Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 23
Laugardagur 14. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 23 Frá fundi norræna ljósmæðramótsins i gær. Gunnnar Biering, barnaiæknir flytur erindi. IXSorræna R|osmæðramótið NOHRÆNA ljósmæðramótið var sett í gærmorgun kl. 10 í kennslu stofu Landspítalans. Fulltrúar á mótinu eru rúmlega 100, flest- ir frá íslandi. Mótið var sett af Valgerði Guðmundsdótt- ur, sem er formaður islenzka ljósmæðrafélagsins. Síðan var flutt bæn og því næst söng Guð- rún Tómasdóttir með undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur. Dr. Sig urður Sigurðsson, landlæknir flutti ávarp og kveðjur voru fluttar frá ljósmæðrum á hinum Norðurlöndunum. Hádegisverður var snæddur í boði borgarstjórn- ar Reykjavíkur, en fundi síðan haldið áfram kl. 3 e.h. Gunnar Biering, barnalæknir, flutti erindi á fundinum um — Slæmar horfur Framhald af bls. 1. stjórn né heldur rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Stóð fundur þeirra í gær í eina og hálfa klukkustund. Papandreou endurtók í dag fyrri ummæli sín um að konungdæmi á Grikklandi væri í hættu statt, ef Konstantín léti ekki af þessu háttalagi. Lét Papandreou í það skína að hann tnyndi athuga hvern hljómgrunn það myndi hljóta með þjóðinni ef upp risi mótmælahreyfing gegn konungdæminu og lézt ekki myndu skirrast við að þiggja að- stoð kommúnista til þess. Ekki leggja menn almennt mikinn trúnað á orðróm þennan og sagði Athanasiadis-Novas í dag að hvorki þjóðin né þingið myndi þola Papandreou að framkvæma sín „heimskulegu og glæpsam- legu áform“ og bætti því við að jafnvel þó EDA-flokkurinn styddi hann, myndi Papandreou ekki hafa á að skipa nauðsyn- legan meirihluta á þjóðþinginu. verndun tmgbarna og Hulda Jensdóttir, forstöðu'kona Fæðing- arheimilisins talaði um afslöppun og aðstoð við konur á meðgöngu- tímanum. I>á voru frjálsar um- ræður og að lokum voru umræð- — Los Angeles Framhald af bls. 1 gæta stillingar og halda heim. Sagði einn forvígismanna sam- ta'ka þeirra sem vinna að jafn- rétti blakkra borgara ’ í Banda- ríkjunum, Don Smith, að blökku- menn hefðu flestir sinnt tilmæl- um Gregorys og hætt skothríð- inni. Fyrr um daginn höfðu blökku- menn brennt til grunna áfengis- verzlun eina í borginni, gistihús og heilbrigðiseftirlitsstöð og einn ig kveikt í timburgeymslu einni mikilli. I>á réðust þeir inn í vopnaverzlanir og birgðu sig upp. Óeirðir þessar brutust út í gær, fimmtudag, er hvítur lögreglu- þjónn tók höndum blökkumann grunaðan um að hafa ekið bif- reið sinni undir áhrifum áfengis, en voru hálfu meiri og verri við- ureignar í dag. Lögreglan setti upp farartálm- anir til að stöðva aðför blökku- mannanna, en þeir óku ótrauðir bílum sínum á hvað sem fyrir varð. Lögreglan hóf þá skothríð en hræddir borgarar Los Angeles hlupu í felur hið bráðasta. Marg- ir læstu að sér, slökktu Ijósin og lásu bænirnar sínar í ofboði. Fjöldi kvenna íeitaði á náðir lög- reglunnar þyrftu þær um þvera götu að fara. Einn hvítur maður var illa leikinn í óeirðunum og er nú í sjúkrahúsi, þungt haldinn. Áður hafði verið skýrt frá því að einn maður hefði beðið bana í óeirð- unum en sú fregn reyndist ekki rétt, er betur var að gáð. Anna- samt hefur verið á sjúkrahúsum Los Angeles í dag og fjöldi manna fengið gert að sárum sín- um, flestum eftir hnífsstungur eða grjótkast. ur um þjóðfélagslega og efnalega stöðu ógiftra mæðra á Norður- löndum. Fundum norræna ljósmæðra- mótsins lýkur í dag, en mótinu verður slitið hinn 