Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 5. október 1965
Aleð' næringu og réttri lunuiuiuu breytist barn á 12 mánuðum.
íslenzkt æskufólk safnar fé
gegn hungri í heiminum
HERFERÐ gegn hungri er sem
kunnugt er hafin að tilhlutan
FAO, Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna, í
80 löndum. Einnig hér á íslandi,
þar sem samtök ungs fólks bera
uppi þessa starfsemi, og hefur
það vakið athygli. Framkvæmda-
nefnd Herferðar gegn hungri
kallaði blaðamenn á sinn fund
í gær, til að skýra frá starfsemi
sinni, sem m.a. er í því fólgin að
skýra vandamálið hungur fyrir
íslenzku þjóðinni og hefja al-
menna fjársöfnun til að kosta
ákveðið verkefni, sem FAO mun
síðan hrinda 1 framkvæmd. En
almenn fjársöfnun hefst í byrjun
nóvember og stendur til loka
þess mánaðar. Hefur nefndin
skrifstofu í húsi Æskulýðsráðs
á Fríkirkjuvegi 11 og síðar
imin hún einnig fá inni á Hall-
veigarstöðum. Um hungrið í
heiminum og herferðina gegn
Því, sagði framkvæmdanefndin:
Hungur
Sérfræðingar FAO, Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Samein
uSu þjóðanna, telja, að um það
bil helmingur mannkynsins þjá-
i»t af hungri eða næringarskorti.
Sumir taka dýpra í árinni og
nefna tvo þriðju.
Rannsóknir FAO sýna glöggt,
að bilið milli ríkra og fátækra
breikkar með vaxandi hraða. Á
síðasta áratug hefur matvæla-
framleiðsla í velmegandi ríkjum
aukizt um 27 % á mann, en fram-
leiðsla vanþróaðra ríkja mjakast
vart upp á við. Sérfræðingar
FAO telja, að 60% íbúa hinna
vaniþróuðu ríkja þjáist af nær-
ingarskorti, og 20% af hungri í
válegustu merkingu þess orðs.
Um 72% jarðarbúa eru nú í þess-
um ríkjum. Þar er mannfjölgun
in örust og matvælaframleiðslan
minnst.
Á síðasta áratug hefur mann-
kyninu fjölgað með nálega tvö-
földum hraða, miðað við þann
næst síðasta, og flest bendir til,
að þróunin haldi með vaxandi
hraða í sömu átt.
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unin hefur komizt að þeirri nið-
urstöðu, að íbúum vanþróaðra
ríkja mundi séð fyrir nægjan-
legri fæðu, ef takast mætti að
auka framleiðslu sömu ríkja um
79% fyrir árið 1976, og um 293%
fyrir árið 2000. Þessu marki
telja sérfræðingar unnt að ná
með því að auka þjóðatekjur
vanþróaðra ríkja um 5% ár
hvert. Sameinuðu þjóðirnar hafa
Þjóðdansafélagið
hyggur á utanför
Vetrarstarfsemi þess að hefjast
WÓÐDANSAFÉLAG Reykja-
víkur er nú að hefja 15. starfs-
ár sitt. Félagið gengst nú, sem
nndanfarin ár, fyrir dansnám-
afceiðum fyrir almenning, bæði
fyrir byrjendur og þá, sem
lengra eru komnir. Kenndir eru
bteði gömlu dansarnir og þjóð-
dansar.
Aðsókn að þessum vinsælu nám
skeiðum fer sívaxandi, og kom-
ust færrí að, en vildu, sl. haust.
Allar horfur eru á að aðsókn
verði ekki minni í vetur. Vin-
sældir þjóðdansanna má af því
marka, að sumir þeirra eru nú
þegar orðnir meðal vinsælustu
gömlu dansanna, og aðrir eru nú
meðal tízkudansa ársins.
Innan félagsins starfa sem fyrr,
barna- ög' unglingaflokkar, óg
sýningarflokkar. Barnaflokkarn-
ir hafa notið mikilla vinsælda,
en þar fer flokkaskipting eftir
aldri. Fá börnin þar góða undir
stöðu fyrir hvers konar dansnám
síðar meir.
