Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. ágúst 1965 Haustiff eftir aff múrinn var reistur, voru fjölskyldurnar, sem bjuggu í húsunum næst fyrir j austan hann, neyddar til aff yfirgefa heimili sín. Nú hafa fjölskyldur landamæravarffanna ( veriff fluttar í þessi hús. FJölskyldur landamæravarða fluttar | i hús á borgarmörkunum ■ Berlín Fjölskyldumeðlimir skiptast d um að fylgjast með því hvort flóttamenn séu d ferðinni AUSTUR-þýzki herinn hefur nú tekiff í sína þjónustu fjöl- skyldur hermannanna, sem gæta borgarmarkanna í Berlín. Sem kunnugt er, voru íbúar allra húsa viff múr- inn austanmegin fluttir á brott nauðugir, skömmu eft- ir aff hann var reistur. Nú hafa fjölskyldur landamæra- varðanna veriff fluttar í þessi hús. Fjölskyldumeðlimirnir skiptast á um að hafa auga meff svæffinu umhverfis hús in, sem þeir búa í, og til- kynna þegar í staff, ef þeir verffa varir viff grunsamleg- ar mannaferðir. Fyrirkomu- lag þetta er nefnt „fjölskyldu vörffur". Austur-Þjóðverjar halda sí- fellt áfram að auka hindran- irnar á borgarmörkunum. Múrinn sjálfur er 12 km. á lengd, en umhverfis alla V- Berlín hefur verið komið fyr ir hindrunum, og ná þær yfir 161 km. veg. Næst V-Berlín er gaddavírsgirðing, þá 10— 30 m. breitt svæði, algerlega autt og slétt, eins og vel hirt blómabeð til þess að verð- irnir komi strax auga á spor hugsanlegra flóttamanna. — Fyrir utan þetta svæði tekur við viðvörunarkerfi, þ.e. bjöll ur, sem hringja ef eitthvað snertir þræðina, er liggja um þær. Síðan kemur stálvírs- girðing og bak við hana steyptur veggur til þess að a-þýzkar bifreiðar komizt nógu fljótt á vettvang, ef flóttamanna verður vart. Ut- an vegarins eru varðturnar, skotgrafir og gaddavírsgirð- ingar, sem í er leitt rafmagn og allra yzt eru svo varð- hundar. Þegar þessi viðbúnaður er hafður í huga, virðist krafta- verk að nokkrum manni skuli takast að flýja til V-Berlínar, en það gerizt þó alltaf af og til. Múrinn á borgarmörkun um i Berlín hefur nú staðið í fjögur ár og á þeim tíma hafa hundruð manna flúið vestur yfir. En rúmlega 60 hafa fallið fyrir skotum aust ur-þýzkra landamæravarða, er þeir hafa reynt að flýja. Kaupstefnan i LeSpzig FORSTJÓRI A-þýzku verzlunar- nefndarinnar hér á tandi, hr. Baumann, enfdi til blaffamanna- fundar í gær til þess aff kynna kaupstefnuna í Leipzig í haust. Þegar skýrt hafði veriff frá fyr- irkomulagi kaupstefnunnar spurffi fréttamaffur MbL hvort þaff væri meff vilja gert eða af tilviljun, að fundur þessi væri lialdinn á fjögurra ára afmæli Berlínarmúrsins. Hr. Baumann sagði, aff það væri tilviljun ein, en affspurður um, hvort honum hefði veriff kunnugt um aff þetta væri afmælisdagur Berlínarmúrs ins, kvaðst hann hafa lesið það í Mbl. fyrr um daginn. Hr. Baumann. sem nvleea hef- ur tekið við þessu sitarfi 'héT á landi, en gegn.di áður liku stamfi í Sýrlandi, sagði aðspurður, afl ekkert væri því til fyrirstöðu aí hálfu A-Þýzkalanös, að viðskipt in millli íslands og A-Þýzkalanda fæi-u fram á grundvelli frjálsra gjaldeyrisviðskipta í stað vöru- skipta, sem nú tíðkast. Hann kvað þetta samninigsatriði milli landanna og hefðu þegar farið fraim viðræður um þetta atriði cg frekar yrði rætt um það á þessu ári. • Haustkaupstefnan í Leipzig verður 5.