Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 5. október 1965
MOHGUNBLAÐIÐ
19
SUMARBIRTA
I BOLUNGARVlK
PRESTAR NORÐUR -ÍSFIRÐINGA 1929.
Frá vinstri: Sr. Öli Ketilsson í Ögurþingum, d. 1954; sr. Þor-
steimn Jóhannesson í Vatnsfirði; sr. R. Magnús Jónsson á stað
í Aðalvík, d. 1951; prófasturinn, sr. Sigurgeir Sigurðsson á ísa-
firði, síðar biskup, d. 1953; sr. Jónmundur Halldórsson á Stað
í Grunnavík, d. 1954; sr. Páll Sigurðsson, í Bolungarvík, d. 1949.
Nú eru aðeins þrír prestar í Norður-ísafjarðarsýslu. Prestaköll-
in norðan við Djúpið, staðirnir í Aðalvík og Grunnavik eru
mannlausir, og í Súðavík (Ögurþingum) er prestlaust síðan sr.
Bernharður Guðmundsson fluttist þaðan suður að Skarði í
Eystri-hrepp á sl. sumri.
HÉÐAN af kirkjúhlaðinu er
í glæsilegt útsýni norður yfir
I Djúpið, sem í dag, þennan heið-
I bjarta júlídag, er dimmblátt
i eins og Miðjarðarhafið. Handan
1 (þess standa fjöllin við Jökul-
t firði, björt og stolt í einsemd
! sinni. Héðan af kirkjuhólnum
! er líka gott að virða fyrir sér
I hina gróskumiklu byggð í þessu
I stórmyndarlega þorpi, þar sem
I fólkinu fjölgar jafnt og þétt og
i flestir búa í sínum prívat-vill-
i um.
t Kirkjan á Hóli er mikið hús
! og stæðilegt, myndarlegt eins
i o,g raunar allt í þesu þróttmikla
I útgerðasrplássi yzt við Djúp.
I Hér hafa sannarlega ræzt von-
I ir Þorvalds Thoroddsen, sem
i telur, í Ferðabók sinni, Bolvík-
I inga litla snyrtimenn, en bætir
I við, að vonandi sé, að þessi
I „gullfallega veiðistaða taki
I framförum með tímanum". Já,
i hér hafa vissulega orðið miklar
í framfarir, svo óvíða hafa þær
I verið meiri utan sjálfrar höfuð-
I borgarinnar. En þær hafa líka
I kostað mikið framtak, mikla
I baráttu. Bolvíkingar hafa vitað
i sem er, að „þar sem við ekkert
er að stríða, er ekki sigur neinn
að fá“.
i Baráttan við brimið stóð í
' hálfa öld, því að bygging hins
I fræga brimbrjóts byrjaði víst
I 1911 og er nú nýlega lokið. En
I hann er ekki nema áfangi í
hafnarframkvæmdum staðar-
ins. Og nú falla þær inn í hina
miklu Vestfjarðaáætlun um
bætta og aukna vegi, flugvelli
og hafnir á Vestfjarðakjálkan-
um öllum. Eins og í öðrum sjáv
arplássum er höfnin undirstaða
allrar atvinnulegrar uppbygg-
ingar í Bolungarvík. Gerir Vest
fjarðaáætlun ráð fyrir átta
imillj. króna framlagi í hafnar-
bætur í Víkinni, og er ætlunin
að byggja geysi mikinn grjót-
varnargarð, sem þegar er orð-
inn hátt á annað hundrað metr-
ar að lengd. Þegar hann er full-
ger, verður mikið athafnar-
svæði í höfninni, sem hægt er
að hagnýta eftir þörfum þegar
fól'kinu fjölgar, byggðin vex og
atvinnutækin stækka.
Atvinnutæki staðarins eru
fyrst og fremst bátar og frysti-
hús. Höfuðatvinnurekandinn er
Einar Guðfinnsson, hinn lands-
kunni athafnamaður. Hann, eða
fyritæki hans rekur hraðfrysti-
hús, síldar- og fiskimjöls-
verksmiðju og gerir út flesta
stærri bátana. Á sumarsíldveið-
ar eru gerðir út héðan 8 bátar
og fjöldi smærri báta gengur
héðan að heiman og stunda
einkum handfæraveiðar yfir
sumarmánuðina. fyrir utan sjáv
arútveginn er hér smávegis iðn-
aður og er helzt að nefna vél-
smiðju og trésmiðju er jafn-
framt framleiðir plasteinangr-
unarefni.
★
Það er næsta eðlilegt, að lítið
fari fyrir sveitabúskap í plássi
eins og Bolungarvík. Þar er hið
fornfræga höfuðból, Hóll, þar
sem kirkjan er, metið með hjá-
leigum á 60 hundruð, fyrst og
fremst vegna verðtollanna, því
að í gamla dag safnaðist til Bol
ungarvíkur fjöldi skipa innan
úr öllu Djúpi og víðar að. En
með breyttum atvinnuhátt-
um hefur það vitanlega lagzt
niður.
