Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 15
! Fimmtudagur 1T. júm 1965 MORGUNBLADIÐ 15 AÐ undanförnu hefur allmikið verið um það rætt, hvort ísland ætti að sækja um aðild að Frí- verzlunarbandalagi Evrópu, EF TA. í síðasta mánuði fóru 16 menn á vegum Félags ísl. iðnrek- enda til Noregs til að kynna sér, hvernig Norðmenn og norskur iðnaður hafa brugðizt við ýms- um þeim vandamálum, sem aðild þeirra að EFTA hafði í för með sér. Blaðið hafði fyrir skömmu tal af Þorvarði Alfonssyni, fram- kvæmdastjóra Fél. ísl. iðnrek- enda, en hann var ásamt líall- grími Björnssyni, forstjóra, far- arstjóri íslendinganna í Noregs- ferð þeirra. Þorvarði sagðist svo frá um förina: „Á ráðsteínu iðnrekendafélaga Norðurlanda í október sl. var rætt við formann og fram- Þátttakendur í kynnisferðinni, ásamt formanni Norges Induststriforbund, talið frá vinstri: Sigurður Sigfússon, Héðinn h.f., Einar Sæmundsson, Mjöll h.f., Haukur Eggertsson, Plast- prent s.f., Davíð Sch. Thorsteinsson, Afgr. smjörlíkisgerðanna h.f., Þorvarður Alfonsson, Fél. ísl. iðnrekenda, Helgi Halldórsson, Stáliðjan h.f., Óskar Marísson, Málning h.f., Sveinn K. Sveinsson, Trésm. Sveins M. Sveinssonar, Hallgrímur Björnsson, fararstjóri, Nói h.f., Nils Fredrik Aall, form. Norges Industriforbund, Jón Guðlaugsson, Opal h.f., Böðvar Jónsson, Föt h.f., Leifur Múller, L. H. Múller — fatagerð, Ólafur S. Björnsson, Stálumbúðir h.f., Guðjón Hjartarson, Álafoss h.f., Gunnar Bjarnason, Stálsmiðjan h.f„ Sverrir Ólafsson, Rönning h.f. Gagnmerk kynnisferð íslenzkra iðnrekenda til Noregs — Rætt við Þorvarð Alfonsson, frkvstj. Fél. ísl. iðnrekenda kvæmdastjóra norska iðnrekenda félagsins um það, hvort unnt væri, að íslenzkir iðnrekendur færu í hópferð til Noregs til að kynnast þeim vanda, sem norsk- ur iðnaður hefur átt við að etja í sambandi við aðild Norð- manna að EFTA og sjá, hver við- brögð Norðmanna hafa orðið við vandanum. Norðmennirnir tóku þessu mjög vel, og lýstu þeir því þegar yfir, að þeir væru fúsir til að taka á móti hópi ís- lendinga. í framhaldi af því fóru síðan fulltrúar 15 íslenzkra iðnfyrir- tækja ásamt mér í heimsókn til Noregs, sem stóð í 5 daga, frá 10. til 14. maí. Fyrsta dag heim- sóknarinnar vorum við boðnir formlega velkomnir af formanni Norges Industri-Forbund og af vinnumálaráðherra Noregs, Jens Haugland. Fyrstu 3 dagana voru haldnir fyrirlestrar og heimsótt- ar ýmsar stofnanir. Fyrsti fyrirlesturinn fjallaði um þróun norsks iðnaðar eftir aðild Norðamnna að EFTA. Þar kom fram, að þegar litið er á iðnframleiðsluna sem heild, hef- ur hún vaxið verulega, enda þótt einstakar greinar hafi átt við erfiðleika að etja, t.d. fatnaðar- framleiðsla og skóframleiðsla. Frá 1960 hefur vöxturinn orðið 6*/z% að meðaltali á ári hverju Þessi framleiðsluaukning norsks iðnaðar á að verulegu leyti ræt- ur sínar að rekja til þess, að út- flutningurinn hefur vaxið veru lega. Fram til ársins 1955 voru skörp skil á milli útflutningsiðn- aðar og iðnaðar, sem framleiddi fyrir innlendan markað. Eftir 1955 fór þetta að breytast. Árið 1955 nam útflutningur þess iðn- •ðar, sem