Morgunblaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 21
T>ríðjudagur 10. Sgðst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 SARPIDONS SAGA STERKA OLAFSSON 2. Sarpidon hafnar skurðgoðavillu. Svo bar til einn dag, þá er Sarpidon var tíu vetra að aldri, að faðir hans talar til hans og mælti: „Þú skalt fylgja mér í dag til goðahúss vors, og læra aðferð vora og tilbeiðslu goða vorra. Þykir mér mikið við liggja, að þú fullgerist í því, svo sem aldur færist yfir þig og vitsmunir þínir taka nokkrum iramförum“. Jarlsson kvað svo vera mega. Síðan gengu þeir til goðahússins. Og sem jarl er inn kominn, fellur hann fyrir goðunum og bað son sinn ' gjöra slíkt hið sama. Hann mælti: „Eigi veit ég, hvað mér er hetra að til- biðja trédrumba þessa en staura í eldskála móður minnar; þéna þeir þó til eldsneytis að matbúa fæðu vora, en þessir daufu drumbar, sem þú tignar, vinna Það var hringt á dyrabjölluna hjá frú Önnu og er hún kom til dyra, stóð þar maður fyrir utan með stóra, svarta tösku. — Já, hvað viljið þér, spurði frú Anna. — Ég er kominn til þess að stilla píanóið yðar, svaraði mað- urinn með svörtu töskuna. — Já, en ég hef ekki beðið um það, sagði frú Anna undrandi. — Nei, ég veit það. En maður- inn á neðri hæðinni bað um það. Einn dag kom bandaríski gam- anleikarinn Groucho Marx, hinn yngsti þeirra Marx-bræðra, stormandi inn til sálfræðings síns og sagði: — Nei, svona getur þetta ekki haldið áfram. Ég krefst þess að þér látið hann afa á taugahæli. — Nú, hvers vegna, spurði sál- fræðingurinn. — Hann situr allan liðlangan daginn í baðkerinu heima og leikur sér með gúmmíkrókódíl, og ég get bara alls ekki fellt mig við það. — Ja, mér finnst það nú ósköp saklaust, sagði sálfræðingurinn, og hvers vegna að vera að svipta gamla manninn þessari ánægju; hann á nú varla langt eftir. — Jú, vegna þess, að það er gúmíkrókudíllinn minn, sem hann er að leika sér með, hrópaði Groucho bálreiður. ★ — Maður fyrir borð, hrópaði ungi hásetinn, sem var í sinni fyrstu sjóferð. Skipið var þegar stöðvað og mikil upplausn ríkti um borð, þar til hásetinn kom til skipstjórans og sagði: — Afsakið herra, það var ekki rétt hjá mér að maður hefði fallið fyrir borð. — Guði sé lof, sagði skipstjór- inn og gaf merki um fulla ferð áfram. — Já, það var kona, sagði ungi hásetinn. JAMES BOND •*- engan arð, og hygg ég þeir séu vizku villtir, sem veita þeim lotning og tilbeiðslu." Jarl varð reiður við þessi orð og mælti: „Þú munt vera fól eitt og afglapi, er þú skynjar ekki mátt goðm vorra,, og gakk frá augum mér.“ Jarlsson gekk þá burt, og var fátt með þeim feðgum af þessu samtali þeirra. Liðu svo tímar þar til Jarlm- son var fimmtán vetra. Eftir IAN FLEMING Fulltrúi frá njósnamiðstöð kommúnista er á leið til Frakklands. Á meðan hvílir Bond sig, en innan stund JUMBO ar hefst mesta fjárhættuspil, sem hann hefur nokkru sinni tekið þátt í. — Ég vona, að þú fyrirgefir mér, Vesp- er, segir hann, — en ég hef afskaplega gaman af að borðm og drekka, meðfram sökum þess að ég er piparsveinn. — Ég býst við að þannig eigi að lifm lifinu, segir Vesper, — að fá eins mikið og hægt er úr öllu, sem gert er. Yfirlæknirinn gekk á undan, þar til hann stanzaði fyrir utan stofu númer 20. — Sjúklingurinn er læstur inni, upplýsti hann. Hann sleppti sér nefnilega algjör- lega, þegar hann var lagður inn og við óttuðumst, að hann kynni að ráðast á okkur. Dyrnar opnuðust — og þarna sat þá aumingja Spori, bundinn og keflaður. — Það er algjört rugl, sem hann hefur verið að segja okkur frá, hélt yfirlæknirinn áfram. Hann hefur sagt okkur sögu um maura og stríðsmenn frá fyrri öldum . . . . . . Hann þjáist sjálfsagt af ofsóknar- brjálæði . . . Allt of miklum draumórum ásamt hræðslubrjálæði . . . — Ef ég gæti nú sagt þessum apakettt nokkur vel valin orð, rumdi Spori með sjáifum sér. KVIKSJA - Fróðleiksmolar til gagns og gamans Eyðilegging engisprettanna. ÁUt frá því, er ein hinna sjö plága, engisprettuplágan, herjaði á Egyptaland, eins og segir frá í Bibliunni, hefur engi- sprettan stöðugt hrjáð mannkynið. Engi- sprctturnar fara yfir landið i gríðarstórum hópum og eta allan gróður, sem verður á vegi þeirra. Nú á dögum fer baráttan gegn þeim aðallega fram á þann hátt, að skordýraeitrinu DDT er dreift úr flugvél- um eða þyrilvængjum yfir tímgunarstaði engisprettunnar. Fyrir nokkrum árum var í Austur-Afríku engisprettuhópur, sem þakti 500 ferkílómetra svæði. Því var þá slegið fram, sem ágizkun að í þessum hópi væru ein billjón (þ.e. milljón millj- ónir) engispretta. Menn geta imyndað séi hvílík hætta getur orðið á landfarsóttun ef engisprettur, sem búið er að drepa, f að rotna án þess að hreinsað sé til. Ári 125 f. Kr. Iétust 800.000 manns í Norðui Afríku af völdum farsóttar, sem þanni var til komin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.