Starfsemi sýningarflokksins
íar stöðugt vaxandi, og staríar
hann nú orðið allt árið um kring,
en starfaði áður nær eingöngu
að vetrinum til. í sumar hafa ver
ið sýningar að Árbæ, fyrir er-
ienda skemmtiferðamenn, sjón-
varpsmenn, og víðar. Ennfremur
fór 20 manna flokkur frá félaginu
í sýningaferð til Þýzkalands í
júní. Ráðgert er að stór hópur
frá félaginu fari til Danmerkur
og fleiri Evrópulanda næsta sum
ar. Vegna hinnar fyrirhuguðu ut
anfarar, verður hin árlega vor-
sýning félagsins nokkru fyrr en
venjulega, eða í febrúar — marz.
Á síðasta ári fjölgaði mjög
styrktarfélögum Þjóðdansfélags-
ins, og var Háskólabíó nær full
setið á síðustu vorsýningu.
14. aðalfundur 'félagsins var
haldinn 31. maí ‘sí. Núvéfandi
stjórn félagsins e$ þannig skip-
uð: Form. Sverrir M. Sverrisson;
varaform. Þorbjörn E. Jónsson;
gjaldkeri, Baldur Sveinsson;
spjaldskrárritari, Eðvarð Bjarna
son; ritari, Steinunn Ingimund-
ardóttir.
ákveðið að beita sér af alefli
fyrir því, að svo megi verða.
Margir gera sér nú ljóst, að
stopular matargjafir hrökkva
skammt í þeirri baráttu, sem
mannkynið á framundan. Leiðin
að settu marki er að auka mat-
vælaframleiðsluna hjá hverri
þjóð, endurbæta landbúnað
þeirra og sjávarútveg með nýrri
tækni. kenna bændum og fiski-
mönnum að nota framleiðsluað-
ferðir tuttugustu aldar, og hjálpa
iþeim til að eignast þann búnað,
sem við þarf.
Svo stórfelldu verkefni verður
•hrundið í framkvæmd, aðeins
með því móti, að þjóðir heims,
stórar og smáar, leggist á eitt,
hver ríkisstjórn og hver þjóð
leggi fram sinn skerf til bar-
áttunnar. — Herferð gegn hungri
er nú hafin, að tilhlutan FAO,
í meir en áttatíu löndum, einnig
hér.
Framkvæmdanefnd Herferðar
gegn hungri (Freedom from
Hunger Campaign) er hér stofn-
uð fyrir atbeina Æskulýðssam-
bands íslands og hinnar islenzku
FAO-nefndar. Nefndin mun
starfa í sama anda Og að svip-
uðum verkefnum og fram-
kvæmdanefndir herferðarinnar í
öðrum löndum. Hún mun leitast
við að skýra vandamálið hungur
fyrir íslenzku þjóðinni, og hefja
almenna fjársöfnun til að kosta
ákveðið verkefni, sem FAO mun
síðar hrinda í framkvæmd.
Æskulýðssamband íslands hef-
ur ellefu landssambönd æsku-
fólks innan sinna vébanda, en
þau eru þessi: Stúdentaráð Há-
skóla Islands, Bandalag ís-
lenzkra farfugla, Iðnnemasam-
band íslands, Samband bindindis
félaga í skólum, íslenzkir ung-
templarar, íþróttasamband ís-
lands, Ungmennafélag íslands,
Samband ungra Framsóknar-
manna, Samband ungra Jafnað-
armanna, Samband ungra Sjálf-
stæðismanna og Æskulýðsfylk-
ingin — samband ungra Sósíal-
ista. — Æskulýðsnefnd þjóð
kirkjunnar styður herferð gegn
hungri.
Héraðsnefndir
Héraðsnefndir sem annast
framkvæmdir herferðarinnar ut-
an Reykjavíkur, hafa nú verið
stofnaðar víða um land. Nefndir
í Kópavogi, Hafnarfirði, Nes-
kaupstað og Siglufirði eru þegar
teknar til starfa, Og á Akranesi,
Ólafsvík, Akureyri, ísafirði, Vest
mannaeyjum, Keflavík, Húsavík
og Selfossi eru héraðsnefndir
HöH að byrja störf sín. — Verk
efni þeirra er að kynna vanda-
mál vanþróaðra rikja, hungrið í
heiminum og leiðir til úrbóta, og
gangast fyrir fjársöfnun, hver á
sínum stað. Framkvæmdanefnd-
in í Reykjavík hefur til umráða
myndaspjöld, kvikmyndir, mynd
ræmur og bæklinga þeim til
handa, en því miður, enn sem
komið er, svo lítið magn þessara
hluta, að óvarlegt þykir að dreifa
þeim af handahófi. Framkvæmda
nefndin væntir þess að héraðs-
nefndir láti vita, ef þær óska eft-
ir slíkum hlutum nú þegar, en
síðar mun enginn hörgull verða
á þessu efni.
