Morgunblaðið - 29.06.1965, Síða 18

Morgunblaðið - 29.06.1965, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júní 1963 Beztu þakkir votta ég öllum fjær og nær sem glöddu mig á 70. afmæiinu með heimsóknum, blómum, skeyt- um og öðrum gjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Salomon Mosdal. Hjartanlega vil ég þakka öllum þeim sem mundu eftir mér og glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 2. júní síðastliðinn. En sérstaklega þakka ég börnum mínum, •barnabörnum og tengdabörnum. Guðs blessun sé með ykkur. Magnús Ólafsson, Höfðaborg 55, Reykjayík. Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér margskonar vináttuvott á 85 ára afmæli mínu. Sigurlína Kolbeinsdóttir frá Ósi. Öllum þeim sem sýndu mér vinsemd á sjötugsafmæli mínu 13. júní sl., sendi ég mínar hjartans þakkir og kærar kveðjur. Jón Einarsson, Faxastíg 20, Vestmannaeyjum. Eg þakka hjartanlega alla þá vinsemd og virðingu er mér var sýnd á 70 ára afmæli mínu 17. júní s.l. Bið ég þeim blessunar guðs á ókomnum tímum. Eiisa Guðjónsdóttir. t, Maðurinn minn BALDVIN KRISTINSSON trésmiður, Meðalholti 4, andaðist 18. þ.m. Jarðarförin hefur íarið fram. Þakka auðsýnda samúð. Sigríður Benjamínsdóttir. Bróðir minn MAGNÚS ELÍASSON Vesturvallagötu 5, andaðist í Landsspítalanum að kvöldi 20. júní. Jarðar- förin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda. Sólveig Elíasdóttir. Hjartkær eiginmaður minn SIGURÐUR SÍMONARSON Sóleyjargötu 8, Akranesi, lézt að heimili sínu laugardaginn 2C. júní. Valgerður Halldórsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir MAGNÚS HALLDÓR ÓLAFSSON andaðist að heimili sínu Æglssíðu 105 aðfaranótt 26. þ.m. Guórún Þ. Þorkelsdóttir, Guðrún II. Magnúsdóttir, Eester ÓJafsdóttir, Baldvin Erlendsson, Björg S. Ólafsdóttir. og barnabörn'. Innilega þökkum við öllum þeim sem sýndu vinarhug og samúð við andlát og jarðarför ÞÓREYJAR JÓNSDÓTTUR frá KJeifastöðum. Sérstaklega viljum við þakka hjúkrunar og starfsfólki „Sólvangs", svo og stofusystrum, fyrir alla umönnun í löngum veikindum hennar. GuðnfiHndur Jónsson, börn, tengdabörn og barnaböm. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, sonar og bróður VALDIMARS ÞÓRÐARSONAR Anna Hjálmarsdóttir, börn, foreldrar og systkini hins látna. Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar sonar míns og bróður okkar SVEINS JÓNSSONAR bifreiðarstjóra frá Hæringsstoðum, SvarfaðardaL Sérstaklega þökkum við fjölskyldunum Skíðabraut 14, Dalvík, og StórhóJsvegi 7, Dalvík og einnig þökkum við fjölmargar blóma og minningagjafir. Guð blessi ykkur ÖJI. Jón Jóhannesson, systkini og aðrir vandamenn. — Minning Framhald af bls. 8 vart. Okkur datt sízt dauði í hug í návist hans síðustu daga. En „enginn má sköpum renna.“ Við fráfall Guðmundar Hall- dórssonar höfum við iðnaðar- menn misst einn okkar ágætasta félaga, samstarfs- og forystu- mann. Enda mun vandfundinn •maður, sem fyllir þau skörð, er hann nú skilur eltir sig í félög- um og samtökum iðnaðarmanna yfirleitt. En urn leið og við kveðjum hann, er okkur þó sann arlega skylt að þakka forsjón- inni fyrir að við nofum þó feng- ið að njóta hians petta lengi með al okkar. Meðal annara starfa Guðmund ar Halldórssonar var hann í framkvæmdastjórn Iðnráðs Reykjavíkur í 20 ár og formað- ur þess síðastliðin 15 ár og vann öll störf sín þar af stakri kost- gæfni og samvizkusemi. Honum var mjög annt um, að aldrei félli neinn skuggi á afgreiðslur þess. Iðnráð Reykjavíkur flytur Guðmundi HaJldórssyni þakkir fyrir öll hans störf á Jiðnum árum og biður konu hans og öðrum aðstandendum Guðs bless unar um Jeið og það sendir þeim sínar innilegustu samðúöarkveðj ur. Minningin um Guðmund HaJJdórsson mun lengi lifa með- al iðnaðarmanna. Gísli Ólafsson. „ok gekk maðr út ór gnúpinum ok var í geitheðni ok hafði járn- staf í hendi". Já, þannig kemur hann með jámstafinn, og nú var það Guð- mundur, sem kaliinu þurfti að hlýða. „Enginn má sköpun renna“, en of snemma ' finnst flestum, að „Gummi frá Gröf“ hafi söðlað þann bJeika hest, er heima bíður oss allra í hlaði. Hann var bara rúmlega sextug ur, gekk fremstur í sveit þeirra íslendinga, er einna bezt hefir jafnan sameinað hagleik anda og handar, naut ástar góðrar konu og breiddi væng yfir af- komendur þeirra, var hrókur góðs fagnaðar, öílum traustari er andbyr varð, viðmargur og vin- fastur, átti andstæðinga en enga hatursmenn, var í blóma mikils manndóms og féll því löngu fyrir aldur íram. Eftirmæjagrein ætla ég ekki að skrifa. Það munu aðrir gera, og sú saga Guðmundar, sem hann sjálfur reit