Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 15
Laugardagur 14. ágúst 1965 MORúUNBLAÐIÐ 15 Sigríður Rebekka Jónsdóttir í DAG, 14. ágúst, verður jarð- sett frá Frí'kirkjunni í Reykjavík, frú Sigríður R. Jónsdóttir, Víði- mel 40 hér í bor^ Hún andaðist í Borgarspítalanum 5. þ.m., þá nýlega orðin 65 ára. Sigríður Rebekka, eins og hún hét fullu nafni, var fædd 23. júlí árið 1900, að Fögrueyri við Fá- skrúðsfjörð. Foreldrar hennar voru merkishjónin Jón Bjarna- son og Þórunn Bjarnadóttir. Jón var ættaður frá Dölum í Fá- skrúðsfirði, og voru þeir syst- kinasynir hann og Jón Ólafsson skáld. Þórunn móðir Sigríðar var frú Núpi á Berufjarðar- strönd, og var hún náskyld Jóni föður Ríkarðar, hins alkunna og fjölhæfa listamanns, og þeirra systkina. Bæði voru hjónin kom- in af þekktum ættum á Austur- landi og víðar, mesta myndar- og dugnaðarfólki, og mjög list- fengu. Þau Jón og Þórunn bjuggu á Fögrueyri, þar sem sjór var sóttur af kappi, og þótti Jón bæði heppinn formaður og fengsæll. Nokkurn landbúskap höfðu þau líka, eins og venja var á þeim árum. Það studdi hvað annað, og bætti afkomuna. Árið 1903 fluttust þau svo til Reykjavíkur, þar sem Jón vann að ýmsum störfum, ýmist á sjó eða landi, það mátti segja að allt léki í höndum hans, hvaða starf sem var. Sigríður ólst upp með foreldr- um sínum og systrum, en þær voru fjórar, allar prýðilega vel gefnar og heimilisbragur allur til fyrirmyndar. Ríkarður Jónsson listamaður segir í grein er hann skrifaði þegar Þórunn móðir Sigríðar varð 100 ára gömul, að hjá þeim hjónum, Þórunni og Jóni, hafi ávalit verið opinn ókeypis veit- ingastaður, og athvarf, ekki sízt fyrir Austfirðinga er ekki áttu alltaf í mörg hús að venda, er þeir voru á ferð hér í bænum. f þessu umhverfi ólst Sigríður upy, við nám og starf. Sigríður giftist 7. des. 1929, Jóni G. Jónssyni, nú skrifstofu- manni, frá Mjóafirði. Hún bjó manni sínum gott og hlýlegt heimili, þangað var gott að koma, þar leið öllum vel í návist hennar. Við hjónin áttum þar marga ánægjustund. Þau kunnu vel gestum að fagna. Sigríður var ákaflega listhneigð, enda bar heimili þeirra vott um það, með mikilli smekkvísi. Hjónaband þeirra og sambúð var eins og bezt verður á kosið. Þau eiga einn kjörson, Valtýr að nafni, sem giftur er Kristlaugu Gunnlaugsdóttir, og búa þau einnig á Víðimel 40, og eiga þau fjóra unga drengi er oft komu til ömrnu sinnar, enda hafði hún mikla og óblandna ánægju af „heimsókn“ þeirra. Sigríður hafði mikla samúð með öllum sem áttu við veikindi eða erfiðleika að stríða. Öll fram koma hennar mótaðist af góð- vild og hlýju, það leið öllum svo vel í návist hennar. Frá henni fóru menn með bjartari vonir og trú á lífið. Sigríður var búin að eiga við mikil og langvarandi veikindi að stríða, hún lá rúmföst heima í sex vikur, og svo í Borgarspítal- anum í 10 daga. Allt sem í mannlegu výildi Btóð var gert til þess að lina þjáningar hennar. Hún bar þrautir sínar vel, enda mikil trú- kona, en trúin á mátt þess góða fleytir mörgum yfir erfiðustu stundir lífsins, og trúin gaf henni styrk til hinztu stundar. Á slíkum stundum finnum við hvað við getum lítið og erum hjálparvana. Og nú er Sigríður horfin sjón- um okkar, yfir móðuna miklu, en minningin um hana lifir, hún er svo ljúf og góð. Að leiðarlokum er margs að minnast og margt að þakka, „að fæðast og deyja, það er lífsins saga.