Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. Sgúst 1965
CEORCETTE HEYER
FRIÐSPILLIRINN
Hún sneri til armbandinu á
únliðnum á sér. — Ég veit, að
þér hættir til að sýna imgfrú
Stanton-Lacy umburðarlyndi, en
ég held samt, að þú hljófir að
viðurkenna, að áhrif hennar hér
í húsinu hafa ekki verið sem
heppilegust, að ýmsu leyti. Eí
hún hefði ekki ýtt undir, held
ég, að Cecilia hefði aldrei farið
að haga sér eins og hún hefur
gert ....
— Það er ég nú ekki viss um.
En þú hefðir nú' aldrei farið að
tala um óholl áhrif hennar, eí
þú hefðir séð hana hjúkra henni
Amabel, og hjálpa bæði mömmu
og Ceciliu í þeirra raunum. En
ég mun að minnsta kosti aidrei
gleyma því.
— Það vill sjálfsagt enginn
láta þig gera það. Það er gleði-
legt að geta hrósað afdráttar-
laust framkomu hennar í þeirri
raun.
— Ég á það líka henni að
þakka, að samkomulagið milli
okkar Huberts er orðið eins gott
og það er nú. Þar hefur hún
ekkert gert nema gott eitt.
— Nú, jæja, um það efni höf-
um við nú alltaf verið sitt á
hvorri skoðun, er það ekki?
sagði hún vingjarnlega. — En
mig langar bara ekkert til að
fara að þrátta við þig um bað.
Ég vona bara, að Huöert haldi
áfram að vera skikkanlegur!
— Já, það er hann i næsta
máta og kannskl jafnvel um of,
því upp á hverju heldurðu, að
strákbjáninn finni nema fara
að lesa í sumarleyfinu, það, sem
hann segist hafa dregizt aítur
úr með í vetur í Oxford? Hann
hló snögglega. — Ef hann verð-
ur ekki þunglyndur af allri þess
ari dyggð, neyðist ég líklega til
að halda, að hann hafi komið sér
í einhver vandræði aftur!
— Ég er hrædd um, að þétta
sé rétt hjá þér, samþykkti hún
með alvörusvip. — Hann er svo
óstöðugur í rásinni, að þú hlýt-
ur að hafa áhyggjur af því.
Hann starði á hana með tor-
tryggnisvip, en áður en hann
gæti nokkru svarað hafði Dass-
ett vísað Bromford lávarði inn
í stofuna. Hann brá strax við
til að heilsa gestinum, og það
innilegar en hann var vanur,
en sagði: — Ég er hræddur um,
að þú hittir illa á — frænka
min er farin út að aka!
— Já, það var mér sagt við
dyrnar. — Komið þér sæla>' ung
frú!
......En mér fannst v'ðeigandi
að líta hérna upp samt og óska
ykkur til hamingju með bata
systur þinnar. Ég hef hitt ykkar
ágæta lækni og hann iullvissar
mig um, að ekki se nein smit-
hætta lengur.
Varirnar á hr. Riveuhall kipr-
uðust eins og hann ætiaði að
fara að svara einhverji'm ónot-
um, en ungfrú Wraxion var fljót
að grípa fram í: — Hafið þér
verið veikur, Bromford lávarð-
ur? Það var leitt að neyra! En
vonandi ekki neitt aivanegt.
— Nei, það hélt læknirinn
ekki. Hann segir, að það séu ýms
ar pestir að ganga nu, og með
mesta móti .... þetta óhagstæða
veður, skiljið þér, sem getur vald
ið hálsilltu, en við henni er mér
sérstaklega hætt. Móöir mín
hefur haft miklar ahyggjur af
þessu, af því að ég er. svo veikur
fyrir .... það þýðir víít ekki
að vera að neita því, að heils-
an mín er viðkvæm. Og ég
neyddist til að halda rnig innan-
húss í heila viku.
