Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 17. júní 1965 Slys og árekstrar ■ Hafnarfjarðarumdæmi Séð yfir Keykjavíkurhöfn í gærdasr. I»ar eru nú öll skip Skipaútgerðarinnar bundi við fest- ar, nema Herjólfur. (Ljósm. Mb!.: Sv. Þorm.) Farþegar Heklu búa um borð — matast ó Borgini Herjóifur fékk undanþágu í GÆR voru öll skip skipa- útgerðarinnar stöðvuð hér í höfninni vegna verkfallsins, nema Herjólfur, sem fékk í gær uudanþágu til að sigla með vatn og mjólk til Vest- mannaeyja til að fyrirbyggja skort á þeim vörum þar. Fréttamaður Mbl. brá sér um borð í Heklu í gærkvöldi og þar var vaktmaðurinn um borð, en ekkert af fram- reiðsluliði skipsins. Nokkrir farþegar sátu inni í reyksal skipsins og skoðuðu bækur og blöð sér til dægrastyttingar eða skrifuðu bréf. Hinir er- lendu farþegar munu búa um borð fvrst um sinn, en mat fær fólkið á Hótel Borg. Blaðíð átti tal við Guðjón Teitsson forstjóra Skipaútgerð arinnar þar sem hann var á samningafundi niðri í Al- þingishúsi. — Það eru ekki margir út- lendingar með Heklu að þessu sinni, sagði Guðjón, — eða um 15 talsins. Þeir munu búa um borð í 'kipinu en mat fá þeir á Hótel Borg. Gert er ráð fyrir að þessir farþegar yrðu i skip inu þar til það á að sigla út á ný nk. laugardag. Verði deilan þá ekki leyst höfum við samið um að farþegarnir verði fluttir flugleiðis til út- landa. Fari svo að skipið geti ekki farið á áætlunartíma, fellur niður heil ferð skipsins, því ferðirnar eru algerlega bundnar við áætlun. Þetta kemur sér mjög illa vegna þess að margir farþeganna hafa pantað far með margra mánaða fyrirvara og sumir kom langt sunnan úr Evrópu til Kaupmannahafnar til þess að taka skipið þar á á- kveðnum degi. Enn kemur fólk að frá útlöndum til þess að fara hringferðir með Esju kringum land, og svo þegar það er komið hingað kemst það ekki í fyrirhugaða ferð. Þetta er mjög alvarlegt vegna skipulags farþegaflutninga og get ég ekki séð að gerlegt sé að halda uppi þessari starf- semi, ef ekki er hægt að hafa meira öryggi með siglingarn- ar. Undirbúningur allur, aug- lýsingasíarfsemi og bókanir tekur langan tíma og gerður mörgum mánuðum fyrirfram. Að íokum sagði Guðjón Teitsson að eina skip Skipaút gerðarirmar, sem fengi að sigla væri Herjólfur, hann hefði fengið undanþágu til einnar íerðar með mjólk og vatn til Vestmannaeyja til að fyrirbyggja skort þar, en alls væri óvíst um frekari sigling- ar skipsins. Auk Heklu liggja Esja, Skjaldbreið og Herðubreið bundin í höfninnL Þar liggja einnig Mánafoss og Litlafeil og hið nýja skip Skógarfoss er væntanlegt til Reykjavík- ur í dag. Verið var í gær að vinna að uppskipun við þau skip er ný komin voru, en annars var ó- venju rólegt við höfnina. Er við hittum hafnsögumennina að máli sögðu þeir að nú flýðu oll skip, sem gætu, Reykjavíkurhöfn. VH) stórslysi lá á Reykjanes- braut á móts við Hvassahraun í gær morgun er þar rákust saman benzínflutningabíll, hlaðinn flug vélabenzíni, sem er mjög eld- fimt, og stór áætlunarbíll. Árekst urinn varð ekki harður og