“ Við hjónin þökkum henni vin- áttu og tryggð, hún var einlæg og sönn. Og nú er hún kvödd hinztu kveðju af vandamönnum og vinum, sem þakka allt sem hún hefir fyrir þá gert. Innilegar samúðarkveðjur til hennar nánustu. Blessuð sé minning hennar. Jón I. Jónsson. VAR fædd 23. júlá árið 1900 á Fögrueyri við Fáskrúðsfjörð. Foreldrar hennar voru þau Þórunn Bjarnadóttir frá Núpi á Berufjarðarströnd og Jón Bjarna son frá Dölum í Fáskrúðsfirði bæði hin mestu heiðurshjón. Sigríður Rebekka fluttisit með foreldrum sínum áríð 1903 til Reykjavikur. Hún giftist 7. des. 1929. Jóni G. Jónssyni gjaldkera hjá „Happdrætti Háskólans“, þeim hjónum varð ekki bama auðið en kjörsonur þeirra er Valtýr skrifstofumaður. Sigríður var búin að þjást um 12 ára skeið af liðagigt og andaðist hún hinn 5. þ.m. af afleiðingum þeirrar veiki. Þórunn Bjarnadótt ir móðir Sigríðar lézt 1962, frí- lega hundrað og eins árs gömul. iSigrfðru Rebekka var ásjáleg kona höfðinigleg og prúðmann- deg oig frábærflega kurteis í öilu fasi. Fuill mannúðar og hjálp- semi, hvar sem hún gat komið því við. Enda var bún af hinni svoköiLuðu Núpsætt sem áður var kennd við Kelduskóga á Berufjarðarströnd. En obbanum af því fólki er ásköpuð vel- vild og hjálpsemi, eða með ö'ðr- um orðum eins og heimurinn verður alllur þegar hann er kom- inn á mun hærra og þroskaðra menningarstig en nú vill verða. Móðir Þórunnar Bjarnadóttur var Málfríður Jónsdóttir frá NúpshjáEeigu systir Jóns í Borg argarði við Djúpavog Ásdiísar í Stakkagerði í Vestmannaeyjum, ömmu Ásdásar Johnsen og Elísa- betar sem köl‘Luð var Lisibet, föðurömmu minnar á Núpi á Berufj ar'ðarströnd. Á bundrað ára afmæli Þórunn- ar Bjarnadóttur frá Núpi, er svo skrifað í einu dagblaðanna hér. Það mátti segja að hjá þeim hjónum Þórunni og Jóni Bjarna- syni væri öruggt athvarf og ó- keypis veitingahús ekki síst fyrir Austfirðinga sem ekki áttu í mörg hús að venda. Geta má þó nærri að ekki hefur ailltaf verið mikiiu af að miá þar sem treysta skal á handafl eins einasta manns. Um Jón í Borgargarði sagði Einar Þórarinsson á Núpi, orð- hagur maður mjög,. svohljóðandi setningu: „Ja, hann Jón í Borg- argarði, sá blessaði maður sem öllum vildi hjálpa og viðbjarga, hvar sem hann kom, Og öllu gat bjargað hvar sem hann kom, J dauðu og lifandi, já dauðu og lifandi, hvar sem hann kom.“ 1 þessari upptalningu ber þó ekki sízt að nefna Asdísi Johnsen í Vestmannaeyjum og Lísibetu á Núpi, ömmusystur hennar, sem einnig var stórgjöful kona, og hafði þó ekki af miklu að má frá 18 börnum. Og sama segir Sigfús Johnsen f.v. bæjarfógeti um Ásdisi frá Núpi, sem giftist til Vestmanna- eyja og reyndist frábær kona að öllu leyti. Ég hef nú minnst hér dálítið á ættingja Sigríðar Rebekku Jónsdóttur, sem nú er fallin frá. Og má segja að innræti hennar hafi ekki verið ólíkt frændfólk- inu og að eplið hafi ekki fallið langt frá eikinni. Enda var heim ili þeirra Sigríðar Rebekku og Jóns G. Jónssonar orðlagt fyrir gestrisni, umhyggju Og alúðar- fulla hjálpsemi. Mikill söknuður fylgir fráfalH slíkrar konu sem Sigríðar, seia nú er kvödd með þökk og virð- ingu, bæði aðstandenda og fjöld* annarra. Ríkarður Jónsson. Herraföt frá 1500 kr. — peysur — 220 — — vesti — 295 — — skyrtur — 150 — — náttföt — 175 — — sokkar — 35 — — molskinnsblússur frá kr. 990.— Ullarteppi frá 100 kr. BÚTASALA Terylene bútar Flauels bútar Strigaefnisbútar Silkibútar <*'*••••••••••••••••••••••••••• Drengjaföt frá 800 kr. — buxur — 195 — — peysur — 150 — — skyrtur — 150 — Kvenblússur — 100 — og margt fleira AGUST Hefst U manudaj XJTI VORN GEGN VEflRUN VERND GEGN SLA&A HVERS VEGHA Ibúðarhðs hér ð londi eru yfirleitt byggð úr steinsteypu eða öðru álíka opnu efni og upphituð flesta tíma ársins. Stofuhitinn er því hœrri en i loftinu úti og getur borið mikiu meiri raka f forml vatnsgufu en útiloftið. Þetta rakahlaðna. lóft leitar á úf- veggi hússins, og ef ekki er séð fyrir sérstöku, valnsgufu- heldu lagi innan á útvegg]- unum, kemst rakinn úr stof- unum inn I veggina og þétt- ist þar eða f einangrun þeirra. Spred Satin hindrar að raki komist f útveggina innan frá. Utanhússmálning þarf að geta hieypt taka úr múrnum ót t gegnum sig, enda þótt hún þurfi einnig að vera vatns- og veðurheld. Úti Spred hefur þessa eigin- loika framar öðrum málning- artegundum, og er framleitt sérstaklega fyrir fslenzka staðhœíti og veðráttu. MALNING HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.