Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.09.1965, Qupperneq 28
 allra^ 197. tbl. — Miðvikudagur 1. september 1965 Haustsíldin er seint á ferðinni En kemuir vænfanlega samt Á HAUSTIN safnast síldin sam- an út af austanverðu larrlinu, — heíur gert það undanfarin 15 ár, og það er ekki ástæða til að ætla að hnn geri það ekki nú, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er við spurðum hann hvort hann héidi að farið væri að síga á seinni hluta síldveiðanna á þessu ári. Hvenær síldin safnast í vetrar- torfurnar, er ekki gott að segja. Nú er allt seinna en í fyrra, en þá komu vetrartorfurnar upp úr miðjum september, svo búast má við þeim seinna nú. Ástæðan er sú, að ástandið er annað í sjón- um. Hann hefur verið miklu kald ari en venjulega og var það enn 20. ágúst, þegar Jakob fór að austan, og allt líf þar af leiðandi seinna. Síldin safnast ekki í vetr artorfurnar fyrr en hún hættir að eta og hún virðist ekki komin á það stig enruþá. >á leggst hún i einskonar dvala fram yfir ára- «nót. Hvar hún verður þá er sam kvæmt reynslu síðustu 15 ára nokkuð misjafnt. í fyrra veiddist hún 70—90 mílur út af Austur- landi, en um 1950 allt upp í 200 mílur. Ekki er því hægt að segja hvað það verður, það verður ein hvers staðar fyrir austan. Jakob kvaðst telja að bátarnir mundu bíða og margir gerðu ráð fyrir að verða áfram við síld- veiðar fram eftir hausti. En hvað verður þangað til þessi vetrarsíld kemur? * Osamkomnlag um vakfavinnu tefur Stróka- göngin UM hálfur mánuður er síðan byrjað var að sprengja jarð- göngin gegnum Stráka á Siglu- íjarðarleið. Gengur verkið eftir atvikum vol. Þó getur það tafið mjög að ekki er unnið nema á einni vakt. En það stafar af því að samningar hafa ekki tekizt milli verktakans, Efrafalls, og Verkamannafélagsins á Siglu- firði um vaktavinnu. — Það getur vel orðið tals- verð veiði þangað til, svaraði Jakob. Síldin virðist vera komin í allgóðar torfur öðru hverju. Ef það hittist á góða tíð, getur vel orðið veiði. Annars sagði Jakob að nokkur hluti af síldarárgöngunum, sem búizt var við, væru enn út af Norður-Noregi. Þei.r ættu að vera komnir vestur, ef allt væri með felldu. Eigi að síður væri ekki svo mikið af þessari sild við Noreg að við ættum ekki líka að geta fengið nóg, ef hún safn- aðist saman í torfur. Rannsókn á feröakostnaði ríkisfyrirtækja —og fleíri þáttum ríkisrekstursins UNDANFARNAR vikur hafa fregnir verið uppi í borginni Magnús Jónsson. efnis, að víðtæk athugun íæri fram á rekstri ýmissa ríkis stofnana og fyrirtækja ríkisins og þá sérstaklega á ferðakostn- aði starfsmanna þessara aðila. Mbl. sneri sér í gær til fjár- málaráðherra, Magnúsar Jóns- sonar frá Mel, og spurði hann, hvað hæft væri í þessum orð- rómi. Magnús Jónsson staðfesti, að fram færi nú athugun á ýmsum þáttum ríkisrekstursins og m.a. beindist sú athugun, að ferða- kostnaði ríkisstofnana og fyrir- tækja, sem starfrækt eru á veg- um ríkisins og ennfremur að kostnaði við utanferðir starfs- Síldin BRÆLA var á síldarmiðunum austur af landinu í fyrrinótt og voru flest skipin í höfn. Örfá skip eru nú við Jan Mayen og í gærmor.gun hafði frétzt um afla eftirtalinna skipa frá þeim slóðum: Dagfari ÞH 400 mál, Lómur KE 300 og Sigurður Bjarnason EA 700. Sílda'rleitin á Raufarhöfn Framh. á bls. 2 manna þessara aðila. Sagði fjár málaráðherra, að tilgangurinn með þessum athugunum væri sá að setja fastar reglur um utan- ferðir og greiðslu ferðakostnað- ar starfsmanna ríkisstofnana og fyrirtækja. Þá sagði Magnús Jónsson, fjár málaráðherra, að þegar hefðu verið settar ákveðnar reglur um hámarksupphæð, sem verja mætti til bifreiðakaupa fyrir þá forstöðumenn ríkisstofnana og fyrirtækja, sem njóta þeirra hlunninda að hafa afnot bifreiða á vegum ríkisins. Einnig vaari í athugun, hvort ástæða væri til að breyta þeim reglum, sem nú giltu um það hverjum bæri þessi hlunnindi. SJÖUNDU