Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 31
Þriðjudagur 5. október 1965
MORGU N BLAÐIÐ
31
..n'ji j.l/f'yij!11*
m
PTÚ
MORGUNBLAÐIÐ birtir hér
mynd af Steinari Richard Elías-
syni, sem beið bana í hinu hörmu
lega slysi á Langholtsvegi að-
faranótt laugardags.
Steinar fæddist á Þingeyri þ.
8. nóvember árið 1937 og var við
nám í Stýrimannaskólanum er
Iiann lézt.
- /jb róttir
Framhald af bls. 30
yfir Helga, tókst það — en vipp
aði yfir þverslá að auki.
Enn fengu Skagamenn tækifæri
á 16. mín. síðari hálfleiks, Eyleif
ur sendir fallega inn fyrir vörn
KR og Matthías kemst innfyrir
óvaldaður. En honum mistekst
spyrnan herfilega.
Á 10. mín. kemur úrslita-
markið. Skagamenn höfðu átt
allianga sókn og bakverðir
þeirra voru út undir miðju.
I*á er gefið langt fram og Bald
vin miðherji KR leggur í hrað
hlaupið á eigin vallarheim-
ingi — hleypur af sér Jón
Leósson og Helga Hannesson
og fær skorað.
• í vöru
Akurnesingar sóttu mjög eftir
þetta og áttu mörg góð færi.
Heimir varði vel, tvívegis frábær
lega vel og það er kannski ekki
sízt honumáð þakka að KJR vann
sigur.
KR-liðið lagðist nú í vörn að
mestu, voru stundum 10 í eigin
vitateig.
Og svo urðu slysin með Eyleif
og Ríkharð — sem sagt er frá í
upphafi. Eftir fráhvarf þeirra var
Akranesliðið máttlítið þó vel
væri reynt, en KR átti hættuleg
asta færið eftir þetta.
Dómari í þessum harða leik
var Hannes Þ. Sigurðsson. Hann
dæmdi framan af algjörlega lýta-
laust. En er á leið missti hann
að nokkru sín sterku tök á leikn
um, enda síður en svo í efitrsókn
arverðu hlutverki.
fc -iðin
Lið Akraness var samstilltara
en KR-liðið í þessum leik, með
betri tök á miðjunni og betri leik
upp undir mark — en þar brást
nú bogalistin. Tækifærin voru
hinsvegar mörg og kannski frem
ur óheppni að ekki tókst betur.
Beztu menn liðsins voru Rík-
haröur, Eyleifur í byrjun, Matt-
hías útherji og athyglisverður
leikmaður er Benedikt Valtýsson
hinn ungi framvörður. Vörnin
var hins vegar mistæk. Hún
gerði margt vel, en það skortir
þó mjög á að hún sé örugg og við
búin öllum hættum.
KR-liðið var samstillt og barð-
ist e:ns og KR-lið er frægast fyr-
ir. í íyrsta sinn í langan tíma örl
aði fyrir samleik í framlínunni
og var Einar ísfeld þar driffjöð
ur og bezti maður framlínunnar.
Baldvin ógnar með hraða sínum
en hann átti líka mörg mistökin
í þessum leik. Ellert átti mjög
góðan fyrri hálfleik og það sama
hiá segja um Högrð, Guðm. Har-
áidsson og Kristinn, en leikur
jiðsins verður þvingaður og of
jgrófur þegar höfuðáherzlon er
lögð á vörnina. — A. SL
— Indónesía
Framh. af bls. 1.
um átök og heldur ekki annars
staðar að úr ríkinu.
Kyrrt er að kalla í Djakarta,
borgin í hers höndum, og útgöngu
bann 12 tíma sólarhringsins, en
sagt að barizt hafi verið í borg-
inni á sunnudag. Skriðdrekar eru
þar á hverju strái og herlið fjöl-
mennt, bæði stjórnarlið það sem
fyrir var og eins hermenn úr
Siliwangi-herdeildinHÍ, frá Band-
ung, sem sent var eftir til aðstoð-
ar við að berja niður uppreisn
Ungtungs. AP hefur það eftir er-
lendum sendimönnum í borginni
að engin lík liggi þar á götum
enn og þó ekki sé ótítt að heyra
skothvelli hér og þar virðist svo
sem uppreisnin hafi þar verið
brotin á bak aftur.
