Morgunblaðið - 08.09.1965, Síða 27
Miðvikudagur 8 sept. 1965
MORGUNBLAÐIÐ
27
Vegagerðin fylgist
velmeð
VEGAMÁLASTJÓRI, Sigurður
Jóhannsson, flaug í gærdag aust-
ur yfir Skeiðarársand og Skeið-
arárjökul með landhelgisgæzlu-
flugvélinni Sif ásamt Ágústi
Böðvarssyni, forstjóra Landmæl-
inga íslands, og myndatökumönn
um. í samtali við Mbl. í gær-
kvöldi sagði vegamálastjóri, að
hlaupið virtist koma undan aust-
urbrún Skeiðarárjökuls og fiæða
langt inn í Mosárdal og síðan
xiiður með Skaftafellsheiði og
breiða úr sér þar fyrir neðan.
Talsvert jakahröngl sést á sand-
inum niðri undir Skaftafelli. í
— Þjóðleikhúsið
Framhald af bls. 2
fyrir Skemmstu í Ástrallu, þar
sem hann fékk mjög góða dóma,
enda dönsuðu þá með flokknum
Margot Fontaine og Nureyev, en
ekki er vitað hvort þau komi
með flokknum hingað.
Hinn 15. janúar sýnir frskur
dans- og söngvaflokkur listir sín-
ar í Þjóðleik'húsinu. Halda þeir
aðeins eina sýningiu
LINDARBÆR.
Á litla sviðinu i Lindarbæ
verða sýnd nok'kur leikrit í vet-
ur. í seinni hluta september
verða hafnar á ný sýningar á
Hver er hræddur við Virginíu
Woolf en um mánaðamótin
næstu verða frumsýndir einþátt-
ungarnir Síðasta segulband
Krapps eftir Samuel Baekett og
Jóðlif eftir Odd Björnsson. Ná-
lægt áramótum verður svo sýnt
hið gamla íslenzka leikrit Hrólf-
ur eftir Sigurð Pétursson. Það er
eitt elzta íslenzika lei'kritið, var
frumsýnt árið 1796 í Hólavalla-
ekóila. Leikritið verður að þessu
6inni flutt svo að segja óbreytt.
* Með „Hrólfi“ verður fluttur leik-
þátturinn Á rúmsjó eftir pólska
leikritaskáildið Slawomir Mrozek.
Þá verður sýnt Næst syng ég
fyrir þig eftir James Sonders og
6Íðast Rejsen til de grönne
skygger eftir danska höfundinn
Finn Metihiling.
hlaupinu
vötnunum vestar á sandinum er
ekki sjáanlegur neinn verulegur
vöxtur.
Vegamálastjóri sagði, að í þess
ari ferð hefðu verið teknar
myndir úr lofti af hlaupinu, en
Landmælingar íslands tóku einn-
ig myndir í sumar af sömu slóð-
um, þegar rennsli í Skeiðará var
með eðlilegum hætti. Með þessu
er verið að afla upplýsinga um
hve víðtæk hlaupin eru, og er
það liður í rannsóknum, sem
fram fara áður en áætlanir verða
gerðar um vegarlangingu yfir
Skeiðarársand. Nú er akfært orð-
ið austur fyrir Lómagnúp og sam
kvæmt vegaáætluninni, sem sam
þykkt var á þingi í vetur, er ráð-
gert að gera akfæran veg að
Skeiðarársandi austan frá. Vant-
ar þá vegarkafla yfir sandinn,
svo að akfært sé allt í kringum
landið.
Vegamálastjóri sagði, að fylgzt
yrði vel með þessu hlaupi í ánni
og eru tveir verkfræðingar Vega-
gerðar ríkisins, þeir Helgi Hall-
grímsson og Björn Ólafsson,
staddir eystra í þeim tilgangi.
Slys við liöfnina
í GÆR varð það slys við Reykja-
víkurhöfn, að þrettán ára dreng-
ur, Björgvin Hilmarsson féll af
bílpalli við ms. Selá. Var dreng-
urinn fluttur í Slysavarðstofuna.
Meiðsli hans voru ókunn.
