Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 14. ágúst 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 Strákaraix í samlnáminu í Yatnagörðum. KRAKKAR M LEIK SÓLIN skein í heiði og Esjan skartaði sínu fegursta, þegar við brugðum okkur inn með Sundum í góða veðrinu fyrir þremur dögum. í Viðey blöstu við hin reisulegu hús, sem því miður ku vera í all- mikilli vanlhirðu, en á því ber að sjálfsögðu ekki úr landi. Við ókum niður að lengi að hlaupa, að hann nær okkur aldrei, segir Geir Sig- urðsson og Þórarinn Reynis- son samsinnir honuím. í sömu andrá heyrist bíl- hljóð nálgast úr fjarska og uppi verður fótur og fit með al strákanna. — Karlinn er að koma, hrópar Úlf H. Bergmann, og — Hver er mumman í leikn um? spyrjum við. — Við erum allar mömm- ur, dúkkurnar eru bara heima að sofa, segja þær og virðast hneykslaðar. — Megum við taka mynd? — Thi, hi, hi, segja þær allar og fara hjá sér í fyrstu, en fótaburðurinn er kannski ekki sem öruggastur, enda skómir a.m.k. 5 númerum of stórir. Þær bera sig samt frú arlega, enda naumast nema svona 7 til 8 ár þar til þær verða orðnar frúr. Vestur í bæ, á gatnamót- um Holtsgötu og Ánanausta er verið að sprengja með dynamiti og eins og nærri má geta eru slíkar aðgerðir einkar aðlaðandi meðal krakka og þá sérstaklega stráka. Á miðri götunni liggur hópur all snaggara- legra stráka í sandbing og bíða eftir sprengingunni. Það er eftirvænting í svipnum og hver taug spennt, þar til sprengingin er orðin, þá sandnáminu í Vatnagörðum, þar sem sanddæluskipið „Leo“ stendur á þurru. Skammt þar frá er heljar- mikið færiband, sem ætlað er til að setja sand á bifreiðar, en það virðist ónotað, nema hvað nokkrir strákar eru að leik í því. Þeir virðast tölu- vert skelkaðir þegar þeir verða okkar varir og tveir taka til fótanna, en aðrir tveir, sem virðast öllu hug- rakkari, bíða og sjá hvað setur. — Þetta eru bara Morgun- blaðsmennirnir, heyrum við, að þeir kalla til flóttamann- anna tveggja, en við það virð ast þeir róast og koma aftur og klifra upp til hinna. — Eruð þið að stelast til að leika ykkur hér? spyrjum við. — Já, við megum ekki vera hér. Karlinn rekur okkur allt af í burtu. En ef við klifrum hingað upp, þá getur hann ekki náð í okkur, segir Ólaf- ur ísleifsson og brosir hróð- ugur. — Og þið gerið þetta, þó að ykkur sé bannað það? segj um við, og látum brúnir síga. — Já, já, við hlaupum þá bara í burtu, karlinn er svo þeir hoppa niður af færi- bandinu einn af öðrum. Við stöndum þarna einir eftir og horfum á eftir strák unum, þar sem þeir hlaupa svo hratt sem þeir mega, log andi hræddir. Við eigum leið um Suður- landsbraut rétt fyrir innan Hálogaland skömmu síðar. Sjáum við þá ekki hvar koma gangandi þrjár uppbúnar dömur, með hanzka, Sem ná upp að olnboga, töskur og í háhæluðum skóm. Við hopp- um út úr bílnum af okkar al kunnu lipurð, göngum yfir grasið til stelpnanna og tök- um þær tali. — Eruð þið í konuleik? spyrjum við. — Já, segja þær allar í kór, en þær heita Sigríður Ást- valdsdóttir, Sigurbjörg Al- bertsdótir og Sigurlína Rósa Óskarsdóttir. — Hvar fenguð þið þessa háhæluðu skó? spyrjum við. — Hún stóra systir mín á þessa, , sem ég er í, segir Sigríður og horfir niður á tæmar á sér. — Og hún mamima á þessa, segir sú minnsta og réttir fram fótinn. „Frúrnar“ við Hálogaland, rjúka þeir upp til handa og fóta til að skoða verksum- merki. — Svaka umrót maður. Sjáðu þennan stóra stein, sem hefur losnað hérna, seg- ir einn og bendir á heljar bjarg. — Finnst ykkur þetta spennandi? spyrjum við. — Jahá, segja fleiri en einn. — Veiðið þið aldrei hérna í fjörunni? — Stundum svaka gomm- ur, bæði kola og ufsa, segir glókollur og er mikið niðri fyrir. — Veiðið þið ekki mar- hnúta? — Jú, en það tölum .við nú ekkert um, segir stærsti strák urinn. — Ykkur finnst ekki mat- ur í að veiða þá? segjum við. — Neihei, kisurnar vilja Ihann ekki einu sinni, segir strákur á röndóttri peysu. Og við kveðjum strákana um leið og við ökum í burtu. Á leiðinni niður á blað kem- ur okkur saman um, að inn- an t.