Hr. Rivenhall studdi öxlinni
upp að arinhillunni, rak hend-
urnar djúpt niður í buxnavas-
ana og leit út eins og maður,
sem á bágt með að stilla sig um
að hlæja. Bromford tók auðvit-
að ekki eftir þessu, en það gerði
ungfrú Wraxton, og varð dauð-
hrædd. Hún tók því það ráð
að grípa fram í umræðurnar: —
Það verður að fara afskaplega
varlega með hálsinn á sér, sagði
hún. Mig furðar ekki á þó að
frú Bromford væri hrædd. Þér
hafið vonandi fengið góða hjúkr
un?
— Já, samþykkti hann. —
Ekki svo að skilja, að þessi veik-
indi mín væru þannig vaxin, að
.... En í stuttu máli sagt, þá
hefur móðir mín játað, að hún
hafi orðið hrærð af þessari nær-
gætni, sem ungfrú Stanton-Lacy
hefur sýnt frænku sinni litlu!
Hann hneigði sig fyrir hr. Riv-
enihall, sem kinkaði kolli kurt-
eislega á móti, en spillti pví þó
með breiðu brosi.
í þessu vetfangi kom Dasseft
inn og tilkynnti, að vagn frú
,3rinklow væri við dyrnar, og
ungfrú Wraxton, sem hafði
skroppið þarna inn meðan móðir
hennar fór í búðir, neyddist til
að kveðja. Bromford lávarður
sagði, að úr því að hvorki frú
Ombersley né frænka hennar
væru heima, ætlaði hann ekki
að tefja lengur, og innan fárra
minútna gat hr. Rivenhall hleg-
ið í næði. Bromford lávarður,
sem var mjög í náðinni hjá frú
Brinklow var boðið sæti í vagn-
inum, og lífgaði upp þá stund,
sem hann var þar, með ná-
kvæmri lýsingu á lasleika sín-
um.
Þrátt fyrir allan ásetning hr.
Rivenhalls um að halda frænku
sinni sem lengst frá sér, gat
hann samt ekki stillt sig um að
segja henni frá því, sem gerzt
hafði. Hún hafði gaman af þessu
eins og hann vissi fyrirfram, en
gerði snöggan endi á frásögnina
með þvi að segja: — En hvað
hann og ungfrú Wraxton væru
góð saman! Að mér skylldi ekki
detta það fyrr í hug!
— Þú kynnir nú annars að
hafa munað, að ungtfrú Wraxt-
on er unnusta mín?
— Ég var nú ekkert að hugsa
Einkaumboðsroenn vorir á íslandi fyrir leður- gúmmí
og strigaskófatnað er:
ÍSLENZK ERLENDA, VERZLUNARFELAGIB
Tjarnargötu 1«, Reykjavík — Sfani: X M 00.
Inn- og útflutningsfyrirtæki, Lodz 22,
Lipca 74 Póllandi.
Símnefni: Skórimpex Lods.
Pólskar leður og gúmmiiðnaðarvörur hafa
getið sér góðan orðstý hvarvetna um heim og
einnig hér á landi.
Skorimpex býður:
Leðurskófatnað fyrir konur, karla og börn,
fjölbreytt nýtízku úrval, einnig sandala og
mjög góða vinnuskó.
Gúmmískófatnað fyrir börn og fullorðna
einnig vaðstígvél 14 há, Va há og upphá, snjó-
bomsur, skóhlífar, verkamannaskó, upphá
sportstígvél og sjóstígvél.
Strigaskó með gúmmísólum fyrir börn og full-
Hjólbarða „DEGUM“ og „STOMIL" gerðir.
orðna, lága, hálfháa og uppháa.
tfyrir allar tegundir bifreiða og reiðhjóla, allar
stærðir, mikið úrval.
Gúmmíhlutir tæknilegir svo sem: ebonite raf-
geyma, V-belti, drifreimar margskonar, gúmmí-
slöngur, gólfflísar úr gúmmí og gúmmísóla,
gúmmí til umbúða og fleiri nota.
um það, sagði Soffía, eins og
hugsi. Hún lyfti brúnuan. —
Ertu móðgaður, Charles?