í kvöld Skýrði útvarpið í Dja-
karta frá því að fundizt hefðu
lík sex indónesískra hershöfð-
ingja, sem uppreisnarmenn hefðu
myrt og dysjað alla saman í
gömlum brunni í einu úthverfa
borgarinnar, þar sem kallast
Krókódílagryfjan. Sagði í til-
kynningunni, að Achmed Yani,
yfirmaður landhersins, væri einn
hinna myrtu, en hinir væru
hershöfðingjarnir Harjono, Sup-
arma, Suprapto, Sutayo Dikorko
ög Panjaitan. Þá var einnig dysj-
aður þarna Tandian liðsforingi,
aðstoðarmaður Yanis. Áverkar á
líkunum benda til þess að hers-
höfðingjarnir hefðu sætt pynd-
ingu.
Suharto hershöfðingi, sem tal-
inn er mestur ráðamaður í Dja-
karta nú, talaði í útvarp í dag og
sakaði flugherinn um „grimmúð-
legar aðfarir“ og taldi hann eiga
sök á morði herforingjanna sex.
Beindi Suharto orðum sínum að
Omar Dhani, yfirmanni flughers-
ins, og Ungtung, lífverðinum ó-
þekkta, sem gerðist leiðtogi upp-
reisnarmanna, og sagði að þó
Sukarnó forseti hefði lýst því
yfir, að flugherinn hefði enga að-
ild átt að uppreisn Ungtungs, þá
þætti honum athæfi flughersins
stórlega vítavert og kvaðst vona
að „þeir Sem hlut ættu að máli“
yrðu fljótlega sóttir til saka.
Frestað hefur verið hátíðahöld-
um sem fram áttu að fara í Dja-
karta í dag vegna morðs þessa.
Hershöfðingjarnir verða grafnir
á þriðjudag í grafreit stríðshetja
Indónesa í Djakarta og hefur
Sukarnó forseti fyrirskipað viku
þjóðarsorg af þessu tilefni.
Miklum heilabrotum manna
— f/ópur
Framhald af bls. 32.
Jónssyni í Smára og gibs-
mynd Bjarna Guðjónssonar
frá Vestmannaeyjum.
— Unglingarnir þutu svo út,
en komu aftur nokkru síðar
áður en lögreglan kom. Þegar
ég reyndi að fá upp nöfn
þeirra lögðu þau á flótta.
— Það var strax náð í Sig-
urjón Ólafsson, sem tókst að
ná litnum af höggmynd sinni.
Það var ekki mjög erfitt, því
hún er úr eir. Það er verra
með gipsmyndina. Líklega
verður að taka hana af sýn-
ingunni. Eina vonin er, að
listamaðurinn sjálfur geti lag
fært hana. Litnum virðist
ekki unnt að ná af.
— Nokkru síðar tóku gest-
ir eftir því, að rauðleitt strik
var á myndinni „Grænn baug
ur“, sem er eftir Svíann Sten
Dunér. Hann er heiðursgest-
ur sýningarinnar. Að vísu er
rauður litur í málverkinu, en
mönnum þykir þó ljóst að
unglingarnir hafi .sett klessu
á málvekið.
— Þá skrifuðu unglingarn-
ir nafnið „Rollinig Stones“ á
vegginn fyrir framan sýningar
salinn.
— Ég er ekki alveg viss um
aldurinn á þessum krökkum,
en ég gæti bezt trúað að þau
væru 13—15 ára.
i— Ég.hef verið hér við all-
margar sýningar á undan-
förmtm árum og það koma oft
krakkar hingáð með ærs-lumt.
