Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 28
28
M0&GUN2LAÐIÐ
Þriðjudagur 5. október 1965
PATRICK QUENTIN:
GRUNSAMLEG ATVIK
En þá var hönd lögð á hand-
legginn á mér. Snertingin kom
svo snögglega og fyrirvaralaust
að ég var næstum rokinn um
koll.
—Nicholas!
Ég vissi, að þetta var hún
Lukka, og þá var hún Lukka
eina persónan í öllum heimin-
um, sem var í fullkomnu lagi.
Ég snarsneri mér vrð og áður
en nokkurt orð væri sagt, hafði
ég lagí arminn i:tan urn hana
og þrýst henni að mér. Þessi
snerting sem var svo mótstöðu-
laus og kom eins og af sjálfri
sér, var dásamleg tilfinning.
— Nikki! Röddin var svo
mjúk, rétt eins og svalandi gola
utan af eyðimörkinni. — Nikki,
elksan! Hvað er að? Hvað geng
ur að þér?
— Hún mamma! stundi ég
upp.
— Áttu við þegar hún stöðv-
aði mig þarna í samkvæminu?
Eða, að hún hefur alltaf ver-
ið svo önug við mig? Láttu
þér ekki detta í hug, að mér
sé ekki saman, Nlkki minn. Hún
er stór stjarna. Og þannig er
allt þetta fólk. Verður að vera
það. Þú getur ekki ætlazt til, að
það verði hrifið, ef óþekktur
stelpuhnokki....
— Mamma! greip ég fram í
... — Það var hún, sem gerði
það___Hún myrti hana Normu.
Og nú er hún búin að myrða
hana Sylviu. Norma vissi um
eitthvað, sem hún hafði gert af
sér í París....og svo Sylvia...
eitthvað ....
Ég hélt enn utan um hana,
KlWverndar skóna
rétt eins og það gæti eytt þess-
um óhugnanlega sannleika, og
svo bablaði ég upp úr mér allri
sögunni — um baðkerið, hunds-
sporin, Steve Adriano og bréfið
í gimsteinakassanum
— Allt í lagi, heyrði ég sjálf-
an mig segja, þegar því var lok-
ið. Sama má mér vera! Hvað
um það, ef hún er morðingi?
Hver kærir sr^ nema kollóttan
ef svona glæpakvendi ... ?
— Nikki!
— Hún er móðir mín. Allt í
lagi. En þetta er ekki mér að
kenna, eða hvað? Ekki get ég
að því gert. Ekki bað ég um
að fæðast í þennan heim. Það
er ekki......
— Nikki, Nikki! Ég rétt
skynjaði, að hún hélt enn í
22
handlegginn á mér og var að
hrista mig. — Hlustaðu á mig,
Nikki!
Einhvemveginn stöðvaði
þetta orðabununa.
— Nikki, þú ir.átt ekki halda
þetta með hana Sylviu. Hún
mamma þín myrti alls ekki
hana Sylviu.
Hún sneri andlitinu að mér,
og tunglsljósið skein beint fram
an í hana. Ég gat séð, að augun
í henni giitruðu eins og frost-
kúlur.
— Þetta í París ... ég veit
auðvitað ekkert um það. Vitan
lega veit ég ekkert um það.
En hún myrti ekki Sylviu og
ef hún hefur ekki myrt Sylviu,
þá myrti hún heldur ekki hana
Normu. Hlustaðu nú á mig,
Nikki Eftir að við komum frá
henni Sylviu í eftirmiddag þeg
ar ykkur var öllum skipað að
leggja ykkur, kom Anny inn í
herbergið mitt.
— Kom hún........?
— Já, strax. Ég hafði ekki ver-
ið þar inni meira en mínútu þeg-
ar hún kom. Hún kom til þess að
skamma mig og segja mér að
stilla mig svolítið betur. Svo
æfði hún mig aftur og aftur. Hún
var þarna hjá mér alveg þangað
til við þurftum að fara á sýn-
inguna. Skilurðu þetta ekki?
Hún hefði ekki hugsanlega getað
gert það.
— Ég vissi alveg, að þetta
myndi koma, en var ekki al-
mennilega farinn að átta mig á
því. Ég einhvernveginn fann það
bara á mér.
— Já, en hundssporin? Og bréf
ið í skartgripakassanum?
— Það var ekki hún Anny. Ég
gæti svarið það. Það hlýtur að
hafa verið einhver annar.
Hundsspor. Ekki var það
Ronnie, því að hvernig hefði
hann getað náð í Tray? Kannski
Pam? Eigandi Tray? Pam, sem
mundi vita um þetta í París og
sem hefði lagt lífið í sölurnar
fyrir mömmu? Pam, sem hafði
verið á næstu grösum þegar
Norma datt, að því er hún sagði.
Sagði!
Já, þannig hlaut það að vera.
