Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 5. október 1965
MORCU N BLAÐIÐ
21
;
I
NÝLEGA komu heim frá
Danmörku tveir starfsmenn
Landhelgisgæzlunnar, þeir
Helgi Hallvarðsson, 1. stýri-
maður á Óðni og Sirurðui
Sigurðsson bátsmaður á sama
skipi. Þeir félagar tóku þátt í
námskeiði, er stóð í fimm vik-
ur og var um tundurduflaeyð-
ingar og meðferð sprengiefnis
almennt. Námskeið þetta var
haldið á vegum NATO og í
höfuðstöðvum danska sjó-
hersins á Margrétarhólmi við
Kaupmannahöfn. Mbl. náði
tali af Helga og spurði hann
um þetta námskeið.
— Hverskonar námskeið var
þetta?
Nemendur á námskeiðinu. Helgi er þriðji frá hægri, en Sigurður fimmti frá hægrL
Á námskeiði um
eyðingu dufla
Stutt viðtal við Helga Hallvarðsson, stýrimann
— Námskeiðið var fólgið í
því að sýna okkur gerð tund-
urdufla af ýmis konar gerð-
um, svo og hvernig gera má
þau óvirk. Þetta á við um
hvaða dufl sem er, hvort held-
ur þau eru þýzk, brezk dönsk
o.s.frv. Okkur var kennt,
hvernig gera á þau óvirk á
landi, en sprengja þau, ef þau
finndust á sjó. Aðferð okkar
hjá Landhelgisgæzlunni hefur
verið sú, að við höfum skotið
þau niður. Hafi þau hinsvegar
komið í vörpu einhvers togar-
ans höfum við gert þau óvirk.
— Hve margir voru á þessu
námskeiði utan þið tveir ís-
lendingarnlr?
— Á námskeiðinu voru
fimm Þjóðverjar og fimm
Danir. Kennarar okkar voru
sérþjálfaðir menn innan
danska sjóhersins.
— Var námskeiðið bóklegt
eða verklegt?
— Það var hvort tveggja.
Danir eiga eitt stærsta safn
tundurdufla sem um getur.
Þá hafa þeir og mikla þjálfun
í eyðingu þeirra, þvi að
hernaðarþjóðirnar fylltu öll
sund umhverfis landið af
tundurduflum og eru þau
alltaf að finnast enn í dag.
— Er mikið um tundurdufl
hér við land?
— Á undanförnum árum
hafa komið í vörpur togar-
anna, hvað eftir annað, dufl.
Einnig hafa þau fundizt á
reki umhverfis land.
— Hvaða tegundir dufla
voru aðallega hér við land?
— Af enskum og þýzkum
duflum voru hér allar teg-
undir, bæði svokölluð takka-
dufl og seguldufl.
— Og á námskeiðinu hafið
þið að sjálfsögðu lært með-
ferð og eyðingu allra teg-
unda?
— Já, við fengum raunhæf-
ar æfingar í eyðingu þeirra,
okkur var sýnd gerð þeirra og
kennt og þekkja þau í sund-
ur. Þá var okkur bent á,
hvað varast ætti; þegar verið
væri að gera þau óvirk. Þá
voru og á þessu námskeiði i
sýnd margs konar dufl, sem 1
ekki finnast hér við land. J
— Hver hefur þetta starf • 1
með hendi hjá Landhelgis- t
gæzlunni að undanförnu? í
— Það hefur Gunnar Gísla-
son haft. Hann var lengi skip-
herra, en er nú birgðastjóri
gæzlunnar. 1
— Hvernig springa tundur-
dufl?
— Tundurduflið er eins
konar púðurtunna, sem flýtur
á sjónum. Sé um takkadufl
að ræða, eru takkar þess full-
ir af sýrutegund, sem myndar
straum, er hún kemur í sam-
band við málm og kveikir
sá straumur í forsprengjunni,
sem síðan tendrar aðalpúður-
birgðir duflsins. Sé hins vegar
um seguldufl að ræða nægir 1
að það komi í samband við '
skipið til þess að forsprengjan
fari á stað. Duflið er með
koparhúð, en eins og kunnugt
er myndast rafmagn, er stál
kemur í snertingu við þann ,
málm og er það nægilegt til 7
þess, að það kveiki í for- 1
sprengjunni.
