Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 11
Laugardagur 14. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 11 hann og þegar hafizt var handa, voru allir hluthafarnir fátækir, nema pabbi. Þó hafði hann ekki meira handbært fé en svo, að í harðbakka sló, þegar að seinustu afborgun- inni kom. Þá munaði minnstu að Hkaböng getuleysisins hringdi yfir moldum þessa nýstofnaða útgerðarfélags. En Iþað lifði — skrimti með ein- hverjum hætti eins og löngum hefur loðað við íslenzk fyrir- tæki. Landsbankinn gat ekki Jánað meira, svo pabbi fór til eriendra viðskiptamanna sinna og fékk þar þá peninga, sem á vantaði. Þetta leiddi hann BÍðar inn í Milljónafélagið, eins og lesa má um í ævisögu hans. Þó pabbi hafi ekki haft mik- ið af reiðu fé, átti hann mikl- ar eignir og hafði mjög góðar tekjur. Ég skal segja þér litla «ögu af því, hvernig á þessi auðævi hans var litið: Við Ólafur áttum að verða etúdentar 1911, en féllum báð- ir, ég á skriftinni“ — Kjartan hugsar sig um — „bíddu ann- ars, við fórum úr skóla í miðj- um fjórða bekk og töldum pabba trú um að við ætluðum að hlaupa yfir bekk — en það varð víst lítið úr lestri, því okkur þótti báðum gaman að lifa þegar við vorum orðflir „frjálsir menn“ — það verður vist að segja hverja sögu eins og hún gengur, þó ekki sé þetta beinlínis það rétta að- hald fyrir barnabörnin. En eem sagt: svo kom að skulda- dögunum, alltaf kemur að þeim. Það var ákveðið að við tækjum stúdentspróf næsta ár. eða 1912 Og við það stóð- iim við báðir. Eftir stúdents- prófið fórum við til Kaup- mannahafnar, og kom þá í minn hlut að fara á undan Ólafi. Ég fór með skilríki mín til háskólans að fá viðurkenn- ingu fyrir Garðsstyrk, en þá var mér tjáð að faðir okkar hefði svo miklar tekjur. væri blátt áfram svo ríkur, að við gætum ekki fengið Garðs- styrk. Ég sagði þeim þá að mér hefði verið tjáð — og það af vísum mönnum heima — að íslendingar hefðu forgangs rétt að Garðsstyrk, án tillits til efnahags; ennfremur að ég hefði alls ekki komið til Kaup mannahafnar, ef ég hefði ekki verið viss í minni sök. Mér var sýnd mikil kurteisi, eins og Dana er siður, og þeir Bögðu mér, að málið yrði tek- ið fyrir aftur. Það varð til þess að ég fór ekki heim fyrr en um vorið. En þá rættist líka úr. I maímánuði fékk ég tilkynningu um að mitt sjón- armið væri viðurkennt, og við fengum 500 króna styrk, þ.e. 70 krónur danskar á mánuði. Það var auðvitað afskaplega merkilegt augnablik í lifi okk ar, þegar tilkynningin kom ura Garðsstýrkinn. Og hver mundi ekki hafa slegið upp veizlu I tilefni þeirrar stóru Btundar? En auraráðin voru ekki mikil — og ekki um ann- að að gera en senda einn stúd- entanna, sem var ,,expert“ í l'ánakontórum með úrin okkar og reyna að fá sem mest fyrir þau. Ferð hans bar árangur og við fengum okkur smurt brauð og snaps, og áttum sam an skemmtilegt kvöld. En ekki var laust við að okkur Óiafi brygði í brún, þegar við vöknuðum daginn eftir. Ein-^ hver óþægilegur kvíði læddist inn í brjóstið, hvað var þetta? Við marglásum fréttina. Hún birtist i Ekstrablaðinu — og var þess éínis, að dönsk yngis- mær hefði rænt 500 krónum af isienzkum stúdent. Lítið hafði nú lagzt fyrir kappann