Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 3
 MORCUNBLAÐIÐ 3 1 Þriðjudagur 5. októbrr 1965 Reykvískar kúsmæður við póstburð — Og hvernig líkar ykkur staríið? — Ágætlega. >að er ósköp gott að komast í einhverja úti vinnu Starí húsmóðurinnar ÞAÐ var dum'búngur og all- (hvasst af suð-vestan á fimmtu dagsmorguninn, er við brugð- um okkur út á pósthúsið í Póst hússtræti til þes.s að hitta að máli nokkrar póstfreyjur, en eins og kunnugt er hefur Póst þjónustan nýlega ráðið á þriðja tug kvenna til þess að stunda bréfaiburð víðs vegar í borgini. Á efstu hæð pósthússins koma póstfreyjurnar dag bréfin áður en hún heldur út í hverfið, sem hún hefux tekið að sér. — (Hvernig líkar þér starf- ið? — Vel, ennþá að minnsta kosti. — Og eiginmaðurinn, hvað segir hann við 'þessu? — Hann er nú ánægi'ur, ef hann bara fær matinn á rétt- • um tíma, segir þessi reykvíska húsmóðir og brosir. Rannveig Jónasdóttir kemur póstinum til skila að heimili við- takenda. þó að mamma vinni úti á meðan. — Það er allskipulega rað-. að í hólfin, er það ekki? — Jú, þetta er ágætt og engum vandkvæðum bundið að finna sinn póst, segir frú- er nú einu sinni þannig, að hún er alltof mikið inni við. — Hvað hefur slíkur út- burður sem þessi fram yfir blaðburð? — Það er nú fyrst og fremst rukkunin, sem maður losnar Rannveig Jónasdóttlr og Soffia Sigurjónsdóttir flokka póstinn sinn. hvern um áttaleytið til þess að sækja póstinn. í>að var margt um konuna, er við kom um og fyrsta hittum við að máli Valborgu Sigurbergsdótt ur, þar sem hún er að flokka — Og börnin? Eigið þér ekki einhver börn? — Jú, en þau eru nú orðin svo stór, 6, 13, og 15 ára og eru í skóla á morgnana, svo að þau verða ekkert vör við, Jóhanna Hlöðversdóttir, þar sem við hittum hana að störfum. Vaiborg Sigurbergsdóttir flokkar póstinn ofan i töskuna sina. (Ljósm.: MbL Sv. Þorm.) in um leið og við kveðjum hana. Skammt frá Valborgu eru tvær frúr við sömu iðju. Þær heita Soffía Sigurjónsdóttir og Rannveig Jónasdóttir. Við tök um þær tgli og spyrjum þær fyrst, hve mörg börn þær eigi. — Níu, svarar Soffía, en Rannveig segist eiga tvö. — Ósköp eruð þið forvitnir, segir Rannveig, kannski þið viljið líka spyrja, hve gamlar við séum, og hún brosir. — Þið komið okkur bara al veg úr öllu stuði með þessum spurningum ,segir Soffía og heldur áfram að flokka bréf- in. við, svo getur maður lika sof- ið út á sunnudögum og það finnst mér mikils virði, þá fara börnin ekki í skólann, en á mánudögum gera þau það, svo að þá fær húsmóðirin í rauninni áldrei að sofa út, beri hún út blað, segir Rann- veig um leið og þær axla pok- ana sina og fara niður með lyftunnL Kviðið þið ekki fyrir jóla- póstinum? spyrjum við, er við verðum samferða þeim í lyft- unnL — Nei, nei, segir Soffía. — Þá kernur svo mikið af auka- Framíhald á bls. 18. iSTAKSTflNAR Stutt á hnapp Það er tiltölulega auðvelt fyr- ir Morgunblaðið að ráða leiðar* efni Timans. Stutt er á hnapp, og þá birtist sá leiðari sem ósk- að er eftir. Ef t.d. vakin er á því athygli í forustugrein MbL eða þessum dálki, að sambandið milli Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar