Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. október 1965 MORGU N BLAÐIÐ 3 Það er víst ekki oí djúpt tekið í áriimi, þótt sagt sé að þarna séu hundruð bifreiða (Ljósm. Mibl. Sv. í>orm.) Þar má sjá allar árgerðir. Hjalta Stefánsson fram- kvæmdastjóra Vöku og kunn- ingja hans, hundinn Quick. Hjalti segir okkur að um þess- ar mundir séu þeir einir um hituna, hvað við kemur göml- um ónýtum bílum. Aðalstarf- semin felist þó í varahluta- 3 vagn ,sem var af Benz-gerð og trónaði hann eins og kóngur yfir öllum almúganum. Þegar við tókum á rós heim, eftir að hafa skoðað þessa gömlu og lúnu bíla varð okk- ur að orði orðatiltækið: „Ein- hvers staðar verða vondir að vera.“ Flugvél nauðlenti Hjalti Stefánsson, framkvæmdastjóri Vöku, og kunningj hans, hundurinn Quick. d Korpúlfsstöðum SÍÐDEGIS í gær nauðlenti lítil flugvél frá flugskólanum >yt á Korpúlfsstaðatúninu. Þetta var tveggja sæta Piper Cuib flugvél og hafði flugnemi hana á leigu og var einn í henni. Hann sak- aði ekki. Flugan var nálægt KorpúlJ stöðum, þegar mótorinn stöðva ist, en í flugyélinni var nýr mc or. Tókst flugmanninum að nai lenda á túninu, en lenti á gir ingu í lendingunni og löskuðu hjól vélarinnar. þjónustu, menn komi til sin og fái hjá sér varahluti, sem ekki fást hjá umboðunum eða Iþá þeim ói við að kaupa nýja varahluti, sem að sjálfsögðu eru mun dýrari. Við stöldrum þarna við um stund og á með- an koma viðskiptavinirnir og kaupa hluti allt frá blöndung um og upp í nær heila bíla. Við bregðum okkur út fyrir húsið og tökum að skoða bíl- flökin, sem eru af öllum hugs anlegum árgerðum. Þarna er svo til óekinn Rambler, sem orðið hefur fyrir skaða, þann- ig að ekki hefur svarað kostn- aði að gera hann upp. Gamail Moskvits, sem einhvern tíma hefur kannski verið sæmileg- ur bíll liggur þarna á hliðinni, ónýtur með öllu. >ó eru þessir bílar góðir sem varahlutir í aðra, sem enn eru í umferð. Væriékkert í þeim nýtilegt væru þeir ekki þarna, heldur fyrir innan bæ, skammt frá Sorpeyðingarstöð- inni, en þangað höldum við til þess að skoða þessi úrhrök í sögu bifreiðarinnar á íslandi. Það er ekki of djúpt tekið í árinni að segja að við Sorp- eyðingarstöðina séu hundruð- ir bifreiða. Þeir liggja þar í hrúgum fótfúnir og mæddir, sumir kannski með mörg hundruð þúsund kílómetra að baki. Cadillac, Chevrolet, Ford, allar tegundir, nema Volkswagen og Mercedes Benz, þær tegundir fundum við hvergi utan einn strætis- Omurleg ævilok Heimsókn í bílakirkjugar^a borgarinnar ARIÐ 1904, nánar tiltekið 20. júní, kom fyrsta bifreiðin til landsins. Þetta var hinn svo- kallaði Thomsens-bíll, sem Dethlev Thomsen keypti til landsins frá Danmörku. Bif- reiðin var 6 eða 7 hestafla fólksbifreið og samkvæmt Ár bókum Reykjavíkur, segir dr. Jón Helgason biskup: „Var það gamall skrjóður, sem gerði hér litla lukku, enda gekk hann hér aðeins eitt sumar.“ Bifreiðarstjóri var Tómas Jónsson (síðar mat- vörukaupmaður) og var hann því fyrstur íslenzkra bifreiðar stjóra. Einhver misskilningur hlýt- ur að vera á, hve lengi bifreið þessi var notuð, því að í blað- inu „Reykjavík“ auglýsir Thomsen hinn 9. júlí 1905, að ,mótorvagninn“ verði á ferð- inni á sunnudögum og á kvöld in. Síðan segir í auglýsing- unni: „Hann fer upp Hverfis- götu með 6 fullorðna farþega. Afl hans kemur nú að fullum notum, en vagnstjórinn, sem var með hann í fyrra kunni ekki með hann að fara.