Viðræður standa
enn
SIGLUFIRÐI, 7. sept. — Enn
standa yfir viðræður milli verk-
taka og verkalýðsfélagsins hér
um vaktavinnuikjör við lagningu
vegarins um Stráka. Er mikill
áhugi á því hér á Siglufirði, að
framkvæmdum verði flýtt eins
og hægt er og þá með vaktavinnu.
Viðræðum er enn ek'ki lokið og
því aðeins unnin dagvinna við
.vegargerðina enn sem komið er.
— Stefán.
Siökkviliðsmenn við ruiluna, sem kviknaði L
EltJua* í þvottahúsi
Aflamet
BÍLDUDAL, 7. sept. — í nótt var
sett aflamet á smokkfiskveiðum,
en þá fékk Óskar Magnússon á
Álftinni 900 kg. Með honum
voru tveir menn og fengu þeir
700 og 500 kg. hvor. Afli er ai-
mennt 500-700 kg. á mann á bát-
unum, sem smokkfiskveiðamar
S'tundia. Freyja, sem stundar veið-
ar með snurvoð, kom með 11 tonn
í morgun aðallega þorsk. Tók um
5 tíma að ná úr einu halinu. Jör-
undur Bjarnason kom hingað
einnig með 10 tonn. — Hannes.
50 til 60 skip við
Jan Mayen,
VEÐUR VAR óhagstætt á síldar-
miðunum austur af landinu og
við Jan Mayen aðfaranótt þriðju
dags. í gærmorgun fór veður
heldur batnandi. Aðeins tilkynnti
eitt skip um afla, og hafði það
fengið har.n sl. sunnudag. Var
það Halkion VE með 400 mál.
í gær voru 50—60 skip við Jan
Mayen, en aðeins eitt hafði til-
kynnt um afla, Akurey með 1200
til 1300 mál. Sæmilegt veður var
við Jan Mayen. Ekki var veiði
veður á miðunum austur af land
inu.
KLUKKAN 23.50 í fyrrakvöld
var slökkviliðið kvatt að þvotta-
húsi Landsspítalans. — Þegar
slökkviliðið kom á vettvang var
búið að brjóta glugga og bera út
eitthvað af þvotti, sem í húsinu-
Þing iðn-
nema um
helgina
NÚ um helgina verður 23. þing
Iðnnemasambands íslands háð í
húsi Slysavarnafélags íslands á
Grandagarði.
Þingið verður sett laugardag-
inn 11. september klukkan 13.00
af formanni Iðnnemasambands-
ins, Gylfa Magnússyni.
Þingið stendur laugardag og
sunnudag og verða þar reifuð og
rædd fjölmörg áhugamál ís-
lenzkra iðnnema, svo sem iðn-
fræðslan og skipulagsmál sam-
takanna.
Þingið sitja 50—60 fulltrúar
iðnnema víðsvegar af landinu. —
Auk þess hefur Alþýðusambandi
íslánds verið boðið að senda á-
heyrnarfulltrúa á þingið.
var, en eldurinn reyndist vera í
teppi á rafknúinni rullu og hatði
hann breiðzt út í þvott þar hjá.
Fljótlega tókst að kæfa eldinn
með kolsýru og varð ekkert telj-
andi tjón nema hvað reykjar-
lykt er af þvottinum. Talið er, að
k-viknað hafi í teppunum frá
elementum í rullunni eftir að
tækið var tekið úr sambandi og
fólk yfirgaf þvottahúsið.
Straumur
langt út í sjó
BJÖRN Páisson flugmaður,
ílaug yfir Skeiðarársand o>g
Grímsvötn um fimm-leytið í
gærdag. Sagði Björn í samtali
við Mbl., að miklar spumgur
hefðu myndazt í Grí'msvötin-
uim og Skeiðarár velti stórum
jökum á undan sér. Við árÓ6-
ana er greinilega mikill
staumur langt út í sjó. Þá
sagði Bjöm að rennsli í Sand-
gígjukvisl sem er vestur á
sandinum, væri greiniLega í
vexti.
— Kalnefndin
Framhald á bls. 27.
bónda á Sandbrekku, til að fylgj-
ast með því, hvernig heyskap
miðaði á búnaðarsambandssvæð-
inu.