-12. sept. og sýna þar vörur sínar 6500 framleiðenidur frá 60 löndum. Talið frá vinstri: Hr. Gaatner, hr. Baumann og Haukur Björns- son. Að baki þeim er mynd af Walter Ulbricht. Lektorsstöður lausar TVÆR kénnarastöður í íslenzk- um fræðum (lektorsstöður) við Heimspekideild Háskóla íslands eru lausar til umsóknar. Kennslugrein annars lektorsins er íslenzk málfræði og málssaga ásamt textaskýringum. Kennslu- grein hins lektorsins er sága ís- lenzkra bókmennta ásamt texta- skýringum. Kennsluskylda lekt- oranna er allt að 12 stundum á viku. Auk þess skulu þeir hafa á hendi leiðbeiningastörf í þágu stúdenta (um námsskipulagn- ingu, samningu heimaritgerða o. fl.). Laun miðast við 22. fl. hins al- menna launakerfis opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. september 1965. Umsækjendur um stöður þess- ar skulu láta fylgja umsókn sinni ítarlega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmið- ar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Hariir bardagar í ós- hólmum Mekong fljóts 250 skæruliðar felldir — flótti brostinn i lióid særðusit hættulega er sprengja | Ho Chi Minh, forseti N-Viet- sprakk í Binh-héraðinu um 80 I nam átti í dag viðtal við franska Ölvaður ökumaður ók á tvo bála 1 FYRRINÓTT kl. 1.50 var lög- reglunni tilkynnt um ógætilegan akstur bifreiðar í Vogahverfi. Er lögreglan kom á vettvang var ökuþórinn kominn upp í Artúns- brekku og búinn að sprengja alila hjólbarða með því að aka uitan í gula steina, sem eru við nýju akbrautina í brekkunni. Hafði vegfarendum tekizt að stöðva ökufantinn, er lögreglan kom á staðinn. Ökumaðurinn, sem var ölvaður, hafði áður ek- ið utan í tvær fólksbifreiðar fyr- ir framan húsin Gnoðavog 40-42 og valdið skemmdum. Var öku- maðurinn fluttur í fangageymslu lögreglunnar. Hann reyndist vera 22 ára að aldri og úr Hafnarfirði. Bifreiðin, sem hann ók var af VW-gerð eign bílaleigu hér í bæ. í GÆR var SA-gola eða kaldi hér á landi. Vestan lands voru skúrir, þokuloft var í Skafta- felissýslu og á Austfjörðum Leiðrétting VEGNA misritunar skal það tek- ið fram, að það var Éinar Stein- dórsson, oddviti í Hnífsdal, er rit- aði minningargreinina um Elías Ingimarsson er birtist hér í blað- inu í -fyrradag. 20.000 heimilis leusir í Chile Santiago, Chile, 13. ágúst (NTB) 42 MENN hafa týnt lífi, yfir 100 slasazt og a.m.k. 20.000 misst heimili sín af völdum óveðurs og fióða í Chile nú í vikunni, að því er fregnir frá Santiago herma. Flugdeginum frestað FLUGDEGINUM, sem halda átti á sunnudag, er frestað til 22. þ. m. vegna veðurs. og mjög hlýtt en aolarlitið fyrir norðan. A Akureyri og Sauðárkróki var 18 stiga hiti. Saigon, 13. ágúst. NTB-AP. TIL harffra átaka kom í dag milli skæruliffa Viet Cong og her liffs S-Vietnam-stjórnar í ós- hólmum Mekong-árinnar, um 144 km. suffvestur af Saigon, og voru 156 skæruliðar sagffir falln ir í bardögum á jörðu niffri en 100 taldir hafa fallið í loftárás- um, sem haldið var uppi jafn- framt bardögunum. Fátt