sé ó- eðlilegt og óhollt samvinnu- hreyfingunni, andstætt hennar hagsmunum, hirtist sjálfkrafa daginn eftir í Tímanum forustu- grein um áhuga Framsóknar- manna á samvinnufélögunum, Og að Sjálfstæðisflokkurinn troði sinum mönnum í stjórnir ýmissa félagssamtaka, jafnvel iþróttasamtaka. Ef bent er á þaS hér í blaðinu, að vinnufriður hafi aldrei verið almennari og víðtækari en á siðustu tveimur og hálfu ári, rekur málgagn Framsóknarflokksins umsvifa- laust upp sársaukavein daginn eftir og segir, að aldrei hafl verkföli verið meiri en einmátt nú. Ef vakin er athygli á rann- sóknum ungra Sjálfstæðis- manna á menntamálum, bJrtist umsvifalaust daginn eftir for- ustugrein í Timanum nnn menntamálaáhuga Framsóknar- manna og að þetta og hitt, sem fram hafi komið i skýrslnm ungra Sjálfstæðismanna, sé nú eiginlega allt frá Framsóknar- mönnum komið, og séu þvi bara gamlar lummur. Og þannig mætti lengi telja. Það er vissu- lega vald út af fyrir sig aS geta stutt á hnapp og fengið þann leiðara, sem áhugi er á hverju sinni í Tímanum daginn eftir. En það er þung ábyrgð, sem fylgir því, að bera ábyrgð á leið urum Tímans. Og ósköp væri gamírn, ef skriffinnar Framsókn armálgagnsins hefðu svoUtla fjöl breytni í skrifum sinum nm þessi mál, þeir hirta nefnilega alltaf sama leiðarann upp aftur og aftur. I sumar prcntuðu þeir leiðara um ofsköttun dag eftir dag í tíu daga rétt áður en skatt skráin átti að koma út, líklega í þeim tilgangi að kynda nýjan skattaeld, sem auðvitað tókst ekki. Nú til dags tekst Fram- sóknarmönnum ekkert, gæfan hefur snúið við þcim bakinu. Biðjast vægðax En greinilegt er, að forustu- grein Timans á sunnudaginn er ekki aðeins svar til Mbl., held- nr er hún skrifuð í þeim tón, að greinUegrt er að forustumenn Framsóknarflokksins krjúpa á kné og biðja forustumenn Sambands ísl. samvinnufélaga ásjár, biðja þá um að rjúfa ekki böndin þeirra á milli, eins og vitað er að Sambandsforustan helzt vildi. Hefur því raunar verið fleygt, að staðiff hafi á mikilvægum stuðningi viff Fram sóknarflokkinn, sem hann getur ekki án verið, en hefur notið til skanuns tíma, og er það ma, ástæðan fyrir rógsherferð, sem hafin er innan Framsóknarflokks ins á hendur forstjóra Samb. ísl. samvinnufélaga. Hagsmunagæzla En auffvitað getur samvinnu- hreyfingin á íslándi ekki sinnt ámátlegu væli Framsóknar- flokksins, sem ekki er leng’ur í neinni aðstöðu til þess að gæta hagsmuna hennar. Hann var í þeirri aðstöðu í þrjá áratugi en er það ekki lengur, og þess vegna gera forstöðumenn Sam- bandsins sér Ijóst, að það or ekki lengur samrýmanlegt hags- munum samvinnuhreyfingarinn ar að tengjast Framsóknar- flokknum svo sterkum böndum sem áður. Ef þeir eiga að tryggja hagsmuni samtaka sinna og hinna fjölmörgu meðlima þeirra, hljóta þeir að velja þá leið, sem ein er til þess fær, það er að rjúfa hin óheilbrigðu tengsl við Framsóknarflokkinn, og hafa þannig frjálsar hendur til þess að gæta hagsmuna sinna og fé- lagasamtaka án þess að tengslin við Framsóknarflokkinn valdi óþarfa tortryggni í þeirra garð hjá öðrum stiómmálaflnkkiun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.