Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 19
1 Fimmtudagur 17. Jön! 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 Borgarstjóraefni i New York: Robert Kennedy og Frankiin D. Roosevelt frá demókrötum? Fyrir nokkrum dögnm lýsti borgarstjórinn í New York Robert Wagner, yfir >ví, að bann myndi ekki óska eftir endurkosningu. Yfirlýsing þessi kom mjög á óvart og hefur mjög ýtt undir þessar bollalegginga um, hver verða muni eftirmaður hans. Það hefur mjög ýtt undir þessar bollaleggingar, að við þenn- an atburð hafa nöfn tveggja af þekktari yngri mönnum innan raða demókratafiokks- ins komið fram í sviðsljósið enn einu sinni. Þessir menn eru þeir Robert Kennedy og Franklin D. Roosevelt yngri. Robert Kennedy er mjög gjaman talinn vera sá, sem mesta möguleika hafi á því að taka við af Wagner borgar- stjóra, sem áhrifamesti og leiðandi maður innan demó- krataflokksins í New York ríki. Franklin D. Roosevelt yngri sonur Rooseveits fyrrum for- seta Bandaríkjanna, er einnig talinn vera á meðal þeirra, sem líklegastir þykja sem borgarstjóraefni af hálfu demokratafloikksins, þegar borgarstjórakosningarnar fara þar fram næsta haust. Fram- bjóðandi republikanaflokks- ins þá verður John Lindsay. Báðir eru þeir R. Kennedy og F. D. Roosevelt á meðal hinna atkvæðamestu og efni- legustu í hópi yngri forystu- manna demókrataflokksins. Þeir stefna báðir hátt og margir telja, að þeir hafi full- an hug á, að verða einhvem tímann húsbændur í Hvíta húsinu. Franklin D. Roosevelt er nú fimmtugur að aldri og hef- ur starfað á því tímabili; sem Johnson hefur verið forseti, fyrst sem varaverzlunarmála- ráðherra, en nú er hann for- maður í jafnréttisnefnd Randaríkjanna, sem sér eink- um um framkvæmd mann- réttindalaganna. Fram að því að Wagner lýsti því yfir, að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur, sem borgarstjóri, ingarnar. Talið er, að Wagn- er sé í hjúskaparhugleiðing- um og muni. bráðlega ganga að eiga Barbaru Cavenagh, sem er þekkt kona í félagslífi New York borgar. Wagner hefur áður verið kvæntur. Þess má geta, að gert er ráð fyrir, að Wagner muni verða ræðumaður við hátíðahöld Bandarikjamanna í Dan- mörku hinn 4. júlí n.k. á þjóð hátíðardegi þeirra. Wagner hefur verið tals- vert gagnrýndur af leiðtogum Harlem, svertingjahverfisins í New York. Telja þeir, að Robert Wagner var Franklin D. Roosevelt tal inn fremstur í hópi þeirra sem til greina kæmu að yrðu í framboði við næstu ríkis- stjórnakosningar í New York ríki á móti republikanum Nel son Rockefeller. Franklin D. Roosevelt hef- ur lýst því yfir í Washington, að hann sé reiðubúinn til þess að verða í kjöri við borgar- stjórakosningarnar í New York, ef hann yrði hvattur til þess að „réttum aðilum“. Yfirlýsing Wagners borgar- stjóra nú jafngildir því ekká, að hann muni ekki í framtíð- inni taka að sér starf sem stjórnmálamaður. Það er alls ekki útilokað, að hann muni bjóða sig fram sem ríkisstjóra efni í New York ríki árið 1960 og þá ekki hvað sízt, ef Franklin D. Roosevelt verður í kjöri við borgarstjórakosn- Robert Kennedy hann hafi vanrækt að útrýma fátækralhverfunum þar. Þá halda þeir því fram, að nú sé kominn tími til þess, að negri verði kjörinn borgar- stjóri í New York. Fremsti stjórnmálamaðurinn í Harlem er þingmaðurinn Adam Clay- ton Powell, en hann mun ekki hafa hug á því að