eitt féll af stjórnarliðum. Harffastir urðu bardagarnir um 24 km. suffvest- an Can Tho og voru Bandaríkja- menn þar til affstoffar herliffi S-Vietnamstjórnar. Þetta eru hörffustu bardagar, sem orffiff hafa á þessum slóðum. Flýja skæruliðar nú sem óffast, en sunnanmenn reka flóttann. Heldur var rólegt viff Cuc Co, þar sem barizt hefur verið und- anfarna daga og er sagt aff Viet Cong-menn séu þar á undan- | haldi til landamæra Kambodsju | sem eru i ca. 11 km fjarlægff og reki sunnanmenn flóttann. Taliff I er aff skæruliffar hafi haft þarna j mikiff liff manna, effa um sex herdeildir. í Duc Co voru aðeins 300 menn fyrir til varnar, en nú er komið þangaff töluvert liff til viðbótar og 30 vörubílar hlaðn- ir vöpnum og vistum, sem komu þangaff í dag og höfffu fariff um þjóðveg 19, en skæruliðar, sem herjaff höfðu á álla umferff um veginn, hörfuffu undan. Fjórir menn fórust og níu km. suðaustan Saigon. Herlið S-Vietnamstjórnar eyðilagði vopnabúr eitt um 50 km. frá landamærunum að Kambodsja í dag. Utanríkisráðherra S-Vietnam, Tran van Do tilkynnti í dag að stjórn hans myndi virða Gen farsáttmálann um stríðsfanga. Talið er að Bandaríkjastjórn muni innan skamms gefa út svipaða yfirlýsingu. Aðfaranótt föstudags gerðu bandarískir landgönguliðar í fyrsta skipti næturárás með þyrlum 20 km. norðvestan Da Nang, felldu einn skæruliða og tóku höndum 30 manns. Átta bandarískar orustuvélar gerðu í dag loftárás á brú eina 8 km. sunnan Dien Bien Phu í N-Vietnam. Aðrar vélar gerðu loftárásir víðar í landinu. í kvöld var opinberlega frá því skýrt í Saigon, að bandarísk Crusader-vél hafi verið skotin niður 105 km. suðaustan Hanoi í gærmorgun. Fréttástofan Mýja Kína full- yrðir að sjö bandarískar vélar hafi verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam í gær og í dag, j þar af fimm í dag. Fréttastofan I bætti því við, að þá hefðu alls j verið skotnar niður 471 banda- I rísk vél yfir N-Vietnam síðan j 5. ágúst í fyrra. dagblaðið „Le Monde“ og sagði, að N-Vietnamstjórn vildi fá fyrir því einhverja tryggingu, að Bandaríkin samþykktu hina svokölluðu fj ögurra-atriða-áætl- un, áður en til mála komi að setjast að samningum um frið í Vietnam. Hann bætti því við, að norðanmenn settu það einnig sem skilyrði fyrir samningavið- ræðum, að þegar í stað yrði hætt loftárásunum á N-Vietnam og einnig árásunum á „suður- hluta lands vors“ eins og hann sagði, og að Bandaríkjamenn yrðu á brott með allt herlið sitt úr S-Vietnam. Aðspurður hvort N-Vietnamstjórn myndi fús til að hefja samningaviðræður við Bandaríkin ef þau lofuðu að halda grundvallaratriði Genfar sáttmálans, ítrekaði Ho Chi Minh fyrri ummæli sín um að Bandaríkin yrðu að virða fyrr- greinda áætlun, sem fæli í sér öll helztu atriði Genfar-sáttmál ans. Þá átti Ho Chi Minh samtal við pólska fréttamenn í Hanoi í gær og lét svo ummælt í það sinnið, að land hans ætti „ekki annarrá kosta völ en berjast til sigurs eða játast undir þræík- un ella. Við höfum valið okkur veginn sem við viljum fara“, sagði Ho, „og ný, verður ekki aftur snúið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.