Hinn 20. ágúst fóru Pétur Gunn
arsson og Kristján Karlsson aust
ur. (Gísli Kristjánsson var for-
fallaður vegna veikinda). Þeir
ferðuðust um Fljótsdalshérað og
firðina allt suður i Geithellna-
hrepp. Á Egilsstöðum var hald-
inn fundur með stjórn Búnaðar-
sambands Austurlands, ráðunaut
um þess og oddvitum eftirtalinna
hreppa: Hjaltastaðahrepps, Eiða
hrepps, Egilsstaðahrepps, Valla-
hrepps, Skriðdalshrepps, Fella-
hrepps, Tunguhrepps, Hlíðar-
hrepps, Jökuldalshrepps og Borg
arf i arðarhrepps.
Oddvitarnir höfðu talað við
bændur, hver í sínum hreppi og
fengið hjá þeim upplýsingar um
horfur á heyfeng. Það var sam-
hljóða álit þeirra allra, að þótt
tíðarfar yrði gott, það sem eftir
er aí' heyskapartíma, mundi
verða almenn heyvöntun á fyrr-
nefndu svæði og sums staðar í
stórum stíl.
í eftirtalda hreppa fóru nefnd-
armenn og töluðu við oddvita
þeirra: Geithellnahrepp, Beru-
neshrepp, Breiðdalshrepp, Fá-
skrúðsfjarðarhepp, Reyðarfjarð-
arhrepp, Helgustaðahrepp og
Norðíjarðarhrepp. Oddvitarnir
höfðu talað við bændurna og
fengið hjá þeim upplýsingar um
heyskapinn. Þeim kom saman
um að heyfengurinn væri mjög
lítill og að nokkrir bændur
hefðu ekki náð neinu heyi inn
ennþá. Á fjörðunum var ástand-
ið lakara en á Fljótsdalshéraði.
Verstar voru ástæðurnar í Breið-
dalshreppi og Norðfjarðarhreppi,
vegna kalskemmda.
Þessi athugun leiddi í Ijós, að
þó reiknað sé með hagstæðri hey
skapartíð, það sem eftir er af
heyskapartíma, muni einnig vera
um rr.eiri og minni heyvöntun að
ræða í þessum hreppum, Laus-
Jeg áætlun leiddi í ljós, að hey-
þörf fyrir a!lt svæðið væri 30 til
40 þúsund hestar, miðað við, að
vel gangi með heyskapinn það
sem eftir er.
í viðræðum við oddvitana kom
fram, að verulegur áhugi er fyrir
heykaupun. ef verðið á heyinu
fer ekki yfir kr. 1,50 vélbundið
og komið á bryggju í höfnum á
Austurlandi.
í sambanöi við heykaupin er
skylt að geta þess, að bændur á
Austurlandi óska eindregið að fá
hið fyrsta vitneskju um hvað hey
ið muni kosta á bryggju þar
eystra. en magn heypantana mun
að mestu háð verðinu og verða
þær ekki gerðar fyrr en það ligg
ur Ijóst fyrir.
Hinn ágæti heyfengur, sem nú
er í öðrum landshlutum, hefur
gefið tilefni til þess, að ýmsir
bændur vilja gefa hey til Aust-
urlands. Hve mikið magn hér
getur verið um að ræða, þarf að
rannsaka hið fyrsta.
Þeir nefndarmenn, sem ferðuð
ust um ka'svæðin nú í ágúst,
urðu þess áskynja, að nokkuð
hefur gróið að kölunum, en álíta,
að nánari athuganir þurfi að
gera svo hægt sé að benda á
heppilegustu leiðir til endurrækt
unar á kalsvæðunum.
Það kotn greinilega í ljós, að
fjárhagserfiðleikar muni tak-
marka heykaupin, enda hafa
nokkur undanfarin ár verið mjög
erfið til búskapar þar eystra, sök
um kalskemmda árið 1962 og sér
í lagi vegna mikils kostnaðar við
að koma búfé fram á síðasta vori.