En mér hefur alltaf tekizt að
fá þau út með góðu. Þar ti'l
núna.
um hvað orðið hefði um Sukarnó
forseta sjálfan lauk á sunnudags-
morgun ,er forsetinn flutti þjjóð
sinni útvarpsávarp og kvaðst enn
sitja að völdum í Indónesiu og
vera við beztu heilsu. Síðar um
daginn talaði forsetinn aftur í
útvarpið og bað menn gæta still-
ingar, sagði hann að ókyrrð væri
nú í landinu en öllum væri það
fyrir beztu að málin yrðu til
lykta leidd á friðsamlegan hátt.
Skömmu eftir fyrra ávarp Suk
arnós, las útvarpsþulurinn yfir-
lýsingu Omars Dhanis, yfirmanns
flughersins, um að hann hefði
enga aðild átt að Ungtung og
uppreisn hans.
Talið er að Ungtung, sem sagð-
ur er hermaður góður en ékki
stíga í vitið, hafi gengið erinda
kommúnistaflokks Indónesíu,
PKI, sem látið hafi til skarar
skríða er kínverskir læknar Suk-
arnós hafí gefið í skyn að forset-
inn myndi skammt eiga eftir ó-
lifað. Er sagt að Ungtung og ýms-
ir leiðtogar kommúnista hafi kom
ið saman í Ungara á Jövu fyrir
um það bil viku og .lagt á ráðin
um uppreisnina, sem hafi verið
til þess gerð að lama mótstöðu-
afl hersins með því að fjarlægja
ýmsa helztu herforingjana.
Síðustu fregnir af Ungtung og
mönnum hans herma að þeir séu
nú einhvers staðar á Mið-Jövu
og þess skammt að bíða að sam-
an beri fundum þeirra og her-
liðs stjórnarinnar á þessum slóð
um.
Aðrar fregnir herma, að Ung-
tung hafi búizt um með lið sitt
og 60 gisla í hafnarbæ einum
norðan Djakarta og hafi þeir
flogið þangað norður frá höfuð-
borginni á laugardag eftir blóð-
uga bardaga skammt frá gisti-
húsinu Hótel Indónesía.
Hefur úrvalssveit úr Siliwangi
herdeildinni frægu verið fyrir-
skipað að fara frá Bandung til
að berja á uppreisnarmönnum og
sagt að hún hafi skammt farið
er eitthvað af herliði kommún-
ista hafi orðið á vegi hennar.
Eru fréttir þessar hafðar eftir
Malaysíu-útvarpinu og því við
bætt, að skæruliðar kommúnista
hafi nú dreift sér meðfram þjóð
vegunum milli Djakarta, Bogor
og Bandung.
Engar fregnir hafa borizt af
Omar Dhani, yfirmanni flughers
ins, en talið sennilegt, að hann
hafi gengið í lið með uppreisn-
armönnum og eitthvað af mönn-
um hans a.m.k. muni hafa fylgt
honum að málum.
Subandrio utanríkisráðherra,
sem ekki hefur verið nefndur á
nafn undanfarna daga, kom til
Djakarta í dag frá Medan á Sú-
mötru og átti viðræður við for-
setann. Subandrio var einn
þeirra sem sagðir voru eiga sæti
í , „byltingarráði“ Ungtungs, en
sagt að eins og um svo marga
aðra, muni Subandrio hafa ver-
ið skipað þar til sætis án hans
vitundar.
Malaysíuútvarpið telur að um
2700 félagar í æskulýðsfylkingu
kommúnista hafi fengið tilsögn
í hermennsku á Halim flugstöð-
inni skammt frá Djakarta og hafi
síðan verið búnir vopnum er
uppreisnin hófst. Fyrirskipun
hefur verið gefin út um að allir
sem vopn hafi með höndum skuli
skila þeim, að viðlagðri dauða-
refsingu, . en talið að heimtur
verði tregar.
