Morgunblaðið - 10.08.1965, Page 14

Morgunblaðið - 10.08.1965, Page 14
14 MORGUNBLADIÐ T>riðjudagur 10. ágúst 196S ffÍíiyipswi>W>it> Útgefandi: Framkvæmdastjóvi: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. VERKAL ÝÐSSAM- TÖKIN FELLDU VINSTRI STJÖRNINA egar vinstri stjórnin var mynduð sumarið 1956, lýstu flokkar hennar því yfir, að þeir hyggðust fyrst og fremst stjórna landinu í góðri og náinni samvinnu við verka lýðssamtökin. Vinstri stjórnin átti með öðrum orðum að tryggja varanlegri vinnufrið en nokkru sinni fyrr. Hverjar urðu svo efndir þessa mikla fyrirheits? Þær urðu á þá lund, að stöðugar illdeilur og átök hóf- ust á vinnumarkaðinum og stóðu svo að segja allan valda tíma vinstri stjórnarinnar. Eitt fyrsta verka hennar var að setja bráðabirgðalög, þar sem tekinn var af launþegum verulegur hluti þeirrar kaup- hækkunar, sem knúin hafði verið fram með pólitískum verkföllum á árinu 1955. Á- framhaldið varð eftir þessu. Stórfelldar nýjar álögur skertu lífskjör almennings á öllum sviðum. Vinstri stjórn- in hleypti verðbólgunni laus- beizlaðri eins og óargadýri á fólkið, en var að öðru leyti athafnalaus, hugmyndasnauð og neikvæð í öllu sínu starfi. Það var svo kaldhæðni ör- laganna, að það voru sjálf verkalýðssamtökin, sem urðu til þess haustið 1958, að fella vinstri stjórnina. Þau neituðu forsætisráðherra hennar um örfárra vikna frest til þess að gera lokatilraun til samkomu- lags um úrræði gegn verð- bólgu og dýrtíð, sem leitt háfði þjóðina fram á „hengi- flugið“. Þetta er þá dómur reynsl- unnar um sambúð vinstri stjórnar og verkalýðssam- taka. í stjórnartíð Viðreisnar- stjórnarinnar hefur að vísu stundum gætt óróa á vinnu- markaðinum. Óhætt er þó að ' fullyrða, að af hálfu ríkis- valdsins hafi síðustu árin ver- ið.gerðar alvarlegri og raun- hæfari tilraunir en nokkru sinni fyrr til þess að sætta vinnu og fjármagn, draga úr yerkföllum og bæta sambúð vinnuveitenda og verkalýðs. Verulegur árartgur hefur orð- iíf af þesSari viðleitni, þannig að vinnufriður hefur þrátt fyrir allt verið skaplegur, þótt nokkurn tíma hafi tekið að jafna ágreining* milli ein- stakra launþegasamtaka og vinnuveitenda. í þessum efnum hefur tví- mælalaust stefnt í rétta átt undir forustu Bjarna Bene- diktssonar, núverandi forsæt- isráðherra, og ríkisstjórnar ‘hans. Framsóknarmenn og komm únistar, sem muna að verka- lýðssamtökin felldu vinstri stjórn þeirra á sínum tíma, eiga erfitt með að viðurkenna hyggilega og ábyrga stefnu Viðreisnarstjórnarinnar í þess um málum. En allur almenn- ingur gerir sér ljóst að hinu íslenzka þjóðfélagi ber í dag höfuðnauðsyn til þess að tryggja varanlegar sættir milli vinnu og fjármagns, verkalýðs og vinnuveitenda. Barátta ríkisstjórnarinnar fyr ir vinnufriði og vaxandi fram leiðslu í skjóli hans, á því rík- an hljómgrunn hjá öllum hugsandi íslendingum. SKÁKMEISTARI NORÐURLANDA FVeysteinn Þorbergsson bar x nýlega sigur úr býtum á Norðurlandamóti í skák, og vann þar með titilinn Skák- meistari Norðurlanda 1965. Er ástæða til þess að óska hortum til hamingju með það afrek og þann sóma, sem hann hefur gert þjóð sinni. Áður hafá þrír íslendingar borið titilinn Skákmeistari Nörðurlanda, þeir Baldur Möller, Friðrik Ólafsson og Ingi H. Jóhannsson. Iðkun skákíþróttarinnar fer nú mjög í vöxt hér á landi. Er það vissulega vel farið. Skákin er göfug og virðuleg íþrótt, sem veitir jafnframt frábæra dægradvöl. Sérstak- lega er ánægjulegt, hve marg- ir ungir íslendingar iðka nú skák með góðum árangri. — Þeim tíma, sem æskufólk ver til iðkunar þessarar merku íþróttar