Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.10.1965, Blaðsíða 17
ÞriðjuófegWP 9. október 1965 MORGUN BLAÐIÐ 17 Maldife eyjar IViinnsta aðildarríki Sameinuðu þjóðanna Eítir Myron K. Myers, íréttaritara AP ÞAÐ var tannpína, sem réð því, hvenær nýjasta, minnsta og fámennasta að- ildarríki Sameinuðu þjóð- anna — Maldive eyjar — hlaut sjálfstæði. Forsætisráðherra eyjanna, Ibrahim Nasir, hafði þjáðst af tannverk heima í Male, höf- uðborg þessa eyjaklasa á Ind- landshafi, sem verið hefur brezkt verndarsvæði. Og þar sem enginn tannlæknir er á eyjunum, tók forsætisráðherr- ann sér þriggja daga bátsferð til Ceylon. Bretar höfðu farið með stjórn á Maldive eyjunum frá því árið 1887, en fyrir löngu hafði verið gengið frá öllum gögnum varðandi sjálfstæði eyjanna og íbúanna, sem eru um 95 þúsund. Svo Nasir á- kvað hinn 26. júlí sl. að úr því hann væri nú kominn til Col- ombo, höfuðborgar Ceylon, skyldi hann ganga á fund brezka landsstjórans þar og undirrita sjálfstæðisyfirlýsing una. Og það var allt og sumt, sem á vantaði. Engin hátíðahöld voru sett á svið til að draga brezka fán- ann niður í Male. Og engir fulltrúar brezku krúnunnar voru viðstaddir. Nasir skrifaði nafn sitt á blað og þar með voru Maldive eyjarnar kömn- ar í tölu hinna mörgu ný- sjáifstæðu ríkja. XVÖ ÞÚSUND EYJ^* í Maldive eyjaklasanum eru um tvö þúsund kóraleyjar — 220 þeirra byggðar, og liggja þær á um 800 km. belti frá norðri til suðurs um 650 km fyrir suðvestan Ceylon. Sam- anlagt flatarmál þeirra er tæp lega 300 ferkm., eða á við rúmlega hálft dvergríkið An- dorra. íbúarnir á norður-eyjunum hafa lengi átt mikil viðskipti við Indverja, karlmennirnir tekið sér indverskar konur, og svipar þeim nú til Dravida á Suður-Indlandi. Miðeyjarnar, sem lotið hafa stjórn soldánsins í Male (íbú- ar um 12.000), voru byggðar Aröbum frá nálægum Aust- urlöndum og frá Indónesíu. íbúar suðureyjanna voru aítt- aðir frá Ceylon. Eyjaskeggjar eiga sér frið- samlega fortíð, þótt strand- högg sjóræningja frá Ind- landi og koma Portúgala ár- ið 1518 hafi valdið eyjaskeggj- um nokkrum erfiðleikum. En soldánarnir sömdu við Ceylon búa um vernd — gegn árlegum greiðslum, og var þeim grelðsi um haldið áfram jafnvel eftir komu Breta seint á síðustu öld. f rauninni hafa íbúarnir á Maldive eyjunum alltaf farið með stjórn eigin mála, því Bretar hafa aldrei sent neinn fastan landstjóra til Male. Einu afskipti Breta eru utan- ríkis- og varnarmálin, sem lít- ið hefur þurft að sinna. FLUGVALLARMÁLIÐ ídag eru einu hagsmunir Breta herflugvöllur á Gan eyju í suðurhluta eyjaklasans og útvarpsstöð BBC á Hitaddo eyju í norðri. Brezkir sérfræðingar í varn armálum telja flugstöðina á Gan-eyja ómissandi fyrir all- ar varnir austan Súez. Og al- þjóða flugfélög, sem fljúga á þessum slóðum, telja nauðsyn legt að hafa varaflugvöll á Indlandshafi. En það var þessi flugvöll- ur sem varð þess nærri vald- andi að upp úr syði fyrir nokkrum árum. Nasir forsætis ráðherra og nokkrir meðráð- herra hans, sem lærðir voru í Kaíró, tóku við stjórn á eyj- unum 1957, og voru ekki alls kostar ánægðir með vernd Breta. Og í febrúar 1959 ætl- uðu þeir að grípa í taumana og fyrirskipuðu íbúunum að hætta störfum á vegum varn- arliðsins. En eyjaskeggjar, sem voru vinsamlegir í garð brezku her- flugmannanna 800 á Ganeyju, og kærðu sig ekki um að missa af tekjum sínum af flug vellinum, hófu byltingarfán- ann á loft. Þeir stofnuðu Sam- einaða Suvadia lýðveldið, gripu til vopna gegn stjórn- inni, og lögðu þau ekki niður fyrr en Bretar höfðu undir- ritað samning við Nasir. Síðan þetta gerðist hefur sambúð Breta og íbúanna á Maldive-eyjunum verið vin- samlegri. Á