— Voru tundurdufl ekki
mannskæð í síðar* styrjöld-
inni?
— Það mun um ein milljón
dufla hafa verið sjólögð í
heimsstyrjöldinni og af þeim
mun eitt dufla af hverjum 78
hafa orðið mannskætt, svo að
þau hafa haft mikið hernaðar-
gild.
— Er eitthvað, er þú vildir
taka fram að lokum?
— Einungis það, að ef sjó-
menn skyldu fá dufl inn á
þilfar í vörpunni, þá mega
þeir ekki undir neinum kring-
umstæðum hreyfa við því.
Þeir skulu láta það liggja þar
sem það er, er það er komið
um borð. Þeir geta bundið
það niður á festiaugum dufls-
ins. Síðan eiga þeir að gera
Landhelgisgæzlunni viðvart
án tafar, sagði Helgi að lok-
um.
Norska Hvítabandið
rsfur til díakonissu-
starfs á íslandi
SfÐASTLIÐIE) sumar, er íslands
vinurinn, séra Harald Höpe, var
hér á ferð, kom hann að máli við
stjórn Hvítabandsins á íslandi og
tilkynnti, að Hvítabandið í Nor-
egi hafi í tilefni hundrað ára
afmæli Ólafíu Jóhannsdóttur
safnað fé og stofnað minningar-
sjóð um hana að upphæð krónur
norskar tíu þúsund, sem varið
ekal á íslandi til þeirra mála,
sem voru Ólafíu Jóhannsdóttur
hugstæð. Norðmenn hafa þegar
sýnt það með ýmsu móti, að þeir
kunna vel að meta starf Ólafíu
Jóhannsdóttur, einkum meðal
ógæfusamra kvenna í Ósló. Þeir
undirstrika það enn -einu sinni
með stofnun þessa sjóðs. í gjafa-
bréfi norska Hvítabandsins seg-
ir: „Ólafía skildi eftir sig svo
skýr spor í vitund þjóðar vorrar
og í því starfi, sem Hvítabandið
vinnur, að minning hennar verð-
ur ekki afmáð. Þar sem vér vit-
um, að ein af síðustu óskum Óla-
fíu var að fá að koma á fót día-
kónissustarfsemi (hjúkrunar-
systrastarfi) á íslandi, þá viljum
vér í þakklátri minningu um
hana senda systrum vorum á ís-
landi lítla gjöf, sem getur stutt
þetta málefni eða önnur hliðstæð,
(þegar þess verðux þörf.“ Bréfið
er undirritað af séra Harald
Hope og frú og Signe Lindö.
Hvítabandið á íslandi þakkar
þessum rtorsku vinum tryggð
þeirra við minningu Ólafíu Jó-
Brjóstlíkan af Ólafíu Jóhanns-
dóttur, sem norska Hvítabandið
reisti í Osló.
hannsdóttur, höfðingskap og
hvatningu í starfi. En eins og
landsmönnum mun kunnugf var
Ólafía Jóhannsdóttir stofnandi
Hvítabandsins á íslandi.
(Frétt frá Hvítabandinu
á íslandi)
Týndí peningum
í miðbænum
UNGLINGUR var'ð fyrir þvi ó-
happi síðdegis á föstudag, að
hann tapaði úr fórum sínum
nokkur þúsund krónum í pening
um, — allt í 1000 króna seðlum.
Hann var að sinna innkaupum í
Miðbænum er þetta ger'ðist. Ár-
angurslaust hefir hann leitað.
Skilvís finnandi er beðinn að
snúa sér til lögreglustöðvarinnar
og er fundarlaunum heitið.
— Eitt af
Framhald af bls. 9.
meistarinn teiknað stærðar
mannshöfuð, sem minnir á sagn-
ir af risum er höfðu átt áð vera
uppi við bernsku mannkyns. Ris-
arnir hafa fyrir löngu liðið und-
ir lok, en frá þeim þróast hinn
fagurskapaði maður, eins og
hann er í dag- Þannig mætti
halda áfram að leita að upp-
sprettu í sál listamannsins að
þvi hugmyndaflugi er streymir
fram og verður að listaverki í
litum á bréfi og lérefti.