fyrst og fremst fram- leiddi fyrir norskan markað, alls 600 millj. n. kr. Árið 1960 var þessi útflutningur orðinn 1000 inillj. n. kr. og náði á síðasta ári 2000 millj. n. kr. Þaer iðngreinar, sem einkum hafa aukið útflutnmg sinn, eru m.a. alls konar véla- og tækja- framleiðsla og húsgagnaiðnaður- inn. Margar þeirra iðngreina, *em við aðildina að EFTA hafa missl eitthvað af innanlandsmark aðinum, hafa. bætt sér það upp með auknum útflutningi. Einn liður i ráðstöfunum Norð- manna eftir aðildina að EFTA var að hvetja framleiðendur til aukins samstarfs. Mikill hluti norskra iðníyrirtækja er mjög smár; 85% þeirra hefur innan við 20 starfsmenn í sinni þjónustu, 94% færri en 50 og aðeins 3% þeirra hafa fleiri en 100 starfs- menn. Til að greiða fyrir þessu samstarfi hefur norska ríkið sett á stofn svonefndan aðlögunarsjóð og lagt honum til 11% millj. n. kr. Sjóður þessi veitir styrki en engin lán. Skilyrði fyrir styrk- veitingu úr sjóðnum er það, að fyrirtæki hafi á prjónunum að nota féð til einhverra sameigin- legra þarfa, svo sem að stofna sameiginlega söluskrifstofu og endurskipuleggja rekstur sinn í þvi sambandi. Ef einstakar grein ar hafa viljað ráða til sín sér- fræðinga í útflutningsmálum, hefur aðlögunarsjóðurinn greitt hluta þess kostnaðar. Einnig hafa fyrirtæki hlotið styrki vegna ýmis konar framleiðslunýjunga. Reyndin hefur orðið sú, að fyrirtækin hafa tekið upp víð- tækt samstarf á mjög mörgum sviðum. Hefur þar bæði verið um að ræða samstarf nokkurra fyrirtækja og heilla iðngreina. Þannig setti vefjariðnaðurinn t.d, upp nefnd, sem síðan gerði tillög- ur um, á hvern hátt mætti styrkja samkeppnisaðstöðu þess arar iðngreinar í heild. Af hálfu norskra yfirvalda er mjög mikil áherzla lögð á rann- sóknir í þágu atvinnuveganna al- mennt og eru nú á döfinni áætl- anir um að tvöfalda rannsóknar- starfsemina frá því sem hún er nú. Það er ýmislegt gert til þess að hvetja fyrirtækin til rann- sókna og tilrauna með nýjungar í framleiðslu. Nýlega hefur norska ríkið stofnað sjóð með 25 millj. kr. framlagi og er mark- mið sjóðsins að veita lán til fyrirtækja, er hafa á hendi fjár- frekar rannsóknir og tilraunir um nýjungar í framleiðslu. Að sjálfsögðu eru sett ákveðin skil- yrði fyrir veitingu slíkra lána, sem er í höndum sérfróðra manna. Það athyglisverða við sjóð þennan, er hins vegar það, að beri tilraunirnar ekki árang- ur, þarí ekki að endurgreiða lán- ið, en beri tilraunin hi-ns vegar árangur, þarf það að endurgreið- ast. Sjóðurinn lánar allt að helm- ingi af áætluðum kostnaði og ber því áhættu að hálfu á móti þeim, sem rannsóknirnar hefur á hendi. Þá hefur verið lögð mikil á- herzla á að hvetja fyrirtæki til að taka upp hagræðingu í aukn- um mæli. í Noregi stárfa á þessu sviði mörg ráðgefandi fyrirtæki, sem eru talin standa mjög fram- arlega. Norska ríkið hefur einnig látið verulega til sín taka í þess- um efnum. Hafa þeir eflt mjög þá stofnun, Statens Teknologiske Institut, sem einkum er ætlað að hafa á hendi leiðbeiningarstarí- semi fyrst og fremst fyrir minni og meðalstór fyrirtæki. Hún held ur námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn þessara fyrir- tækja í rekstursfræðilegum og tæknilegum efnum. Einnig miðl- ar hún niðurstöðum rannsókna til iðnfyrirtækja. Til þessarar stofn- unar geta einstök fyrirtæki snú- ið sér og fengið lausn á ýmsum hagnýtum viðfangsefnum. Starfs- lið Statens Teknologiske Institut er 140 manns auk ýmissa aðfeng- inna sérfræðinga. Stofnunin tek- ur vægt gjald fyrir þjónustu sína, en þegar verkefnin eru mjög um- fangsmikil, er fyrirtækjum bent á að snúa sér til einkafyrirtækja sem starfa að hagræðingarmál- um. Norska iðnrekendafélagið rekur einnig eigin hagræðingar- stofnun, þar sem 40 sérfræðingar vinna, auk þess sem stofnunin stendur líka í nánu sambandi við hliðstæð fyrirtæki víða um heim. í gegnum þau sambönd eiga norskir iðnrekendur kost á að- stoð samtals 400 sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Þá fórum við í heimsókn i Framleiðnistofnun Noregs, en sú stofnun vinnur á mjög breiðum grundvelli á sviði hagræðingar- mála. Stofnunin fæst fyrst og fremst við rannsóknir á vanda- málum heilla atvinnugreina, en ekki einstakra íyrirtækja, auk þess sem hún annast námskeiða- hald í ýmsum efnum, sem máli skipta fyrir framleiðni fyrir- tækja. Þá vinnur hún ötullega að því að glæða áhuga sem flestra fyrir nauðsyn aukinnar hagræð- ingar í atvinnurekstri. Var okk- ur skýrt frá því, að í hverjum mánuði kæmu þar blaðamenn frá dagblöðunum saman til fundar, sem skrifa um hagræn málefni. Rætt væri um á hvaða sviðum hagræðingarmála þyrfti að reka áróður fyrir. Birta blaðamenn- irnir síðan greinar um viðfangs- efnið. Einu sinni á ári er sér- stakri nefnd falið að úrskurða beztu greinina og er höfundi hennar veitt verðlaun fyrir. Við heimsóttum einnig útflutn- ingsráð Noregs. Á skrifstofunni I Gsló starfa 70 manns og á veg- um ráðsins starfa 35 manns er- lendis að auki. Aðalverkefni þessarar stofnunar er að leita markaða erlendis fyrir norska framleiðslu og er hún jafnframt upplýsingamiðstöð fyrir norska útflytjendur að því er erlenda markaði varðar og sömuleiðis fyr ir innflytjendur í öðrum lönd- um. Norska útflutningsráðið gef- ur út sérstakt blað, þar sem rek- inn er áróður íyrir norskri fram- leiðslu. Blaðinu er dreift um all- an heim, en einstök fyrirtæki standa undir kostnaðinum með auglýsingum. Þá rekur ráðið skóla, þar sem starfsmönnum fyr irtækja er kennt ýmislegt varð- andi sölu til annarra landa. Tekna til að standa straum af kostnaði við starfsemi ráðsins er aflað með 0,75%» gjaldi á allar útflutn- ingsvörur. Norðmenn leggja ríka áherzlu á að framleiða gæðavöru og vör- ur, sem hefur einhver norsk sér- einkenni. Þeir telja sig hafa mesta möguleika á að efla út- flutning sinn á þennan hátt, en leggja minna upp úr framleiðslu, þar sem verðið eitt skiptir höf- uðmáli. Til að örva þessa þróun hefur verið komið upp sérstakri stofnun, Norsk Design Centrum, og hefur ríkið lagt fé af mörk- um til að koma henni á fót. Þessi stofnun tók til starfa á þessu ári, og styður ríkið hana með árlega minnkandi fjárframlögum til árs- ins 1967. Norsk Design Centrum er talin stærsta stofnun sinnar tegundar