Morgunblaðið - 10.08.1965, Side 1
„Pekingstjórnin ógnun við
friö og einingu Afríku“ -
í sluttu máli
Tokyo, S. ágúst — NTB
>ESS VAR í dag mininzt i
Nagasaki, að 20 ár eru liðin
síðan kjarnorkusprengjunni var
varpað á borgina, í síðasta þætti
heimsstyrjaldarinnar síðari. Alls
létust í sprengingunni rúmlega
73.000 manns. Þremur dögum
áður var kjarnorkusprengju
varpað á Hiroshima, og þá lét-
ust 200.000 manns. Viku síðar
lauk styrjöldinni.
Mikhaii Tal. Myndirnar tók ljósmyndari Mbl. Öl. K. M. eir Tal tefldi við Friðrik Ólafsson í skákmóti Reykjavíkur í janúar 1964
Tal sigraði í einvíginu við Larsen
Teflir næst við Boris Spassky um rétt til
þess að skora á heimsmeistarann
MIKHAIL Tal vann tíundu
og síðustu skákina í einvígi
Jncirra Bent Larsens, sem
fram fór í Bled í Júgóslavíu.
Lauk því einvíginu með 514:
4% fyrir Tal. Níunda skákin,
sem varð biðskák, varð jafn-
tefli eftir að tefldir höfðu ver-
ið 78 leikir, en áður bafði ver-
ið talið, að Larsen hefði þar
vinningslíkur. Það verður því
Tal, sem tefla mun við Rúss-
ann Boris Spasky um rétt til
þess að skora á heimsmeistar-
ann í skák, Tigran Petrosjan.
Tíunda skákin varð mjög
hörð. Hafði Tal hvítt og tefldi
mjög glæsilega. Larsen beitti
sikileyskri vörn, tókst þó
framan af ágætlega að hrinda
árásum hans og var Tal meira
að segja kominn með erfitt
tafl, að því er virtist, er hann
fórnaði riddara og hóf mikla
sókn gegn svörtu mönnunum.
Larsen eyddi þá miklum tíma
i að átta sig á stöðunni og gaf
Tal tækifæri til þess að vinna
þrjú peð. Síðar fórnaði Tal
enn fleiri mönnum og eftir
frábært tafl neyddi hann Lar-
sen til þess að gefast upp eftir
37 Ieiki, þegar mát var yfir-
vofandi.
Miikhai'l Tail ífeddis't árið 193ö
í borginni Riga í Lettlandi. Sex
ára gamall lserði hann að tefla 1
og varð þegar sem bam þekktur
Framhald af bls. 1&. j
Banna hióna-
band með
i kommúnistum
Kairó, 9. ágúst — AP.
Æðsta stofnun Múhameðs-
trúarmanna í Egyptalandi hef
ur lýst því yfir, að mönnum
eða könum af þeirri trú sé
ekki heimilt, skv. trúnni, að
giftast kommúnistum.
Það er A1 Azhar, þúsunda
ára gömul stofnun Múhaméðs
trúarmanna, sem fellt hefur
þennan úrskurð. Hann er til
kominn fyrir fyrirspurn frá
manni, sem kanna vildi' af-
stoðu aeðstu trúarleiðtoga,
vegna þess, að kommúnisti
hafði beðið dótur hans.
í úrskurði sínum segja trú-
arleiðtogarnir, að kommún-
ismi sé efnishyggja, sem ekk-
ert eigi skylt við raunveru-
lega guðstrú. Hins vegar af-
neiti kommúnistar trúnni, og
telji hana bábiljur einar og
„hjátrú“. Því verði að líta
alia kommúnista sem trú-
leysingja, og þess háttar fólki
géti sannir Múhameðstrúar-
menn ekki gifzt.
secgir Boigny, forsefi Filabeinsstrandarinnar, og varar við
undirróðurssfarfsemi hennar í nýfrjálsum Afríkuríkjum
Abidjan, Fílabeinsströndinni,
9. ágúst. — AP
FELIX Houphouet Boigny,
lorseti Fílabeinsstrandarinn-
»r, minntist þess í ræðu á laug
ardag, að fimm ár eru nú lið-
in frá því að landið fékk sjálf-
stæði.