En þar sem ég er enginn list-
fræðingur, brestur mig algjör-
lega getu til að klífa þær hæðir,
er listamaðurinn býr í er hann
hrífst af andanum, sem knýr
hann til æ fullkomnari listsköp-
unar. Það mál verður því ekki
rætt frekar hér, en hoVfið að
því, sem kom mér til að rita
þessar línur.
Annar þeirra sjúklinga, sem
fóru hé'ðan af Heilsuhælinu, á
Hótel Sögu, var Sigurþór Guð-
finnsson útgerðarmaður í Kefla-
vlk. Eins og bér að framan
segir, keyptu þeir félagar nær
því níundahluta allra listaverk-
anna, eða átta af sjötíu og fjór-
um. Nú hefur Sigurþór afhent
mér, undirrituðum, eina mynd-
ina, sem gjöf til Félagsins Sjálfs-
bjargar til ævarandi eignar, eða
ráðstöfunar að eigin vild félags-
ins, eftir því sem henta þykir.
Myndin er: „Svipir vi'ð Selfljót",
sem lýst er að nokkru hér áð
framan.
Ég vil fyrir hönd Félaigsins
Sjálfsbjörg færa Sigurþóri Guð-
finnssyni mínar beztu þakkir
fyrir þessa rausnarlegu og fögru
gjöf, sem hann hefur faiið mér
að koma á framfæri.
Einnig óska ég Félaginu Sjálfs
björg til hamingju með þessa
óvæntu og óvenjulegu gjöf-
Gísli V. Yagnsson.
Heilsuhæli N.L.F.Í.
Hveragerði.
— Börn
kennara í þýðingu Þorsteins
Stefánssonar rithöfundar.
Téða bók hafa nokkrir kenn-
arar notað s.l. vetur, ásamt
venjulegum kennslubókum í
dönsku. Erum við allir sammála
um að þetta hafi gefið góða
raun, og viljum því garnan mæla
með kverinu og a.m.k. hvetja við
komandi kennara til að kynna
sér það. Efnið er hollt og heil-
brigt hverju barni og unglingi,
atburðir og ævintýri úr lífi
íslenzkrar æsku að starfi og leik.
Börnin tóku almennt bókinni vel
og lásu hana flest af kostgæfni,
sér til ánægju.
Eignuðust þau þar aukinn orða
forða í dönsku yfir mörg við-
fangsefni úr kunnugu umhverfi,
enda málið mikið létt og lipurt
á bókinni. Fæstir, hygg ég að
hafi notað hana til heimanáms,
heldur fremur til hljóðlestrar
undir lok kennslustunda, með
leiðsögn, hjálp og síðar könnun
kennara.
Börn i>á Island fæst í bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar,
er myndskreytt, snotur að útliti
og ódýr.
Guðm. Óskar Ólafsson.
— Nemendasamb.
Framhald af bls. 17
gegnt frá því að hann var stotfn-
áður. Skólann hafa sótt fjöl-
margir nemendur, sem ella hefðu
ekki haft efni eða ástæður til að
stunda framhaldsnám. Stofn-
fundurinn lýsir ánægju sinni
með þá áætlun, sem gerð hefur
verið um stækkun skólans, og
bendir á naúðsyn þess, að hon-
um verði hið allra fyrsta komið
í þá stærð, sem teljast verður
lágmark um slíka menntastofnun
Jafnframt bendir fundurinn á,
að brýn þörf er á að sjá skólan-
um fyrir kennslutækjum, svo að
nemendum séu eigi búin lakari
skilyrði til námsiðkana þar en i
öðrum hliðstæðum skólum.
Nemendasambandið lætur 1
ljós þá skoðun sína, áð mennta-
skóli sé vel í sveit settur á skóla-
setrinu að Laugarvatni og minn-
ir í því sambandi á það hlutverk,
sem skólanum var í upphaíi ætl
að. Nemendur hafa verið úr öll
um landshlutum, og hafa nær
allir haft þörf fyrir heimavist.
Fundurinn lýsir yfir þeirri full-
vissu, að Menntaskólinn að Laug
arvatni muni um langa framtfð
skipa veigamikinn sess í fræðslu
kerfi þjóðarinnar, og heitir á
forráðamenn menntamáta og
fjárveitingavald að veita skól-
anum brautargengi.
Til nemenda skólans fyrr og
nú beinir fundurinn þeirri á-
skorun, að þeir leitist í hvívetna
við að gera- veg skólans sem
mestan.“