íðar muni það æskufólk, sem við hittum í þessum stutta leiðangri verða að fult nýtum og góðum borgurum, svo mannvænlega leizt okkiur það. BRIDGE AKVEBIÐ hefur verið að næsta heimsmeistarakeppni í bridge fari fram í Feneyjum á tímabil- inu 20. apríl til 4. mai 1966. Fimm sveitir munu keppa á móti þessu, þ.e. ítalia, heimsmeistar- ar 1965; sigurvegari í S-Ame- rikukeppninni; sigurvegari í Ev rópumótinu 1965; sigurvegari í Asíu-keppninni og sveit frá Bandaríkjunum. Verður þetta í fyrsta sinn sem sveit frá Asíu tekur þátt í heimsmeistara- keppni. Hefur nýlega verið stofn að bridgesamband Austurlanda og eru meðlimir 11 (að Ástralíu meðtalinni). Fyrsta keppni hins nýstofnaða sambands fór fram í desember s.l. í Tokyo og sigraði Indónesía naumlega í úrslitum við Japan. Enska bridgesambandið hefur tilkynnt hvaða spilarar skipa sveitina, sem spila mun í opna flokknum í Evrópumótinu í Belgíu. Spilarar þessir skipuðu efstu sætin í mikilli úrtöku- keppni og eru þessir: J. Collings; J. Cansino; C. Gioldstein; J. Tarlo; F. North og J. Pugh. — Fyrirliði er Louis Tarlo. Aðeins einn af þessum spilur- 'Um hefur áður keppt í Evrópu- móti þ.e. Joel Tarlo ,sem tekur nú þátt í Evrópumóti í fimmta sinn. Hann var í ensku sveit- inni, sem sigraði í Evrópumót- inu iBaden Baden. Hinir fimm spilarar eru vel þekktir í Eng- landi og hafa allir náð athyglis- verðum árangri á undanförnum órum. STA K S T [I \ \ I! Eysteinn á sér hauk í horni Eysteini Jónssyni líður stund- um illa á skrifstofunni sinni í j Samvinnubankahúsinu, þaðan | sem hann veitir stjóraarandstö# unni á íslandi „forustu“. Gólf- kuldi er mikill, þvi að fyrir neð- an situr Einar Ágústsson á svik- ráðum við foringja sinn og vill komast í stólinn hans. Úti í Sam ‘ bandshúsi er Helgi Bergs og hefur um sig harðsnúið lið Sambandsmanna, sem telja hann öllum öðrum betur til for- ingja fallinn. Og suður í Kópa vogi situr hann Jón Skaftason , og segir mönnum hvað hann I Eysteinn sé vondur maður En j Morgunblaðið getur nú flutt Ey- steini þau ánægjulegu tíðindi, a3 þótt vetrarkuldi stjórnmálanna sé farinn að setjast að honum í Samvinnubankahúsinu, hefur hann þó eignazt nýjan hauk í horni og hlýjan faðm til að halla höfði sínu í, þegar núverandi samherjar hafa varpað honum út í yztu myrkur. Bergur kemui til bjorgor Hinn nýi bjargvættur Eysteins Jónssonar er Bergur nokkur Sigurbjörnsson, sem einu sinni sat á Alþingi, og vill ólmur kóm ast þangað aftur. Þess vegna spriklar hann utan í öllum, sem hann telur möguleika á að opni sér dyrnar inn í þinghúsið við Austurvöll á ný. Bergur skrifar grein í vikublað sitt Frjálsa þjóð, og tekur upp þykkjuna fyrir Eystein vegna skrifa Morg- unblaðsins um lélega forustu hans fyrir stjórnarandstöðunni og sárnar greinilega mjög, að slíku skuli haldið fram um átrúnaðargoð sitt. 1 þessari kát- broslegu grein segir m. a. : „Eysteinn er ekki aðeins hæf- asti maðurinn sem völ er á sem foringja í Framsóknar- flokknum sakir greindar, langr- ar rey nslu ' og atorku. Hann er ekki aðeins far- sæiasti leiðtogi, sem Framsókn- arflokkurinn á völ á og mun eiga völ á um nokkurt árabil enn. Væri þetta þó ærið tilefni fyrir B arna Benediktsson til að vega aftan að Eysteini úr laun- sátri Varðbergs og AFS-klíkunn- ar (til skýringar skal þess getið, að hér mun átt við American Field Service). Það sem þyngst vegur hjá Bjarna Benediktss. er það, að augu Eysteins Jónssonar eru nú farin að opnast fyrir því, hvert tjón er búið að vinna landi og bjóð í utanríkismálum og á erlendum vettvangi tv» síðustu áratugi. Eysteinn liefur nú uppgötvað að þeir, sem hami átti samleið með um tíma í þesa ari þróun, Bjarni Benediktsson, Guðmundur í. Guömundason og fleiri, unnu í þeim málum af öðrum og verri hvötum og allt öðrum tilgangi en hann sjálfur". Batnandi manni er bezt að lifa Það má með sanni segja, að batnandi manni er bezt að. lifa, og væntanlega verður Bergur þessi Sigurbjörasson tíður gest- ur á Samvinnubankaskrifstof- unni hans Eysteins. Það er fallega gert af Frjálsþýðingum að taka Eystein upp á arma sína. Það ætti að vera honum nokkur huggun í harmi, að eiga sér sterkan hauk í hornl En raunar er það jafn mátulegt á Eystein, þjóðvarnarmennina og hina valdasjúku kliku, sem stjómar blaði þeirra, að Ey- steinn verði þeirra leiðtogi 1 andlegum og veraldlegum efn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.