þann, norrænan víking í þokkabót! En nú var það náttúrlega gef- ið að enginn íslenzkur stúdent réð yfir slíkri fúlgu, ekki held ur við Ólafur. En fiskisagan flýgur, góði minn, og ekki var dagurinn á enda runninn, þeg ar við Ólafur höfðum verið margbendlaðir við fréttina, annar hvor eða báðir. En ferð in á lánakontórinn bjargaði okkur, við höfðum algert alibí. Seinna kom í ljós, að íslend- ingurinn var ekki stúdent, ég þori ekki að segja meira. Við vorum aldrei látnir vaða í peningum i foreldrahúsum, þess var stranglega gætt. Þeg- ar við vorum í Danmörku sá viðskiptafirma pábba þar í borg, A.T. Möller, um fjárhag okkar. En við tókum aldrei út meiri peninga en sem svaraði rúmlega Garðsstyrknum. Við bjuggum á ýmsum stöðum í Kaupmannahöfn þennan vet- ur, t. d. hjá grænmetisheild- sala einum. Þar höfðum við ágætt herbergi og fæði, og lék allt í lyndi. Það var ekki fyrr en við komum heim, að pabbi sýndi okkur bréf frá þessum góða manni, þar sem hann hælir okkur Ólafi á hvert reipi, en segir aftur á móti að félagar okkar séu dálítið annarrar tegundar: m.a. hafi þeir brotið fyrir sér húsgögn, að verðmæti 500 krónur. Þetta var ágæt sálfræði hjá karlin- um — að gefa í skyn að við værum betri en hinir strák- arnir, sem auðvitað átti ekki við rök að styðjast. Enginn okkar hafði brotið neitt á hans heimili, þar fór allt fram með friði og spekt, þó stund- um væri setið fram eftir. Pabbi hafði borgað reikning- inn án þess að ráðfæra sig við okkur. Það sýnir hvernig hann var. Hann vildi ekki særa okk ur. Vel mátti hann vita, hvern ig stundum gat farið fyrir hús gögnunum í lestrarsalnum á Fríkirkjuvegi 11. Þar var oft fjörugt og þar höfðu brotnað stólar. En þegar pabbi sýndi okkur bréfið, gátum við full- vissað hann um að grósserinn hefði ekki misst svo mikið sem eina flís úr borðstól af okkar völdum. Pabbi lét mál- ið samt kyrrt liggja. Og gladdist raunar yfir sakleysi okkar." Við Kjartan Thors fikruðum okkur nú lengra aftur í tím- ann. Þó Thor Jensen hafi oft verið auðugur maður, mátti hann og hans fólk muna tvenna tima. Kjartan segist þó aldrei muna fátækt á heim ilinu. Við höfðum alltaf nóg að bíta og brenna, sagði hann, og ekki skorti fatnað. „En ég sé í ævisögu föður míns, að það hefur verið tals- vert þröngt í búi þann tíma sem við bjuggum í Hafnar- firði. Þá hefur hann lengst af verið atvinnulaus. Ég minnist þó eins atviks sem mér finnst ekki beinlínis benda til þess að hungursneyð hafi ríkt á heimilinu: Foreldrar mínir höfðu bæði tröllatrú á íslenzku smjöri, en Ólafur, sem þá var smástrák- ur, vildi hvorki sjá smjör né heyra, hann vildi bara flot. En sennilega hafa þau staðið í þeirri meiningu, að flotátið mundi ekki hafa góð áhrif á heilbrigði drengsins. Þá tálg- aði faðir minn smábát, lista- vel gerðan, úr flotholti eða flá, eins og það var kallað. Síðan var bátsskelin, eða Flot- báturinn eins og hann var skírður, fyllt með smjöri — og þá féll ólafur fyrir freist- ingunni. Eftir það voru engin vandkvæði á að koma smjör- inu í hann; harin dafnaði vel og varð stór og sterkur, eins og ailir vita“. (Framhald á mörgun) M. Sjötugur í dag: Ólafur ÓEafsson, ÓLAFUR Ólafsson, kristniboði, er sjötugur