Það hefði engu breytt. Ef Pam,
BÍLALEICAN
'ALUR ?
Rauðarárstíg 37
sími 22-0-22
NYTT VETRARGJALD
300 kr. fastagjald
og 3 kr. á ekinrt km.
ÞER
ESGll
LEIK
af einhverri brjálæðislegri
tryggð við mömmu hefði drepið
tvær konur hefði það verið alveg
eins skelfilegt. En það var það
bara ekki. Pam var Pam. Pam
var elcki mamma. Pam var per-
sóna, sem hægt var að hugsa um
eða þá láta það ógert, eða það
var hægt að láta sem manni
hefði aldrei dottið það í hug.
Roðinn var aftur kominn í
kinnarnar á Lukku. Ég þrýsti
henni enn fastar að mér og nú
vissi ég, að ég elskaði hana. Var
það vegna þess, sem hún hafði
gert fyrir mig? Eða var það bara
vegna þess, að hún var hún
Lukka? Það gat verið sama.
— Elsku Lukka mín! Þegar ég
hélt, að það væri hún mamma,
var ég alveg að dauða kominn!
— Veslings Nikki.
— En nú er ég jafngóður aft-
ur.
— Þú hefur mig, elsku Nikki.
Ég er alltaf hjá þér. Það veiztu.
Ég var að kyssa hana á munn-
inn, hárið og kinnarnar. Hún
stundi ofurlítið.
— Ó, Nikki, ég var búin að
sverja að segja þér þetta ekki,
vegna hennar Moniku, vegna
þess að þú varst sonur hennar
Anny Rood og ég var sú, sem
ég er.....Þetta var svo ágirnd-
arfullt og útreiknað .... En nú er
ekkert til fyrir mér nema þú.
Ég elska þig, Nikki.
— Lukka!
Nú færðist þessi hlýja um mig
allan, alla leið niður í tær.
Máninn, sem var svo heljar-
stór og gulur, var enginn leik-
húsmáni lengur.
16. kafli.
Ég vaknaði um hádegið og
minntist Lukku og var hrifinn af
öllu, jafnvel Las Vegas. Ég hljóp
inn til mömmu. Hún sat uppi í
rúminu með lestrargleraugun sín,
hálfkæfð í dagblaðahrúgu. Ég
vafði hana örmum og kyssti
hana. Hún kyssti mig aftur og
við vissum bæði, að nú var allt
komið í lag. Við þurftum ekki að
ræða þau mál frarnar. Ég fleygði
rnér á rúmið hjá henni, ofan á
eitthvað a£ blöðunum.
— hæ, ma.nnia!
— Nikki minn elskan. Viltu
sjá hvernig þú ferð með Tim-
es! Þessir strákar!
Hugsunin um dagblöðin kom
mér aftur til að skjálfa en þó
ekki mjög mikið. Það var bara
umhugsunin um, hvort Steve
hefði staðið vel í stöðu sinni. Ég
greip hvert bla’ðið eftir annað.
Andlát Sylviu var allsstaðar á
útsíðunum með stóru letri. Hún
hafði fundizt í baðkerinu sinu í
Hopi, klukkan sjö um morgun-
inn, þegar þernan kom til henn-
ar með tebolla, samkvæmt skip-
un. „Það er einhver gamall ensk-
ur sfður“. Woodside, húslæknir-
inn þarna hafði gefið dánarvott-
orð hljóðandi upp á hjartaslag
og haldið um leið harðor’ða ræðu
um þenna ósið að vera að
megra sig með allskonar óheppi
legum aðferðum, og svo komu
hliðstæðar sögur, svo sem um
andlát Maríu Montez, kvik-
myndastjömunnar, sem líka dó
í baðkerinu sínu. Það hafði ver-
ið talað við Ronald Light í íbúð
hans í Tamberlaine, og hann
hafði verið alveg úrvinda yfir
því að hafa „misst aðra Ninon
til“. Jarðarför Sylviu átti að
fara fram í Beverley Hills
næsta' miðvikudag.
Jæja, þarna stóð það svart á
hvítu. Hann Steve lét fekki að sér
hæða, kallinn. Robinson lögreglu
stjóri átti þama sýnilega ekk-
ert erindi.
En svo tók mamma líka sitt
rúm í blöðunum. Hvert blaðið
eftir annað var fullt af „Anny
Rood og fjölskyldu .hennar".
Þarna voru og myndir af frægu
fólki, sem barðist um að komast
inn í Mona Lisa-salinn á sýn-
inguna. Viðtöl við alla hugsan-
lega menn, allt frá Mike Todd
til ríkisstjóra Kaliforníu og all-
ir voru þeir yfir sig hrifnir.
Lettie Leroy var óhemjulegri
en nokkru sinni og var þá rhik-
ið sagt:
„Eftir þessa sýningu í Tam-
terlaine er Anny Rood kröft-
ugri en nokkur vetnissprengja“.