með manndóms árunum mörgu hér í Reykjavik mun lengi verða geymd. En mig langar tiJ þess að mega í dag færa honum hjartans þakkir frá gömlum nágranna og félaga í þeim vinahópi, sem nú gerist æ þrengri eftir því, sem ár verða fieiri frá þeim fundum, er fyrstir voru. „Fjórðungi bregður til fósturs“. Alkunna eru þeim, er rekja kunna þær traustu ættir, sem gáfu Guðinundi þann heimanbún að, er mestu skiptir, en við, sveit ungarnir gömlu, vitum líka að heimili þeirra, HaJJdórs og Þór- unnar í Gröf, var honum það, sem til þess þarf, að auka svo við góða kynfestu, að sá full- vaxni, sem að heiman fer, hafi náð fullu manngildi. Þegar Guð- mundur Halldórsson hverfur frá Gröf í MikJaholtshreppi er hánn albrynjaður til þess leiks, sem við vitum nú að hann hvarf frá með góðan og mikinn sigur. Við getum deilt um hvað það var, sem einkum olli, hið óskeikula brjóstvit, hjartahlýjan, glæsiiegt yfirbragð, viljafestan, hagleiki tungúnnar, drengJundin, en hitt er ekkert efunarmál, að samruni alls þessa gerir Guðmund Hall- dórsson á rúmum þrem áratug- um að forystumanni þeirrar stéttar, er hann velur sér tii sam fylgdar, ungur sveinn frá Snæ- fellsnesi. Auðvitað mun Guðmundur verða ódauðlegur í sögu hins nýja íslenzka iandnáms — sögu er hann sjáJfur átti svo mikinn t þátt í að skrá með sínu lífi hér í Reykjavík, stórbro'tinni sögu sveitamannsins íslenzka, sem gengur út úr myrkviði fornald- anna inn í heiðríkju hnattferð- anna, og íellur þar til foldar af fremsta bekk. Auðvitað verður hann geymdur þar. En hitt mega menn Jíka vita í dag — að með Lokað fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar Guðmundar Halldórssonar. BYGGINGAFELAGIÐ BRU Borgartúni 25. Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Tryggingafélagið HeEmír Guðmundi Halldórssyni er héð- an farinn mikill drengur og góð- ur — fágætur heimsmaður — ógleymanJegur öllum, er áttu þann munað að njóta vináttu hans, einkum þeim er sáu hann vaxa úr góðu grasi og söðla þann ljósgráa hest, er sber hann suður frá LjósufjöUum hingað til )»org- arinnar oltkar við sundin. Farðu vel Guðmundur Halldórsson. Og þökk sé þér — fyrir allt og allt. — „jötuninn stendur með járnstaf í hendi jafnan við Lómagnúp kallar hann mig og kallar hann þig kuldaleg rödd og djúp“ — Sig. Mganússon. At upphafi ok hverr maðr, es honum fylgði, annarr drengr öðrum betri. Heimskr. AÐ byggja það nýja og treysta það forna, þannig vildi hann starfa. Að leiða til farsældar og fylgja af aJhug hverju góðu málefni. Að vera í forustu án þess að vilja ráða. Sú forusta er honum var fengin var vörðuð því trausti er félagar hans ávallt báru til hans. Hann var sá er aldrei skarst úr leik. Þau samtök er hann stofn- aði til ög atti svo góðan þátt i farsælum endalokum, munu njóta þess ríkulega um ókomna tíð. Þau eru ekki mörg málefnin eða félögin innan iðnaðarsamtak- anna, sem Guðmundur hefir ekki liaft einhver afskipti af. Slíkur var kraftur hans, seigla og málafyJgja, og aðeins rúmlega sextugur hafði hann lifað það. að sjá flesta af sínum óskadraumum. verða að veruleika. Þau eru óteljandi hin mörgu trúnaðarstörf er iðnaðarmenn þessa lands hafa kosið Guðmund til að fara með. Síðustu árin hefir hann borið þann titil, að vera samnefnari iðnaðarmanna um allt Jand, sem forseti Lands- sambands iðnaðarmanna. Það er ekki ofsögum sagt að þar hafi farið maður réttsýnn og göfugur. Ég vil leyfa mér að votta eftir- lifandi ástvinum hans mína dýpstu samúð. Þ. J. Ég hafði aðeins lausleg kynni af Guðmundi Halldórssyni bygg- ingameistara þar til atvikin leiddu til þess, að vegir okkar mættust í samstarfi að ýmsum maJefnuim iðnaðarins á vegum FéJags íslenzkra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna fyiii um áratug. En frá þeirri stuiidu hófst með oJckur náið sarostarf og kunningsskapur < I starfi að þeim fjöJmörgum mál- efnum og áhugamálum er komu til kasta og sameiginlegrar úrv latsnar þessara tveggja félags- samtaka iðnaðarins. Þá fyrst kynntist ég Guð- mundi fyrir alvöru og þeim mannkostum, sem hann hafði til að‘ bera. Hann var drenglyndur í samstarfi en hreinn og ákveð- inn, og er hann hafði myndað sér skoðun á einhverju máli, þá barðist hann fýiir henni af eJd- móði og þrautseigju í senn. Hiugð arefni hans voru fyrst og fremet velferðarmál iðnaðarins og þeim heigaði hann krafta sína. Tel ég hið snögglega frafall hans vera máiefnum iðnaðarins mikiil skaði og okkur vinum hans er sökmiður í brjóstí. Fjölskyldu hans flyt ég mína úirúleg ustu saivuið. Sveinn B. VaUelIs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.