Morgunblaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 28
Lang stærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
178. tbl. — Þriðjudagnr 10. ágúst 1965
Helmingi 'útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Mikið magn af smygluöu áfengi
og sigarettum í Langjökli
Leit haldið áfram
Víð tollskoðun um borð í Lang
jökli, sfm kom til Reykjavíkur
á föstudag frá Lysekil, fannst
talsvert magn af smygluðu á-
íengi og sígarettum. Er skipið
lagðist að bryggju var leitinni
baldið áfram og hafa fleiri áfeng
isflöskur og meira magn af
sígarettum sifellt verið að koma
í leitirnar. Um miðjan dag í
gær fékk Mbl. þær upplýsingar
Víkingur með
440 lestir
Á laugardagsmorgun var lok-
ið við að landa úr togaranum
Víkingi í Hafnarfirði, en hann
kom fyrir nokkru af Grænlands-
miðum með 440 lestir, mest
karfa. Aflinn fór í vinnslu í
Reykjavík og Hafnarfirði.
hjá tollstjóraembættinu, að þá
hefðu fundizt 1700 flöskur og
mikið magn af sígarettum. Leit-
inni var haldið áfram fram eft
ir kvöldi og er blaðið hafði sam-
band við tollverði í gærkvöld
var því tjáð, að leitin stæði enn
yfir og talan hækkaði óðfluga,
en ekki vildu tollverðir nefna
neina ákveðna tölu. Óstaðfestar
fregnir hermdu, að fundizt hefðu
200 kassar af áfengi eða 2400
flöskur um náttmál.
Færeyskur sjómaður
kafnar í reyk
AÐFARANÓTT laugardags varð
það slys í Vestamnnaeyjum, að
færeyskur sjómaður, á fertugs
aldri skipverji á Freyju VE, kafn
aði i reyk, er eldur kom upp í
stól í herbergi hans. Húsráðandi,
Drengur drukknar í
Úlafsfjarðarvatni
ölafsfirði 9. ágúst. — Sá
hórmulegi atburður gerðist hér
í dag, að lítilli bátkænu hvolfdi
á Ólafsfjarðarvatni með þeim af-
leiðingum, að átta ára gamall
drengur að nafni Brynjar Júlíus
son drukknaði. Slysið vildi til
með þeim hætti, að Steinn Ás-
grímsson, bóndi að Auðnum í
Ólafsfirði, var að vitja um sil-
unganet, sem lágu um 100 metra
firiá landi. Með honum voru
tveir dóttursynir hans, sem eru
frá Sigiufirði, en þeir dvöldust
hjá honum í sveit.
Kona Steins mun hafa séð
elysið og barst hjálp eftir nokkra
stund. Er menn komu á vett-
vang var eldri bróðirinn, Gunn-
ar, að ná landi á sundi, en
Steinn hélt sér í bátinn. Yngri
drengurinn var þá sokkinn.
Magnús Sigursteinsson, bifvéla-
virki, er bar þarna að, synti út
með línu og hjálpaði hann
Steini til lands. Var þegar haf-
in leit í vatninu og fannst lík
drengsins eftir rúma klukku-
stund. Læknir kom á slysstað-
inn.
Foreldrar drengsins heitá
Guðfinna Steinsdóttir og Július
Guðlaugsson og eru þau búsett
á Siglufirði.
sem Færeyingurinn leigði hjá
fann' reykjarlykt leggja út úr
herbergi hans og kom að hon-
um meðvitundarlausum á legu-
bekk.
Færeyingurinn var húinn að
vera nok'kurn tíma í Vestmanna
eyjum og leigði kjallaraherbergi
að Brimhólabraut 33. Aðfaranótt
liaugardags, er húsrá'ðandi hom
heim, fann hann að reykjarlykt
la,gði upp á götuhæðina úr kjall-
ara. Athugaðd hann þetta nánar
og fan,n þá að reykurinn kom úr
herbergi færeyska sjómannsins.
Var herbergið 'læst og stóð lykili
í skránni, en húseigandinn hafði
annan iyki'l og komst fljótlega
in,n í herbergið. Var það þá fullt
af rey'k, en er gluggi hafði verið
opnaður tók a’ð rofa til og sá
hamn þá að Færeyingurinn lá
hreyfinigarlaus á leguibetkk. Dró
(húsráðandi hann út úr herberg-
inu og hóf þegar lífgunartilraun-
ir há honum. Annan mann bar
þá að og náði hann í lögreghi og
lækni, en áframhaldandi tilraunir
tii lífga manninn við báru ekki
áranigur.
HægindastóM, sem í herberginu
var, reyndist mi’kið brunninn og
er ta'lið, að kviknáð hafi í út frá
vindJlingi.
Frekari rannsókn þe.S'.sa máls
á eftir að fara fram.
Síðustu héraðsmót Sjálfstæðis-
flokksins í sumar
verða um næstu helgi d Akranesi, Hellu
og Kirkjubæjarklaustri
UM næstu helgi varða haldin
þrjú ®íðu<stu héraðsmót Sjálfstæð
isflotoksins í sutmar og verða þau
á eftirtölduim stöðum:
Akranesi, föstudaginn 13. ágúst
kk 21. Ræðuimenn verða: Bjami
Beneditktsson, forsætisráðherra,
Sigurður Ágústsson, alþingis-
maður, og Jósef Þorgeirsson, lög
fræðiniguir.
