Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 14
14 MOHCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. október 1965 Stúlka oskast Hressingarskálinn N Ý SENDING ítalskar kvenpeysur Glugginn Laugavegi 30. N Ý SENDING Þýzkar kuldahúfur Glugginn Laugavegi 30. Slátiirmarkaðurinn í Bolholti verður opinn í dag (þriðjudag- inn 5. okt.) frá kl. 1 e.h. Verzlanssambandið hf. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa. IViatstofa Austurbæjar Laugavegi 116 — Sími 10312. RÖskur sendill óskast nú þegar hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunni. OTTO A. MICHELSEN H.F. Klapparstíg 25—27. Trésmiðir vanir innréttingum óskast nú þegar. Trésmiðjan STÖPULL Hringbraut 121 — Sími 18405. Blaðburðarfólk vantar í Kópavogi Hvammana og Hdveg Sími 40748 Hafnarfjörður Blaðburðarfólk vantar í nokkur hverfi í bænum. MORGUNBLAÐIÐ, afgreiðslan, Arnarhrauni 14. — Sími 50374 Ólcafur Jónsson Reynisvatni — Minning ÓVÆNT og snögglega er Ólafur Jónsson bóndi að Reynisvatni horfinn af sjónarsviðinu, harm- dauði öllum sem kynntust hon- vun að einhverju marki. Ólafur var borinn og bam- fæddur Reykvíkingur, fæddur 4. ágúst 1891 að Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg. Nam hann múraraiðn og gerðist síðan byggingameist- ari. Um langt árabil var hann einn umsvifamestur þeirra manna er byggðu upp Reykja- vík. Hafði hann forustu um bygg ingu ýmissa stórbygginga höfuð- borgarinnar, sem enn bera vitni verkkunnáttu hans og vand- virkni, má þar nefna Hótel Borg, Gamla Bíó, Landsbankann o. fl. Við byggingaframkvæmdir þótti' hann flestum ötulli og ábyggi- legri. Ennþá lifa ýmsar sögur meðal samverkamanna hans sem sýna atorku hans, ósérplægni og drengskap. 1924 keypti Ólafur jörðina Reynisvatn í Mosfellssveit og flutti þangað búferlum. Hófst hann þegar handa um endurbæt- ur á ræktun og byggingum og voru þær framkvæmdir taldar til fyrirmyndar á þeirra tíma vísu. Um alllangt árabil stundaði Ólafur hvórt tveggja, búskap og byggingaframkvæmdir. Hlaut því búskapur á þeim árum að hvíla líka á herðum konu hans, Þóru Jónsdóttur frá Breiðholti, sem jafnan reyndist Ólafi traustur og trúr förunautur á hverju sem gekk. Fyrir nær tveimur áratugum fór Ólafur að draga sig í hlé frá erilsömum og lýjandi bygginga- framkvæmdum, enda ný viðhorf komin fram í þeim málum, sem honum voru lítt að skapi. Eftir það gafst honum meiri tími til að sinna búskap og öðr- um hugðarefnum. Búskapur og búfjárrækt munu jafnan hafa verið honum mjög hugleikin. Hann var mikill skepnuvinur og einkum hafði hann unun og dálæti á sauðfé. Hann var á- hugamaður um sauðfjárrækt og lét einskis ófreistað til að bæta fé s'itt, enda átti hann oft af- bragðsfé. Ýmsar frásagnir hans af dýrum sem hann hafði sjálf- ur undir höndum eða hafði kynni af voru í senn fróðlegar og skemmtilegar, því athyglis- gáfa hans og eftirtekt á því sviði voru með eindæmum. í eðli sínu mun Ólafur hafa verið hlédrægur en einarður var hann og hreinskiptinn og oft ó- sveigjanlegur ef að honum var veitzt eða ef honum þótti hallað réttu máli. Ekkert þoldi hann aumt að sjá og hjálpsemi hans, höfðingsskap og tryggð var við brugðið af öll- um sem þekktu. Gamansemi og kímnigáfa hans var rík og frásagnarlist óvenju- leg og sjór var hánn af þjóðleg- um fróðleik, spaugilegum sögum og vísum tun menn og málefni. Hátt á annan áratug hef ég ver- ið nágranni Ólafs og áttum við saman margvísleg skipti. Því meir mat ég þennan sérstæða höfðingsmann sem ég kynntist honum betur. Svo mun hafa ver- ið um flesta, að þeir mátu hann mest sem kynntust honum bezt. Fagurt er hjá litla vatninu und ir heiðarbrúninni þar sem Ólafur bjó í fjóra áratugi. Sjaldan er þar þó fegurra en á sólbjörtum degi þegar litskrúð haustsins er margbreytilegast. Slikt ferðaveð- ur völdu veðurguðirnir bóndan- um á Reynisvatni er hann var borinn til hinztu hvíldar frá Lágafellskirkju 1. okt. 1965. Megi för hans vel greiðast. Páll A. Pálsson. t „Um sólskin kvað fuglihn hann sá hvergi skúr. Er sólin rann í haf var hann kominn í búr. Undur er fljótt að hljóðna og gleði að breytast í sorg. Eins og hendi sé veifað. Helfregnin kemur. Hann Ólafur á Reynis- vatni