Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 12
12
MOHGUNBLADID
Laugardagur 14. ágúst 1965
(Jtgefandi:
Fr amkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22400.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
EFLING HAGNYTRA
RANNSÓKNA
E N N á ný er kominn á
kreik orðrómur um að leik-
arinn og söngvarinn banda
ríski, Frank Sinatra, ætli
að ganga í hjónaband. —
Stúlkan, sem nú á að hafa
fallið fyrir þessu fimmtuga
kvennagulli, Mia Farrow,
leikkona, er aðeins 19 ára,
dóttir leikkonunnar Mau-
reen O’Sullivan.
Orðrómur um fyrirhugaða
giftingu fékk byr undir báða
vængi fyrir skömmu, er 538
lesta skemmtisnekkja með
teak-innréttingu og marmara-
baðkerum, lagðist að bryggju
í Edgartown í Massachucetts.
Snekkjuna hafði Frank Sin-
atra tekið á leigu í einn mán-
uð fyrir upphæð, sem nemur
um 2,5 milljónum ísl. kr. —
Ætlar Sinatra að búa í snekkj-
unni þann tíma og sigla við
strendur Nýja-Englands. — í Frank Sinatra og Mia Farrow í Edgartown.
Kvænist Sinatra
19 ára leikkonu?
Edgartown varð Ijóst, að
meðal gesta um borð í snekkj-
unni var Mia Farrow og meira
þurfti ekki. Fréttamenn flykkt
ust niður að bryggjunni tug-
um saman og ferðamenn í
hundraðatali í von um að sjá
parið. Aðrir gestir á snekkj-
unni, þar á meðal leikkonurn-
ar Rosalind Russel og Clau-
dette Colbert og eiginmenn
þeirra, vörðust allra frétta
um samband Sinatra og Miu
og þau sjálf voru þögul eins
og gröfin, er þau stigu á land.
í>ó tókst fréttamönnum loks-
ins að fá Rosalind Russel til
að segja, að Mia og Frank
væru alls ekki gift. Einnig
kvaðst hún geta fullvissað
fréttamennina um, að þau
myndu ekki ganga í hjóna-
band á siglingunni.
Frá Edgartown hélt snekkj-
an til strandarinnar undan
sveitasetri Kennedy-fjölskyld-
unnar í Hyannis Port og varp-
aði þar akkerum. Fóru Mia og
Frank í land og heimsóttu
Joseph P. Kennedy. Síðan
buðu þau Jacqueline Kennedy
til kvöldverðar um borð í
snekkjuna.
Þurfum ekki að kaupa
síldartunnur frá Noregi
¥Tin nýja löggjöf, sem ríkis-
stjórnin hafði forustu um
á síðasta Alþingi um rann-
sóknir í þágu atvinnuveg-
anna markar merkilegt spor
í viðleitni þessarar litlu þjóð-
ar til þess að taka vísindi og
„ hagnýta rannsóknarstarfsemi
í þágu bjargræðisvega sinna.
Samkvæmt þessari nýju lög-
gjöf er f jölgað verulega í rann
sóknarráði og það skipað full-
trúum frá höfuðstofnunum
atvinnulífsins, háskólans og
stofnunum, sem unnið hafa
að rannsóknarstarfsemi á
ýmsum sviðum. — Kosn-
ing allmargra alþingismanna
í ráðið og formennska mennta
málaráðherra í því, ætti að
tryggja náið og gott samband
milli þess og þings og stjórn-
ar á hverjum tíma.
Verkefni hins nýja rann-
sóknarráðs er fjölþætt og víð-
tækt. Því ber að hafa forustu
um eflingu og samræmingu
hagnýtra rannsókna og und-
irstöðurannsóknir í landinu.
► Skal það hafa náið samstarf
við hinar ýmsu rannsóknar-
stofnanir og afla sér sem
gleggstrar yfirsýnar yfir alla
rannsóknarstarfsemi í land-
inu, og gera tillögur til úr-
bóta ef það telur rannsóknar-
starfsemina ófullnægjandi,
rannsóknarskilyrði ófullkom-
in eða markverð rannsóknar-
verkefni vanrækt.
