Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. ágúst 1965
MORCU N BLAÐIÐ
13
\ AFTURCtANGA Timothy
1 Evans gengur ljósum logum
j meðal fólks í Englandi. Hann
! ! var hengdur fyrir 16 árum
' fyrir að myrða Geraldine dótt
| ur sína ársgamla. Og í sekt-
i' ardómnum fylgdi sú ályktun
meðj að hann hefði einnig
myrt Beryl, konu sína, 19 ára
1 gamla. Líkin fundust í þvotta
i húsinu heima hjá honum.
Hann var velskur, ómenntað-
ur vörubílstjóri, 25 ára að
I aldri.
| Evans og kona hans áttu
j i heima á annarri hæð í hús-
inu nr. 10 við Rillingtontorg,
i en það er í fátækrahverfi í
I Notting Hill í London. Leigj-
j endurnir á götuhæðinni voru
fyrrverandi herlögreglu-vara-
maður, 51 árs gamall, að
| nafni John Reginald Halliday
Christie, og kona hans. Við
I ! réttarhöldin yfir Evans var
, , Christie aðalvitnið gegn hon-
um.
Lögreglan hafði haft játn-
1 ingu upp úr Evans, en við
I réttarhöldin tók hann hana
j aftur og sagði, að morðing-
inn væri Christie. í dauða-
j klefanum sagði Evans: „Það
i eina, sem situr í mér, er það
að vera sakaður um það, sem
1 ég hef ekki gert“. En Evans
! var þekktur að því að vera
I lyginn. Ekki einu sinni móðir
, hans og systir trúðu honum.
Fjórum árum síðar flutti
Christie burt frá Rillington-
I torginu. Nýr leigjandi flutti í
, íbúðina og einn dag í marz
1 1953, fór hann inn í eldhúsið
| til að setja þar upp hné und-
j ir útvarpstæki. Hann barði á
vegginn og fann, að þar var
holt undir. Hann reif pappír-
inn af veggnum og lýsti með
vasaljósinu sínu inn í holið,
sem þar var undir.
Þar sá hann sitjandi lík af
nakinni konu. Hann þaut í
lögregluna. Bak við fyrra lík-
ið var annað lík í hnipri. Og
þar fyrir aftan var líkið af
þriðju ungri konu, með kodda
ver dregið yfir höfuðið og
hulin teppi, en brjóstahald af
annarri konunni hafði verið
fest við það til þess að halda
líkinu uppi.
Allar þrjár höfðu verið
kyrktar. Það hafði frú
Ghristie líka verið. Lík henn-
ar fannst undir gólfinu í fram
herberginu.
Þá fór lögreglan út í húsa-
garðinn og tók að grafa þar.
Þar fundust enn tvö kvenlík,
sem á vantaði höfuðið. (Þeir
hefðu getað fundið eitt höf-
uð, hefðu þeir grafið dýpra í
ruslatunnuna, til að leita að
3eryl, sem var saknað, 1948,
og þeim sást einnig yfir ann-
að í það skiptið. Girðingin
hallaðist og Christie hafði
sett stoð við hana. Það var
lærleggur af konu).
Að vísu hafði lögreglan þá
aðeins verið að leita konu,
sem nýlega hafði verið sakn-
aö, og jörðin í garðinum hafði
ekkert verið lireyfð þá ný-
lega. Og enga ástæðu höfðu
þeir til að gruna Christie sem
var þarna reiðsögumaður
þeirra og hinn kurteisasti. Og
heldur ekki leituðu þeir í
þvottahúsmu í þetta fyrsta
skipti.
En nú lét lögreglan þess get
ið á sinn venjulega varfæma
hátt brezku lögreglunnar, þeg
ar maður er enn ekki ákærð-
ur fyrir glæp, að hún vildi
gjarna hafa tal af John Reg-
inald Halliday Christie, sem
hún héldi, að , gæti orðið
henni hjálpiegur við rann-
sókn hennar.*
Viku síðar sá lögregluþjónn
einn hungraðan og þreyttan
lítinn mann halla sér fram af
Thamesbakkanum, nálægt
Putneybrúnni. Hann sagðist
heita John Waddington og
vera að leita sér atvinnu. En
þegar hann gat ekki sannað
lögreglumanninum, hver
hann væri, lét lögreglumað-
urinn hann taka ofan hattinn,
og hann skýrir svo frá: „þá
þekkti ég, að þetta var John
Ohristie, sem lögreglan vildi
hafa tal af í sambandi við
tiltekið mál.“
Christie
Við réttarhöldin þrætti
Christie ekki — þar sem
hann sat í sama salnum í Old
Baily þar sem hann hafði
sent Evans út í opinn dauðann
fjórum árum áður og beðið
eftir að heyra dauðadóminn
uppkveðinn. Nú játaði hann
að hafa kyrkt, ekkl sex konur
heldur sjö. Sú sjöunda var
frú Beryl Evans.