- Páfi
ins litu til Sameinuðu þjóðanna,
sem síðustu vonarinnar um ein-
ingu og frið.
Að lokínni ræðu j>áfa risu allir
fulltrúar allsherjarþingsins úr
sætum svo og áheyrendur, sem
hlustað höfðu úr áheyíendastúk-
um en þeirra á meðal voru sam
an komnir margir helztu menn
í þjóðlífi Bandarikjanna.
Predikun páfa fyrir
90.000 manns.
Síðar um kvöldið predikaði
páfinn fyrir um 90.000 manns í
hinu stóra Yankee Stadion í
New York. Þar bað hann áheyr-
endur sina að elska og þjóna
friði, sem byggðist á siðferðileg-w
um og trúariegum lögmálum. í
ræðu sinni, sem flutt var í
messu, sem fram fór á hinum
þéttskipaða ilþróttaleikvangi,
sagði páfinn ennfremur, að frið-
urinn yrði að lifa og ríkja í
samvizku mannanna, eins og
heilög ritning kenndi okkur.
Páfinn ávarpaði einnig Gyð-
inga og aðra kristna menn en
kaþólska og fólk af öðrum trú-
arbrögðum á, meðal áheyrenda
sinna.
Um allan heim hefur heimsókn
páfans til Sameinuðu þjóðanna
verið mjög mikill gaumur gefinn.
Jafnt sendinefndir kristinna
Franah. aí bls. 1.
Ávarp páfans til Allsherjarþings-
ins.
Kl. 17.30 að íslenzkum tíma
ávarpaði páfinn Allsherjarþing
Sameinuðu þjó'ðanna. Þar skor-
aði hann á þátttökuríki samtak-
anna að.sverja þess eið,- að breyta
sögu mannkynsins í framtíðinni.
Aldrei framar styrjaldir. Friður-
inn veíður að ráða örlögum þjóð
anna og mannkynsins í heild,
sagði páfinn m.a. Vegna óskar | þjóða af öðrum trúarbrögðum
mannanna um að vera bræ'ður, þá yottuðu páfanum virðingu sína
látið vopnin falla. Það er ekki
unnt að elska á meðan haldi'ð er
á árásarvopni í hendinni. >á
skoraði hann á þjóðir samtak-
anna að leggja meiri áherzlu á
matvælaöflunina ‘ í , heiminum
heldur en að hindra fólskfjölgun
ina með því áð takmarka barn-
eignir.
Heimurinn verður að læra að
hugsa sér manninn með nýjum
hætti, sagði páfin ennfremur. Á
okkar tímum, sem einkennast af
framförum mannsins meir en
nokkru sinni fyrr, er þess þörf
að skírskota til siðferðiskennd-'
ar mannanna. Hættan stafar
Kvorki af framförunum og ekki
heldur af vísindunum. Ef þeim
væri aðeins beitt á réttan hátt,
myndu rannsóknir og vísindi
geta leyst mörg hinna alvarleg-
ustu vandamála, sem mannkyn-
ið stendur frammi fyrir. Hættan
stafar fyrst og fremst af mann-
inum sjálfum, manninum, sem
stöðugt ræður yfir öflugri vopn-
um, sem unnt er að nota jafnt
til þess að eyðiléggja og til þess
að vinna hina háleitustu sigra.
Páfinn lét í Ijós þá ósk, að
bygging sú, sem þátttökuríkin
hefðu reist, mætti aldrei hrynja | Húsbúnaður eftir eigin vali
saman. Hann lauk ræðu sinni fyrir kr. 20.000.00 nr. 37690 og
með því að segja, að þjóðir heims nr. 43996.
(Birt án ábyrgðar).
með því að vera viðstaddir og
hlýða á ávarp hans. Það
vekur athygli að sendinefndir
kommúnistaríkjanna hafa ekki
látið sitt eftir liggja í því efni, að
undanskilinni sendinefnd Albaníu
sem ekki var viðstödd.