reið það baggamuninn. Þegar Hafnarf jarðarlögreglan var á leið á staðinn kom' hún að bíl af gerðinni Opel Kapitan 1961, sem hafði farið út af. Á veginum var stór blóðpolluri í ljós kom, að tvö lömb höfðu r.laupið út á veginn og drápust þau bæði er þau urðu fyrir bíln- um. Ökufoaðurinn missti við þetta stjórnina á bílhum, sem fór út af. Ekki urðu slys á mönnum. Þá varð enn einn árekstur I gærkvöldi kl. 20.45 við Hrauns- holt á Hafnarfjarðarvegi. Þar rákust saman dráttarvél og Volkswagenbíll. Stúlka, sem var farþegi í bílnum, slasaðist. Bæði bíllinn og dráttarvélin skemmd- ust talsvert. Þá fór 6 manna fólksbíll út af Reykjanesbrautinni milli Straums og Hvassahrauns um kL 10 í gærkvöldi. Fjórir piltar frá Reykjavík voru í bílnum og slös- uðust þeir allir, þó ekki ■ alvar- lega að talið var. Voru þeir allir fluttir á Slysavarðstofuna. Þrennt slasast við Hlégarð Á ELLEFTA tímanum í gær- kvöldi varð harður árekstur á Vesturlandsvegi á móts við Hlé- garð. ar rákust saman áætlunar- bíll frá Guðmundi Jónassyni og Moskvitsbíll með G- númeri. Tvær konur í áætlunarbílnum slösuðust, svo og ökumaður, Lítil síldveiði LÍTIL síldveiði var í gærdag og höfðu aðeins 4 skip tilkynnt síld arleitinni á Raufarhöfn um afla sem þau fengu undir Jan Mayen. Skipin voru Jörundur III. með 1900 mál, Hafrún 1300, Loftuir Baldvin,sson 1350 og Dan IS 500. Til Dailatanga höfðu 5 skip til- kynnt um veiði í gærdag og gær kvöldi, Skálaberg 900 mál, Þor- geir 900, Gnýfari 650, Ársælil Sigurðsson 900 og Krossanes 1400. í fyrrinótt til kl. 7 í gærmorg- un höfðu alls 31 skip með 35.900 mál tilkynnt um afla til Raufar haínar og Dalatanga. Moskvitsbílsins. Var fólkið flutt á Slysavarðstofuna, en ekki var fullkunnugt um meiðsli þess 1 gærkvöldi. Moskvitsbíllinn skemmdist mjög mikið og áætlunarbíllinn talsvert. Stærri en sú sem hvarf VARÐSKIPIÐ Óðinn kom Ul Grindavikur kl. 8 í gærmorg- /| un og tók þar um borð ung- linga 10—14 ára á vegum I Lionklúbbs Grindavíkur. | Varðskipið fór með unglimg | ana í siglingu m.a. til svæðis- | ins umhverfis Surtsey. Þá , I sást hin nýja eyja risin úr | \ sæ og mældist hún 37 metnar | á hæð og 188 metrar að lengd. | Var þá stöðugt gos. Eyjan er 1 orðin stærri en sú sem hvarf j I fyrir nokkrum dögum. í Fékk skot í lærið ÞAÐ SLYS vildi til í Hafnarfirði í gærdag, að Jóhannes Jónsson, lögregluþjónn, fékk skot úr riffli í lærið. Kúlan lenti þó hvergi á beini og sárið því ekki alvar- legt Jóhannes og annar lögreglu- þjónn ætluðu að aflífa litla kan ínu, sem hafði meiðzt og var þungt haldin. Höfðu þeir komið kanínunni fyrir í pappakassa og sat Jóhannes á hækjum sínum við hann, er skot hljóp úr riffli þeim, sem hinn lögregluþjónn- inn hélt á, og kom það í læri Jóhannesar. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, þar sem gert var að sárinu, og síðan á Landa kotsspítalann, en þar var kúlan fjarlægð. Uppnám vegna orðuveitingar drottningarinnar til Bítlanna Síldarsöltun heimil á takmörkuðu magni Þegar samið um sölu á 300 þúsund tunnum SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur ákveðið að heimila sildarsaltend- um norðanlands og austan að hefja soltun frá og með 18. þ.m. á takmörkuðu nwgni af sykur- saltaðri síld fyrir Fininlandsmark að. Jafnframt ákvað nefndin að heimila söltun frá sama tíma fyrir þá sænsk-a síldarkaupend- ur, sem þess kunna að óska. Þegar hefur verið samið um fyrirframsölu á um 300 þús. tunn um til Svíþjóðar, Finnlands og Bandaríkjanna og samningavið- ræður standa yfir varðandi fyrir- framsölu til fleiri landa. Fitu- magn síldar þeirrar sem veiðist hefur undanfarna daga á hafinu norðaustur af landinu, hefur reynst frá 10—18% skv. fitumæl ingum Síldarmats ríkisins og get ur nefndin þvi ekki leyft söltun nema á takmörkuðu magni að svo stöddu. 8 ára drengur fyrir bál ÁTTA ára drengur, Páll Solvi Pálsson, Bergþórugötu 45, varð fyrir bíl seint í gærkvöldi fyrir framan Austurbæjarbíó. Páll mun sennilega hafa hand- leggsbrotnað, en ekki var full- kunnugt um meiðsli hans í gær- kvöldi. Hann var fluttur á Slysa- varðstofuna og þaðan á Landa- kotsspítala. London, 16. júní — NTB 1 BRETLANDI hafa sex manns þar á meðal fimm fyrr verandi striðshetjur, skilað aftur orðum þeim, sem bera það með sér, að viðkomandi hefur verið sæmdur virðing- arheitinu M. B. E. (Member of the Order of the British Empire). Orsök þessa er sú, að Bítlarnir ensku voru sæmd ir þessari orðu fyrir nokkrum dögum. Talsmaður drottningarinn- ar hefur skýrt frá því, að augljóst sé, að það hafi valdið talsverðu uppnámi, að Bítlarn ir hlutu þessa orðu, því að hundruð bréfa streyma nú til drottningarinnar og forsætis- ráðherra Breta, Harold Wil- sons. Er í þessum bréfum ýmist mælt gegn eða með orðuveitingunni til Bítlanna. Þær orður, sem skilað er af orðuhöfum, eru varðveittar af viðkomandi yfirvöldum, þvi að aldrei er að vita, nema að einhverjir þeirra kunni að sjá sig um hönd og vilja þá fá orðu sína aftur. Lundúnablaðið Daily Ex- press hefur skýrt frá því, að einn Bítlanna, John Lennon hafi sagt, að það uppnám, sem af þessu hafi hlotizt, hafi orð- ið til þess, að Bítla-kvartett- inn óski þess næstum að þeir hefðu aldrei verið sæmdir orð unni. Lét hann þau orð um falla, að eitthvað hlyti að vera bogið við það fólk, sem tæki það, sem gerzt hefði svo alvarlega, að það skilaði orð- um sínum aftur. Þegar öllu er á botninn hvolft, sagði John Lennon, þá tel ég ekkL að við höfun\ fengið orðuna fyrir að syngja rock ‘n roll. Ég álít, að við höfum fengið orðuna vegna þess, að við öflum erlends gjaldeyris, það er að segja sem útflutningsframleiðendur. Þetta ber ennig að athuga varðandi orðuveitinguna. Þeg ar einhver er heiðraður fyrir að flytja út tilbúinn áburð eða vélar fyrir margar milljón ir dollara, þá er fólk ánægt. Hvernig getur það þá verið óánægt með okkur? Það er vitað, að söngferða- lög Bítlanna til annarra landa og salan á hljómplötum þeirra erlendis hefur fært Bretlandi margar milljónir í erlendum gjaldeyri. Bitlarnir. John Lennon efst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.