Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 23
MORGU N B LADID 23 f- Þriðjudagur 5. olrWber 1965 I tn n- r iinr>r*- - « ■ ■ -« —-*• »*» » «*.. —i Einþáttungur eftir Beck- ett sýndur NÆSTKOMANDI fimmtu- dag’ tekur Þjóðleikhúsið til sýningar á litla sviðinu í Lind arbæ einþáttunginn „Síðasta segulband Krapps“ eftir írska skáldið Samuel Beckett. Þýð inguna hefur Indriði G. Þor- stcinsson gert en Ieikstjóri er ’ Baldvin Halldórsson. Leikendur í þessum sér- kennilega einþáttung eru tveir ef svo má að orði komast, nefnilega Árni Tryggvason, sem leikur Krapp, og svo seg ulbandstækið, sem einnig fer þar með veigamikið hlutverk. Æfingar á leikþættinum hafa staðið yfir síðan í vor. Þetta er annað leikritið eft ir þetta fræga skáld, sem sýnt er á sviði hér á landi, hitt fyrra var „Beðið eftir Godot“, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og vakti þá mikla at- hygli. Þýðinguna á því hafði Indriði einnig gert. Baldvin var þá leikstjóri líka og loks lék Árni Tryggvason annað aðalhlutverkið og er því engu líkara sem þeir þremenningar ætli að gera leikrit Becketts að sérgrein sinni. Ekki skal hér fjölyrt um efni leikþáttarins — hann ' mun eflaust koma leik'hús- gestum kynlega fyrir sjónir ' — en í þess stað sagt lítilega frá höfundinum, Samuel Becket, en hann hefur fyrir löngu hlotið verðskuldaða frægð fyrir ritverk sín og nú hefur verið miki'ð um hann rætt sem væntanlegan Nóbels verðlaunahafa. Hann fæddist í Dublin árið 1906 og nam við skóla þar. Fyrsta ritverkið sem ’hann sendi frá sér var ljóðabókin Whorosoope, en Beckett var þá 24 ára að aldri. j Fimm árum seinna kom önn- ur Ijó'ðabók eftir hann út en síðan sneri hann sér meira að ■ Lindarbæ skál dsagnagerð. Fyrsta leikrit 1 sitt skrifaði hann á frönsku en það er einmitt „Beðið eftir • Godot", sem getið er hér á undan. Næsta leikrit hans var „Endgame", þá kom „Síðasta 1 segulband Krapps“ og loks ' „Happy days“, sem frumsýnt ' var 1060. Auk þessa hefur Beckett einnig samið þrjú út- varpsleikrit. Hinn frægi brezki leikrita- gagrýnandi, Martin Esslin, segir m.a. um Beckett í grein, sem hann reit nýlega í brezka , tímaritið „Plays and players“, að hann telji Samuel Becket , vera einn mesta rithöfund þessarar aldar, þótt hann viti vel, bve vafasamt sé að fella slíka dóma um núlifandi rit- höfund. En hann kveðst vera mjög hikandi við a'ð lofsyngja nokkurt annað núlifandi skáld B svo. Allt öðru máli sé að J gegna um Beckett, hann sé 1 djúphugull og einbeittur rit- 1 höfundur, algjörlega laus við J alla sjálfsauglýsingahvöt, og 1 láti sig engu skipta tízku- < fyrirbrigði í listum né almenn ingsihylli, svo að nokkúð það , sem leitt geti til ofmats á nú- lifandi rithöfund sé fjarri lagi þegar Beckett sé annars veg 1 ar. Beckett geti í ritverkum sínum gefið mönnum innsýn ' í mannlegt eðli og stöðu mannsins í alheimnum, en um fram allt sé honum unnt að sýna okkur umheiminn með stillingu og af kyrrlátri gleði. Méð „Síðasta segulband Krapps“ verður sýndur ein- , þáttungur eftir Odd Björnsson sem nefnist Jóðlif en eins og , kunnugt er var þssi einþátt- ungur sýndur einu sinni í Lindarbæ á sl. vori. Leikstjóri ) er Erlingur Gíslason, en leik- endur tveir, Þorsteinn Ö. , Stephensen og Baldvin Hall- dórsson. Þetta er fimmti ein- þáttungurinn. * Árni Tryggvason í hlutverk i Krapps og segulbandstækið, en / Það fer einnig með velgamikið hlutverk í einþáttungi Becketts. — Moksild Framhald af bls. 32. beint undir krana og lagði upp í bræðslu. SEYÐISFIRÐI Hér hafa þau skip, er lengst hafa beðið, verið í nærfellt sólar- hring og gengur illa löndun. Stöð ug bilun er á sumum tækjum ríkisverksmiðjunnar en þróar- rými er þar enn. Söltunarstöðv- arnar hafa reynt að taka af skip- unum það sem hægt er, saltað stærstu síldina, en ekið hinu í bræðslu og hefir tekizt að losna við úrganginn. Hjá síldarverk- smiðju Hafsíldar hefir löndun gengið vel, en verksmiðjan af- kastar litlu, miðað við þann mikla