18. þ. m. — Hinn græni Framhald af bls. 1 yfirleitt verið gráir dagar í sumar, úrkoma hefur verið töluverð og fremur hráslaga- legt. Veðurskýrslur sýna, að sumarið 1965 er hið sólar- minnsta í London frá því 1880. Jóhann kvaðst hafa verið á Ítalíu fyrir þremur vikum, og hefðu þar verið óskaplegar rigningar, þrumur og elding- ar, þannig að vatn flæddi yfir allar götur. í kjölfar rigning- arinnar fylgdi haglél og var haglið svo stórt að jafnaðist á við tennisbolta, að því er blöðin sögðu. Einn af fáum stöðum á meg inlandinu, sem notið hafa sól- ar, er franska rivíeran. Þar hefur sólin verið óvenjulega heit, og þurrkar svo miklir, að elztu menn muna vart ann- að eins. Afleiðing þessa eru mestu skógareldar í sögu landsins, enda segja Frakkar um sumarið 1965, að það hafi verið „un été pourri“ (rotið sumar). Frá Normandí berast þær fréttir, að ferðamanna- straumurinn hafi minnkað um helming í sumar vegna kulda og rigninga, og í París var júlímáhuður hinn ' kaldasti, sem nokkru sinni hefur mælzt þar. í 'Ungverjalandi, Tékkó- slóvakíu og Júgóslavíu hafa Dóná og þverár hennar flætt yfir bakka sína vegna hinna stöðugu rigninga. í Skotlandi og Noregi hefur snjóað í sum- ar. — Af öllu þessu má Ijóst'vera, að sumarið 1965 mun lengi í minnum haft sem eitt hið versta og óstöðugasta í Ev- rópu á þessari öld. — Heyskaparhorfur Framhald af bls. 24. góðir og síðan. Langt var komið túnaslætti og gras orðið ágætt, og sumt farið að spretta úr sér. Horfur eru um meðalheyfeng ef tíð verður sæmilega hagstæð í égúst. Engjarnar út undir Hér- tiðsflóa með góðu grasi voru íarnar að þorna um miðjan júlí, og þá ögn heyjað. Ef þurrkar haldast svo að þorni í svonefndri Blautumýri verður heyjað þar eftir túnin, en svo er gert oftast ef tíð leyfir og fá þá ýmsir lán- aðar slægjur. Á Jökuldal eru heyskaparhorfur misjafnar. Kal- skemmdir miklar á nokkrum jörðum, t.d. á Hvanná, en bænd- ur þar fengu tún á þremur jörð- um úti í Hróarstungu og hafa náð því heyi þegar í sæti. Víða er líka graslítið fyrir þurrk. Annars staðar allgott gras. Tíðin í ágúst og fram eftir september veldur mestu um heyskapin, og of snemmt að spá um heyfeng, en þó víða; sæmilegar horfur. Sumir hafa hug á að kaupa eitthvað af heyi úr Eyjafirði. í Skriðdal 10. ágúst er ú.tlit fyrir talsvert minni heyskap en í meðalári. Ca. V\ minni. Fyrst og fremst vegna kalsins, nakkuð misjafn á bæj- um. Útlit fyrir litla háarsprettu. Úg spurði um áhuga á heykaup- um. Snæbjörn í Geitdal, sem ég ræddi við, sagði það sitt álit að betra væri að fækka nokkuð bú- stofni en kaupa hey. Á Völlum 10. ágúst er grasvöxtur í meðallagi á því landi sem ekki var kallð, en spratt seint. Mikið land ónýtt af kali, einkum á Austur-Völlum. Þar verður heyfengur mikið minni. í Skógum verður sæmi- legur heyskapur. Á Vallanesi, sem var mikið heyskaparland, er nú lélegt, og ennfremur Ketil- staða- og Eyjólfsstaðanes. Það er samhljóða álit manna, að engja- lönd gangi úr sér þegar hætt sé að nytja þau til slægna. í Eiða- þinghá var 10. ágúst enn mikið óslegið af túnum. Útlit fyrir um % minni heyfeng en í fyrra, en þó nokkuð misjafnt eftir kalinu, sem var mikið víða í hreppnum. I Fellum og Hróarstungu er á- standið misjafnt. Verður mikið minni heyfengur víða en í /neðal- ári. í _Fram-Fellum er stórum betra. í Fljótsdal var ekki kal, sem orð var á gerandi, en þar hefur þurrkur viða valdið gras- bresti, eins og alioft gerist þar. Þetta sumar mun ekki afbrigði- legya um heyfeng þar, en öðru hverju skeður. T.d. nefni