í Evrópu og hefur yfir að ráða 4000 ferm. sýningar- svæði. Þar er leitazt við að sýna þær norskar vörur sem bezt sam- eina fagurt form og notagildi. Hér er ekki um sölusýningar að ræða. Reynt hefur þó verið að fylgjast með, hversu mikil við- skipti hafa orðið af starfseminni, og er með vissu vitað um við- skipti fyrir 5 millj. n. kr. írá því að starfsemin hófst fyrir fjór- um mánuðum. Hér hefur ekki verið rætt um stóriðnað í Noregi. Þar starfa nú m.a. alúmínbræðslur, sem fram- leiða 260 þús. tonn á ári. Ráð- gera Norðmenn að tvöfalda þessa framleiðslu á næstu 5 til 10 ár- um. Að loknum þessum heimsókn- um og kynnisferðum fóru þátt- takendur í ferðinni hver í sínu lagi að kynna sér starfsemi sinna iðngreina. Viðtökur voru allar hinar beztu, hvar sem komið var, og voru þátttakendur allir mjög ánægðir með ferðina."1 Mikil stækkun Iðnskólans fyrir verklega kennslu Frá skólaslitum þar IÐNSKÓLANUM í Reykjavík var sagt upp 1. þ.m. SkólastjóriTakti starfsemi skólans á liðnu skóla- ári. Alls voru 1085 iðnnemar í 48 reglulegum bekkjardeildum skólans í vetur, én á undirbún- ings- og sérgreina námskeiðum sem haldin voru í september- mánuði, voru 384 í 26 deildum. í sérstökum verklegum nám- skeiðum og framhaldsdeildum voru 202 í 21 deild og í Meistara skólanum voru 49 í 2 deildum, eða alls 1720 nemendur. Burtfararpróf frá reglulegum iðnskóia þreyttu 262 nemendur og 246 luku því. Hlutu 5 ágætis- einkunn, 153 1. einkunn, 78 II. einkunn og 10 III. einkunn. Við burtfararpróf hlutu verð- laun frá skólanum eftirtaldir nemendur: aðaleink. Ingjaldur Sigúrðss. húsgsm. 9.26 Sigvaldi Þór Eggertsson, húsasmiður 9.07 Aðalbjörn Þór Kjartansson húsasm. 9.07 Birgir Þorsteinsson húsg.sm. 9.02 Þórólfur Jóhann Vilhjálmsson skipasm. 8.98 Brynjar Björgvinss. húsg.sm. 8.96 Arnlaugur Guðmunds. útv.v. 8.86 Árni Þórólfsson, húsg.sm. 8.86 Stefán Kárason, rafv. 8.86 Halldór H. Gíslason, húsasm. 8.86 Ragnar Þórhallsson pípul. 8.79 Ólafur Bárður Jónsson, húsasm. 8.77 Örn Sigurðsson, húsg.sm. 8.71 Kristinn Sveinbjörnsson, húsasm. 8.70 Guðmundur Kristjánsson, prent. 8.67 Auk þess hlutu tveir efstu nem endur við burtfararpróf I. og II. verðlaun Iðnaðarmannafélagsins ,,Þráin“, en þeir voru: I. verðlaun: Ingjaldur Sigurðsson. húse.sm. II. verðlaun: Skarphéðinn Sigursteinsson, rafv. Bekkjardeildir á vegum skól- ans voru alls 97 og kennarar alls 93. Starfslið skólans, þegar allt er talið er nokkuð á annað hundrað. í skólaslitaræðu sinni gat skóla stjóri þess m.a. að undanfarið hefði verið unnið að endurskipu lagningu iðnfræðslukerfisins. Á alþingi hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um þetta efni og er þar miðað við mikla aukn ingu á verklegri kennslu í iðn- skólum. Við skólahúsið á Skóla- vörðuhæð er nú í byggingu um 1000 ferm. viðbygging, auk stækk unar á eldri hluta hússins og eru viðbæturnar eingöngu ætlaðar fyrir verklega kennslu í ýmsum iðngreinum. Loks ávarpaði skólastjóri braut skráða nemendur og óskaði þeim heilla í framtíðinni, afhenti skír- teini og verðlaun og sagði svo skóla slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.