— Það er eins og við höfum
fallið fólki í geð, sagði mamma.
— Finnst þér það ekki? Hún
tók af sér gleraugun. En nú
megum við ekki sofna á lárbetj-
unum okkar. Það má maður
aldrei gera. Og nú finnst mér
tími til kominn að tala við þau
hin um hana Sylviu sálugu. Það
getur orkað svo illa á þau, ef
þau sjá það fyrst í blaðinu.
Vertu nú vænn og náðu í þau..
. . . þó kannski ekki í hana
Cleonie. Mér finnst ég þurfi að
tala dáltiíð öðmvísi við hana
en hin.... seinna. En náðu í hin
öll.
Ég gerði þeim aðvart, og þau
komu öll streymandi inn í her-
bergi mömmu, en svo þesar
Pam kom allt í einu inn og leit
út alveg eins og Pam, þá þoldi
ég ekki við þarna lengur. £nda
engin þörf á mér lengur. Ég
fór í sundskýlu og fór svo að
synda í fyrsta sinn í þessum and
styggilega sundpolli. Mér til
mestu hrellingar þekktu mig
þarna allir, og svo flykktust að
mér viðbjóðslegar kvensur og
enn viðbjóðslegri krakkar, sem
vildu fá rithöndina mína.
Það leið ekki á löngu áður en
ég var búinn að fá meira en
nóg af þessu og flýði inn í hús-
ið aftur í votri sundskýlunni,
en þá rakst ég á Ronnie. Af
Ronnie að vera, leit hann prýði-
lega út —- næstum eins og
manneskja aftur. Ég sagði hon-
um frá ljósmyndinni og bréfinu
— bara, að hvorttveggja hefði
fundizt, en ekkert um nánari at-
vik að því og þegar því var lok
ið, varð hann alveg eins og
manneskja.
Þegar við komum í húsið,
vom hin að streyma út frá
mömmu, með hátíðasvip. Rétt á
eftir þeim kom mamma fram 1
ljósrauðum innislopp.
— Anny! sagði Ronnie.
— Ronnie! Mamma sendi hon
um töfrandi bros. — Afsakaðu
mig rétt andartak, elskan. Það
var bara svoltíið, sem ég þurfti
að segja við hana Cleonie. Bíð-
ið þið, elskurnar. í setustofunni.
Ég verð ekki augnablik.
Svo sveif hún áleiðis til her-
bergis Cleonie, en við Ronnie
gengum inn í setustofuna. Þar
voru engin hinna. Líklega höföu
þau farið til herbergja si.ma til
þess að melta „fáu orðin", sem
mamma hafði sagt við þau. Sím
inn hringdi. Eg tók hann, og
einhver frönsk rödd sagði: —X
Allo, allo, Mademoiselle Rood?
En þá heyrði ég, að mamma
svaraði í hitt tækið, svo ég
lagði símann frá mér.
Eftir um það bil tíu rnínút-
ur var mamma komin til okkar
aftur og sveif nú að Ronnie
og breiddi út faðminn. Hann
stökk á fætur og þau föðmuð-
ust.
— Elsku Ronnie, veslings
Ronnie. Þarna sérðu, hvort
þetta var ekki allt í lagi, eða
var það ekki?
— Þú ert stórkostleg, Anny.
Ég get ekki sagt....
— O, vitleysa, góði minn. Við
erum vinir. Og við Steve erum
vinir. Það var allt og sumt.
Ronnie horfði á hana með að-
dáunaraugum, eins og St. Bern-
ardshundur. — Anny, ég verð
að fljúga aftur-til L.A. núna f
snarkasti. Ekki fyrst og fremst
vegna jarðarfararinnar hennar
Sylviu, þó að ég verði auðvitað
að vera þar. En það er myndin
.....Anny, við byrjurn upptök-
urnar eftir þrjár vikur.
— Já, elskan, svaraði mamma
og augnaráðið var fjarrænt.
— Anny, hvað á ég að gera?
— Gera, elskan?
— Það er allt tilbúið. Vitan-
lega gæti ég hætt við allt sam-
an. Tekið tapið eins og það ligg-
ur fyrir. En .... þú verður’ nú
ekki hérna nema þrjár vikur.
Það stendur alveg heima. Anny,
gerðu það fyrir mig.... leiktu
Ninon.
Jafnvel nú var allt í lagi, eða
svo til. Ég fann fiðrildin kvika
í höfðinu á mér. Ef ég einhvern
tíma opna blaðið mitt og les,
að Anny Rood eigi að leika Nin-
on de Lenclos! Þá fer nú Rob-
inson gamli á stúfana afturl
Nei! hugsaði ég. Ronnie er bú-
inn að tapa vitglórunni. Einm-
itt þetta mundi korna þvi öUu
af stað aftur!