Ohristie var morðsjúkur.
Þessi veiklun virðist hafa
stafað af líkamlegum van-
mætti hans í æsku, þegar
hlegið var að honum fyrir
feimni hans og aumingjaskap.
Hann óttaðist ofbeldi, ef kon-
ur tækju á móti honum og
auðmýkinguna, ef honum
skyldi mistakast að komast
yfir pær. Konurnar, sem lík-
in íundus af, hafði hann
ginnt i:in til sín, með hinum
og þessum átyllum, og síðan
feng'ið þær til að anda að sér
gasi, gegn um pípuleiðslur,
sem har>n hafði komið slyng-
lega fyrir, og þegar þær voru
orðnar meðvitundarlausar,
hafði hann kyrkt þær og síð-
an átt kynmök við þær.
Sem aðalvitnið við réttar-
höidin yíir Evans kom Christ
ie fram sem einfaldur, heið-
arlegur og sjúkur maður, sem
ávann sér samúð dómarans
og sannfærði kviðdómend-
urna. Þegar hann gekk úr
vitnasiúkunni neyrðist hann
segja viö lögregiumanninn,
sem þar var á verði: „Var
þetta allt í lagi?“ Og það var
allt í „agi næstu fjögur árin.
Með tiiliti til þess vitnis-
burðar sem fram kom, þegar
Evans var dæmdur, er það
almennt viðurkennt, að ekki
var nægi að búast við, að
kviðdómurinn sýknaði hann,
en hitt er jafnvíst, að ef
allt hefði þá verið fram kom-
ið, sem fram kom fjórum ár-
um síðar, er almennt talið
að hann hefði ekki orðið sek-
ur fundinn.
Engu að síður hafa valda-
menn í Bretlandi ekki viljað
viðurkenna síðan, að dómur-
inn yfir Evans hafi verið
rangur. Ein bersýnileg ástæða
til þessa er hin heíobundna
tregða embættismanna að
viðurkenna nokkur afg.’öp, en
önnur er hin ósjálfráöa trú al
mennings í Bretlandi á rétt-
dæmi dómstólanna.
1 þetta sinn haggaðist samt
þessi trú almennings — því
að varla gátu tveir kyrki-
morðingjar verið í einu og
sama húsinu — en emhættis-
mennirnir héldu áfram að
berja höfðinu við steininn, og
gera enn. Hópur borgara hef-
ur tekið sig saman um að
knýja fram nýja réttarrann-
sókn, og nokkrir úr þeim
hópi hafa undanfarið verið á
staðnum og rannsakað vett-
vang morðanna nánar. Þetta
heitir ekki lengur Rillington-
torg. Nafnið hefur fyrir löngu
verið afnumið úr strætaskrá
Lundúnaborgar, vegna þess,
að það var alltaf sett í sam-
band við morðin.
Gamla frú Evans hefur
aldrei misst vonina um að
geta lifað þann dag að sjá
lík sonar síns tekið upp úr I
leirjörðinni þar sem það var 1
grafið, til þess að geta veitt 7
því viðeigandi kaþólska út- 1
för, en óvíst er nú samt, hvort I
þessi herför til þess að veita
honum uppreisn, beri nokk-
urn arangur.
Hver vei) nema afturganga
Tknothy Evans öðlist frið
sinn á annan hát og kald-
hæðnari.
Það hefur jafnan verið
sterkasta röksemdafærsla fyr !
ir afnámi dauðarefsingar, að
hún sé eina óafturkallanlega
refsing, sem skeikulir menn
geti á lagt.
Kilmuir lávarður, sem fyr-
irskipaði fyrstu rannsókn á
málí Evans eftir að Christie
var tekinn af lífi (og viður-
kenndi mjög vefengda
skýrslu þess efnis, að engin
mistök hefðu átt sér stað),
hélt því einu sinni fram í
þinginu, að „enginn raunveru
legur möguleiki“ væri á
dómsmorði í landinu. En hr.
Chuter Ede, maðurinn, seim
þá var dómsmálaráðherra og
undirritaði endanlega dauða-
dóm Evans, sagði sjö árum
seinna: „Ég held, að mál Ev-
ans sýni......að mistök eru
hugsanleg .... og að mistök
voru framin“.
Bretland er loksins alveg
að því komið að afnema allar
aftökur. Þegar endanlega at-
kvæðagreiðslan fer fram, get-
ur enginn skoðanakannari
mælt eða vegið, hvaða þátt
afturganga Timothy Evans
hefur átt í því að bjarga lífi
allra morðingja framtíðarinn
ar, með því að sannfæra lög-
gjafana um, að hann hafi ver
ið ranglega af lífi tekinn.