Það er annað höfuðverk-
efni rannsóknarráðs, að láta
fram fara athuganir á nýt-
ingu náttúruauðæfa landsins
til nýrra atvinnuvega og at-
vinnugreina. Skulu allar til-
lögur um nýjungar á sviði at-
vinnuvega og atvinnugreina,
sem berast ríkisvaldinu send-
ar rannsóknarráði, og skal
það beita sér fyrir því að
fram fari tæknileg og þjóð-
hagsleg athugun þeirra, ef
það telur þess þörf.
Það er einnig verkefni rann
sóknarráðs að beita sér fyrir
sem skjótastri hagnýtingu
tæknilegra nýjunga í þágu
bjargræðisveganna með kynn
ingarstarfsemi og upplýsinga
þjónustu.
Miklar vonir eru tengdar
við hið nýja rannsóknarráð
og starfsemi þess. Fjölmörg
þýðingarmikil verkefni bíða
úrlausnar. íslenzkir bjarg-
ræðisvegir eru ennþá fá-
breyttir og gæði landsins lítt
nýtt. Hér er því mikið verk
að vinna fyrir rannsóknar-
og vísindastarfsemi. Engin
þjóð hefur í dag efni á því
að vanrækja hagnýtar rann-
sóknir og hagnýtingu vísinda
og tækni í þágu atvinnuvega
sinna. Er óhætt að fullyrða
að almennur áhugi og skiln-
ingur ríki á því hér á landi
að í þessum efnum megum
við íslendingar ekki sýna
tómlæti eða dragast aftur úr.
Tveir dugandi menntamenn
hafa nýlega verið skipaðir
forstjórar rannsóknarstofnun
ar byggingariðnaðarins, og
rannsóknarstofnunar iðnaðar-
ins. Eru það þeir Haraldur
Ásgeirsson, verkfræðingur og
Pétur Sigurjónsson, verk-
fræðingur. Báðir þessir menn
eru kunnir að dugnaði og
framtaki.
HEIMSÖKN
UTANRÍKIS-
RÁÐHERRA
FINNLANDS
T þessum mánuði er Ahti
Karjalainen, utanríkisráð-
herra Finnlands og kona
hans, væntanleg hingað til
lands í opinbera heimsókn.
Mun hinn finnski utanríkis-
ráðherra eiga viðræður við
ríkisstjórnina og ferðast nokk;
uð um landið þá fjóra daga,
sem hann dvelst hér.
Utanríkisráðherra Finna er
velkominn gestur til íslands.
ísland og Finnland eru út-
verðir Norðurlanda í vestri
og austri. íslendingar dá hina
finnsku vinaþjóð fyrir atorku
hennar, dugnað og kjark.
Milli þessara tveggja þjóða
eru mikil og vaxandi við-
skipti og Finnar hafa sýnt
íslendingum margvíslega vin-
áttu og velvild.
Karjalainen utanríkisráð-
herra er ungur og glæsilegur
stjórnmálamaður. Hann hef-
ur á undanförnum árum
gegnt mörgum ráðherraem-
bættum, m.a. verið forsætis-
ráðherra, viðskiptamálaráð-
herra og utanríkisráðherra.
íslendingum er sómi að heim-
sókn hans og konu hans.
AFREK
FLUGFÉLAGANNA
Tslenzku flugfélögin, Flugfé-
lag íslands og Loftleiðir,
hafa í raun og sannleika unn-
ið mikil afrek. Þau fram-
kvæmdu á örskömmum
tíma byltingu í samgöngu-
málum íslendinga. Hið ís-
lenzka millilandaflug rauf
endanlega einangrun Islands
og innanlandsflugið hefur
skapað nýjan tíma í sam-
göngunum innanlands. Flug-
félögin halda stöðugt áfram
að bæta og fullkomna flug-
vélakost sinn. Það er t.d.
