Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 6

Morgunblaðið - 17.06.1965, Side 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. Júní 1965 Itarlegri rannsókna þörf ti að ákvarða aldur Reykjavíkur FYRIR skömmu var sagt frá því í Mbl., að borgarráði hefði borizt bréf frá Þióðminjasafni íslands, þar sem gerð er grein fyrir forn- leifagrefti þeirra Þorkels Gríms- sonar fornleifafræðings og Þor- leifs Einarssonar jarðfræðings á tveimur stöðum í miðbæ Reykja- vikur. Sýnishorn af fomleifum á þessum stöðum voru rannsök- uð af Þjóðminjasafni Dana, og aldursákvarðanir með svonefndri Ccirbon 14 aðferð bentu til þess, að hér væri um að ræða menjar um byggð í Reykjavík frá því einhvern tíma á árunum 510 til 710. Þess var þó getið í bréfi frá danska Þjóðminjasafninu, að sennilega séu sýnishom mann- vistarlagsins blönduð efni úr lagi undir því, og því séu niður- stöður aldursákvörðunarinnar ekki einhlítar. í tilefni af þessu sneri Mbl. sér tii Kristjáns Eldjáms þjóð- minjavarðar og Lárusar Sigur- björnssonar skjalavarðar Reykja- víkurborgar. Kristján Eldjám þjóðminja- vörður sagði, að ætla mætti, að hér væri um að ræða fomleifar frá elztu byggð Reykjavikur, þar sem grafið hefði verið alveg neðst niður í mannvistarlagið. Énda þótt aldursgreining sýnis- boma benti til, að þessar leifar væru miklu eldri en hingað til hefði verið reiknað með að land- nám hefði hafizt á íslandi, bæri að taka því með hinni mestu varkárni, og kæmi þar margt til. Sýnishornin hefðu ekki verið góð, og miklu víðtækari rann- sókn þyrfti að fara fram, áður en nokkuð væri hægt að full- yrða í þessum efnum. Þjóð- minjavörður kvað ekki vera ástæðu til að hraða því sérstak- Hátíðnhöld í Kópavogi 17. júní EINS og undanfarin ár verða hátíðahöld í Kópavogskaupstað 17. júnL Hátíðin hefst kl. 1:30 við Félagsheimilið. Þaðan verðux gengið í Hlíðargarð. Lúðrasveit Kópavogs leikur fyrir göngunni. Magnús B. Kristinsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, setur skemmtunina. í Hlíðargarði verð ur margt til skemmtunar: .glímu- sýning, söngur, leikþættir og fleira. Sveinn S. Einarsson, verk- fræðingur, flytur ræðu, Finn- borg Örnólfsdóttir flytur ávarp Fj allkonunnar. Um kvöldið heíst hátiðin aft- ur við Félagsheimilið kl. 8:30. Leikararnir Klemenz Jónsson, Ámi Tryggvason og Bessi Bjaraason fara með gamanþétt. Rio-tríó úr Kópavogi syngur þjóðlög. Síðan verður dansað úti og inni til kl. 1. lega að gera víðtækari rann- sóknir, fyrr en ráðgert væri að gera eitthvað jarðrask á þeim slóðum, þar sem helzt má vænta fomleifa í Reykjavík. Þá gat Kristján Eldjárn þess, að engan veginn væri líklegt, að beztar menjar um fyrsta land- nám á íslandi fyndist í Reykja- Kristján Eldjárn. vík. Rannsóknir hér hefðu hins vegar táknrænt, sögulegt gildi, þar sem Ingólfur Arnarson er í sögu þjóðarinnar talinn fyrsti landnámsmaður á íslandi. Aðrir landsnámsmenn hefðu sam- kvæmt sögunni byggt bæi sína á fslandi aðeins örfáum árum á eftir honum, og því mætti finna víða um land jafnmerkilegar eða enn merkilagri fomleifar frá landnámsöld en einmitt í Reykja- vík. Að öllu þessu athuguðu kvað Kristján Eldjárn engan veginn vera hægt að fullyrða, að byggð