Heimsókn páfans átti að ljúka
í kvöld og var ráðgert, að hann
færi með flugvél til baka til Róm
ar þegar í nótt, aðfaranótt þriðju
dags.
Dregið í DAS
í GÆR var dregið í 6. fl. Happ-
drættis DAS um 200 vinninga og
féllu vinningar þannig:
íbúð eftir eigin vali kr. 500,
000,00 kom á nr. 48226.
Bifreið eftir eigin vali fyrir
kr. 200.000,000 á nr. 35950.
Bifreið eftir eigin vali kr.
150.000.00 á nr. 35758.
Bifreið eftir eigin vali kr.
130.000.00 á nr. 52656.
Bifreið eftir eigin vali kr.
130.000,00 á nr. 48460.
Húsbúnaður eftir eigin vali
fyrir kr. 25.000.00 nr. 6477.
470 nemendur
í M.A. í vetur
Akureyri, 4. október.
MENNTASKÓLINN á Akureyri
var settur í gær kl. 1,30 á Sal.
Nemendur verða í vetur 470 í 18
bekkjardeildum og er það einni
deild fleira en í fyrra. Kennar-
ar eru 24, þar af 15 fastakenn-
arar að skólameistara meðtöld-
um. —
Tveir nýir fastakennarar koma
að skólanum, Ásmundur Jóns-
son og Jón Margeirsson, og þar
að auki stundakennararnir Reyn
Förstemann
leikur i
Akureyrarkirkju
Akureyri, 4. október.
ORGELSNILLINGURINN Mart-
in Gúnter Förstemann, pró-
fessor við tónlistarháskólann í
Hamborg, heldur tónleika í
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 5.
október kl. 20.30.
Á efnisskránni eru orgelverk
eftir N. Bruhns, B. ;Böhm, Max
Regor, J. S; Brahms og Förste-
mánn sjálfári. Allur ágóði af
tónleikunurn rennur til Ákur-
| eyrarkirkj u. — Sv. P.
ir Vilhjálmsson, Jóhannes Sig-
valdason, Pétur Pálmason og
Maraí Bayer Júttner. Jón Haf-
steinn Jónsson er í orlofi í vet-
ur og tveir stundakennarar hafa
látið af störfum.
í heimavist búa 216 nemend-
ur, þar af 40 í Hótel Varðborg,
sem skólinn hefur tekið á leigu
í vetur. í mötuneytinu borða um
325 manns.
í skólasetningarræðu sinni
brýndi skólameistari,' Þórarinn
Bjrönsson, fyrir nemendum að
stunda nám sitt vel. og reglu-
lega.
Skólameistarafrú Margrét
Eiríksdóttir stýrði söng við at-
höfnina. — Sv. P.
— Málsrannsókn
Framhald af bls. 32.
þá bræður á -móts vi‘ð Langholts
veg 25 og farið þar út, því hann
ætlaði heim til sín. Kvaðst hann
hafa neitað að aka þeim lengur
og tekið bíllyklana me'ð sér, þvó
hann hafði talið bræðurna oi
drukkna til að aka bílnum.
En þegar hann hafði verið
kominn heim undir húsfð hjá séi
hafði hann heyrt bílnum ekið aif
stað á miklum hraða. Hann hafi
þó ekki getað hringt til lögregl-
unnar til að gera henni aðvart,
þar sem enginn sími væri heima
hjá honum.
Sakadómur Reykjavíkur hefui
ekki viljáð gefa upp nöfn bræðr-
anna þriggja að sinni, þar sem
málsatvik liggi ekki nægilega
ljóst fyrir.
Bræðurnir þrír eru á aldrinum
20 ára, 22 ára og 2i5 ára.
,t
Elsku litla dóttir okkar,
ANNA DÓRA
sem lézt af slysförum 29. september sl. verður jarð-
sungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðviku-
daginn 6. þ. m. kl. 2 e. h. ,
Eríða Dóra Jóhannsdóttir,
GunnlaugUr Axélsson.