Morgunblaðið - 10.08.1965, Qupperneq 27
Þriðjudagttr ÍÖ. águst 1965
MORCUNBLAÐIÐ
27
r
EINS og skýrt er frá í frétt-
um, hefur stjórn Singapore
lýst landið sjálfstaétt og óháð
ríkjasambandinu Malaysíu,
en Singapore hefur verið
aðili að því frá stofnun þess
í ágúst fyrir tveimur árum.
Forsætisráðherrar Malaysíu
og Singapore, Abdul Rahman
og Lee Kuan Yew hafa báðir
staðfest úrsögnina. Rahman
kvað svo mikla sundrung
hafa risið milli stjórnar Singa
pore og sambandsstjórnarinn-
ar, að áframhaldandi sam-
starf væri óhugsandi. Kvaðst
hann hryggur yfir, að sam-
bandsstjórnin hefði neyðzt til
að fara þess á leit, að Singa-
pore segði sig úr ríkjasam-
bandinu.
Lee, forsætisráðherra Singa
pore, lýsti einnig hryggð
sinni yfir endalokum sam-
starfsins innan Malaysiu.
Kvaðst hann þeirrar skoðun-
ar, að unnt hefði verið að
halda því áfram, ef losað
hefði verið um tengsl Singa-
pore annars vegar og hinna
ríkjanna innan Malaysíu hins
vegar.
x x x
Sundrung og flokkardrættir
innan Malaysíu hafa sífellt
verið að aukast frá því að
ríkjasambandið var stofnað,
og fyrir ári kom til blóðugra
átaka í Singapore milli
Malaya og Kínverja, en um
80% íbúa Singapore eru Kín-
verjar. Klögumálin hafa
gengið á víxl að undanförnu
milli Kuala Lumpur og Singa
pore. Hefur Yew sakað sam-
bandsstjórnina um að vinna
að því að gera Malaya að
herraþjóð innan ríkjasam-
bandsins og krafizt jafnréttis
allra„ þjóðarbrota. En það er
flokkur Rahmans, forsætis
ráðherra, sem Malayar styðja,
er hefur meirihluta á sam-
bandsþinginu og alla ráðherra
í stjórninni. . ^
Öfgamenn innan flokks
Rahmans, saka Lee hins veg-
ar um kommúnisma og hafa
jafnvel gengið svo langt að
krefjast þess að hann verði
handtekinn, sakaður um land
ráð. Blöð Malaya hafa verið
mjög harðorð í hans garð og
talið gagnrýni hans á stjórn-
ina til landráða.
X X X
Singapore var brezk ný-
lenda þar til Malaysía var
stofnuð. Sem fyrr segir, eru
Kínverjar lang fjölmennastir
í landinu og meðal þeirra
margir, sem dá Mao Tse-tung
og stefnu hans og vilja'koma
á kommúnisma. Bretar veittu
Singapore nýja stjórnarskrá
1959 og þar með sjálfstjórn
í innanríkismálum. Fyrstu
kosningar samkvæmt stjórn-
arskránni fóru fram sama ár
og hlaut flokkur Lees Kuan
Yew 43 af 51 þingsæti. Stjórn
Yews var þeirrar skoðunar,
að æskilegt væri fyrir
Malaya og Singapore að
mynda með sér ríkjasamband,
en fékk daufar undirtektir í
Malaya. Rahman forsætisráð
herra var mótfallin samein-
ingu, fyrst og fremst vegna
þess, að Kínverjar voru fjöl-
mennari en Malayar í ríkjun-
um tveimur.
En 1961 gerðust atburðir 1
Singapore, sem fengu Rahman
til að skipta um skoðun.
Tunku Abdul Rahman
Kommúnistar klufu flokk
Lees, Peoples Action Party,
buðu fram við aukakosningar
með góðum árangri, og svo
Lee Kuan Yew
margir þingmenn úr flokki
Yews snerust á sveif með
kommúnistum, að tilveru
stjórnar hans var ógnað.
Hann hafði þá samband við
Rahman og kvað eina ráðið
til að bjarga Singapore frá
kommúnisma væri að sam-
ein ríkið Malaysíu. Rahman
sá hve mikil hætta var á að
kommúnistar næðu völdum í
riki við bæjardyr Malaya og
féllst á að ræða sameiningu
við Yew. Hittust þeir í Kuala
Lumpur í ágúst 1961 og greðu
uppkast að sameiningarskil-
málum. Einnig var ákveðið að
vinna að því að fá Sarawak
og Sabah á N.-Borneó með í
ríkjasambandið, en með þvi
var komið í veg fyrir að Kin-
verjar yrðu í meirihluta í
Malaysíu.
íbúar Singapore byggja af-
komu sína fyrst og fremst á
verzlun og frá því að ríkið
varð aðili að Malaysíu, hefur I
20% viðskiptanna verið við
lönd innan ríkjasambandsins.
Er haft- eftir áreiðanlegum
heimildum í Singapore, nú
eftir úrsögnina úr Malaysíu;
að það muni valda mikilli
ólgu þar, ef dregið verði úr
viðskiptunum. Geti jafnvel
farið svo, að Singaporebúar
taki að nýju upp viðskipti
við Indónesíumenn, sem
hafa verið erkifjendur Malay
síu frá stofnun ríkjasam-
bandsins, en áður voru þeir
góðir viðskiptavinir Singa-
pore.
Sem kunnugt er, hefur Súk
arnó Indónesíuforseti og
stjórn hans, verið mjög mót-
fallin Malaysiu allt frá stofn-
un jríkisins. Hefur vart linnt
yfirlýsingum um, að Indó-
nesíumenn hætti ekki fyrr en
þeir hafa komið Malaysíu á
kné og legið hefur við að til
stórátaka drægi.