Á 16. öld komst Hóll í eigu
Árna sýslumanns Gíslasonar á
Hlíðarenda, sem var maður
stórauðugur, enda harðdrægur
og stórbrotinn (Æfiskrár) Sæ-
mundur Árnason, sem var höfð
ingi rhikill og auðmaður, sem
faðir hans, fékk Hól, enda var
Iþað sett að skilyrði fyrir kvon-
fangi hans, er hann bað Elínar
dóttur Magnúsar prúða, sbr.
vísu sem mælt er að Magnús
hafi kveðið sem svar við bón-
orði Sæmundar:
Fæst ei skjól hjá faldasól,
fyrðar honum það segi
nema fái hann Hól, fyrir
höfuðból,
hana fær hann eigi.
Búskapur í Hólshreppi hefur
iþróazt á líkan hátt og víða
anarsstaðar. Áður fyrr voru
byggðar jarðir um 20 og fleiri-
býli á sumum. Nú eru aðeins
níu bændur í sveitinni. Hins-
vegar hefur ræktunin vaxið og
framleiðslan aukizt að mlklum
mun, jafnvel þótt sumir bænd-
ur stundi jafnframt önnur störf
og heimilisfólkið sé aðeins for-
eldrar og börn þeirra á ýmsum
aldri. Flestir leggja aðaiáherzlu
á mjólkurframleiðslu, þar sem
mikill markaður er fyrir hana
í þorpinu og hafa sumir 10—20
kýr og jafnframt nokkuð af
sauðfé, en á stærsta sauðfjárbú-
inu munu vera nokkuð á 3.
hundrað fjár. Búskaparskilyrði
mega heita hér allgóð eftir því
sem gerist hér vestra og víða
eru víðlend tún og falleg. Hins-
vegar eru úthagar fremur þröng
ir. Svo sem sjá má af því sem
sagt var um fækkun búenda
hefir byggð gengið saman. Mun
ar þar mest um það, að Skála-
vík ytri, sem tilheyrir Hóls-
hreppi hefur alveg lagzt í eyði,
en fram á þessa öld var þar
vist hátt í 100 manns búandi.
★
Enda þótt ekki geti kallast
búsældarlegt í Bolungarvík sam
anborið við það sem er í víð-
lendum góðsveitum, er hér fag-
urt um að litast á kyrrum sum-
ardögum þegar fjöllin taka á
sig fölan bláma í sólmóðu dags-
ins og standa á höfði í lygnum
vatnsfletinum. Við höfum ein-
mitt notið eins slíks dags hér í
Bolungarvík og litast um af
hlaðinu á Hóli. En áður en við
hverfum héðan, görígum við í
G. Br.
kirkjuna. Þetta er mjög rúm-
gott hús eins og hún ber með
sér utan að sjá enda tekur hún
um 200 manns í sæti. Það sem
sérstaka athygli vekur er það,
að predikunarstóllinn er uppi
yfir altarinu og mun það ekki
vera í öðrum kirkjum hérlendis
nú orðið. Kirkjunni hefur verið
vel við haldið, hún er nú hituð
með jafmagni og meðal margra
góðra gripa hennar er pípuorg-
el. í turninum eru klukkur stór-
ar. Þær hljóta að senda sterka
hljóma ofan af hólnum niður
yfir þorpið þegar hringt er til
helgra tíða. Á sínum tíma voru
þær fengnar í Hólskirkju með
svona miklum hljómstyrk til
þess að hringingin bærist alla
leið út á Skálavíkurheiði. Þar
þótti reimt, og hvað var örugg-
ara ráð til að stökkva á brott
þeim slæðingi heldur en ómur-
inn frá vígðum klukkum í húsi
Guðs. Kirkjuferðir Skálvíkinga
hafa verið nógu erfiðar og tor-
sóttar þótt ekki bættust við
fjandar og forynjur á viðsjál-
um fjallvegi."
Hér á Hóli mun kirkja hafa
staðið frá öndverðri kristni, en
elztu heimildir um hana eru í
kirknaskrá Páls biskups. Ekki
var Bolungarvík nema öðru
hvoru sérstakt prestakall, en
sókninni stundum þjónað frá
Stað í Súgandafirði en þó oftar
frá Eyri í Skutilsfirði (ísafirði).
En erfiður og hættulegur var
sá annexíuvegur og a.m.k. einn
prestur fórst á þeirri leið. Það
var 17. febrúar, 1817. Þá var
sr. Hákon Jónsson prestur á
Eyri, 43 ára, Borgfirðingur að
ætt. Hann vígðist til Eyrar 1710
og varð strax sama ár prófast-
ur Norður-ísfirðinga. Sr. Hákon
„var vel gefinn maður og vel
að sér, söngmaður, smiður og
búsýslumaður, hagmæltúr nokk
uð“ (Æviskrár). Sonur sr.
Hákonar var hinn mælski og
gáfaði klerkur, sr. Magnús í
Miklaholti, sem um tíma hélt
Reynisþing.
