Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ ' Þriðjudagur 5. október 196 r KR vann Islandsbikarinn í knattspyrnu Hörkuleikur við Akranes 2—1 — Tveir leikmenn Akurnesinga bornir af velli, annar illa særður — Akurnesingar misnotuðu vítaspyrnu — Mfetaðsókn, tæp 10 þúsund manns KR INGAR endurheimtu íslandsbikarinn er þeir á sunnudaginn nnnu Akurnesinga í úrslitaleik með 2-1. Leikurinn var lengst af mjög spennandi — barátta tveggja liða þar sem vart mátti á milli sjá, hvort væri betra. En er KR tókst að ná forystunni hófu þeir vamarleik, og tók þá í senn að hitna í hamsi hjá leikmönnum — og einnig hjá áhorfendum. Á 37. og 38. mínútu síðari hálfleiks vora þeir Eyleifur og Ríkharður, „stjörnur" Akranesliðsins, bornir af leikvelli á sjúkrabörum. Bæði leikbrotin voru gróf og harkaleg og höfðu það í för með sér að áhorfendur létu stjórnast af heift í garð KR, og voru ljótustu skrílslæti höfð í frammi bæði við verðlauna- afhendingu og mótsslit og eins er KR-Iiðið hvarf af leikvanginum. Slík skrílsiæti þjóna engum tilgangi og ber að víta þau harðlega. Það var sannkölluð úrslita- stemmning ríkjandi er leikur hófst. Og það var úrslita- stemning yfir leik liðanna. - Barizt var ai öllum mætti a báða hóga, fallegir leikkaflar sáust, magnaðir af mikilvægi • Jöfn byrjun Fyrstu 10 mín. leiksins voru liðin afar jöfn. Einasta tæki- færið þennan tfcna sem eitthvað verulega ógnaði, var er Baldvin miðherji KR komst í gegn á miðj unni og óð að marki. En hann var lengi, hafði ekki vald á knett inum og tækifærið rann út í sandinn. Síðan smá snerist leikurinn Skagamönnum í vil. Þeir náðu betri tökum á leiknum, fengu ráðrúm til uppbyggingar á miðj- unni, því Ellert lék mjög aftar- lega. Og í návígi reyndust Skaga- menn sterkari. Þeir náðu iðulega með alllaglegum leik upp undir Úrslitamark leiksins. Baldvin miðherji (yzt t.v.) hefur hlaupið af Helga Danielsson og skorar. Dómarinn gengur á milli leikmanna. — Þarna eru frá vinstri: Jón Leósson, Kristinn Gunnlaugsson, Hannes Þ. Sigurðsson dómari og Sveinn Jónsson. sér vörn Skagamanna, leikið a Myndir: Sveinn Þormóðsson. tækifæri, en skaut í hliðarnet. Tveim mín síðar misstu Akurw nesingar tækifærið til þess að „gera út um leikinn“. Vítaspyrna er dæmd á KR fyrir brot gegn Eyleifi. Eyleifur framkvæmdi spyrnuna en skaut utan við. Akurnesingar misstu þarna af tækifæri til að ná forystu í leikn um — og mistökin virtust fá svo mjög á Eyleif að hann var aðeins svipur hjá sjón á eftir. Á 25—35 mín. fyrri hálfleiks var bezti kafli Akranessliðsins. Liðið átti hvert upphlaupið af öðru og kom KR-vörninni í klípu. Auk þess að mistakst vítaspyrna skoraði liðið rangstöðumark og fleiri góð tækifæri áttu Skaga- menn. Rétt fyrir leikhlé skall svo hurð nærri við mark ÍA. Baldvin óð að því — Helgi ruddist móti hbnum. Baldvin reyndi að vippa Framhald á bls. 31. Þetta er ekki í dansskóla Her- manns Ragnars. Hér glíma þeir Matthías útherji og Bjarni Felix- son um knöttinn. úrslitanna og ákveðnum sigur vilja beggja liða. Nálega 10 þúsund vallargest ir settu sinn svip á úrslitaleik inn og nú voru hvatningarorð in ekki spöruð. Það var stemning yfir öllu — og allt fór skemmtilega og vel fram. Björgvin Schram, formaður KSÍ, afhendir íslandsbikarinn. Það er sonur hanS, Ellert, sem veitir hon um viðtöku sem fyrirliði KR. og að vítateig KR. En þar brást bogalistin. En sókn Skagamanna varð aldrei alger og alltaf af og til náðu KR-ingar upphlaupum, sem stefndu beint í mark án króka- leiða og þó oftast tækist fljótt að stöðva sóknina, þá var hættan alltaf fyrir hendi, því varnar- menn ÍA virtust aldrei skilja til fulls hætthna af hraða sóknar- manna KR. • Fórysta KR Á 14 mín. nær KR forystunni. Upphlaupið upp vinstri kant, virt ist í fyrstu ekki alvarlegt, nægir menn til varnar. En skyndilega er gefið inn á og knötturinn berst til Einars ísfelds, ungs en harð duglegs inherja KR og hann leik ur laglega á varnarmann, sem að vífandi kemur. Baldvin hafði dregið Kristinn út á kantinn og Einar notfærði sér eyðuna — og færði KR forystu með laglegu skoti. • Akranes jafnar Á 21. mín. tekst Akurnesing- um að jafna. Upphlaupið var hratt á miðjunni. Augnabliki áð- ur hafði Helgi hlaupið á fjórum fótum og náð knetti af tánum á sóknarmanni KR, sendi langt fram og Eyleifur og Skúli brun- uðu upp miðjuna möð hjálp Matthíasar hægri útherja. KR- vörnin átti tilraun til varnar, en sendi knöttinn til Skúla Há- konarsonar, sem skoraði af stuttu færi. • Misheppnuð tækifæri Á 27. mín. máttu Akurnés- ingar hrósa happi. Helgi átti mis heppnað úthlaup og tapaði kapp hlaupi við Guðmund Haralds- son útherja, sem fékk sent fyrir markið. Gunnar Felixson fékk þá Hvað gæti skeð? Verðlaunaafhending Islands- mótsins í knattspyrau var ein- stæð í sögu íþrótta hér á landi. Stór hópur manna setti blett á mótsslitin með óhljóð- um og púi. Varð form. KSl að flýta sér sem mest hann mátti að aflicnda æðstu vcrðlaun ísl. knattspyrnu. Leikmenn og aðrir fengu olnbogaskot og urðu fyrir hrindingum. Þess voru jafnvel dæmi að menn hræktu á eða að forystumönnum og leik- mönnum. Síðar var tckið til grjótkasts að sigurvegurun- um. Hvert stefnir hjá ísl. áhorf- endum? Eru menn svo blind- ir af heift að þeir ráði ekki gerðum sínum og láti stjóra- ast af lægstu hvötum? Ýmsir lcikmanna sýndu og hegðun sem er þeim til skammar — en þeir eiga þá afsökun að vera þátttakendur í hita augnabliksins. En atburðirnir í Laugardal gefa tilefni til umhugsunar um það, hvort löggæzlan á vellinum sé í lagi. Að dómi undirritaðs er hún það ekki. Hvað gæti ekkl skeð á svip- uðum augnablikum. ef menn sem saklausir verðá fyrir árás um og svívirðingum annarra, svöruðu, í stafi þess að minn- ast spakmælisins, sá vægir er vitið hefur meira. Æstur áhorfendaskarinn befur ruðzt inn á leikvanginn og truflar mótsslitin með skrilslátum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.