í dag. Harm er af borgfirzkum ættum, fæddur í Desey í Norðurárdal 14. ágúst 1895. Hann ólst upp í fæðingar- héraði sínu og á þar djúpar ræt- ur. Oft hefur hann sagt minn- ingar frá bernskuárum og kom þá fram sú sterka trúhneigð, sem í honum bjó frá bernsku. Á hríf- andi hátt hefur hann sagt frá, hve hann gat í smalaferðum og einveru borgfirzkrar náttúru orð- ið gagntekinn af þrá eftir Guði, skapara sínum. Stundum fann hann til nálægðar hans og þráði þá að vegsama hann og þakka honum, en á stundum hrópaði hann einmana til þess Guðs, sem hjarta hans þráði. Á æskuárum veittist honum sú heill að finna hjarta sínu hvíld í samfélagi við Drottin' sinn og leggja inn á þá braut, sem gerði hann að frum- herja íslenzkra kristniboða, er störfuðu í þjónustu íslenzks kristniboðs og unnið hafa að því að vekja það og efla. í æsku var Ólafur eitt sinn á Hvítasunnu við guðsþjónustu hjá síra Tryggva Þórhallssyni. Með- an á gpðsþjónustunni stóð, fékk Ólafur kall til fylgdar við Krist og varð jafnframt gagntekinn þeirri vissu, að hann ætti að fara og gerast kristniboði meðal heið- irigja. Þetta var þeim mun ein- kennilegra þar eð hann hafði engin kynni af kristniboði, vissi raunverulega ekki, hvað það væri eða hvers væri krafizt af þeim, sem það verk vildu vinna. Köllunina til þess starfs hafði hann samt fengið og má segja, að með því hefjist nýr þáttur í íslenzkri kristnisögu. Hátt í tveggja áratuga skeið var Ólafur eini íslenzki kristniboðinn, sem kristniboðsáhuginn safnaðist um. Leiðin lá fyrst til Reykjavík- ur til þess að leita ráða hjá þeim, sem von væri helzt um, að þekktu eitthvað til þessara mála. Dyrnar lukust samt ekki upp fyrir unga piltinum, fyrr en hann komst í kynni við norskt kristni- líf. Á Siglufirði kynntist hann starfi „Norska sjómannaheimilis ins“, sem sjómannatrúboðið norska hefur starfrækt þar um hálfrar aldar skeið. Ólafur sótti þar samkomur og naut mikillar blessunar, en mest um vert varð iþó, að þar komst hann í kynni við norskan skipstjóra, Harald Slottsvik, sem Ólafur æ síðan hefur talið einn sinn mesta vel- gjörðarmann. Varð það úr, að Ólafur fór með honum til Noregs haustið 1915. Með aðstoð þessa velgjörðarmanns síns hóf hann nám í kristilegum æskulýðsskóla og síðar við „Kristniboðsskólann Fjellhaug" í Osló. Norska Kína- trúboðssambandið átti þann skóla og undirbjó þar kristniboða til starfs í Kína, en þar.hafði fé- lagið mikið kristniboðsstarf. Að loknu námi í Osló hélt Ólafur til framhaldsnáms í Ameriku. Síðan lá leiðin til Kína, þar sem hann starfaði á starfssvæði Norska Kínatrúboðs sambandsins. Frk. Ólafía Jóhanns dóttir hafði kynnzt Ólafi í Osló og ritaði vinum sínum hér heima um hann. Hvatti hún þá til þess að taka hann að sér og styðja hann til kristniboðsstarfsins, eft ir því sem tök væru á. Eftir að Ólafur hafði hafið störf í Kína árið 1921, tóku að berast fréttabréf frá kristniboð- anum til fámennra hópa kristni- boðsvina hér heima, og til al- mennings. Kveiktu bréf þessa unga kristniboða bæði áhuga og kærleika til starfsins í Kína, og var nú tekið að safna fé til stuðn ings starfinu þar. Árið 1927 kom ólafur heim til íslands í hvíldarleyfi, ásamt konu sinni, frú