landburð, sem nú er. Ein söltunarstöðin hér hefir landað í dag um 2000 málum, sem hafa farið beint í bræðslu, eftir að tekin hefir verið úr stórsíldin. NESKAUPSTAÐ Yfir helgina hafa komið hingað 22 skip með 18.100 tunnur. Síld- arbræðslan hefur tekið á móti 270 þús. málum og eru nú allar þrær orðnar fullar. Er landað jafnóðum og þró tæmist. I gærmorgun varð það óhapp að rafmagn fór í verksmiðjunni Á aðalfundi Alþjóðabankans. Við borðið sitja Gylfi Þ. Gislason, viðskiptamálaráðherra og við hlið hans Jóhannes Nordal, seðla bankastjóri, (næst ljósmyndarnu m fulltrúi Indlands). Þá má sjá í næstu röð Magnús Jónsson, fjá rmálaráðherra, og við hlið hans Þórhall Ásgeirsson ráðuneytis- stjóra. í þriðju röð sitja Vilhjálmur Þór, sérstakur fulltrúi Norðurlanda hjá Álþjóðabankanum og við hlið hans Pétur Xliorstein sson, ambassador. — Trygging Framha’d af bls. 32 til meðferðar, sem allt of langt mál yrði hér að gera grein fyrir í einstökum atriðum, má segja, að umræður hafi mest snúizt um tvö atriði: — Annars vegar hina brýnu nauðsyn þess, að gerðar yrðu al- þjóðlegar ráðstafanir til aðstoðar þróunarlöndunum í enn ríkari mæli. — Hins vegar um ráðstafanir til að tryggja jafnvægi í greiðslu viðskiptum þjóða í milli. Tíu af aúðugustu þátttökuríkjum gjald eyrissjóðsins hafa að undanförnu haft það mál til sérstakrar athug unar, en á fundinum var lögð á það áherzla, að fulltrúum margra þjóða, að þær ráðstafanir yrðu samræmdar sem bezt Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum til framdrátt- ar og innan ramma hans. Þetta mál er sérstaklega erfitt viður- eignar einmitt nú vegna þess að Bandaríkin leggja höfuðáherzlu á að jafna greiðsluhalla sinn í er lendum viðskiptum. En einmitt greiðsluhalli Bandaríkjanna hefir á undanförnum árum gert auð- veldara að leysa úr gjaldeyris- erfiðleikum annarra þjóða. Hefir jafnvel komið til tals að nota sérstakan gjaldmiðil til þess að leysa úr timabundnum gjaldeyr- isvandræðum meðlimaríkja Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. — Johnson, Bandaríkjaforseti, flutti ræðu á fundinum. Kvað hann það óumflýjanlegt að koma í veg fyrir langvarandi halla á utanríkisviðskiptum Bandaríkj- anna til þess m.a., að tryggja sem bezt stöðu dollarans sem al- þjóða gjaldmiðils. Lýsti hann jafnframt einlægum vilja ríkis- stjórnar sinnar til að liggja fram sinn skerf til lausnar þeim vanda sem af þessu kynni að leiða fyrir ýmsar aðrar þjóðir. Sérstaka áherzlu lagði forstinn á hina brýnu nauðsyn þess að styðja þróunarlöndin og eflingu Alþjóða bankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. — Útlán Alþjóðabankans urðu á sl. starfsári meiri en nokkurt ár áður. Samþykkt var að efla mjög verulega starfsemi I.D.A., sem er dótturfyrirtæki Alþjóða- bankans, og vinnur sérstaklega að uppbyggingu í þeim löndum, sem við efnahagsörðugleika eiga að stríða, og þurfa því sérlega góð lánskjör. Þá er starfandi ann að dótturfyrirtæki bankans, I.F.C., sem hefir það sérstaka hlutverk að stuðla að uppbygg- ingu mikilvægs atvinnurekstrar á vegum einkaaðila og gerist stofnunin jafnvel hluthafi í slík- um fyrirtækjum. — ísland hefir um langt skeið, sagði Magnús Jónsson, fjármála- ráðherra, ennfremur, — notið mjög mikilvægrar aðstoðar bæði Alþjóðabankans og Alþjóðagjald eyrissjóðsins. Ýmsir íslendingar hafa starfað við þessar stofnanir, hlotið þar dýrmæta reynslu, sem komið hefir íslandi að miklu gagni, og jafnframt unnið sér mikið traust innan stofnananna, sem greinilega kom í ljós í við- ræðum við forystumenn þeirra. Meðan á fundinum stóð áttum við íslenzku fulltrúarnir mjög gagnlegar viðræður við ráða- menn beggja stofnanna. Við Al- þjóðagjaldeyrissjóðinn ræddum við almennt um ástand og horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar og við Alþjóðabankann fyrst og og fremst um beiðni þá, er fyrir bankanum liggur um lán til Búr- fellsvirkjunar. Jafnframt var rætt nokkuð við bankann um hitaveituframkvæmdir