ánægjulegt að fylgjast með
þeirri stórfelldu breytingu á
innanlandsfluginu, sem orðið
hefur í sumar með komu Blik
faxa, nýjustu flugvélar Flug-
félagsins. Þessi nýja flugvél
hefur á þremur mánuðum
flutt tæplega tuttugu þúsund
farþega milli staða innan-
lands.
Þá er það ekki síður merki-
legt og athyglisvert að sjá
hinar stóru og glæsilegu flug-
vélar Loftleiða koma full-
hlaðnar farþegum dag hvern
til Keflavíkurflugvallar á
leið sinni til austurs og vest-
urs yfir Atlantshaf. Það er
vissulega ánægjulegt að sjá,
hversu vel þessi stórbrotna
samgöngustarfsemi er skipu-
lögð og hvílíks trausts og
vinsælda Loftleiðir njóta út í
heimi.
íslenzku flugfélögin hafa
unnið stórbrotið brautryðj-
endastarf. Fyrir það eiga þau
skilið þakkir alþjóðar.
AÐ því er norska fréttastofan
NTB skýrði frá í gær, er nú
tunnuframleiðslan í Noregi í
mikilli hættu, þar sem Norð-
mönnum hefur ekki tekizt að
selja eina einustu síldartunnu til
íslands á þessu ári. Þar við bæt-
ist, að flestar tunnuverksmiðjur
sitja nú uppi með miklar tunnu-
birgðir. Þá er það haft eftir for-
manni samtaka norskra tunnu-
verksmiðja, J. Ropstad, að ekki
séu líkur á að um neina tunnu-
framleiðslu verði að ræða í Nor-
e.gi næsta vetur, ef síldarvertíð-
in bregðist við ísland í sumar.
í tilefni af þessu sneri Mbl. sér
til Erlends Þorsteinssonar, for-
manns síldarútvegsnefndar. —
Skýrði hann svo frá, að ekki
væri alveg rétt með farið, að
Norðmenn hefðu engar tunnur
selt hingað í ár. Þeir hefðu selt
Svíum á annað hundrað þúsund
tunnur, sem síðan verður saltað
í hér í sumar.
Þá sagði Erlendur að íslend-
ingar hefðu átt talsvert afgangs
af síldartunnum frá því í fyrra,
en þá vantaði á annað hundrað
þúsund tunnur upp á, að við
hefðum saltað upp í gerða sama-
inga. Þá hefðum við einnig fram-
leitt sjáLfir miili Iil6 og 120 þú«-
und tunnur sjálfir í vetur, og
væri því nægilegt til af tunnum
í landinu án þess að við keypt-
um frá verksmiðjunum í Noregi.
Benti Erlendur á, að vandræði
norsku verksmiðjanna stöfuðu
einnig af því, að síldarsóltun
Norðmanna hefði dregizt veru-
lega saman á síðustu árum.
Norrænt verka-
lýðsmálaþing
í Oslo
SAMSTARFSNEFND jafnaðar-
mannaflokkanna á Norðurlönd-
um efnir til norræns verkalýðs-
málaþings í Qsló um næstu
helgi eða nánar tiltekið dagana
14.—16. ágúst. AlþýðuflOkkurinn,
sem aðili er að samstarfsnefnd
þessari, hefur fyrir nokkru til-
nefnt fulltrúa flokksirvs og verka
lýðssamtakanna á þingið.
Eru það þeir Jón Sigurðsson,
formaður Sj ómannasambands ís-
lands og formaður Yerlkalýðs-
málanefndar Alþýðufiok ksins;
Axel Benediktsson bæjarfulltrúi;
Þórarinn Yilbergsson trúsmiður;
Fanney Sigurðardóttir húsfreyja;
Gunnar Jörgensen símafutltrfd
og Freyja Arnadóttlr húafrayýa.