síðustu fimm ár- um hafa Bretar veitt 850 milljónir punda (um 100 þús. millj. kr.) til að bæta hafnir og fiskiðnað landsmanna og koma þar á fót sjúkrahúsi. Ekki hafa þó eyjaskeggjar alveg farið á mis við sendi- menn frá Kaíró og Indónesíu, sem hefur orðið nokkuð á-, gengt. ★ Jafnvel nú, þegar Maldive eyjarnar hafa fengið aðild að Sameinuðu þjóðunum, er þess að vænta að eyjaskeggjar fái áfram að búa við þá einangr- un, sem hafið hefur veitt þeim. Þeir hafa ekki gerzt aðilar að Brezka heimsveldinu, og öll samskipti við Breta fara um Ceylon. Og í utanríkisþjónust unni hefur fram til þessa að- eins verið einn maður, fisk- kaupmaður frá Male, sem verzlar á Ceylon. A-Evrópubúar andvígir bæði Rússum og SCínverjum ANDÚÐ margra Austur-Evr- ópubúa í garð bæði Rússa og Kínverja lýsir sér í frásögninni af frammistöðustúlkunni og gest inum í sovézku veitingahúsi, er stúlkan spurði: „Hvað ætlið þér að fá?“ „Te takk.“ „Rússneskt eða kínverskt?" „Við skulum sleppa því“, sagði gesturinn, „ég fæ bara kaffisopa.“ Þessi óbeit, eða hreint af- skiptaleysi, sem varðar bæði Moskvu og Pekingstjórnirnar og útbreidd er um öll Sovétríkin, var nýlega staðfest með skoðana könnun, er sjálfstæðar skoðana- könnunarstofnanir í sjö löndum Vestur-Evrópu létu fram fara. Eftir samtöl við rúmlega '4.000 Tékka, Ungverja, Pólverja og Rúmena, sem heimsóttu Vestur- Evrópu á árunum 1963 og 1964, komust starfsmenn stofunarinn- ar að þeirri niðurstöðu, að Um ágreining Kínverja og Rússa „virðist ríkja algjört afskipta- leysi“ hjá þeim, er spurðir voru álits „og eini áhuginn, sem fram kemur viðvíkjandi málinu er sá, hvort árekstrarnir geti leitt til aukins sjálfstæðis og iausnar undan oki Sovétríkjanna." Nokkur undanfarin ír hafa stofnanir á Vesturlöndum átt hægara með að afla upplýsinga um hina raunverulegu afstöðu Austur-Evrópubúa, vegna þess að smátt og smátt hafa komm- únistar dregið úr ferðabönnum, sem hefur gert fleiri borgurum austan járntjalds fært að heim- sækja Vesturlönd. Þegar þetta fólk hefur verið óháð hömium, sem á það eru lagðar heima fyr- ir, hefur það haft löngun til að leysa frá skjóðunni varðandi ó- beit þess á kommúnismanum. Við skoðanakönnunina kom sérstaklega í Ijós „augljos virð- ing“ fyrir „dirfsku" kínverskra kommúnista að bjóða Sovétríkj unum byrgin. „Annars gefur þetta ekki til kynna“, segir í skýrslunni, „aukinn stuðning við hugmyndakerfi kínverskra kommúnista í ágreiningsmálun- um en fremur merki þess, að vegna ákveðinnar afstöðu þeirra gegn Sovétríkjunum, sé trúin á aukið þjóðarsjálfstæði í löndun- um fjórum að eflast. ' Þessi löngun til sjálfstæðis og til að losna undan yfirráðum Sovétríkjanna virðist einnig koma fram innan sumia komm- únistaríkjanna. Rúmenski kommúnistaflokkurinn hefur til dæmis veitt skilyrðisiausan stuðning við Moskvustefauna í deilunni við kínversku kommún istaná, en hefur látið skýrt í ljós, að hann vilji hindra sov- ézka íhlutun í innanríkismál Rúmeníu. í yfirlýsingu, sem flokkurinn sendi frá sér í apr- ílmánuði 1964, gat hann þess, Nemendasamband Menntaskólans á Laugarvatni stofnað STOFNAÐ hefur verið Nem- endasamiband Menntaskólans að Laugarvatni. Ákvörðun um það var tekin á íjölmennum fundi ný stúdenta og eldri nemenda skól- ans á Hótel Sögu hinn 1(6. júní a.l. Sambandinu var kosin þriggja manna stjórn og skipa hana þeir Jöhann Gunnarsson, rélfraéðmgur, Þórir Ókiísson, menntaskólakennari og Eiríkur Guðnason, nýstúdent. Á stofnfundinum var gerð eft irfarandi ályktun: „Stofnfundur Nemendasam- bands Menntaskóians að Laugar vatni vekúr athygli á þvi mikiis vérða 'hlutverki, sem Mennta- sikólinn að Laugarvatni hefur Framhald á bls. 2(1 að áformað væri að móta fram- tíð Rúmeníu með því að leggja áherzlu á grundvaliaralriði, sem mótuðust af „virðingu fyr- ir sjálfstæði og þjóðarhag.