Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 12
MORGU N BLAÐIÐ
?»r!WJu(?agur 8. október 1965
K
Stulka oskast
til skrifstofustarfa. Ensku og dönsku-
kunnátta æskileg.
Eðlisfræðistofnun Háskólans.
Sendlar
óskast, hálfan eða allan daginn.
Unnlvsingar á skrifstofunni.
F Ö N I X, Suðurgötu 10.
Unglingsstúlka
óskast til aðstoðarstarfa og sendiferð?
Upplýsingar á skrifstofunni.
F Ö N I X, Suðurgötu 10.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn strax.
Sendisveinn óskast
hálfan eða allan daginn.
dVBunX'íaíiiti
Gott
skrifstofupláss
við höfnina til leigu nú þegar.
Upplýsingar í síma 19803.
FAGMENN TELJA O-CEDAR
BEZTA HÚSGAGNAÁBURÐ-
INN. HREINSAR — GLJÁIR.
FÆST VÍÐA.
Gljáir — Hreinsar
EINKAUMBOÐMENN: JÓN BERGSSON H.F.
LAUGAVEGI 178.
Bergljót Aðalsteinsdóttir
l\linningarorð
FYRIR skömmu barst mér bréf
frá íslandi þess efnis, aS Bella,
vinkona mín, væri látin. Ótal
minningar gerðu vart við sig og
ég sá fyrir mér atburði liðinna
æskuára, þegar við lékum okk-
ur daglega saman.
Ég minntist okkar fyrsta fund-
ar á götuhorni í Norðurmýrinni,
einn gráan rigningardag. Þar
tengdust tvær átta ára telpur
iinnilegum vináttuböndum, sem
áttu eftir að endast til fullorðins-
ára. Það er dýrmætt, að eiga
góðan vin á þessum árum, vin,
sem óhætt er að treysta og trúa
fyrir sínum helgus.tu leyndarmál
um og ræða við öll þau ótélj-
andi vandamál, sem að höndum
ber á bernsku- og æskuskeiði.
— Við sátum saman í skólanum,
reiknuðum saman „heimadæm-
in“, lékum frumsamin leikrit og
sendum hvor annarri orðsending-
ar á dulmáli. Er nokkuð eins
skemmtilegt og að eiga sér dul-
mál, sem fullorðna fólkið skilur
ekki?
Brátt bættust fleiri vinstúlkur
í hópinn og það voru sannar-
lega samrýmdar stúlkur, sem
fóru á skauta niður á tjörn, hjól-
uðu út úr bænum eða bara nutu
þess að vera saman og hlæja
dátt.
Bella var óvenju falleg stúlka,
sem miklaðist þó ekki af fegurð
sinni. Tepruskapur og tilgerð var
henni fjarri skapi. Hún hreif alla
með glaðlegri og hispurslausri
framkomu sinni og mér reyndist
hún -jálpfús, trygg og hreinlynd
vinstúlka.
Leiðir okkar skildu um nokk-
Elíeas Ingimarsson
Minning
ÉG sé og heyri, að Elías Ingi-
marsson frá Hnífsdal er látinn.
Ég fæ ekki varizt því, að minn-
ingarbrotum skýtur upp í hug-
anum við þessa andlátsfregn. Og
þó þekkti ég Elías næstum ekki
neitt, a.m.k. ekki í hinum venju-
lega skilningi þess orðs. En það
er svo sem ekki ný saga, að
persónuleiki, sem maður kemst
í námunda við nokkrar naumar
stundir, skilji eftir dýpri og var-
anlegri áhrif en áralangar sam-
vistir annarra, og hugþekkari.
Ég hverf liðug nítján ár aftur
í tímann. En mér finnst sem það
hafi verið í gær. Það var á sól-
björtum júnídegi. Ég stóð inni í
fjöru og var að bauka við sil-
unganetið mitt. Netið var flækt
og mér gekk illa að greiða það.
Ég var svo niðursokkinn í þetta
dútl mitt, að ég hálfhrökk við
næsta stuttaralegt ávarp að baki
mér. „Góðan dag.“ Þegar ég leit
við, stóð ég andspænis ókunnug-
um manni, á að gizka fertugum.