Herborgu, norsk um kventrúboða, sem hanri hafði kvænzt í Kina. Ferðaðist Ólafur um iandið, hélt samkomur og sagði frá starfinu. Talaði hann máli kristniboðsins með áhuga og eldmóði þess manns, sem helg að hafði því líf sitt og krafta í fórnfúsu ævistarfi. Urðu sýnileg áhrif af starfi hans hér heima, m.a. þau, að kristniboðsfélög og flokkar voru stofnuð. Má þar á meðal nefna „Kristniboðsfélag kvenna“ á Akureyri, sem æ síð- an hefur verið kristniboðinu styrk stoð. Annar sýnilegur ár- angur af starfi Ólafs kristniboða hér heima þá var, að árið 1929, eftir að þau hjón voru aftur kom in til Kína, var stofnað Samband ísl. kristniboðsfélaga, og var einn megintilgangur þess í upphafi að safna fé til stuðnings starfi þeirra hjóna. Árið 1938 komu þau annað sinni í hvíldarleyfi og þá ásamt börnum sínum fimm. Dvölin heima varð samt lengri en ætlað var. Styrjöldin milli Japana og Kína var hafin, og ári síðar hófst heimsstyrjöldin síðari. Þau hjón in komust því ekki til Kína að hvíldarleyfinu loknu. Er styrjöld inni lauk, náðu kommúnistar völdum í Kína og lokuðu land- inu fyrir öllu kristniboði. Lauk þar með 14 ára starfi þeirra hjóna í Kína, en þar hafði Ólaf- ur unnið af brennandi áhuga margháttuð kristniboðsstörf. — Munu fréttabréf kristniboðans, svo og bók hans „14 ár í Kína“ verða góð heimild um það starf. Síðan ólafur kom heim síð- ara sinni, má segja að hann hafi látlaust ferðazt um landið, haldið samkomur, sagt frá kristniboði, frætt og hvatt. Hann hefur skrifað ótal greinar, rit og nokkrar bækur. Má þar helzt telja „Kristniboð í Kína“, „14 ár í Kína“, „Frækorn” og „Kynnis- för til Konsó“. „Svipmyndir frá Konsó I. og 11“ o.fl. Þessu starfi hefur hann haldið áfram allt til þessa, þótt hann hafi ekki get- að ferðazt síðastliðin tvö ár, sök um hjartasjúkdóms, sem hann hefur átt við að stríða. Af sömu orsökum varð hann að taka sér hvíld frá prédikunarstörfum frá því í júlí í fyrra og fram á síð- astliðið vor. Hlýtur það að hafa verið mikil raun jafn síkvikum áhugamanni og Ólafur er. Hann sér látlaust ný og aðkallandi verk efni, hvert sem hann lítur og vill þegar í stað hefjast handa að vinna þau. Þótt Ólafur ólafsson sé fyrst og fremst kunnur sem Ólafur kristniboði, og frumherji og aðal baráttumaður þeirrar hreyfingar hér, hefur hann víða fórnað tíma og kröftum í kristilegu starfi. Hann var einn af stofnendum og" aðalstarfsmaður Biblíufélagsins Gideon hér á landi. Um margra ára skeið hefur hann átt sæti í stjórn Elliheimilisins Grundar. Var sóknarnefiviarmaður í Dóm kirkjusöfnuðinum um nokkur ár. Þá hefur hann og lengi átt sæti í stjórri „Hins ísl. Biblíufélags" og borið hag þess mjög fyrir brjósti. Bera erindi og margar greinar um málefni félagsins þess ljósan vott. Eins og áður getur er Ólafur kvæntur konu af norskum ætt- um, mikilli ágætiskonu, sem dyggilega hefur staðið við hlið manns síns, bæði á heimili og í starfi hans í Kíná og hér heima. Nýtur hún mikillar virðingar og kærleika allra, sem henni hafa kynnzt. Tveir synir þeirra hafa fetáð í fótspor foreldranna og gerzt kristniboðar. Eru það þeir Jóhannes Ólafsson, kristniboðs- læknir, og Haraldur, er starfar að kristniboði í S-Eþíópíu. Mun hann