í ræðu sinni vék Boigny
sérstaklega að undirróðurs-
starfsemi kínverskra komm-
únista í þeim ríkjum Afríku,
sem hlotið hafa sjálfstæði. —
Taldi hann þessar tilraunir
Fekingstjórnarinnar til þess
að seilast til áhrifa í Afríku
mjög hættulegar, og stofnuðu
þær einingu Afríku í voða, og
gætu komið af stað ófriði í
álfunni.
Um Sovétríkin sagði Boig-
ny, að svo virtist, að þau
leggðu ekki þá áherzlu á út-
breiðslu kommúnisma í álf-
unni, sem áður hefði verið.
t Boigny hélt ræðu sína í
Abidjan. — Er hann hafði
mínnzt þess, að 5 ár eru nú
liðin síðan Fílabeinsströndin
varð sjálfstætt ríki, vék hann
að undirróðursstarfsemi Kín-
verja, og sagði m.a.: „Komm-
únistar í Kína eru ógnun við
friðinn í Afríku, þeir ógna ein
ingu Afríku og sjálfstæði
ríkja álfunnar.
t Hins vegar virtist, að
Sovétríkin hafi nú breytt um
stefnu, ©g berjist ekki lengur
fyrir útbreiðslu kommúnisma
í álfu okkar á þann hátt, sem
áður var gert. Kínverskir
kommúnistar hafa hins vegar
aðra stefnu.
Þeir eru ómannúðlegir í
allri sinni framkomu,
enga virðingu fyrir einstakl-
ingnum, og niðurlægja hann
á allan hátt“.
á Siðar í ræðu sinni lýsti
Boigny starfsemi þeirra á
þann hátt, að þeir rækju út-
þenslustefnu í Afríku, og
hvatti hann alla afríska leið-
toga til að snúast gegn tilraun
um þeirra til að komast til á-
hrifa. Sagði hann ekkert
nema sterkustu samtök og
einbeittni geta stöðvað inn-
reið þeirra í heimsálfuna.
Genf, 9. ágúst — NTB.
Albanía hefur ákveðið að
ganga úr Alþjóðavinnumálastofn
uninni, ILO, að því er skýrt var
frá í fréttum í dag. Hefur stjórn
Albaníu sent aðalframkvæmda-
stjóra sambandsins, David
Morse, bréf, þar sem hún gerir
grein fyrir afstöðu sinni.
Singapore gengur úr
Malasíusambandinu -
deilur þióbarbrota ollu, en Kinverjar i Singapore
eru sagðir hlynntir kommúnistum og nánari sam-
skiptum v/ð Indónesiu
— AP — NTB —
bera HAFNARBORGIN Singapore,
ein helzta varnarstöð vest-
rænna landa í SA-Asíu, sagði
sig í dag úr Malasíusamband-
inu. Er orsökin sögð ósam-
komulag kínverskra og mala-
ískra þjóðarbrota í ríkjasam-
bandinu.
Akvörðun ráðamanna Singa
kom mjög á óvart í Bretlandi,
Ástralíu og Nýja-Sjálandi,
sem hvert um sig hafa sent
þúsundir hermanna Malasíu
til varnar, vegna ásóknar
Indónesa.
í grannríkinu Indónesíu
var ákvörðun Singapore tekið
með miklum fögnuði, en Suk-
arno Indónesíuforseti, hefur
marg sinnis lýst því yfir, að
það sé ætlun stjórnar sinnar
að koma Indónesíu á kné.
Utanríkisráðherra Indónes-
íu, Dr. Subandrio, gaf í dag út
tilkynningu, þar sem segir, að
Indónesía muni viðurkenna
sjálfstæði Singapore, og taka
upp stjórnmálasamskipti við
borgríkið.
Það var á laugardag, að end
anlega var ákveðið, að Singa-
pore gengi úr Malasíusam-
Framhald á bls. 17