á fslandi væri eldri en sögur okkar herma. Lárus Sigurbjömsson skjala- vörður Reykjavíkurborgar sagði, að til þess að unnt væri að kveða endanlega upp úr um gildi þess- ara fornleifa, yrðu miklu víð- tækari rannsóknir að fara fram á þeim tveimur svæðum í mið- bænum, sem helzt hefur verið talið að bær Ingólfs hafi staðið, til þess að hæigt yrði að sanna eða afsanna þær kenningar, sem hingað til hafa verið ríkjandi um aldur byggðar í Reykjavik. Síðan sagði hann frá því, að hinn forni öskuhaugur Reykja- víkur hafi staðið milli Vonar- strætis, Tjarnargötu, Suðurgötu og Herkastalans og verið notaður allt fram til ársins 1800. Þegar Steindórsprent hefði verið byggt á sínum tíma, hefði um þriðjungur öskuhaugsins horfið. Merkar fornleifar hefðu fundizt, þegar húsið var byggt, m.a. svínskjálki af tegund, sem lifði á landnámsöld en er nú löngu út- dauð, nöguð bein af rostungi o.fl. Þessi öskuhaugur væri vafa- laust frá landhámsöld og þvi einhver merkasti staður í Reykja vík til rannsókna sem þessara. Kvaðst Lárus vera þeirrar skoð- unar, að víðtækar rannsóknir á öskuhauginum gætu skorið úr um sögu Reykjavíkur. Lárus gat þess einnig, að jarðfræðilegar breytingar hefðu orðið í Reykjavík frá landnáms- öld. Miðbærinn hefði sigið um IVí metra og væri kominn undir sjó, ef ekki hefði verið um upp- fyllingar að ræða á mörgum stöðum og síðast en ekki sízt hefði bygging hafnarinnar komið í veg fyrir. að miðbærinn sykki. Þá kvaðst Lárus þeirrar skoð- unar, að lækur hefði á landnáms- öld runnið niður Landakotshæð- ina, en nú væri hann horfinn. Þegar landnámsmenn settust að, hefðu þeir ekki igrafið sér brunna við bæi sína, heldur byggt bæ- ina við læki og jafnvel látið þá renna í gegn um bæi sína. Af þessum og fleiri ástæðum kvað hann það skoðun sína, að bær Ingólfs hefði staðið einhvers staðar á svæðinu milli Vonar- Lárus Sigurbjörnsson strætis, Herkastalans, Suðurgötu og Tjarnargötu. Lárus Sigurbjörnsson kvaðst vera þeirrar skoðunar, að gera ættí ítarlegar forleifarannsóknir eftir fyrir fram skipulögðu kerfi. Þær rannsóknir ættu að fara fram á svæðinu milli Aðal- strætis, Bröttugötu, nokkuð upp eftir Túngötu og þaðan þvert yfir að Bröttugötu. Þvert yfir bæði þessi svæði taldi Lárus rétt að gera skurði, en auk þess taldi bann að bora þyrfti á mörgum stöðum. íslendingur ver doktors- ritgerð við Yale UNGUR íslenzkum erfðafræðing ur, Guðmundur Eggertsson, varði í fyrradag doktorsritgerð við Yale-háskólann í Bandaríkjun- um. Fjallaði ritgerðin um rann- sóknir á svokölluðum „suppress- or“ stökkbreytingum í gerlinum „escherirhia coli“ og nefnist hún „Suppressor mutations in esher- iehia coli. A genetic analysis“. Guðmundur er sonur hjónanna Aðalheiðar Jónsdóttur og Egg- erts Guðmundssonar, bónda & Bjargi í Borgarnesi. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri vorið ’51, magist- ersprófi í erfðafræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 1958 og hefur að undanförnu verið við rannsóknir og framhaldsnám við Yale. Hann hefur nú hlotið bandarískan vísindastyrk til rannsóknarstarfa í Napoli á ítal- íu. Kvæntur er Guðmundur Bergþóru Zebitz. MYNDUG í DAG Þá er komin þjóðhátíð. Lýð- veldið okkar er komið á þriðja áratuginn og þess minnumst við í dag. Lýðveldishátíðarböm in, piltamir og stúlkurnar, sem fæddust þann 17. júní 1944, verða myndug í dag. Þetta er orðið fulltíða fólk, sem er að byrja að fæða nýja kynslóð — kynslóð, sem ekki mun heyra frásögur af lýðveldishátíðinni af vörum foreldra, heldur hjá ömmu og afa. Já, tíminn líður — og við, sem munum lýð- veldishátíðina eins og hún hafi verið í gær, ættum að staldra við og líta yfir farinn veg. Höfum við notað tímann vel? Hefðum við getað unnið bet- ur og unnið meira? Höfum við þroskað okkar unga lýðveldi jafnmikið og hægt hefur ver- ið á 21 ári? BARN I STÓRRI FJÖL- SKYLDU Þótt lýðveldishátíðarbörnin hafi nú slitið bamsskónum er okkar lýðveldi enn barn í fjöl- skyldu þjóðanna. En við erum ekki yngsta barnið í þeim stóra hópi. Mörg eru okkur yngrg hafa orðið að reyna meira og þola erfiðari daga en við þurft um — og vonandi höfum við náð meiri þroska en mörg önn- ur börn, þótt þroski fari ekki alltaf eftir aldri í þeirrí stóru fjölskyldu. Þjóðfélagið þrosk- ast ekki og dafnar á sama hátt og mannfólkið. Það er í hönd- um okkar sjálfra hvort við Iát- um tímann vinna með okkur eða ekki. MOTTO NÚTÍMANS Nú á dögum er rætt meira um efnahagslega framsókn og hagsæld en flest annað. Ein- staklingar, þjóðir — allt mann kynið stefnir að því að auka hag sinn og gengi í efnalegu tilliti og motto nútímamannsins er öðru fremur að njóta jarðlíís- ins og veraldlegra gæða í sem ríkustum mæli — þó innan skynsamlegra takmarka. En þroski og efnahagur fer ekki alltaf saman og í sumum tilvikum má bæta við: Nema síður sé. Þótt efnahagur okk- ar unga lýðveldis hafi vaxið og eflzt mikið á þessu 21 ári, þótt landsfólkið njóti nú meira af heimsins gæðum en nokkru sinni fyrr, er ekki þar með sa-gt, að við höfum þroekazt að sama skapi. Oft er það and- streymið, erfiðleikarnir og hag ur, sem krefst nægjusemi og litillætis af þegnunum. sem leið ir til meiri þroska en velsæld- in. Samt ætti góður hagur að veita einstaklingunum og allri þjóðinni betri grundvöll til að byggja á og í trausti þess reyn- um við að efla okkur á öllum sviðum svo sem aðrar þjóðir á atomöld FÖGNUM NÝRRI KYNSLÓÐ Við lifum í heimi hraðrar þróunar og mikilla breytinga. Smáþjóð á borð við íslendinga verður að halda vel á spöð- unum ef hún ætlar að halda áfram að fylgja nútímanum. Hlutverk hvers íslendings er stórt og það er allri heildinni mikilvægt að hann leysi það vel og samvizkusamlega af hendi. Sagt er, að mar.gar hend ur vinni létt verk. Hjá okkur verða fáar hendur að vinna stórt verk, því sannarlega er það stórt verk að þróa og þroska, bæta og efla xslenzkt þjóðfélag. Lýðveldishátíðar börnin, sem verða myndug I dag — og brátt fara að leiða sín börn um götur og grund- ir, eru afmælisbörn dagsina, Þau eru nú kvödd til starfa og við tökum höndum saman, setjum markið enn hærra en áður — og ætlum okkur að ná þvL Við fögnum nýrri kynslóð, því að við vonum, að hún geri landið stærra, þjóðina meiri að þreki og þroska, þegar fram líða stundir. BO SC H spennustillar, í miklu úrvalL BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Vesturgötu 3. — Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.