Hann var svipmikill og karl-
mannlegur með arna.raugu. Þrátt
fyrir fremur fálátlega kveðju og
nokkuð harðneskjulega andlits-
drætti leið mér strax vel í ná-
vist þessa ókunna manns. Ég veit
nú, að unglings hugur minn
skynjaði þarna strax góðan
dreng með hjartað á réttum stað
á bak við hið aristókratíska útlit.
Við hlið hans stóð kona, alvörú-
gefin, göfugmannleg og myndar-
leg ásýndum.
Þótt ég og lagsbræður mínir
værum ekki sérlega uppteknir
við menn og málefni á þessum
árum, hafði ég eitthvað heyrt á
mál manna og vissi strax, að
þetta var verksmiðjustjórinn ný-
komni og konan hans. Eitthvað
þótti víst verksmiðjustjóranum
viðvaningslegt fitl mitt við net-
stúfinn því hann tók netið ró-
lega í hendur sér og innan
skamms raknaði hnúturinn og
netið lá þarna í mölinni fyrir
fótum okkar, sjófært og safír-
blátt. Því næst nokkur alúðleg
orð um veðrið og veiðiskapinn.
Síðan héldu þau áfram út í
þorpið. Ég vissi, að þau myndu
hafa fengið sér gönguferð inn að
Hrafná í góða veðrinu til að
skoða sig um.
Það lék ævintýrablær og vor-
hugur um Höfðakaupstað í lok
síðari heimstyrjaldarinnar og
næstu ár á eftir. Ég hef oft
hugsað til þess með þakklátum
huga, að æsku mína skyldi bera
upp á þessa björtu og vonglöðu
daga. Stórkostlegar verklegar
framkvæmdir breyttu litla og
hversdagslega fiskiþorpinu í önn
um kafinn athafnastað, morandi
af innflytjendum, verkefnum og
framtíðarvonum.
í huga mínum hefir Elías
Ingimarsson ætíð verið eins
konar persónugervingur þessara
æskubjörtu framfaratíma í Höfða
kaupstað. Hann bar höfuð og
herðar yfir aðra sakir gervileika,
hugsjóna, hæfileika og höfðing-
skapar, jafnt meðal innfæddra
sem aðfluttra. Ef síldin hefði
ekki svikið Norðurland er ég
sannfærður um, að Elías hefði
ekki einungis haldið fyrirmann-
lega á málum síldarverksmiðj-
unnar, þessa fjöreggs, sem öll
framtíð staðarins snerist um,
heldur hefði hann einnig orðið
staðnum haukur í horni á menn-
ingarlegum og félagslegum vett-
vangi sakir frjórrar skapgerðar
hugsjónamannsins.
En illar nornir ullu því, að
síldin hvarf úr Húnaflóa og Elías
Ingimarsson frá Höfðakaúpstað.
Hinir björtu og annríku upp-
gangstímar voru á förum. Stöðn-
un og síðar afturför biðu á næsta
leiti. Ég fæ ekki varizt þeirri
hugsun, að ef íbúamir hefðu bor
ið gæfu til að halda í Elías Ingi-
marsson með einhverju móti
eftir að síldarævintýrið var úti,
væri Höfðakaupstaður nú á
hærra plani en raun ber vitni,
hvað sem öllu fiskleysi líður.
Mér þykir vænt um að heyra,
að börn Elíasar hafa komizt svo
Slótrun byrjuð
ó ísolirði
ÞÚFUM, 23. sept. — Göngur og
réttir eru afstaðnar o«g slátrun
byrjuð á ísafirði af fullum krafti.
Sláturfjárflutningar á sjó hafa
veri'ð nær daglega. Fé reynist
til frálags í góðu meðallagi. Hey
eru alls staðar komin inn, vel
hirt og heyskapur yfirleitt í góðu
meðallagi- Slátrun í Vatnsfirði
byrjar á morgun, mánudag.
Nú er laxveiði lokið og veiði
í Langadalsá heldur minni en í
fyrra enda lítið vatn í ánni.
Gísli Kristjánsson, veiðimaður
hefur unnið rúmlega 50 minka í
ögri og Reykjafjarðarhreppi í
sumar, svo að æðimargt virðist
vera af beim á þessum slóðum.