taka við íslenzku kristni- boðsstöðinni í Konsó, er kristni- boðarnir þar fara í hvíldarleyfi heim næsta vor. Tvær dætur þeirra frú Herborgar og Ólafs Ólafssonar eru giftar hér í bæ, en sú þriðja er í foreldrahúsum og leggur dyggilega höndina á plóginn í kristilegu starfi, eftir því sem hún frekast getur. Fjölmargir vinir og samstarfs- menn Ólafs kristniboða og konu hans hugsa með hlýhug til þeirra á þessum degi og færa honum þakkir fyrir að hann gerðist ekki óhlýðinn hinni himnesku köllun, sem hann fékk. Það hefur borið dýrmætan ávöxt í íslenzku kristnilífi. ólafs mun ætíð verða minnzt sem fyrsta íslenzka kristniboðans, sem íslendingar styrktu til starfs úti á meðal heiðingjanna, brautryðjanda sem með áhuga sínum og alúðlegri framkomu opnaði málefninu margar dyr. Samstarfsmenn hans í kristni boðsfélögunum og K.F.U.M. þakka störfin og biðja honum og heimili hans ríkulegrar blessun- ar þess Guðs, sem kallaði hann til ávaxtaríks ævistarfs í ríki sínu. Bjarni Eyjólfssoni. ÓLAFUR Ólafsson var á æsku- skeiði, er hann var kallaður til starfs í víngarði Drottins. Eflaust hafa þá í hjatra hans búið þessi orð: „Ég kann ekki að tala, því að ég er enn svo ungur.“ En þá náði hvatningin til hans: „Þú skalt fara til allra, sem ég sendi þig til, og tala allt það, er ég býð þér“. Þessu hlýddi Ólafur. Hann var kallaður og sendur. Fór hann til fjarlægrar heimsálfu og varð þar mörgum til blessunar. Það má með sanni segja, að hér er sá maður, sem er ekki hálf volgur í áhuganum, en brenn- andi í andanum. Þannig hefir hann starfað í Kína, og þannig hefir hann haldið áfram hér heima. Á þessum afmælisdegi hans hugsa ég með gleði um góðan ættjarðarsor. og trúan starfsmann kristilegrar kirkju. Frá æskudögum til þessa dags hefir hann flutt mönnum hið heilaga orð. Ég hlustaði á hann fyrir fáum dögum mér til mik- illar gleði. Þar var sami kraft- urinn og sannfæringin. Ólafur er boðberi orðsins með lofgjörð í hjarta. Af gnægð hjartans mæl- ir munnurinn. Stöðugt aflar Ólafur sér fróð- leiks og þekkingar. Hann leitar og finnur. En hann vill láta aðra njóta góðs af, og því er hann ekki aðeins fróður, heldur einn- ig fræðandi, enda er hann rit- fær í bezta lagi. Hann hlýðir því orði, er segir: „Fræðið og áminn- ið.“ Af þessu stjórnast ræður hans og ritstörf. Þegar ég hugsa um starf þessa vinar míns, eru þessi orð í huga mínum: „Sérhver fræðimaður, sem er orðinn lærisveinn himna- ríkis, er líkur húsráðanda, sem ber fram nýtt og gamalt úr fjár- sjóði sínum.“ Þessi er starfsemi og starfsað- ferð Ólafs. Víða kemur hann við. Auðvitað er lm0ur hans bund- inn við starfið í Konsó, en jafn- framt er hann sívakandi hér heima. Með ítarlegri þekkingu starfar hann í Biblíufélaginu, og öflugur liðsmaður er hann í Gíde on-félaginu, þar sem unnið er að útbreiðslu biblíunnar. Hve marg- ar eru bækurnar, sem hann hefir afhent mörgum skólum? Ég veit um þakkláta kennara og nem- endur, sem hafa fagnað heim- sókn Ólafs, er hann flutti æsku- lýðnum heilagar gjafir. Ólafur er vinur æskunnar. En skýldi hann gléyma hinum öldr- uðu? Hvað segir gamla fólkið í ElHheimilinu? Hve mörg orð Framhald á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.