Hellu, Rangárvallasýslu, laug-
ardaginn 14. ágúst kl. 21. Ræðu-
fjfrt-rin verða: Bjarnd Benedikts-
son, f orsæt i s rá ðherra, Siigurður
Ó. Ólafsson, alþingismaður og
Jón Þorgilsson, fulltrúi.
Kirkjubæjarklaustri, V-Skaft.,
sumnudaginn 15. ágúst kl. 21.
Ræðuimenn verða: Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, Ing-
ólifur Jónsson, landbúnaðarráð-
herra og Einar Oddsson, sýslu-
imaður. H'ljómsveit Svavars
Gests skemmtir á öllum mótum-
um. Hljómsveitina sikipa fimm
hljóðfæraleikarar, þeir Svavar
Gests, Garðar Karl.sson, Halldór
Pálsson, Magnús Ingimarsson og
Reynir Sigurðsson. Auk þess eru
í hljómsveitiríni söngvararnir
Elly Vilhjálms og Ragnar Bjarna
son.
Á héraðsmótunum mun hljóm-
sveitin leika vinsæl lög. Söngvar
ar syngja einsöng og tvísönig og
söngkvartett innan hljómsveitar-
innar syngur. Gama.nvís'ur verða
fl'uttar og stuttir gamanþættir.
Spurningaþættir verða undir
stjórn Svavars Gests með þáitt-
töku gesta á héraðsmótunum.
Að löknu hverju héraðsmóti
verður haldinn dainsleikur, þar
sem hljómsveit Svavars Gests
leikiur fyrir dansi og söngvarar
hljómsveitarinnar koma fram.
Myndastytta
af Olafi Thors
UM miðjan júlí sl. hófst al-
menn fjársöfnun meðal Sjálf-
stæðismanna um allt land í
þeim tilgangi að afla fjár til
að reisa myndastyttu af Ólafi
Thors.
Stjórnir flokksfélaganna
um alit land hafa forgöngu
um f jársöfnun þessa meðal fé-
lagsmanna sinna. í Reykjavík
liggja söfnunarlistar frammi í
skrifstöfum flokksins í Sjálf-
stæðishúsinu við Austurvöll
og í Valhöll við Suðurgötu.
Þess er vænzt, að þeir, sem
ætla að heiðra minningu Ól-
afs Thors með þátttöku í f jár-
söfnun þessari, en hafa ekki
enn komið því við, geri það
sem fyrst.
Nýtt kjöt
18. ágúst
Blaðið spurði Svein Tryggva
son framkvæmdastjóra Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarirís
um hvenær sumarslátrun
myndi hefjast á þessu sumri.
Sagði hann að samþykkt
hefði verið að leyfa sölu á
kjöti af nýslátruðu fé frá og
með miðvikudeginum 18. ág-
úst n.k.
Sexmannaúefndin hefir ekki
enn tekið ákvörðun um verð
á hinu nýja kjöti, en það
verður auglýst áður en kjöt-
ið kemur í búðirnar.
Töluvert bar á ölvun
á þjóöhátíö í Eyjum
Sex torin af áfengi flutt fluglei £s
UM 6500 manns sóttu þjóðhá-
tíðina í Vestmannaeyjum, þar af
um 3000 aðkomumenn. Er þetta
fjölmennasta þjóðhátíð í Eyjum
til þessa.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar í Eyjum ur^u engin
meiri háttar slys um helgina.
Þó datt drengur niður af kletti
í Herjólfsdal á föstudag, um 4 m
fall og var fluttur á sjúkrahús.
Ekki taldi lögreglan að um mik-
ilvæg meiðsli væri að ræða. Á
föstudag varð einnig bifreiðar-
slys skammt frá Vinnslustöð-
inni. Þar valt fólksbifreið með 5
manns og meiddust tveir piltar,
annar skarst á höfði, en bihn
meiddist í baki. Þá kvað lögregl-
an mikið hafa borið á ölvun.
Muna menn ekki aðra eins ölv-
un á þjóðhátíð fyrr. Flugfélag
íslánds flutti t.d. 6 tonn af á-
Bjami.
Ingólfur
SÍKOrilnr A
Siguirðiir 6.
Jósel.
Jón.
Einar.
fengi til Eyja nú um þjóðhátíð-
ina.
Skátar höfðu löggæzlu og
fyrstu slysahjálp með höndum í
Herjólfsdal. Leituðu til þeirra
um 150 manns. Töluvert bar þar
á að unglingar böðuðu sig í Dal-
tjörninni. Sjá nánar um þjóð-
hátíð í Eyjum á bls. 10.
43 laxar veidd-
ust í Elliðaánum
í GÆR veiddust 43 laxar á
stöng í Elliðaánum, sá stærsti
10 pund. Sá, sem flesta laxana
veiddi, fékk tólf. Veiddist lax
inn annars um allar árnar og
máikill meirihll'U'ti á flugu, marg
ir t.d. á Blue Charm.
Sáttafundur
Fundur sáttasemjara með samn
ingsaðilum í íarmannadeilunn
hófst ki. 20.30 í gærkvöldi og va
honum ekki lokið er blaðið fó
í prentun.