Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. ágúst 1965 Við höfðum afibi! Samtal við Kjartan Thors framkvæmdastj. i. FÁIR íslendingar hafa staðið jafn lengi í samningaviðræð- um um launamálin og Kjartan Thors. framkvæmdastjóri. Eng um blandast hugur um að hann hefur lagt mikla vinnu í að leysa margvíslegar deilur sem upp hafa komið milli launþega og vinnuveitenda, nú síðast á þessu sumri. Kjartan Thors varð 75 ára ekki alls fyrir löngu. Datt mér þá í hug að eiga við hann samtal, en missti af honum. Hann var íloginn til suðlæg- ari landa. En nú hef ég upp- fyllt gamalt loforð við sjálfan mig — að hitta hann að máli. Við töluðum saman kvöld- stund eina fyrir skömmu að heimili hans og frú Ágústu í Smáragötu; á stofuveggjunum voru þrjú stórbrotin og upp- örvandi listaverk, sem báru smekk og heimilisrækt Kjart- ans fagurt vitni: Þingvalla- mynd eftir Kjarval og tvær myndir eftir Jón Stefánsson — önnur af heiðagæsum, hin af hrossastóði í haga, þrek- lega málaðar, en eins og allt- af hjá Jóni með fíngerðu ívafi íslenzkra fjallalita. Kjartan sagðist hafa keypt hrossastóðs myndina á sínum tíma fyrir 2000 krónur, mikill peningur í þá daga. Við Kjartan höfðum hitzt niður við Tjöm í vor og þá hafði hann sagt mér dálítið sögukorn af þeim bræðrum, Ólafi ‘og honum, ég set það hér á eftir eins og inngang að samtalinu: „Við fluttumst í Fríkirkju- veg 11, 1908“, sagði Kjartan „og annað hvort þá um haust- ið eða næsta haust fórum við Ólafur eitt sinn sem oftar út á Tjörn á bát. Það var illviðri, hvasst af suðaustan, en við létum það ekki á okkur fá. Ólafur var þá sextán ára og . ég átján og gerðum við því skóna, að ekki mundi hreysti- mennska talin til ódyggða hjá ungmeyjunum í Kvenna- skólahúsinu en auðvitað var leikurinn gerður til að draga athygli þeirra að þessum tveimur fullhugum. Við sett- um því upp sækonungasvip og ýttum frá landi. Enginn sigl- ingaútbúnaður var í bátnum nema fokka og stýrðum við með því að styðja árina við hnífilinn. Þegar við vorum komnir út á miðja Tjöm, byrjaði báturinn að hallast, síðan fór að renna inn í hann. Ég sagði við Ólaf: „Við förum á kjöl, einn — tveir — þrír“, — og það tókst; við komumst þurrum fótum á kjölinn. En báturinn skorðaðist af mastr- inu, svo við þurftum ekki að óttast neinar dýfur. Síðar fréttum við að báts- ferðin hefði náð tilgangi sín- um, raunar hafði okkur tekizt að vekja á okkur athygli fram ar öllum vonum. Það var ekki einasta að Kvennaskólinn und ir stjórn Ingibjargar H. Bjarna son færi í uppnám, heldur mátti lesa daginn eftir í ísa- fold, að bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í Gúttó hefði verið frestað vegna þessa at- burðar. Þá voru nöfn okkar Ólafs birt í blaðinu, það var fyrsta skipti sem þau komu á prenti. En ekki skal ég neita því, að vænst þótti okkur um að skólastýra Kvennaskólans skyldi hafa misst stjórn á yng- ismeyjunum, það kom víst ekki oft fyrir. Fyrir bragðið fengum við Ólafur þá áhorf- endur sem til var ætlazt. Þegar hvoifdi undir okkur lá bátur Hannesar Hafsteins tilbúinn við bryggju, og var okkur bjargað upp í hann. Löngu, löngu seinna, þegar ég var í samningaferð í Lond- on, bjuggum við á Mayfair hóteli þar í borg. Þá kom þangað Sigurður Jónasson í verzlunarerindum. Ég hitti hann á förnum vegi og bauð honum upp á te í hótelinu. Þar var stórt anddyri. Þar sett umst við og röbbuðum saman. Allt í einu verður hann eitt- hvað niðurlútur og segir: „Heyrið þér. Kjartan, það hef ir hvolft undir yður bát — og þér hafið komizt á kjöl“. „Já, það er rétt“ svaraði ég. „Ég sá mynd af þessum atburði þama frammi í ganginum, beint fyrir framan mig“ sagði hann og benti. „Þess vegna vissi ég það — „Það er ekk- ert dúlarfullt við þennan at- burð“,sagði ég, „það var skýrt frá honum í blöðunum". Hann sagðist geta lagt sáluhjálp sína að veði fyrir því, að hann hefði aldrei lesið þá frásögn; atburðurinn hefði birzt sér þar í hótelinu — 0g svo lýsti hann honum nákvæmlega fyr- ir mér.