Hollenskur sérfræöingur í
æskulýösmálum ráðgjafi hér
HÉR á landi hefur verið að und-
anförnu hollenzkur sérfræðingur
í æskulýðsmálum. Hefur hann
dvalizt hér í boði menntamála-
ráðuneytisins og er nafn hans
Jacobus W. Ooms. Hann kom
Ihingað fyrir milligöngu
UNESCO, en á kostnað , hol-
lenzkra stjórnarvalda. Hefur
hann kynnt sér íslenzk æskulýðs
mál og verið ráðgefandi nefnd
þeirri er dr. Gylfi Þ. Gíslason
menntamálaráðherra skipaði
til þess að semja frumvarp til
laga um opinberan stuðning við
æskulýðsmál.
Jacobus W. Ooms er fram-
kvæmdastjóri Landssambands
seskulýðsmiðstöðva í Hollandi,
formaður Sambanda hollenzkra
aeskulýðsfélaga og Félagsheim-
ilastofnunar Hollands. Hann er
einnig formaður stjórnskipaðrar
nefndar, sem kanna á möguleika
á setningu heildarlöggjafar
um æskulýðsmál i Hollandi.
íslenzka æskulýðsnefndin, sem
menn tamálaráðherra skipaði uia
síðastliðin áramót hefur starfað
að gagnasöfnun innanlands og
utan og haldið all marga fundi.
Áætlað er, að hún ljúki störfum
á þessu ári. Formaður nefndar-
innar er Knútur Hallsson deild-
arstjóri í menntamálaráðuneyt-
inu.
Hollenzki sérfræðingurinn sat
nokkra fundi með nefndinni og
átti viðræður við ýmsa meðlimi
hennar. Þá hefur hann rætt við
ýmsa ráðamenn hérlendis um
æskulýðsmál þ.á.m. dr. Gylfa Þ.
Gíslason menntamálaráðhérra.
Hr. Ooms hefur ferðazt um land-
ið og skoðað ýmis félagsheimili
í nærsveitum Reykjavíkur, svo
sem að Aratungu og Flúðum. Þá
kynnti hann sér starfsemi Skáta-
skólans á Úlfljótsvatni og starf-
semi Vinnuskólans þar o. m. fl.
Hr. Ooms hefur gefizt tæki-
færi til að kynna sér bæði starf-
semi hinna frjálsu æskulýðsfé-
laga í borg og byggð og æsku-
lýðsstarfsemi hins opinbera.
Miðvikudaginn 11. ágúst var
svo haldinn fundur með forráða
mönnum íslenzkra æskulýðsfé-
laga að Hlégarði í Mosfellssveit,
þar sem hr. Ooms hélt fyrir-
lestur um álit sitt á íslenzkum
æskulýðsmálum. Gafst meðlim-
unum kostur á að spyrja hann
spurninga á eftir.
Blaðamönnum var boðið að
ræða við hr. Ooms í gær og
kvaðst hann vilja lýsa ánægju
sinni yfir árangri farar sinnar
hingað. Hann tók það fram að
hann væri hér aðeins sem ráð-
gefandi, en ekki sem dómari í
þeim vandamálum, sem við ætt-
um við að etja hér. Mikill mun-
ur væri á aðstæðum og væru
kringumstæður allt aðrar hér en
í Hollandi. ísland og Holland
væru ólík og þar af leiðandi
æskulýðsmálin einnig. Hann
benti á fjögur atriði, sem ahfa
áhrif á æskuna í dag. 1) Fólks-
fjölgunina, 2) Aukningu borga
á kostnað sveita og þorpa, 3)
Aauðveldari ferðalög og 4)
Aukna velmegun. Hann kvað
Frá fundinum í Hlégarði. Fr á vinstri: Jónas B. Jónsson, séra
Ólafur Skúlason, Knútur Hallsson J. W. Ooms og Pétur Snæ-
land, túlkur.
skólana og heimilin ein ekkiÁ
geta séð um menntun æskunnar,
heldur væri það í verkahring
æskulýðsfélaga og annara slíkra
félaga að fylla í það skarð er
myndaðist og skipleggja frítíma
æskunnar. Þó bæri mönnum að
varast það að skipuleggja allan
frítíma æskufólks. Þá kvað hr.
Ooms það mjög heppilegt að
ríkisstyrkur kæmi til, en hins
vegar mætti ríkisvaldið ekki
skipuleggja æskulýðsfélögin.
Hann kvað ekki ráðlagt að binda
starfsemi æskulýðsfélaga hinna
ýmsu héraða of mikið í klafa
hins opinbera.
FSokkurinn telur
12 millj meðlima
Moskvu 12. ágúst — AP
PRAVDA, málgagn sovézka
kommúnistaflokksins, sagði i
dag að meira en 12 milljónir
meðlima væru nú í kommún-
istaflokki Sovétríkjanna. Segir
Pravda að nær 880.000 nýir roeð-
limir hafi gengið í flokkinn á
s.l. ári. — Þess má geta að íbú-
ar Sovétríkjanna eru taldir nær
220 milljónir.
I