“ Þannig hefst saga bifreiðar- innar á íslandi. Þessi saga um ThomsenSbílinn rifjaðist upp fyrir okkur, er við fórum á stúfana í gær inn á geymslu- svæði Vöku, en þar er mikið af gömlum bílum ,sem fyrir nú á dögum er tvímælalaust bifreiðin, þegar eigendurnir hafa gefið þær upp á bátinn Gamall strætisvagn trónaði yfir bílamergðinni. löngu hafa sungið sitt síðasta eins og raunar Thomsensbíll- irm. Menn mega ekki halda að við ættum von á að hitta fyrir okkur Thomsensbílinn þarna inni hjá Vöku. Við ætluðum einungis að sjá, hvernig fer fyrir þarfasta þjóninum, sem og vilja ekki lengur við þeim líta. Við innganginn við geymslu svæðið hittum við fyrir okkur ‘ STAKSTHNAR Blómlegt viðskiptalíf Á síðustu árum hefur viðskipta líf landsmanna blómgast mjög, og viðskiptaárferði verið hagstætt. Aðstæður á mörkuðum okkar erlendis hafa verið góðar, verð- lag stöðugt farið hækkandi, og meiri eftirspurn eftir mörgum framleiðsluvörum okkar, en hægt hefur verið að fullnægja. Sama er að segja um viðskiptin innan- lands, almenn velmegun og mikl- ar tekjur fólks hafa skapað hér grózkumikið viðskiptalíf á und- anförnum árum, eins og bezt sézt á þeim myndarlegú byggingum, sem mörg verzlunarfyrirtæki hafa reist. Þess vegna kemur mörgum það einkennilega fyrir sónir, að hlutur samvinnuhreyf- ingarinnar í verzlun og viðskipt- um hefur greinilega farið minnk- andi að undanförnu. Unnendur einkaframtaks harma þessa þró- un auðvitað ekki, þar sem greini legt var, að Sambandið og kaup- félögin voru að verða eins konar ríki í ríkinu. En fyrir forustu- menn samvinnuhreyfingarinnar ætti þessi þróun að vera nokkurt íhugunarefni. Hallar undan fæti Sú staðreynd, að samvinnu- hreyfingin hefur öðlast hlutfalls- lega minni aðild að hinum blóm legu viðskiptum á undanförnum árum en aðrir, hlýtur að vera forustumönnum hennar áhyggju efni og þeir hljóta að spyrja sjálfa sig hverju þetta sæti. Hvers vegna hefur samvinnuhreyfingin, sem var stór og öflug, ekki verið í jafngóðri aðstöðu til þess að njóta ávaxtanna af grózkumikilli verzlun og viðskiptum, eins og einkafyrirtækin. Þetta eru spurn ■•igar, sem forustumenn sam- vinnuhreyfingarinnar hljóta að spyrja sjálfa sig, og auðvitað eru þeir í beztri aðstöðu til að gefa við þeim nokkur svör. Tengslin við Framsóknarflokkinn Vafarlaust er hér um að ræða margvíslegar ástæður, t.d. þær, að útþensla samvinnufélaganna var orðin svo mikil, að þau hafa þirátt fyrir mikið veldi, ekki haft bolmagn til þess að standa undir henni. En einnig er á það að líta, að hin óeðlilegu tengl við Framsóknarflokkinn haf.a skapað tortryggni í garð sam- vinnuhreyfingarinnar meðal ann arra stjórnmálaflokka og áhrifa- mikilla hópa í þjóðfélaginu sem ástæðulaus á að vera í garð samvinnuhrej fingar ef allt er með felldu, En því miður hefur samvinnuhreyfingin hér á landi kosið sér það hlutskipti að tengjast óeðlilegum böndum ein um stjórnmálaflokki í landinu. Sjálfsagt hefur þessi merka fé- lagslega hreyfing talið sér þet,ta hagstætt fyrr á árum, en greini- legt er nú, að áhrifatímabil Fram sóknarflokksins í landsmálnm hefur runnið sitt skeið á enda. Þess vegna hlýtur það aS vera umhugsunarefni forustumönn- um samvinnuhreyfingarinnar, nú, hvort ekki sé tímabært að þeir rjúfi þessi gömlu og úreltu tengsli við Framsókn- arflokkinn, ekkiwsizt þar sem hreyfing sú, sem þeir eru í for- ustu fyrir, hefur greinilega ekki notið jafn mikils afraksturs af blómlegu viðskiptalífi síðustu ára eins og aðrir, og væri ekki óeðlilegt þótt forustumenn sam- vinnuhreyfingarinnar skrifuðu það að einhverju leyti á reikn- ing Framsóknarflokksíns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.