verða borg- arstjóri. — / kvikmyndasal Framhald af bls. 17. Robinson, Elsu Martinelli, Akim Tamiroff sem Bloch, skjólstæð- ing málfærslumannsins og Romy Scthneider, sem kúnn er úr þýzkum prinsessumyndum, en 6ýnir hér eftirtektarverðan leik í hlutverki Lenis. Qg gaman er að sjá Orson Welles sjálfan í hlutverki málfærslumannsins, þar sem hann birtist fyrst hul- inn vindlareykskýi. Og íbúð hans: allt fyrir augað. Og er það ekki fyrst og fremst það sem kvikmynd á að vera: fyrir aug- að. En þrátt fyrir stíjsnilld Orson Welles og kvikmyndaleikni hans og hrifningu augnabliksins á einstökum atriðum, sem eru mörg en of ósamstæð, þá eru áhrif myndarinnar ekki eins mik il við eftirþanka. Heildarmyndin að lokum verður ekki eins sterk og við fyrstu sýn. Kannske er Welles nokkurs konar Frisenette; töframeistari sem hefur mann allan á valdi sínu á meðan á dáleiðslunni stendur. A eftir rennur nokkuð af manni, en mað ur stendur í þakkarskuld við töframanninn. Hvað sem því líður, þá er Orson Welles galdra- maður sem óskandi er að fái að töfra mann og dáleiða sem oft- ast. Pétur Ólafsson Kirkjan á Rafnseyri Gjöfum til Minningarsjóðs Dóru Þórhallsdóttur, sem hefir þann tilgang að reisa kirkju á Rafnseyri í minningu Jóns Sig- urðssonar, verður veitt viðtaka á skrifstofu forseta íslands og skrif stofu biskupsins yfir íslandi. Einnig eru það tilmæli bisk- ups til presta og dóms- og kirkju málaráðherra til sýslumanna, bæja- og sveitastjóra, að þeir veiti gjöfum viðtöku og geri for- seta- eða biskupsskrifstofu skila- grein. (Frá skrifstofu Forseta Islands) Afmælisgjafasjóð- ur Hafnfirðinga STJÓRN H.f. Raftækjaverksmiðj an í Hafnarfirði, RAFHA, ákvað hinn 8. marz 1964 á 75 ára af- mæli Bjarna Snæbjörnssonar læknis, er verið hefur í stjórn verksmiðjunnar frá upphafi, að minnast þess með 25 þúsund kr. gjöf, er hann ráðstafaði á ein- hvern þann hátt, seríliann kynni að óska. Nokkru síðar tilkynnti Bjarni stjórninni, að hann hefði ákveðið að stofna sjóð af gjöf þessari og skyldi hann heita Af- mælisgjafasjóður Hafnfirðinga. Stjórn RAFHA féllst á þessa hug mynd og var Bjarna og formanni verksmiðustjórnarinnar, Emil Jónssyni ráðherra, falið að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn. — Skipulagsskráin hefur nú hlotið staðfestingu forseta Islands og er tilgangur sjóðsins að styrkja hverja þá starfsemi, sem starf- rækt er hér í bænum eða ná- grenni hans í þágu barna og unglinga til 16 ára aldurs: t.d. vöggustofu, dagheimili barna, upptökuheimili fyrir afvegaleidd börn, heimili fyrir vangæf eða taugaveikluð börn o.s.frv. Tekna til sjóðsins skal afla með sölu heillaóskaskeyta (korta) á afmælisdögum einstaklinga, — hjóna eða fyrirtækja. Lægsta gjald fyrir skeytið skal vera kr. 100,00. Nafn viðtakanda, send- anda og fjárhæð skal færast í sérstaka bók. Ennfremur veitir sjóðurinn móttöku framlögum einstaklinga og fyrirtækja á merkisdögum í æfi þeirra og starfi. Stjórn sjóðsins er þannig skip- uð: Prestur þjóðkirkjunnar í Hafnarfirði; lögreglustjóri ög bæjarstjóri Hafnarfjarðar séu fastir stórnarmenn. Þeir skipta með sér verkum og kjósa síðan tvo meðstjórnendur, karl og konu, til tveggja ára í senn úr hópi þeirra Hafnfirðinga, sem fengið hafa skeyti. Bjarni Snæbjörnssón læknir og Helga Jónasdóttir kona hans hafa verið kosin meðstjórnendur í fyrstu stjórn. sjóðsins. Skeytin (kortin) verða til sölu á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Böðvars, Hafnarfirði; Bókabúð Olivers, Hafnarfirði; H.f. Raf- tækjaverksmiðjan, Hafnarfirði; H.f. Raftækjaverksmiðjan við Óðinstorg, Reykjavik; Bókaverzl un Sigfúsar Eymundssonar, Rvík. Grenjaðaislaðakirkja endurvígð Húsavík, 14. júní. BISKUPINN yfir íslandi, herra Siguribjöm Eiinarsson, endur- vígði í gæir Grenjaðarstaðar kirkju að viðstöddiu miklu fjöl- menni úr héraðinu, endia var veður hið fegursta. Grenjáðar- S'taðarkirkja hefur nú verið end- urbygigð í sínum upprunalega stíl og stækkuð verulega í til- efni af 100 ára afmæli hennar. Teikningar gerði Bjarni Ólafs- son, yfirsmiður var Stefán Óskarsson, en málningu og skreytingu innainhúss önnuðust fnú Greta og Jón Björnsson. Þykir þetta verk allt hafa tekizt vel. Frú Björnsson hefur fundið með athugun á prédikunarsitóln- um, a'ö hann rnnni vera frá árinu 1797, en það var ekki vitað áð- ur. Hefur frúin nú málað stólinn í sínum upphaflegu litum. Kirkju handfönig og skrá hefur Gisli Dan, vélavörður við Laxá, smíð að eftir gömlum teikningum frá Þjóðminjasafn'inu og gefið kirkj unni. Vígsluathöfnin hófst með því, a'ð biskup, vígslubiskup, prófast- ur og 10 prestar ásamt sóknar- nefndinni gengu frá prófastshúsi til kirkju og báru ýmsia kirkju- gripi. Þá flutti sér.a Þórarinn Þórarinsson bæn. Biskupinn vigði síðan kirkjuna, en vígslu- vottarnir, Sigurður Stefánisson, vigsiiu'biskiup, Friðrik A. Friðriks son, fyrrv. prófastur, séra Þor- grímur Siguirðsson, Staðarstað, og séra Örn Friðriksson, Skútu- stöðum, lásu ritningargreinar og guðspjall dagsins las norski presturinn og íslandsvinurin'n séra Hope. Prédikun flutti séra Sigur'ður Guðmundsson, prófast ur, og skírði hann tvö börn. Kirkj'Ukór Grenjarstaiðarsókinar annaðist söng undir stjórn Krist- jönu Árnadóttur. Að lokinni messu, bauð sóknarnefndin öli- um kirkjugestum . tiil kaffi- drykkju, en að henni lokinni, var aftur gengið til kirkju, til þess að minnast sérstaklega 100 ára afmælis kárkjunnar og rakti Óskar Sigtryggsson, Reykjahóli, sögu hennar frá upphafL Þurið- ur Gu'ðmundsdóttir, Fagranesi, minntist presta þeirra, sem þjón að hafa Grenjaðarstað liðna öld, en þeir eru aðeins fimm, ,séra Magnús Jónsson, séra Benedikt Kristjánsson, séra Helgi Hjálm- arsson, séra Þorgrimur Sigurðis- son, Staðarstáð, og núverandi sóknarprestur, séra Sigurður Guðmundsison, prófastur. Kirkju kórinn söng undir stjórn Þórodds Jónssonar, læiknis, og séra Þor- grimur Sigurðsson flutti ávarp en hann þjónaði Grenjaðarstað 13 fyrstu ár sinnar prestSþjónustu. Athöfninni lauk með ávarpi biskups, herra Sigurbjöms Ein- arssonar. Síðan var sunginn Þjóð söngurinn. Ýmsar gjafir höfðu borizt kirkjunni í tilefhi afmælisims. Brekknakotssyskini gáfu 10 þú.sund krónur, Þuríður Þor- bergsdóttir og Kristján Jóhammes son, Klamibraseli, 10 þúsumd, Auður og Sigríður frá Geitafelli 10 þúsund, Vemharður Bjarna- son 5 þúsund barnaböm Frið- finns Sigurðssonar, Rauðuskriðu, sem í næsita mánuði á aldaraf- mæli, gáfu 25 þúsund, en Frið- finmur hefur verfð sérstakuir sbuðningsmaður Grenjaðarstað- arkirkju og var flutt ávarp frá honum til sókniarinnar. Kven- félag Aðaldæla gaf skirnarfonit Framhald á bls. 31 Hvergi meira úrval af Laugavegi 26. — Sími 22-900. húsgögnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.