P. P.
urra ára skeið, en við biðum báð-
ar eftir tækifæri til að hittast að
nýju, því að margt áttum við
ótalað. — Nú er hún horfin og
ég fékk ekki sagt henni, hve
vænt mér þótti um hana og þakk-
að henni langa vináttu.
Ég ei þess fullviss, að allir okk
ar gömlu vinir og skólasystkin
minnast með hlýju þeSsarar lag-
legu, glaðværu stúlku, sem öll-
um vildi vel. Engan grunaði þá,
að lífið ætti oft á tíðum eftir að
reynast henni jafnörðugt og raun
varð á.
Bergljót hét hún réttu nafni og
var fædd 4. júní 1934, dóttir hjón-
anna Guðnýjar Helgadóttir og
Aaðalsteins Jóhannssonar og ólst
upp á góðu heimili foreldra sinna
í Reykjavík. Að loknu gagn-
fræðaprófi vann hún við ýrnia
störf, þár til hún giftist fyrri
manni sínum, Þórði Jónssyni, ár-
ið 1956. Þau eiguðust tvö börn,
dreng og telpu, en skildu eftir
nokkurra ára sambúð.
Árið 1963 giftist hún Jóni Ara
Ágústssyni og stofnuðu þau
myndarheimili í Færeyjum og
áttu hamingjuríka- daga, sem þó
brátt tóku enda, því að mann
sinn missti hún síðastl. vor og
voru veikindi hans og dauði
þungt áfall. Þau áttu einn dreng,
sem nú er á fyrsta ári.
Foreldrum Bellu og systur
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur og litlu börnunum
hennar þremur óska ég gæfu og
gengis í framtíðinni!
G. D.
vel til manns, sem raun er á.
Þremur hinum elztu man ég vel
eftir sem geðþekkum dreng-
hnokkum í Höfðakaupstað fyrir
nítján árum. Það er vissulega
rétt, sem æskuvinur Elíasar sagði
hér í blaðinu, að engin lífsham-
ingja er stærri en sú að geta skil
að þjóð sinni farsællega þrosk-
uðum og vel menntuðum börn-
um. Slíkrar gæfu ann ég Elíasi
Ingimarssyni vel. Eftir því, sem
ég veit til, var hann vaskur dreng
ur, ein af þessum kempum, sem
við eigum því miður allt of lítið
af — og kunnufn stundum of
seint að meta. Skagstrendingur.
Ný lestrar-
kennslubók
BARNAGAMAN nefnist ný lestr-
arkennslubók, sem Ríkisútgáfa
námsbóka hefur nýlega gefið út.
Höfundar eru kennararnir Rann-
veig Löve og Þorsteinn Sigurðs-
son. Bókin verður væntanlega f
4 heftum, og er fyrsta heftið
komið út. Næsta hefti kemur
mjög bráðlega.
Bókin er litprentuð og skreytt
miklum fjölda nýstárlegra mynda
eftir teiknarann Baltasar. Engir
stórir stafir eru í fyrsta heftinu,
enda eru þar eingöngu kenndir
litlu stafirnir, til þess að börnin
þurfi ekki í upphafi lestrarnáms-
ins að glíma við tvö tákn fyrir
sama hljóðið. f seinni heftunum
læra börnin að þekkja stóra stafi.
Höfundar segja m.a. um bókina
í orðsendingu til kennara og for-
eldra:
„Hún er byggð upp samkvæmt
grundvallarlögmálum hljóðaað-
ferðarinnar, en jafnframt er leit-
azt við að hagnýta kosti annarra
aðferða og sneiða hjá þeim van-
köntum, sem lestrarsérfræðingar
hafa fundið á hl'jóðaaðferðinni.
Foræfingar, hæg yfirferð og til-
tölulega mikið magn af léttum
texta miðar að því að leggja
traustan grundvöll að lestrarnám
inu og koma í veg fyrir lestrar-
örðugleika seinna á námsferiln-
um“.
ísafoldarprentsmiðja hf. annað-
ist setningu bókarinnar og Lit-
brá hf. prentaði.
M.s. Herjólíui
fer til Vestmannaeyja og
Hornafjarðar á miðvikudag.
Vörumóttaka til Hornafjarðar
á þriðjudag.