Það er því brýn nauðsyn að
hrepparnir fái aðstoð með lánum
og framlagi, svo að heykaupin
verði framkvæmanleg og komizt
verði hjá stórfelldum niður-
skurði á búpeningi. sem mundi
hafa vandséð áhrif á búskap
þessa landshluta, bæði afkomu
bændanna og fækkun þeirra um
ófyrirsjáanlega. íramtíð. Vegna
bæja og þotpa á þessu svæði má
framleiðsla á mjólk ekki drag-
ast saman, en á því er allmikil
hætta vegna vaxandi eftirspurn
ar eftir vinnuafli á útgerðarstöð-
um í fjörðunum“.
Bréfi nefnda.rinnar fylgdu svo
felldar tillögur um ráðstafanir í
þessu efni:
„1. Útvegað verði hey og sent
til Austurlands í haust, eft
ir því sem hægt er að full-
nægja pöntunum, sem það ■
an berast.
2. Leitað verði eftir því við
Bjargráðasjóð að veita lán
til heykaupa. Ennfremur
verði til þess mælzt, að
hann greiði kostnað við
binding heysins og flutning
á bryggju austanlands og sé
það ekki endurkræft fram-
lag.
Hafi Bjargráðasjóður ekki
bolmagn til þess að leysa
þessi hlutverk, útvegar rík
isstjórn Bjargráðasjóði það
fjármagn, sem til vantar.
3. Vegna framkominna blaða-
fregna um, að bændur í öðr
um landshlutum hafi hug á
að gefa hey til Austurlands,
er lagt til, að nú þegar
verði kannað, hve mikið
heymagn mundi fást á
þennan hátt“.
Sama dag og ráðuneytinu barst
þetta bréf nefndarinnar, sendi
það Búnaðarfélagi íslands eintak
af niðurstöðu nefndarinnar og
óskaði þess jafnframt, að Bún-
aðarfélagið hefjist handa um að
kanna hversu mikið hey bænd-
ur í Jandinu kynnu að vilja gefa
til bænda á Austurlandi vegna
heyskorts þar. Var Búnaðarfélag
inu falið að ha'fa samband við
stjórnir hreppabúnaðarfélaga,
þar sem vitað er að hey er af-
lögu. Ætlast var til þess, að
hreppabúnaðarfélögin tilkynni
eins fljótt og kostur var og ekki
síðar en 10. september nk. um
loforð um heygjafir. Heygjafirn-
ar áttu að miðast við að heyið
verði vélbur.dið á hentugum stöð
um og þá við það miðað, að
bændur, sem gefa heyið, flytji
það á sinn kostnað - til þeirra
staða innan sveitar, þar sem vél-
binding fer fram.
Þegar daginn eftir að Búnaðar
félagi íslands hafði borizt þetta
erindi ráðune.vtisins, hafði það
samband við stjórnir hreppa-
búnaðarfélaganna og er nú beðið
niðurstöðu um árangur af þeirri
málaleitan.
Auk þess, sem hér hefur verið
rakið, leggur fyrir í málinu Iaus
leg áætlun nefndarinnar um
kostnað við útvegun og flutning
á hey til Austurlands á þessa
leið:
„Áætluð heyþörf 3000 tonn.
Áætlað 1000 tonn
gjafahey kr. 0
Áætlað 2000 tonn keypt
hey á 1500/pr. — 3.000.000,00
Binding og flutn að skipi
1100/pr. tonn — 3.300.000,00
Hafnargjöld. framskipun
og flutn. 693,75
pr. tonn — 2.081.000,00
Uppskipun og hafnargj.
eystrá 243,75 pr t. — 731.000,00
Samtals kr. 9.112.000,00
3000 tonn hey selt
á bryggju
1500/pr. tonn — 4.500.000,00
Mismunur kr. 4.612.000,00
Hefur stjórn Bjargráðasjóðs ís
lands heitið stuðningi við þær
ráðstafanir, sem fyrirhugaðar
eru í þessu sambandi.
Á fundi landbúnaðarráðherra
31. ágúst sl tók nefnd sú, sem
getið er hér að ofan, að sér að
vinna áfram að máli þessu og sjá
um framkvæmdir þeirra ráðstaf-
ana, sem gripið verður til í sam-
bandi við úrJausn inálsins.
Eins og fram kemur í greinar-
gerð nefndarinnar eru ekki tök
á að ákveða hvaða ráðstafanir
þar verður um að ræða fyrr en
fyrir liggja niðurstöður um end
anlegan hevfeng bænda eystra.