Eftirtaldir aðilar hafa lofað að
styðja málefni HGH, og skipa
þeir stuðningsnefnd herferðar-
innar:
Ármann Snævarr, rektor Há-
skóla íslands; Benedikt Gröndal,
ritstjóri; Bjarni Benediktsson,
fonnaður Sjálfstæðisflokksins;
Davíð Ólafsson, formaður FAO-
nefndar íslands; Einar Olgeirs-
son, formaður Sósíalistaflokksins;
Emil Jónsson, formaður Alþýðu-
flokksins; Eysteinn Jónsson,
formaður Framsóknarflokksins;
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri;
Gunnar Guðbjartsson, formaður
Stéttarsambands bænda; Gunnar
G. Schram, rítstjóri; Halldór
Kiljan Laxness, rithöfundur;
Hannibal Valdimarsson, forseti
Alþýðusambands íslands; Helga
Magnúsdóttir, formaður Kven-
félagasamb. íslands; Helgi Elías-
son, fræðslumálastjóri; Hrefna
Tynes, varaskátahöfðingi; Jakob
Frímannsson, formaður Samb.
ísl. samvinnufélaga; Jónas B.
Jónsson, skátahöfðingi; Kjartan
Thors formaður Vinnuveitenda-
sambands íslands; Kristján
Thorlacius, forseti Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja; Magn
ús Kjartansson, ritstjóri; Sigur-
björn Einarsson, biskup; Sigurð-
ur Bjarnason, ritstjóri; Sigurður
Sigurðsson, landlæknir; Vigfús
Sigurðsson, forseti Landssam-
bands iðnaðarmanna; Vilhjálmur
Þ. Gíslason, útvarpsstjóri; Þór-
arinn Þórarinsson, ritstjóri. ji
Jacqueline Kennedy í samræðum við mág sinn, öldunga-
dyildarþingmaiminn Ted Kennedy.
Jacqueline Kennedy
á dansleik
I fyrsta skipti í 22 mánudi
FYRIR skömmu var Jacque- Kennedy yrði viðstödd í þessu
line Kennedy heiðurgestur í afmælissamkvæmi, seldust að
fjáröflunar samkvaemi í Bost- göngumiðarnir upp á stuttum
on, fæðingarborg hins látna tíma, og á svörtum mark-
forseta, og er þetta í fyrsta aði voru miðar seldir fyrir
skiptið síöan maður hennar svimandi háar upphæðir. —
var myrtur að hún tekur þátt Jackie mætti til samkvæmis-
í samkvæanislífinu.
ins í grænni kápu og i ljós-
Samkvæmi þetta var haldið um samkvæmiskjól frá
í tilefni af 85 ára afmæli franska tízkusérfræðingnum
Sinfóníuhljómsveitarinnar í Jean Patou.
Boston, en samkvæmi þetta
hefði eins mátt kalla „Jackie
endurheimt'
voru flestir gestanna komnir
Fyrsta dansinn steig frú
l7 Kennedy með framkvæmda-
^V1 v stjóra Sinfóníuhljómsveitar-
„ . - . , ... . innar,, Henry Cabot, en allt
þangað fyrs og rems kvöldið var samkvæmisklædd
sja na. . ;jt ( ur maður frá öryggislögr
fjar
Samkvæmisfólkið í Boston « maðmr frá öryggislögregl
, . ... ,-n unm 1 aðeins farra metra fja:
greiddi af fusum vilja 150
dollara (6.500.00 ísl. kr.) fyr
ir að £á sæti við eitt af þeim
60 borðum er-^ett höfðu ver-
ið uppt
líni oi
lægð frá Jackie.
Síðan dansleikur þessi var
haldinn hefur v^izluboðum
rignt yfir frú Kennedy, en
í hyggju að
meira en 17 millj. ísl. kr. draga sig í hlé með börnum
Þegar það fregnaðist að frú sínum enn um sinn.