er dáinn. Það er þung sorg fyrir alla sem þekktu hann, en þó mest fyrir okkur í litla kotinu við heiðarfótinn. Börnin mín sögðu bæði, að það væri eins og þau hefðu misst pabba sinn. Til hans var alltaf leitað. Þar voru heilindi og traust. Það breyttist ekki frá degi til dags. Ég hafði ekki lengi kynnzt Ólafi þegar ég fór að kalla hann konunginn minn á Reynisvatni, og 13 ára kynni staðfestu að hann bar alla þá kosti sem í því heiti felst og konung prýða. Hann var stór- brotinn höfðingi, heill og sannur mannkostamaður. Hann var vin- ur alls sem lifði, en þá mestur vinur okkar smælingja. Hann var sjálfmenntaður gáfumaður, me<5 afbrigðum glöggur á menn og málleysingja. Hann las mikið og unni list og móðurmálsins mætti og snilld. Kvæði framsagði hann þannig að upp lukust undraheim- ar. Hann breiddi út klæðið: fljúgðu, fljúgðu. Og að fá að fara með honum að huga að fé, þa3 var ævintýri og nú fyrir nokkr- um dögum fengum við hér a3 fara með honum slíka för. Mér fannst enginn dauði vera til, bara starf og gleði. Mér var alltaf mik- ilsvert að eiga Ólaf að vini og vera í skjóli við Reynisvatn. En þó sérstaklega þegar eitthvað var að, enda aldrei gripið í tómt. —• Skyndilega er allt svo tómt og litli dalurinn hnípinn og vegur- inn svo auður. Fallega hreina og blómum prýdda heimilið hans svo tómt, dásamlega góða konan hans harmi slegin, en þó svo fög- ur og stór. Þetta eru ekki eftirmæli. Að- eins fátæklegt þakklæti til hjart ans vinar og alls hans blessaða fólks sem hefur verið mér svo gott og ég á svo mikið að þakka. Helga á Engi. / Náms- og feiða- styrkir tll Bandaríkjanna MENNTASTOFNUN Bandaríkj- anna á íslandi, Fulbright-stofn- unin, vill minna á, að fresturinn til að sækja um náms- og ferða- styrki fyrir árið 1966—67 er út- runninn 8. október n.k. — Styrk- ir þessir eru veittir íslendingum sem þegar hafa lokið háskóla- prófi og hyggja á frekara nám við bandaríska háskóla á skóla- árinu 1966—67. Umsækjendur um styrki þessa verða að vera íslenzkir ríkis- borgarar og hafa lokið háskóla- prófi, annað hvort hér á landi eða annars staðar utan Banda- ríkjanna. Þeir, sem eru ekki eldri en 35 ára að aldri, verða að öðru jöfnu látnir ganga. fyrir um styrkveitingar. Nauðsynlegt' er, að umsækejndur hafi gott vald á enskri tungu. Þeir, sem sjálfir kunna að hafa aflað sér námsvistar við bandarískan háskóla, er bent á sérstaka ferðastyrki, sem stofn- unin mun auglýsa til umsóknar í aprílmánuði næsta ár. Umsóknareyðublöð eru af- hent á skrifstofu Menntastofnun- arinnar, Kirkjutorgi 6, 3. hæð, sem opin er frá 1—6 e.'h., alla virka daga nema laugardaga. Um sóknirnar skulu sendar í pósthólf Menntastofnunarinnar nr. 1059, Reykjavík, fyrir 8. október n.k. Réttað í Svart- hamarsrétt Akranesi, 2. október: — RÉTTAÐ var í Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd (hét fyrst Brekkurétt, síðan Hrafneyrar- rétt) miðvikudaginn 22. septem- ber. Fjöldi fólks kom í réttina. Fé var með fæsta móti, hafði smalazt illa, en veður gott. — Fjallkóngur og réttarstjóri var Guðmundur Brynjólfsson, odd- viti á Hrafnabjörgum. — Oddur. N auðungaruppboð Eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Axels Krist- jánssonar hrl. fer fram nauðungaruppboð á húseigninni nr. 42 við Sogaveg, hér í borg, þingl. eign Hauks Hjart- arsonar, á eigninni sjálfri miðvikudaginn 6. október 1965, kl. 2Vz síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, fer fram nauð- ungaruppboð á Mánahlíð v/Suðurlandsbraut, hér í borg, talin eign Helga Marcussen, á eigninni sjálfri miðviku- daginn 6. október 1965, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Árna Guðjónssonar hrl. og Veðdeildar Lands bankans fer fram nauðungaruppboð á húseigninni nr. 64 við Tunguveg, hér í borg, talinn eigandi Ragnar Sig- urðsson, á eigninni sjálfri miðvikudagínn 6. október 1965, kl. 3% síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Útvegsbanka íslands fer fram nauðungar- uppboð á húseigninni nr. 7 við Veghúsastíg, hér í borg, þingl. eign Smjörlikisgerðarinnar h.f., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 7. október 1965, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.