Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 25
'! Þriðjudagtff 9. október 1965 MORGUNBLADIÐ 25 Þrír Norðlendingar íóru til Grænlands í atvinnuleit, en þeg- ar vonir þeirra á því sviði brugð ust lögðu þeir leið sína austur imeð strönd til þess að veiða blá- refi. En svo illa fór, að á leiðinni þangað töpuðu þeir byssum sín- um og innan skamms var hungr- ið farið að sverfa að. Þeir áttu þá ekki annars ú,rkosta en að byggja sér snjóhús og láta þar fyrirberast um hríð. Eftir nokkra daga var svo kom íð að einn þeirra sá að við svo búið mátti ekki sitja og fór hann því út en tilkynnti félögum sín um áður, að hann skyldi koma aftur með eitthvað ætilegt, jafn- vel þótt hann yrði að vinna á bjarndýri með berum höndum. Hann var ekki langt kominn þeg'ar hann rakst á gríðarstórt bjarndýr, sem einnig var í leit að einhverju ætilegu. Hugrekkið fyrrverandi fauk eins og skot út í veður og vind hjá Norðlend- ingnum og tók hann því til fót- anna og hljóp aftur í áttina til snjóhúss síns, en bjarndýrið fylgdi fast á eftir. Er Norðlendingurinn var kom inn fast að snjóhúsinu var bjarn dýrið alveg komið að honum, skrikaði honum fótur með þeim afleiðingum, að dýrið hentist yf ir hann og lenti inni í snjóhús inu. Norðlendingurinn stóð þá á fætur gekk að dyrunum og kall- aði inn til félaga sinna: — Hérna er eitt, drepið það meðan ég næ i annaðl ý< r Höfuðsmaðurinn (Á heræf- ingu): — Veiztu ekki að þú get- ur orðið fyrir skoti írá leyni- •kyttum, sem við hugsum okkur •ð sé í 40 metra fjarlægð héðan Hermaðurinn: — Jú, en ég er á bak við tveggja metra háann •teinn, sem mér var gagt hugsa mér að væri hérna. SARPIDONS SAGA STERKA Teiknari; ARTHÚR ÖLAFSSON BIÐU SVO ALLIR MEÐ BRUGÐNUM SVERÐUM Nú er það frá Hjörviði að segja, að hann lét allan sinn her vopnast. Hafði hann ennþá fimm þúsund manna. Ganga þeir síðan af stað og hugsa að koma að hinum óvörum. Léttu þeir eigi ferðinni, fyrr en þeir koma þar sem hinir stóðu fylktu liði. Renna þeir jarlssonur þeg- ar á þá, og byrjast nú áköf orr- usta. Verður brátt mannfall mikið og þó meir af liði Hjör- viðar, því þeir fóstbræður sóttu hart fram og hjuggu á tvær hendur. Hjörviður eggjaði fast sína meim. Hafði hann marga hrausta drengi. Með honum var kappi sá, er Karbúlus hét, kynj- aður af Sardiníu, mikill mað- ur og sterkur. Hann veður fram í her jarlssonar og felldi marg- an mann. Serapus sér atgang hans og sækir því í móti hon- um. Serapus reiðir sverðið og hyggst kljúfa hann í tvo hluti, en Karbúlus slær skildinum svo hart við sverðinu, að það hrekk ur úr hendi Serapusar. Verð- ur hann þá reiður mjög og hleypur á Karbúlus. Hann tek- ur á móti og hefur Serapus * loft og kastar honum flötum á jörð. Er hann þá bundinn og til settir tuttugu menn að gæta hans. JAMES BOND —>f— — >f ->f-. Eftir IAN FLEMING Á meðan verið cr að pína James Bond, í öðru herbergi huss Le Chiffre _________ _ ____og Rússi flýtur sér á fundarstaS, .... er Vesper, sem enn er ómeidd, fangi JÚMBÖ K- —X- —X- —X- Teiknari: J. M O R A Riíriidi hjá nágrannanum Á kirkjuhurðina var ritað: — Þetta er leiðin til friðarins, hlið Himnaríkis. — Og undir stóð: Lokað yfir sumarmánuðina. — Nú er þetta eins og í svefnsal, sagði Júmbó um leið og læknirinn batt hina föllnu með nýrri gluggatjaldasnúru. — Já, a.m.k. vakna þeir ekki í bráð, svaraði læknirinn. — En hvað um prófessor Mökk, við er- um ekki búnir að bjarga honum enn, sagði Spori. — Eitt í einu, sagði Júmbó. Munið að við verðum alltaf að nota höfuðið fyrst en síðan kraftana. Spori tendraði blys, og Júmbó hljóp inn í húsið á móti. — Það er kviknað |i Eldur, hrópaði hann. — Er kviknað í? Halló; augnablik, ég •etla bara að fara í skyrtu, svaraði þrungin rödd. Eina íþóttaæfingin, sem leik- ritagagnrýnendur virðast hafa áhuga á, er að stökkva upp á nef sér. Þegar Napoleon kom eftir mikla stórsigra tii borgarinnar Ghent í Belgíu höfðu slátrarnir i borginni reist honum sigurboga •em á var letrað: Frá litlu slátr- urunum í Ghent iti Napoleons SANNAR FRÁSAGNIR — -X —X- —X- Eftir VERUS James McDivitt (til vinstri) og Edvard White (til hægri) hafa verið í stöðngri þjálfun síð an þeir voru valdir í flokk geim fara árið 1962. McDivitt var flugstjórinn i Gemini 4., sem var skotið frá Kennedyhöfða í byrjun júni sl. og fór hann á- samt White 62 hringi umhverf- is jörðn. McDivitt er 35 ára, kvæntnr og á þrjú börn. White er einnig kvæntur og á tvö börn. Báðir voru þeir tilrauna- flugmenn í bandaríska flughern um og hafa þeir próf frá Michi- gan-háskóla í verkfrséði, er lýt- ur að geimferð'uml Þeir voru saman i skóla, síðan 1957, og hafa ávallt fylgzt að síðan. Að- almarkmið Gemini 4 var að at- huga hver áhrif svo löng dvöl hefði á mannslíkamann. Þá var tilraunin einnig liður í æfingu geimfaranna, hvað við kemur lendingum á tunglinu o.s.frv. Þá var það og mikill liður í þessari tilraun að White fór í 23 minútna „göngu“ í geimn- um. Hann fór út úr geimfarina og sveif um með aðstoð geim- byssu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.