“ Óánægja Sovétríkjanna með þennan sjálfstæðisáhuga þjóð- anna kom greinilega í ljós 30. maí 1964, þegar Moskvuútvarp- ið varaði þjóðirnar innan sovét- blakkarinnar við að irevsta um of á fjárhagslega aðstoð fri vcst urveldunum en halda sig held- ur í skjóli samtaka kommúnista. Samt sem áður lagði rúmensk viðskiptanefnd í Washington á það áherzlu tveim dögum síðar, að þörf væri nánari diplómat- iskra og viðskiptalegra sam- skipta við Bandaríkin. Pólland hefur einnig fengið talsverðan fjárhagslegan stuðn- ing frá Randaríkjunum, og við- skipti Pólverja við lönd, sem ekki eru kommúnisk, hafa auk- izt svo, að nú nema þau um það bil 66 af hundraði heildar- veltu landsins út á við. Tékkóslóvakía og Ungverja- land hafa einnig gefið í skyn ósk um að auka viðskipta- og menningarsamskipti sín við vesturlönd. Vöxtur þessara samskipta hef- ur linað tak Sovétríkjanna í Austur-Evrópu og samtímis hef- ur ótti sovétblakkarinnar við kínverska kommúnista aukizt. Við skoðanakönnunina kom í Ijós, að margir Austur-Evrópu- búar „virtust hafa megna óbeit á yfirgangi Pekingsstjórnarinnar í garð Vesturlanda. Hún virðist skapa ótta um, að kínversku kommúnistarnir muni einskis svífast og reynast í hæsta máta ósamvinnuþýðir, og geti þessi af staða komið af stað þriðju heimsstyrjöldinni." 1 Póllandi hófst viðleitnin til að losna undan Moskvuvaldinu í október 1956, þegar Wladyslaw Gomulka varð flokksforingi í baráttunni gegn stalinismanum. Einkum þar er andúðin á kín- verskum kommúnistum greini- lega sterk. í skoðanakönnuninni komu fram „sívaxandi neikvæð viðbrögð gegn róttæku hug- myndakerfi kínverskra komm- únista, sérstaklega meðal eldri kynslóðarinnar í Póllandi...... sem enn man greinilega Stalin- tímabilið. Ruddaleg og skeyting arlaus afstaða kínverskra kommúnista til vandamála austurs og vesturs, og hugsan- leg áhrif hennar á heimsfriðinn, virðist vera sérstakt áhyggju- efni. Fljótt á litið má segja, að afstaða Pólverja varðandi þessi mál sé eitthvað á þessa leið: Þótt Sovétríkin hafi víða skap- að sér óvinsældir með yfir- gangi, virðist samt sem áður vera litið á þau sem hið skárra af tvennu illu.“ En í Ungverjalandi, þar sem íbúarnir þjáðust um skeið und- ir kúgun eftir að sovézkar her- sveitir bældu niður byltinguna,- er naut almenns stuðnings, 1956, hefur skoðanakönnun leitt í ljós, að þar ríkir „feiknar“ andúð í garð Sovétríkjanna. Hins vegar er því bætt við, „að á allan stuðning við kínverska kommúnista er litið aðeins sem útrás fyrir andúð í garð Sovét- ríkjanna, fremur en viðurkenn- ingu á hugmyndakerfi þeirra — en þetta er staðreynd, sem sann- azt hefur á öðrum sviðum af út- breiddri andúð á kommúnistum. Afstaða1 flestra Ungverja til deilumála Rússa og Kínverja, virðist vera á þessa leið: Svo virðist sem eitthvað sé hlakkað yfir því, að loksins hefur ein- hver í heimi kommúnista þor- að að standa upp í hárinu á Sovétríkjunum, en þó miklu fremur yfir því, að í herbúð- um kommúnista ríki sundur- þykkja." AMBASSADOR Danmerkur, herra Birger Ove Kronmann og ambassador Svíþjóðar, hr. Gunnar Granberg, hafa við hátíðlegar athafmir í dag af- hent handhöfum valds forseta fslands trúnaðarbréf sín, að viðstöddum utanrikisráðherra. — Á myndinni eru frá vinstri: Emil Jónsson, utanríkisráðh., Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra; Birgir Fiiunsson, for seti Sameinaðs þings; Þórður Eyjólfsson, forseti Hæstarétt- ar, og Kronmann, am bassador Danmerkur. (Ljósm.: Pétur Thomsen)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.