“ n. Ég spurði um Fríkirkjuveg 11. Kjartan Thors sagði að húsið hefði kostað 125 þúsund krónur og það hefði verið mik ill peningur í þá daga. „Þá var búið að byggja Ráð- herrabústaðinn, og líklega einnig hús Klemenzar landrit- ara og Sigurðar póstmeistara, við Tjarnargötuna. Þá voru smíðaðar bryggjur við Tjörn- ina Og þótti mörgum sport í því að róa út á stórsjóinn á sumrin. Við fluttumst í húsið vorið 1908, eins og ég sagði þér,. Þar átti ég heima þang- að til ég kvæntist 3. des- ember 1915, eða á afmælis- degi pabba. Þennan sama dag fór einnig fram brúðkaup Ól- afs bróður og Ingibjargar, og voru bæði hjónakornin vígð heima í Fríkirkjuvegi. Ein- hvern veginn vorum við Ólaf- ur alltaf spyrtir saman; við vorum látnir stafa saman, fara saman í skóla — og stóð- um saman að öllum prakkara- strikum. Það var sá elskulegi maður, séra Þórhallur Bjarnason, síð- ar biskup, sem gifti okkur. Mikið afskaplega var það prúður maður. Og einhver allra bezti kennari sem hér hefur verið, er ég handviss um. Tryggvi, sonur hans, erfði þá hæfileika hans. Séra Þórhallur kenndi í Presta- skólanum, en auðvitað kynnt- ist ég ekki kennslu hans þar, heldur í barnaskólanum. Hann kenndi okkur krökkunum um stundarsakir fyrir einhvern kennara, sem var annað hvort veikur eða í fríi, og ég hef aldrei kynnzt jafn árangurs- ríkri kennsluaðferð. Hann sagði okkur frá atburðum úr íslandssögunni, og við punkt- uðum niður hjá okkur eins og við værum í háskóla, og litum aldrei upp úr náminu, svo áhugasöm vorum við. Morten Hansen, skólastjóri, hafði einnig einstæða hæfi- leika til að stjórna krökkum. Hann er mér ógleymanlegur. Hann var krypplingur, en hafði af miklum manni að má. Persóna hans var í senn fyrir- ferðarmikil og aðlaðandi. — 1904, eða þegar innlendur ráð- herra tók við af landshöfð- ingjanum, hittust þeir ein- hverju sinni á Laufásvegin- um fyrir ofan skólaportið, Magnús Stephensen, lands- höfðingi og Hannes Hafstein. Þá voru frímínútur í skólan- um og krakkarnir komu auga á hvar þeir stóðu og töluðu saman — og það skipti engum togum, að þau hrópuðu einum rómi: Lengi lifi ráðherrann! Ég man þetta eins Og það hefði gerzt í gær, því Guð- laug Arason, sem hafði um- sjón með bjöllunni og var ágætur en heldur agasamur skriftarkennari, kærði atvikið fyrir skólastjóranum. Hún fullyrti, að við Ólafur hefðum átt upptökin að þesSari móðg- un við landshöfðingjann, en ég er ekki viss um að svo hafi verið. Þegar við erum svo að ganga upp stigann á leið í skólastofuna á efsta loftinu, kemur Morten Hansen allt í einu upp að hliðinni á mér og hvíslar: „Að þið skuluð gera manni þetta, sem maður elskar svona mikið.“ Þetta þótti mér miklu verri áminn- ing en þegar við nokkru síðar komum heim með einkunna- bókina með nótu í — og feng- um léttan kinnhest. En þú varst að spyrja um Fríkirkjuveg 11. Mörgum þótti í mikið ráðizt að byggja svo stórt og vandað hús. Ég held að óhætt sé að segja, að það hafi verið vandaðasta hús í Reykjavík, enda ekkert til sparað. Pabbi valdi sjálfur hverja spýtu í allt húsið, hann var þá timburkaupmaður og hafði ágætis sambönd við Sví- þjóð og Noreg. Ekki var laust við að maður heyrði raddir sem bentu í þá átt, að öfund- in réð orðtakinu, en það skipti engu máli: öllum leið vel í Fríkirkjuvegi. Og pabbi fékk uppfyllta sína heitustu ósk: hann gat búið mömmu fallegt og yndislegt heimili. Það sat í fyrirrúmi í lífi hans. Þó hús- ið hafi verið dýrt á þeirra tíma mælikvarða, held ég það hafi verið honum leikur einn að byggja það, enda hafði hann þá gífurlegar tekjur. Fríkirkjuvegur 11 hafði upp á að bjóða margar nýjungar, til dæmis heitt og kalt vatn, en þá voru engar vatnsleiðsl- ur í Reykjavík. Hann lét grafa djúpan brunn fyrir ofan hús- ið. Úr honum var vatninu dælt með handafli í stóran geymslutank, það gerðum við strákarnir þegar við tókum okkur frí frá prakkarastrik- um. Þá var ekki heldur komið rafmagn í Reykjavík, en við fengum það frá ljósamótor. Þannig er ómögulegt annað að segja“, bætti Kjartan við og brosti, „en sæmilega hafi verið að manni búið á Frí- kirkjuveginum“. III. Ég spurði um föður hans, Thor Jensen. Hann svaraði: „Pappi var ónízkur á pen- inga, hafði engan áhuga á að safna þeim. Hann setti allan sinn hagnað jafnóðum í rekst- urinn. Ég held hann hafi aldrei átt neitt sparifé, og mun það ekki hafa verið eins- dæmi um atvinnurekanda i Reykjavík á þeim árum. Ef maður hugsar um fátæktina á þessum ánrm og hve at- vinnureksturinn — og þá eink um togaraútgerð — jókst hröð um skrefum verður maður undrandi á þreki og djörfung gömlu kynslóðarinnar. Oft er talað um framfarirnar í dag. En gamla kynslóðin vann einn ig þrekvirki, hún byggði upp atvinnuvegina á fáum árum þrátt fyrir getuleysi bankanna. Þeir gátu kannski lánað eitt — tvö eða þrjú hundruð krón- ur, en þegar menn þurftu á að halda 100 þús. krónum eða meira, voru slík lán bönkun- um ofviða. Þá urðu atvinnu- rekendur annað hvort að afla fjárins sjálfir eða fá peninga utan bankanna. Jón forseti var fyrsti togar- inn sem byggður var fyrir ís- lendinga og kom hingað heim í janúar 1907. Aliance keypti Kjartan Thors við málverk Jóns Stefánssonar. (Ljósm. Mbl. Ólafur K. Magnússon).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.