— Já, svaraði hann.
— Alveg er ég hissa á þér,
Charles, sagði hún og gat varla
haft hemil á hlátrinum. — Að
þú skulir geta Skrökvað svona!
Og hún kom sér út um leið
51
og hún sagði þetta og hann
horfði þegjandi á hurðina, sem
féll að stöfum á etftir henni.
Hann sagði móður sinni af-
dráttarlaust, að hegðun Soffíu
færi síversnandi, en þó komst
hann ekki að öllum sannleikan-
um um það fyrr en tveim dögum
seinna, þegar hann ætlaði út að
aka, og fékk að heyra, sér til
mikillar skelfingar, að ungfrú
Stanton-Lacy hefði farið út f
vagninum hans, tæpum hálftíma
áður.
— Út í mínum vagni? sagði
hann steinhissa. Og með hvaða
hesta?
Hestasveinninn fór sýnilega að
skjálfa. — Hún tók folann; sagði
hann, dauðskelfdur.
— Og þú l.agðir á folann fyr-
ir hana, sagði hinn og lagði svo
þunga áherzlu á orðin, að hesta-
sveinninn varð næstum mállaus.
— Ungfrúin cagði........ ung-
frúin var viss um ...... að pér
hefðuð ekkert á móti því,
herra! stamaði veslingurinn. —
Og þar sem hún héfur nú tvisv-
ar ekið með þeim gráu, og mér
var ekki skipað annað .... og
hún sagði, að það væri ailt í
lagi .... þá hélt ég, að hún
hefði yðar leyfi .....
Hr. Rivenhall eyddi þessum
misskilningi með nokkrum vel-
völdum orðum, og hestasveinn-
inn, sem gat hvorki sagt neitt
né hugsað neitt, beið nú kvíða-
fullur eftir því að verða rekinn.
Það var hann samt ekki. Hr.
Rivenhall var strangur hús-
bóndi, en jafnframt réttlátur, og
auk þess hafði hann góða hug-
mynd um aðferðina, sem frænka
hans mundi hafa viðhaft til að
koma fram vilja sinum. Hann
hugsaði sig um og hvsesti því-
næst: — Hvert fór hún? Til Rich
mond? Svaraðu!
Þegar hesthússvörðurinn sá
að drengurinn mundi ekki geta
komið fyrir sig vitinu, greip
hann fram í og sagði kurteis-
lega: — Nei, vissulega, herra
minn. Frúin fór til Richmond
ásamt ungfrú Ceciliu og ung-
frú Amabel, fyrir klukkustundu-
Iðnaðarhúsnæði óskast
Ca. 250—350 ferm. iðnaðarhúsnæði, þar af ca. 150
fenn. súlnalausir óskast sem fyrst fyrir léttan og
hreinlegan iðnað. Þarf helzt að vera á jarðhæð.
Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Sníðsla —
2568“ fyrir 16. þ.m.
Danmörk
Dönsk fjölskylda á herragarði fyrir norðan Kaup-
mannahöfn óskar eftir fjölhæfri og duglegri stúlku
sem þykir vænt um börn. Kaup eftir aldri og hæfi-
leikum. Upplýsingar í síma 11077 kl. 10—• 2 á
mánudag.
Til sölu
Ford 1956 F 100 sendiferðabíll til sýnis iaugardag
og sunnudag að Fífuhvammsvegi 23, Kópavogi. Til-
boð óskast í bílinn í því ástandi sem hann er.
íbúð til leigu
Tveggja herbergja íbúð í ágætum kjallara, á bezta
stað í Vesturbænum til leigu frá 1. okt n.k. fyrir
mæðgur eða konu, gegn því að selja eldri konu
fæði og veita einhverja húshjálp. Tilboð roerkt:
„1X3 — 6072“ aendiat Morgunblaðinu sam fyrat.