Stúdentaráð- stefnu Atlantshafsbandalags- rikjanna, sem var sett 21. ágúst lauk í gær og eru þátt- takendur farnir utan. Það var utanríkisráðuneytið í sam- vinnu við Varðberg og Sam- tök um vestræna samvinnu, sem sá um framkvæmd ráð- stefnunnar, en hana sóttu 48 fulltrúar frá öllum aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalags- ins. Á ráðstefnunni voru rædd ýmis mál varðandi samvinnu bandalagsríkjanna, og enn- fremur var lögð áherzla á að kynna hinum erlendu fulltrú- um íslenzk málefni og voru fluttir margir fyrirlestrar í þeim tilgangi. Fulltrúarnir ferðuðust og um landið. Með- fyigjandi mynd var tekin, er fulltrúar á stúdentaráðstefn- unni heimsóttu Þjóðminjasafn ið. . . Utlit fyrir sæmilega kartöfíuuppskeru Kfornfírðingar búast við lélegri uppskeru MORGUNBLAÐIÐ hringdi í gær á nokkra kartöfluræktarstaði á landinu og spurðist fyrir um, hvernig útlit væri með kartöflu- uppskeru í haust. Samkvæmt uppýsingum, er blaðið aflaði sér um kartöflu- Fjórtán Langjökulsmenn liafa játað Tíu enn i EINS og kunnugt er fannst gífurlegt magn af áfengi og tóbaki um borð í m.s. Lang- jökli við komu skipsins til Reykjavíkur hinn 6. ágúst sl. Meiri hluti skipshafnar- innar var úrskurðaður í gæzluvarðhald og aðrir skips- menn í farbann. Rannsókn hefur stöðugt verið haldið áfram í þessu máli, sem er eitt af yfirgripsmestu smygl- málum, sem komið hafa til kasta íslenzkra dómstóla. gæzluvarðhaldi Blaðinu barst í gær frétta- tilkynning frá Jóhanni Níels- syni, sem verið hefur rann- sóknardómari í Langjökuls- málinu. Þar segir, að 14 skip- verjar hafi játað að eiga all- an hinn ólöglega varning, sem fannst um borð í Langjökli, og átti hver þeirra frá 11 flöskum upp í 50 kassa af áfengi. Átta skipverjar hafa nú verið leystir úr haldi, en tíu eru enn í gæzlu, þar sem rannsókn málsins er enn haldið áfram. Fréttatilkynn- ing rannsóknardómarans hljóðar þannig: „Eins og fram er komið fund- ust við leit í m.s. Langjökli við komu skipsins til Reykjavíkur, 6. þ.m. 3940 flöskur af áfengi og 130.400 vindlingar. Vörur þessar voru faldar á 13 stöðum í skipinu, yfirleitt á milli þilja. Þó voru faldar 1644 flösk- ur af genever í farmi í lest. Málið var kært til sakadóms Reykjavíkur, 11. þ.m. og var skipshöfnin þá öll úrskurðuð í farbann og jafnframt 18 skip- verjar úrskurðaðir í gæzluvarð- hald. Síðan -hefur ransókn máls- ins verið haldið stöðugt áfram, 14 skipverjar hafa viðurkennt að eiga áfengið og tóbakið, sumir lítið, aðrir meira eða frá 11 flösk- um og upp í 50 kassa af genever. 8 skipverjum hefir þegar verið sleppt úr gæzluvarðhaldi, en þáttur þeirra í málinu er nú ljós. í gæzluvarðhaldi eru enn 10 skipverjar, þeir áttu allir veru legt magn af áfengi, m.a. áfengi það sem fannst í lestum skips- ins. Nokkrir skipverjar hafa við- urkennt að hafa verið saman um kaup á áfenginu og við að fela það í skipinu. Dómsrannsókn heldur enn áfram. Jóhann Níelsson." uppskeru bæjarbúa, þá mun ekki ennþá vera farið að taka upp fyrir alvöru, en menn eru yfir- leitt mjög ánægðir með útlitið í görðunum. Sérstaklega væri út- litið gott í Skammadal og i Reykjahlíðarbrekku, hinum nýju kartöfluræktarsvæðum borgar- nnar, en aimennt mætti búast við mjög góðri uppskeru. o—o Þykkvabæ, 31. ágúst. Kartöfluuppskera er hér nú u.þ.b. að hefjast og er útlit fyrir sæmilega uppskeru, sem hún er þó svolítið misjöfn Er hún lé- legri þar sem hreinn sandur er, en betri þar sem modarblanda er. — Magi;ús. o—o Hornafirði, 31. ágúst. Kartöfluuppskera hér verður ábyggilega léleg í haust og er jafnvel búist við að hún verði engin. Er þar aðallega um að sakast, að sumarið hefur verið kalt og þurrkasamt og óx kar- töflugras illa. Falleg tíð hefur þó verið hér undanfarið og ef grösin fengju að standa fram I miðjan september, þá gæti upp- skeran orðið einhver. — Gunnar. o—o Framihald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.