Reykja- víkurborgar, en bankinn hefir þegar lánað nokkurt fé til þeirra. Borgarstjórinn í Reykjavík tók þátt í þeim viðræðum. Fjármálaráðherra lét að síðustu vel yfir fundum þessum, en kva5 þá hafa verið talsvert annasama. og við það kviknaði í þurrkara og síðan í mjölskiljara. varð af þessu allmikill eldur um tíma og stóðu eldtungurnar langt upp úr reykháf verksmiðjunnar. Slökkvilið bæjarins var þegar kvatt á vettvang og tók nokkurn tíma að slökkva eldinn og eins að kæla þurrkarann. Ekki var hægt að hefja bræðslu aftur fyrr en um kvöldið. Óhöpp sem þetta hafa komið fyrir áður í sumar, að rafmagn fari skyndilega, og fylgir því vanalega að þá kviknar í þurrk- ara óg af því einu verður margra tíma stöðvun. Er það mjög dýrt fyrir svona fyrirtæki, því það tekur það um 15 klst. að fram- leiða verðmæti einnar milljónar. Trúlega verða þessi óhöpp vegna þess að spennistöð verksmiðj- unnar er of lítil og mun spennir verða settur upp í verksmiðj- unni í haust. Á laugardag lestaði hér tog- arinn Jón forseti 142 tonnum af síld, sem hann ællar að selja á Þýzkalandsmarkaði. Hér er nú búið að salta í 44.701 tunnu og frysta 6373 tunnur. — Ásgeir. VOPNAFJÖRÐUR Allt er hér að kafna í síld. Saltað er eins og hægt er og eftir því sem fólkið getur staðið uppi. í dag er búið að tilkynna hér 35 þús. mál í bræðslu. Enn sem komið er hafa söltunar- stöðvarnar hér ekki verið í vand ræðum að koma úrganginum frá sér í bræðslu. Sláturhúsið hér er í fullum gangi og mjölskip er að lesta mjöl. Því er fólkseklan enn til- finnanlegri. Veður er gott, nema þouksúld. Verksmiðjan á Bakkafirði var hætt, því þangað höfðu ekki borizt nema 1600 mál í allt sum ar. Hún opnaði hins vegar aftur í dag til móttöku og þangað voru fjögur skip búin að til- kynna komu sína. FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR Síldarbræðslan hefir nú orðið ekki einu sinni undan að bræða úrganginn frá söltunarstöðvun- úm hér, svo mikill er hann. — Þess eru dæmi að söltunarstöðv arnar fara í gegnum sem svarar 5000 tunnum síldar og salta af því ekki nema 1000—1500 tunn- ur, svo mikill er aðburðurinn og ekkert saltað nema það bezta. Hér mun ekki verða tekið á móti bátum í næstu tvo daga. Enn eru ekki vandræði með fólk að ráði, því skólafólkið bjargar söltuninni. ESKIFJÖRÐUR Hór er erfitt með söltun og löndun í bræðslu. Verksmiðjan tekur aðeins við úrgangi frá sölt unarstöðvunum og farið er að flytja síld í tank, sem staðsett- ur er inni í landi og er ekki not- aður nema vandræði séu. Ekki hefir verið hægt að taka við nema örfáum bátum og engan- veginn öllum sem tilkynnt hafa komu sína. Aðeins var saltað hér á einni stöð í dag, bæði végna þess áð fólkið er útkeyrt og svo hefir ekki verið tækifæri til að ganga frá síldinni, sem þegar er kom- in í tunnur. GOTT veður var á síldarmiðun- um á sunnudag og aðfaranótt mánudags og góð veiði á svipuð- um slóðum og undanfarna daga. Samtals fengu 70 skip 68.950 mál og tunnur. Þessi skip voru með yfir 1000 mál og tunnur. Ólafur bekkur OF 1100 tn., Ögri RE 1200, Dagfari ÞH 1400, Jón Kjartansson SU 1800, Halldór Jónsson SH 1100, Sigrún AK 1000, Jörundur III RE 1500, Grótta RE 1000, Siglfirðingur SI 1600, Óskar Halldórsson RE 1400, Vigri GK 1200, Vonin KE 1300, Sigurpáll GK 1300 Ásibjörn RE 1000 Ingvar Guðjónsson GK 1300, Barði NK 1100 mál, Haraldur AK Snæfell EA 1200, Þorsteinn RiE 1200, ól. Magnússoh EA 1100, 1500, Árni Magnússon GK 1100, Reykjaborg RE 1650, Sólfari AK 1100, ísleifur IV VE 1200, Höfr- ungur III AK 1700, Hafrún IS 1150, Akraborg EA 1500, Bjarmi II EA 1300, Hamravík KE 1000, Höfrungur II ÁK 1200, Hanne* afstein EA 1200, Lómur KE 1250, Eldiborg GK 1000, Engey RiE 1100 Sólrún IS 1200, Guðrún Jónsd. SS 1650 mál og tn. Á sunnudaginn voru aflahæst- ix Keflvíkingur 200 mál, Jörund- ur II og Ingiber Ólafsson II 1700, Akurey RE 1850, Súlan 1800, Bjartur, Arnar og Jón Garðar með 1600 mál og tunnur hver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.