er vel varið oe skyn- samlega. Fyrir nokkru var haldin í Oxford ráðstefna ungra stjórnmálamanna i Atlantshafsríkjunum og sóttu þessa ráðstefnu fyrir íslands hönd, Björgvin Vilmundarson, bankastjórafulltrúi, og Hörður Sigurgestsson, viðskiptafræðinggr. — Myndin hér að ofan var tekin á ráðstefnunni og eru fuii- trúar íslands í annarri röð til vinstri. Af Norðurlanda- búum sækja Svíar mest suður DANIR, Finnar, Norðmenn og Svíar velja sér ekki sömu lönd til sumarleyfa í Evrópu. Svíar halda lengst suður á bóginn og Danir fylgja þétt á eftir. Norð- menn og Finnar ferðast gjarna austur á bóginn. Munurinn á sumarleyfisvenjum Norðurlanda- búa kemur glögglega fram í Hag- fræðiárbók Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 1964, sem er nýkomin á markaðinn. Tölurnar yfir ferðalög i árbók- inni taka til allra ferða erlendis, sem eru lengri en 24 stundir, og eru þá einnig meðtaldar kaup- sýslu- og kynnisferðir. Síðustu tölur eru frá árinu 1963. Á sama tíma og Sviar dreifast æ meir um lönd Suður-Evrópu, flykkjast Danir fyrst og fremst til Vestur-Þýzkalands, og svo Ítalíu, þar sem þeir eru fjöl- mennari en aðrir Norðurlandabú- ar. Svíar eru hins vegar fjöl- mennastir á Spáni, í Júgóslavíu og Grikklandi. Til Grikklands ferðuðust helmingi fleiri Svíar en Danir á árinu 1963. Á þessu sama ári ferðuðust sjö sinnum fleiri Finnar og fimm sinnum fleiri Norðmenn en Svíar til Sovétríkjanna (upplýsingar frá Danmörku liggja ekki fyrir). Belgía virðist eiga nokkrum vin- sældum að fagna meðal Norð- mánna, þangað sóttu miklu fleiri Norðmenn en aðrir Norðurlanda- húár. 7,7 milljón Þjóðverjar Ferðamannaviðskipti við Vest- ur-Þýzkaland eru mikil. Um 8,7 milljónir útlendinga komu til Finnland Sovétríkin, Ítalía, Þýzkaland, Spánn, Auslurríki. Danir og Sviar eru talsvert meira gefnir fyrir ferðalög en Norðmenn og Finnar. Að því er varðar ferðaiög út fyrir Evrópu, til Bandaríkjanna, Afríku, Róm- Moskvu- súttmálinn tveggja ára Genf, 5. ágúst, NTB, AP. Á AFVOPNUNARRÁÐSTEFN- UNNI í Genf var þess minnzt í dag að nú eru liðin tvö ár síðan undirritaður var Moskvu-sátt- málinn um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og af því tilefni biít yfirlýsing fundarmanna, þar sem segir að aldrei hafi afvopnun verið mikilvægarí en nú. Fuiltrúi Kanada á ráðstefn- Danmörk Þýzkaland, Ítalía, Austurríki, Spánn, Sviss. Norðurlanda árið 1963. Af þeim voru ekki færri en 7,7 milljónir Þjóðverja (talan tekur til allra, sem fóru yfir suðurlandamæri Danmerkur). Þýzkaland var einnig það land, sem flestir Danir kusu að heim- sækja á umræddu ári. Hjá Sví- um og Norðmönnum var Þýzka- Jand annað í röðinni og hjá Finn- um þriðja. Skráin yfir fimm vinsælustu ferðamannalönd Norðuriandabúa árið 1963 er á þessa leið: Noregur Ítalía, Þýzkaland, Sovétríkin, Belgía, Frakkland. Ítalía, Þýzkaland, Spánn, Frakkland, AusturríkL önsku Ameríku og Asíu, erú hlut föllin mjög áþekk og fyrir Ev- rópu. Svíar eru í fyrsta sæti, en Danir fylgja fast á eftir. (Frá SÞ) unni, Burns hershöfðingi, sagði að ekkert benti til þess að Sovétríkin væru reiðubúin til þess að ræða í fullri alvöru um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna en taldi að samningur um slíkt yrði affarasælastur tii ar- angurs. Fulltrúi Búlgara á ráðstefn- unni tók einnig til máls í dag og enduítók kröfur þær sem sovézki fulltrúinn setti fram i fyrradag um að öll ríki skyjdu kalia heim heri þá er þau hefðu í öðrum löndum, leggja skyidi niður allar erlendar herstö:' og koma á afvopnun ui heim.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.