ég sum- arið 1958. Öll sumurin 1955—1958 voru svo þurr í Fljótsdal, að hlíð- ar dalsins voru fölar, grænkuðu varla þau sumur. Vatnsleysi var mikið þá eins og nú er orðið á mörgum bæjum. Ég vil geta þess hér, að ég sá í Útnyrðingsstöðum á Völlum, sléttu, sem sáð var í Engmovallarfokgrasi fyrir tveim- ur árum. Gaf sl. sumar feikna- mikla uppskeru. Nú í sumar má heita að ekkert Vallarfoxgras- strá sjáist. En nú er sléttan með ágætu grasi, rauð yfir að líta af língresi, sem kom fram þegar fór að spretta í sumar. Einnig er þar nokkuð af túnvingli og sveifgrös- um. 10. ágúst var ágætt gras orð- ið á þessu stykki. Mikið hefur gróið upp úr kal- inu nú um miðsumarið, því sem borið hefur verið á eða eitthvað gert fyrir. Mikill arfi og varpa- sveipgras er víðast í kalna land- inu, og er mikið af því án nytja vegna þess að ekki hefur verið borið á það. En enn hefur sann- azt það, sem raunar flestir bænd- ur óg ræktunarmenn vita, eða ættu að vita, en það er hinn undraverði gróðurmáttur ís- lenzku moldarinnar og seigla og styrkur gróðursins. Þess vegna á aldrei að vantreysta mold okkar né gróðri. Það leit sannarlega illa út fram undir miðjan júlí, en síðan hefur orðið furðumikil Níræður Guðmundur BEZT gæti ég trúað, að hann hafi heilsað henni Veröld með bros í augum. Það var í lágum bæ vestur á Fjörðum. Síðan eru liðin 90 ár, og enu er svipur- inn broshýr og léttur. Æviskeið ið er orðið langt, og mikið hef- ur verið starfað. Það munar litlu á starfsdeginum og ævi- deginum. Eftir venju og að þörf þeirra tíma varð barnið virkur þátttakandi í lífsbaráttunni, jafn skjótt og geta þess leyfði. Fyrstu störfin voru kúasmölun að Nautabrekku — oft um klukku stundargangur um sand og mel — alla leið inn að Nauthól. Og síðan hefur ekki verið leg ið í leti eða iðjuleysi. Snemma var farið á sjóinn til þesS að sækja björg í bú. Og sjómennsk an varð löng og farkostirnir margir og margvislegir: árabát ar, skútur, vélbátar, línuveiðar- ar og togarar. En jafnframt var búið og hver stund í landi not- uð. Og enn er verið að starfi og notuð til fulls sú furðu mikla starfsorka ,sem enn er eftir. Afi minn! Þú átt margs að minnast, og ég á þér margt að þakka. Þú varst ei gamall að árum ,— ei gamall að dögum — þegar þú lagðir fyrst á bratt- ann. Aðeins 14 daga gamall fórstu frá fæðingarstaðnum — Láganúpi í Kollsvik — og flutt- ist að bernskuheimilinu — Naustabrekku á Rauðasandi. Þar varstu til ellefu ára aldurs, en fluttist þá til Dýrafjarðarþinga. Þar dvelur löngum hugur þinn, og þaðan ábt þú flestar þínar kærustu og dýrustu minningar. Þar hittust þið amma og þar unnuð þið ykkar ævistarf. — Ingjaldssandur og Dýrafjörður geyma handtökin ykkar. Árið 1947 kvödduð þið Dýra- fjörð og hélduð til nýlendunnar í Kópavogi. Þar áttum við heima í 4 ár, en fluttumst þá til Reykja víkur. Og þar hefur þú síðan átt heima. En þú áttir einnig annað heimili um langan tíma. Fyrir 15 árum fórstu til sum ardvalar upp í Borgarfjörð. En sumrin urðu fleiri en eitt. Þú varst þar í 7 sumur. Helgavatn og Guðnabakki eignuðust marga daga úr lífi þínu og mikið rúm í huga þínum. Árið 1957 fluttíst þú að Hrafn istu. Manstu eftir ferðinni frá Guðnabakka til Reykjavíkur á Sjómannadaginn 1957? Þá festist bíllinn okkar hjá Skorradals- vatni. En þú náðir þó farsællega til Hrafnistu — og ert þar enn. Níutíu ár eru mikið lífshlaup, einkum hin síðustu. Á þeim hef ur myndast nýr heimur á ís- landi. Þú ert einn af þeim mörgu, sem hafa byggt hann. Við, sem erfum þennan heim, eigum