Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júní 1965 125 þúsund plöntur ursettar í Heiömörk Frá aðalfundí Skogræktar- félags Reykjavíkur NÝR FARKOSTUR í SMÍÐUM. Hér birtist mynd af Reykjafossi, hinu nýja skipi Eimskipafélags íslands, sem hleypt var af stokk- unum í Álaborg í síðustu viku. Héraðsskólan um að Laugarvatni slitið AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags Reykjavíkur var haldinn í Oddfellowhúsinu í Reykjavík miðvikudaginn 19. maí. Fundarstjóri var Hákon Guð- ir.undsson yfirborgardómari, en fundarritari Guðbrandur Magn- ússon fyrrverandi forstjóri. í upphafi fundarins minntist formaður starfsmanns félagsins um langt árabil, Sigurjóns Ólafs- sonar, sem hafði með höndum eftirlit og verkstjórn á Heið- mörk,- en féll frá á síðastliðnu ári. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við minningu hins látna starfsmanns og félaga. Formaður félagsins, Guðmund- ur Marteinsson, gaf almennt yfir- lit yfir félagsstörfin á umliðnu ári og framkvæmdastjórinn, Ein- ar Sæmundsen skýrði nánar frá verklegum framkvæmdum á árinu. Nokkru helstu atriðin sem fram komu í skýrslunum voru þessi: Úr skógræktarstöð félags- ins í Fossvogi voru afgreiddar alls rúmlega 280 þúsund plöntur, uppaldar í græðireitum stöðvar- innar. í Heiðmörk voru gróðursettar rúmlega 125 þúsund plöntur, að- allega mismunandi tegundir af greni og furu. Gróðursetningu önnuðust þrír aðilar, sjálfboða- liðar („Landnemar á Heið- voru gróð- mörk'), unglingar úr Vinnu- skóla Reykjavíkurborgar og vinnuflokkar frá Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur. Sumarið 1964 var fremur óhag stætt, meðal hitastig . verulega undir meðallagi og vöxtur trjá- gróðurs því einnig í minna lagi. Mikið umrót var í verulegum hluta Fossvogsstöðvarinnar sum- arið 1964 og allt fram til vors 1965 vegna hins mikla holræsis (skolpræsis) í Fossvogi, og olli það ýmiskonar óhagræði og erf- iðleikum, en þessi spilda er nú að komast í samt lagt aftur. í framhaldi af þeirri ráðstöf- un borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1963 að fela Skógræktarfé- lagi Reykjavíkur varðveizlu jarðarinnar Elliðavatns, var s.l. ár sett upp girðing sem umlykur Rauðhóla. Var það gert í sam- ráði við Náttúruverndarnefnd Reykjavíkur, en Rauðhólarnar, sem eru sumpart í Elliðavatns- landi en sumpart utan þess, eru nú í umsjá þeirrar nefndar. Fyrirhugað er að setja upp tvær útsýnisskífur á Heiðmörk, aðra syðst á Hjallabrún en hina í Hólmshrauni, báðar nálægt vegi. Félagatala hefur aukizt lítið eitt á árinu og er nú rúmlega 1600. Að loknum flutningi skýrslna formanns og framkvæmdastjóra las gjaldkeri, Jón Helgason, end- urskoðaða reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Þá fór fram stjórnarkosning. Úr stjórn áttu að ganga Guð- mundur Marteinsson og Jón Helgason. Voru þeir báðir1 end- urkosnir. Úr varastjórn átti að ganga Vilhjálmur Sigtryggsson og var hann einnig endurkosinn. Þá fór fram kosning fulltrúa á aðalfund Skógræktarfélags ís- lands. Voru kosnir 10 fulltrúar og 5 til vara. Að loknum kosninigum var lögð fram tillaga frá stjórninni um hækkun félagsgjalda úr 50 krónum í 100 krónur. í greinar- gerð formanns fyrir tillögunni kom fram m.a., að kostnaður við Ársrit Skógræktarfélags íslands, sem allir félagar Skógræktarfé- lags Reykjavíkur fá, hefði hækk- að verulega með aukinni dýrtíð. Tillagan um hækkun félagsgjalda var samþykkt einróma. Að þessu loknu gaf fundar- stjóri orðið laust og urðu nú all- fjörugar umræður um ýms at- riði. Nokkrir fundarmenn skýrðu frá reynslu sinni varðandi eitt og annað á sviði skógræktar. Bornar voru fram fyrirspurnir, og urðu þeir Hákon Bjarnáson skógræktarstjóri og Einar Sæm- undsen aðallega fyrir svörum. Aðalfundurinn var venju fremur vel sóttur. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur skipa nú þessir mehn: Guðmundur Marteinsson, Sveinbjörn Jónsson, Ingólfur Davíðsson, Jón Helgason og Lár- us Bl. Guðmundsson. í Kjós Valdastöðum 13. júní. Nú fyrir helgina, er mér sagt, að Bjarni á Þúfu sé byrjaður að slá og munu fleiri bændur á eftir fara, nú næstu daga. Hefur grasvexti farið ört fram, það, sem af er þessum miánuði. Má svo segja, að hver dagurinn sé öðrum betrL Laxveiðin hófst að þessu sinni 10 dögum síðar en venja hefir verið. Nú byrjaði hún ekki fyrr en 10. þ.m. í stað 1. júní. Fvrsta daginn veiddust 7 laxar á neðsta svæðinu. Og má það heita sæmileg byrjun. HÉRAÐSSKÓLANUM á Laugar- vatni var slitið að kvöldi mánu- dagsins 31. maí síðastliðinn, og lauk þar með 37. starfsári skól- ans. í skólaslitaræðu sinni rakti Benedikt Sigvaldason skólastjóri helztu þætti skólastarfs síðasta vetrar. Sambúðin á hinu stóra skólaheimili var góð, heilsufar nemenda óvenjulega gott að þessu sinni. Einnig fór skóla- stjóri þakklætisorðum um hið ánægjukfga samstarf, sem fer fram milli skólanna allra á Laugarvatni. — Skólastjóri minntist á ýmsa góða gesti, sem heimsótt höfðu skólann á skóla- árinu, svo sem erlenda sendi- kennara o.fl. Margir nemendur skólans sóttu hinn fyrsta starfs- fræðsludag, sem haldinn hefur verið á Selfossi, en það var 8. nóv. 1964. — Svo sem tíðkazt hefur um árabil, fóru nemendur ásamt kennurum til Reykjavíkur að afloknum miðsvetrarprófum og sáu tvær leiksýningar í Þjóð- leikhúsinu. — Árshátíð skólans var haldin 2Q. marz, og var hún venju fremur fjölsótt. f skólanum hófu nám á síðasta hausti 12i3 nemendur í 5 bekkjar- deildum. Af þeim hópi voru 72 nemendur úr Árnessýslu. Prófum í 1. og 2. bekk lauk 5. maí. í 1. bekk voru 27 nemendur, og hlaut þar hæstu einkunn á vor- prófi Jónína Zóphóníasdóttir frá Mýrum í Skriðdal, 8,57. — f 2. bekk var 51 nemandi. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Tryggvi Karl Eiríksson frá Vota- mýri á Skeiðum, 8,89. Gagnfræðapróf tók að þessu sinni 21 nemandi, og stóðust þeir allir próf. Hæstu einkunn á gagn fræðaprófi hlaut Pálína Sighvats dóttir frá Brekku í Lóni, 7,65. Undir landspróf miðskóla gengu 23 nemendur, og luku 22 þeirra prófum sínum. Af þeim hópi hlutu 17 nemendur fram- haldseinkunn. (6,00 eða þar yfir) í landsprófsgreinum. Hæstu eink unn á landsprófi hlaut Halldór Sverrisson frá Hrosshaga í Bisk- upstunigum, 8,19. Að loknum prófum fóru nem- endur gagnfræðadeildar og lands prófsdeildar í 5 daga ferðalag um Snæfellsnes og Norðurland undir fararstjórn Þórarins Ste* *- ánssonar kennara. Skólinn er fullskipaður íyric næsta vetur. Valdimar Valdimars- son, pést- fulitrúi D. 4. marz 1965. Hér er kveðjan hinzta mín hjartans kæri faðir. Ástarþökk er ort til þín sem engla skipar raðir. Samvist okkar stóð of stutt störfuðum saman glaðir. Skjótt var önd í eiiífð flutt elskulegi faðir. Þig nú harmar hugur minn hjartað sorgin vefur. Fráleitt betri föðurinn fundið nokkur hefur. Margar ferðir fórum við sem fáum vorum kunnar. Þótti vænt um vatnanið og vegsemd náttúrunar. Þér ég hverja þakka stund, þína blíðu alla. Beggja kát og létt var lund við læki milli f jalla. Fáar eru ferðirnar farnar nú til veiða. Það er líkt og laxárnar ei lengur kunni að seiða. Gunnar M. Valdimarsson FlateyrL París, 4. júní (NTB) • Amintore Fanfani, utan- ríkisráðherra Ítalíu, ræddi 1 dag við de Gaulle, forseta Frakklands, og Couve de Mur ville, utanríkisráðherra. —• Ræddu þeir einkum samskiptt Evrópuríkja og ástandið í Víot nam. Eins og krakkar Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu. Þau voru bæði kornung og höfðu ekki haft langan tíma til þess að æfa sig áður en þau sett- ust í hásætið. Þessvegna var það, að þeg- ar þau fóru út á flugvöll til þess að taka á móti afanum drotningarinnar, sem kom með þotu frá Svíþjóð, gleymdu þau bæði að gæta hefðbundinnar hátignarlegrar virðingar þegar þotan lenti með sínum ógnargný og stungu fingrum í eyrun eins og hverjir aðrir krakkar. Fregnir herma ekki ,hvað hirðsiðameistarinn sagði þeg- ar Konstantín Grikkjakóngur og Anna-María drottning komu heim til hallarinnar með gest sinn, Gústaf Adolf Svíakóng. Kannske hefur hann heldur ekki sagt neitt, það er ekki svo gott að at- yrða konung sinn að viðstödd um öðrum kóngi og það af- anum drottningarinnar. Og það hefði líka verið álitamál hvort hrella ætti drottning- una með svona nokkru, rétt áður en ríkisarfans var von. Nei, hirðsiðameistarinn hefur sennilega ekki sagt eitt eða neitt það sinnið. Og nú eru Anna-María og Konstantín úti á eynni Korfú og bíða þess að ríkisarfanum þóknist að boða komu sína í þennan heim, sem dregst varla lengi úr þessu. St. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.