Núverandi Hólsprestakall var
stofnað með lögum frá 27. júní
1925. Þá gerðist sr. Páll Sigurðs
son prestur þar. Hann var Bol-
víkingum að góðu kunnur.
Árið 1912 lauk hann guðfræði-
prófi í Kaupmannahöfn og er
okkar næstsíðasti „Hafnar-
kandidat“ (sr. Sveinbj. Högna-
son sá síðasti) og gerðist þá
strax aðstoðarprestur sr. Þor-
valcls á ísafirði með aðsetri í
Bolungarvík. Þá þegar virðist
þessi Suðurnesjamaður (hann
var frá Vatnagarði í Garði)
hafa bundizt órjúfandi böndum
við þessa vestfirzku veiðistöð.
Eftir næstu prestaskipti á ísa-
firði, gerðist sr. Páll fríkirkju-
prestur hjá Bolvíkingum um
tveggja ára skeið en hvarf þá
vestur um haf til prestsstarfa
hjá löndum vestra. Við stofnun
Hólsprestakalls 1925 kom sr.
Páll heim og var prestur Bol-
skrifar
ví'kinga til dauðadags. Hann
andaðist í Rvík 15. júlí 1949,
ferðbúinn til Vesturheims í
heimsókn til sinna gömlu sókn-
arbarna. Sigurgeir biskup ávarp
aði sinn gamla vin og nágranna
prest látinn á þessa leið:
„Þú kvaðst ekki geta hugsað
þér að starfa annarsstaðar en
í Hólssöfnuði. Þér þótti svo
fallegt í Víkinni' þinni, að þar
vildir þú bera beinirí*.
Sr. Páll var mikill áhuga-
maður um kirkju og menning-
armál og ritaði talsvert í rit
þeirra vestfirzku prestanna,
Lindina, m.a. mjög tímabæra
hvatningu: Hvernig guðshúsin
má fegra, sem er í gildi sínu
enn í dag þótt mikið hafi
breytzt til batnaðar hin síðari
ár. Þar segir m.a.: Kirkjunni
„þarf að vera allur' sá sómi
sýndur, sem tök eru á. Þegar
inn er komið á það að vera öll-
um ljóst, að þarna býr fólk,
sem þykir vænt um kirkjuna
sína og ber lotningu fyrir því,
sem þar fer fram. Komi sá
menningarbragur á, heima á
hinum helga stað, mun hann
víðar fara að koma í ljós á
eftir“.
Því næst lýsir sr. Páll því,
hve mikið Hólssöfnuður hafi
gert til að fegra kirkju sína.
Ber sú lýsing með sér að vel
hefur þeim dugmiklu Bolvík-
ingum verið Ijóst, að „ekki lifir
maðurinn af brauðinu einu sam
an“.
Núverandi sóknarprestur 1
Bolungarvík er sr. Þorbergur
Kristjánsson. Kona hans er
Elín Þorgilsdóttir. Þau eru
bæði Bolvíkingar að ætt og
uppruna.
★
Það mætti lengi halda áfram
þessum hugleiðingum hér á
kirkjuhlaðinu á Hóli, og renna
augunum yfir vaxandi þorp,
sem á svo mikla framtíð fyrir
sér í hugum íbúanna ,að þeir
gera rað fyrir 3000 manna bæ
Áður en þeirri stærð verður
náð h'efur áreiðanlega margt
skeð, m. a. sjálfsagt komið nýr
vegur til Bolungarvíkur innan
af ísafirði. Vegurinn um Ós-
hlíð er landskunnur, sem ein
viðsjálasta bílabraut landsins.
Við báða enda hans eru menn,
varaðir við að nema staðar á
honum, heldur skuli þeir aka
stanzlaust og þá væntanlega
eins hratt og ökutækið leyfir.
Það geta þeir vitanlega gert,
sem veginum eru nögu kunnug
ir og þekkja alla hans króka
og beygjur eins og hlaðið heima
hjá sér. Allt öðruvísi er þetta
fyrir þann, sem þarna ekur í
fyrsta sinn og veit ekkert um
hvað „hinum megin býr“. Hann
verður að fara sér hægt enda
þótt ferðin taki lengri tíma og
því meiri hætta á að verða
fyrir grjóthruni úr skriðum fyr
Krossinn við Óshlíðarveg.
ir ofan. Þarna var í sumar ver-
ið að vinna mikið að vegabót-
um, enda mun allmikið fé frá
Vestfjarðaáætlun, einar 6—7
milljónir, ganga til lagfæringa
á þessari nauðsynlegu sam-
gönguæð Bolvíkinga, sem gerir
þeim kleift að hafa daglegar
samgöngur við Reykjavík um
ísafjarðarflugvöll.
Svo ökum við til baka inn
Óshlíðarveg með góðar minn-
ingar um þennan bjarta dag 1
Bolungarvík og nemum staðar
um stund við krossinn, sem
stendur við veginn og er tákn
þess máttar, sem yfir mönnun-
um vakir á öllum hættunnar
brautum í eilífri miskunn sinni.
Gr. B.
Hólskirkh í Bnhuurarvik
Götumynd í Bolunigarvik.