ykkur mikla skuld að gjalda. Og enn ert þú að starfa — oftast með bros á vör. Bjarni K. Skarphéðinsson. Guðmundur dvelur í dag á heimili sonar síns Magnúsar, Breiðási 3, Garðahreppi. NÍRÆÐUR er í dag Guðmundur Bjarnason, sjómaður, Hrafnistu. Guðmundur er fæddur 14. ágúst 1875 að Láganúpi í Kollsvík í dag; Bjarnason vestra. Foreldrar hans voru hjón in Bjarni Jónsson og Þórunn Bjarnadóttir, búsett þar. Guð- mundur missti foreldra sína barn að aldri og ólst hann upp hjá vandalausum. í æsku sinni bjó Guðmundur við erfið lífs- kjör eins og svo margir aðrir á þeim tíma. Má segja, að seigur hafi verið í honum þráðurinn eins ern og hann ennþá er. Mér er ekki kunnug æska bg uppvöxtur Guðmundar, en sjó- inn stundaði hann um 40 ára skeið. Eg kynntist Guðmundi fyrst fyrir hálfum öðrum áratug, en þá lágu leiðir okkar saman í Borgarfirði. Tíðast er ,að áttræðir menn séu búnir að vinna sinn vinnu- dag, og þykir mörgum nóg um. Þessu er ekki svo farið með Guð mund Bjarnason. Veit ég ekki til, að honum hafi fallið verk úr hendi einn einasta dag, ef hann hefur sjálfur ráðið. Heilsa Guðmundar hefur ver- ið furðu góð fram á þennan dag, þótt tvisvar eða þrisvar á síðari árið hafi hann verið allþungt haldinn um tíma, en náði sér fljótt aftur. Fyrrum voru heimilin saman sett af einstaklingum á öllum aldri. Nú er þetta því miður breytt. Eg tel það þvi gæfu mína og minna að hafa notið samvista Guðmundar í nokkur ár að sumri og vetri. Skammdegið styttist og sumar ið lengdist þar sem hann var. Lund Guðmundar er létt en geð ið mikið. Alvaran er viðstödd, en brosið og gamansemin lætur meira á sér bera. Það lengir lífið. Kona Guðmundar var Karó- lína1 Friðriksdótir. Hún er lát- in fyrir allmörgum árum. Eign- uðust þau fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi. Börnin voru: ,Bjarni og Kristján, sem báðir létust á bezta aldri; Magnús, bryti á Hrafnistu; Vilborg og Ingveldur, búsettar í Reykjavík. Ég leyfi mér að lokum að þakka Guðmundi fyrir allar hin- ar ánægjulegu samverustundir okkar, og þau góðu áhrif, sem hann hefur haft á allt og alla með návist sinni. Vona ég að hann fái notið góðrar elli fram- vegis. Kjartan Jónsson. breyting. Nú um þessar mundir eru hágróindi eystra og er það mjög mikið seinna en venjulega. En það orsakar líka að lengur má afla heyja ef tíð leyfir. Og það gefur vonir um væna dilka og vænt fé í haust. Kýr hafa mjólkað óvenju vel af úthaga til þessa, þrátt fyrir litla sprettu eða ef til vill vegna þess, en það seg- ir nokkuð um gildi gróðursins. Ég vil láta það koma fram hér að útbreidd er sú skoðun bænda eystra, að Kjarninn eigi sína sök á kalinu. Margir segja að þeir hafi óskað að fá Kalksaltpétur eða kalkammon, en ékki gétað fengið. Þetta má ekki ske oftar. Þeir verða að fá þá áburðarteg- und sem þeir óska. Það er frá- leitt að ætla að ráða fyrir þá með öllu um áburðartegundir. Við skulum láta reynslu þeirra -skera úr um réttmæti skoðana þeirra, hvort sem hún er með öllu rétt eða röng að verulegu leyti. Mest- ar líkur eru á að skipting frá Kjarna til kalksaltpéturs muni í mörgum tilfellum hafa mjög hag- stæð áhrif á sprettuna. Misrnun- andi þó eftir jarðvegstegundum og jafnveþsveitum. Að lokum vil ég segja: Útlitið nú er ólíkt betra en það var um miðjan júlí, en þó verður ekki til fulls um þetta sagt fyrr en í lok heyskapar, eða a.m.k. í lok ágúst. En samt sem áður á sem.fyrst að leita eftir hjá bændum, eystra, hve mikið hey þeir vilja kaupa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.