarnason og Gunnar Eyj-
ólfsson fara með skemmtiþátt,
Inga Maja Eyjólfsdóttir syngur,
fimleikaflokkur úr K.R. sýnir,
Arni Tryggvason og Klemens
Jónsson fara með skemmtiþátt,
Guðm. Guðjónsson syngur og
loks verður dansað frá kl. 10 um
kvöldið. — Kynnir á kvöld-
skemmtuninni verður Gunnar S.
Guðmundsson.
— Endurvigð
Framhald af bls. 19
útskorinn af Jóhanni Björnssyni,
Húsavík, og hjónin að Stáðair-
hóli, Halldóra og Han.nes Jóns-
son, gáfu neonljóskross á kirkju
buminin. Ýmsair fleiri gjafir bár-
uisit. — FnéttaritanL
Þjóðhátíðin
á Akranesi
Akranesþ 16. júní.
HÁTÍÐAHÖLDIN 17. júní verða
margvísleg. Kl. 13,15 verður
skrúðganga frá Iðnskólanum á
íþróttavöllinn. Kl. 14,00 verður
hátíðin sett af Jóni Ben. Ásmunds
syni, ræðu flytur Jón Árnason,
alþm.; ávarp fjallkonunnar flyt-
ur Sigurbjörg Halldórsdóttir; —
karlakórinn Svanir syngur,- Þá
verður þríþrautarkeppni og lúðra
sveit Akranes leikur.
KI. 17 verður dansleikur fyrir
unglinga á Akratorgi. Kl. 21 verð
ur kvöldvaka á Akratorgi og þá
flytur ávarp Björgvin Sæmunds
son, bæjarstjóri; Svanir syngja
og Karl Guðmundsson leikari
flytur gamanþátt; Guðmundur
Jónsson óperusöngvari syngur
einsöng; Gunnar Eyjólfsson og
Bessi Bjarnason flytja leikþátt.
Loks verður stiginn dans til kl. 2
um nóttina.
-- — Oddur.