Þegar flokkadrættirnir tóku -
að magnast innan Malaysíu
létu margir í ljós þá skoðun,
að fjandskapur Indónesíu-
manna og hótanir myndu
efla samstöðuna og koma í
veg fyrir upplausn innan frá.
En nú er Ijóst, að ágreining-
urinn hefur átt sér of djúpar
rætur til að þetta mætti tak-
ast.
FJÖLDAMORÐ
Á HAFI ÚTS
-4 menn myrtir á skútu undan ströndum
Florida, aðeins einn lifandi af áhöfninni
Heiidaraflinn
' Key West, Florida, 9. ágúst.
— AP —
SKELFILEGUR atburður
hefur átt sér stað fyrir strönd-
um Florida, en þar er nú á
leið til hafnar skipið „Seven
Seas“, með þilför ötuð blóði
skipshafnarinnar. Aðeins einn
af fimm manna áhöfn er lif-
andi, en hinir virðast allir
hafa verið myrtir.
Enn sem komið er, veit eng-
inn, hvað komið hefur fyrir,
en rannsóknarlögreglumenn
bíða þess að komast um borð,
svo að hægt verði að ganga
úr skugga um, hvað ráðið hef-
ur örlögum skipstjórans,
stýrimanns og tveggja háseta.
„Seven Seas“, sem nú geng-
ur undir nafninu „Dauðaskút-
an“, siglir undir fána Pan-
ama, og lagði úr höfn á Mi-
ami, Florida, á laugardag, á
leið til Tampa, þar sem við-
gerð átti að fara fram.
Menn úr strandgæzlunni, sem
tekið hafa við stjórn skipsins, á
leið til hafnar, geta aðeins stuðzt
við framburð eina skipsmannsins,
sem eftir lifir, Elin Burywaise,
sem segist hafa.séð stýrmSnninn
skotinn í klefa sínum og skip-
stjórann liggjandi í blóði sínu.
Þá telur Burywaise, að hásetarn-
ir tveir hafi verið skotnir. Lík
skipstjórans og stýrimanns eru
enn um borð í skipinu, en lík
annars hásetans hefur ekki fund-
izt.
Það var í gær, sunnudag, að
ein af flugvélum strandgæzlunn-
ar sá „Seven Seas“ á reki undan
strönd Florida. Strandgæzlu-
menn héldu þegar á vettvang, og
fundu þá líkin þrjú, og Bury-
waise, sem er frá Honduras, nær
dauða en lífi af skelfingu.
Hann segist hafa komið að
stýrimanni liðnum í klefa sínum,
og hafa ætlað að vara skipstjór-
ann við, en hann hafi þá legið í
blóði sínu, skotinn. Burywaise
segist þá hafa skelfzt, og falið
sig í skáp, því hann hafi óttazt
um líf sitt. Þá hafi hann heyrt
nokkur skot, og telur, að þá hafi
hásetarnir tveir verið myrtir.
Eiginkona skipstjórans segir,
að hún telji mjög ósennilegt, að
til deilu hafi komið milli mann-
anna 5 um borð. Þeir hafi verið
góðir félagar, og ætíð komið
mjög vel saman. Þá segir hún, að
bannað hafi verið að hafa vopn
um borð, og hafi skipstjórinn
sjálfur ekki haft leyfi til að bera
vopn. Því sé það alger ráðgáta,
hvaðan skotvopnin, sem bönuðu
mönnunum, hafi komið.
Fékk aðsvif á
landsleiknum
Á LANDSLEIKNUM við-íra í
gærkvöldi veittu menn því at-
hygli, að einn áhorfenda hné nið |
ur og var borinn út af veMinum.
Sjúkrabifreið ftutti manninn á
Slysavarðstofuna, þar sem hann
raknaði við. Hafði hann fengið
aösvif.
Síldveiði var góð s.l. viku og
veður hagstætt. Flotinn var al-
mennt að veiðum í nánd við
Hrollaugseyjar fyrrihluta vik-
unnar, en 150-180 sjómílur út frá
Dalatanga er líða tók á vikuna,
Vikuaflinn nam 217.840 málum
og tunnum og var þá heildar-
aflinn á miðnætti s.l, laugardags
orðinn 1.315.756 mál og tunnur.
Vikuaflinn á sama tíma í fyrra
var 140.184 mál og tunnur og
heildaraflinn þá orðinn 1.603.209
— Svipmyndir
Framhald af bls. 3
hvatningarorð og líf og fjör
færðist yfir áhorfendaskar-
ann. En altt kom fyrir eikki,
hvatninigarorðin dugðu etoki
til að mank yrði skorað i leiikn
um.
mál og tunnur. Aflinn hefur
verið hagnýttur þannig;
I salt, uppsaltaðar tunnur:
89.693, í fyrra. 160.864
í frystingu, uppmældar tunnur
5.875, í fyrra: 23.113
í bræðslu, mál:
1.220.188, í fyrra: 1.419.322
Vitað er um 200 skip, sem
fengið hafa a'fla og af þeim hafa
178 skip fengið 1000 mál eða
tunnur eða meira.
Ekki voru allir á einu máili
um ágæti leiksins. Ei«n ágæt-
ur maður sagði að leik loknum
að hið markverðasta við leik-
inn hefði verið það, að ís-
lenzk lúðrasveit hefði nú í
fýrsta skipti læxt að gánga í
takt!
Lúðrasveit Reykjavíkur gengur um völlinn.