Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 17
Miðvik-udagur 13. október 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 V : ■ - ' - 1 ; . - SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJÓRAR: GUNNAR GUNNARSSON, JÓN E. RAGNARSSON OG RAGNAR KJARTANSSON an Ályklun S.U.S. þings um efnahagsmál I. Jafnvægi í efnahags- 3. málum Átjánda þing SUS fagn- ar því félagslega jafnvægi, sem náðst hefur frá því í árslok 1963, og tryggt hefur almennan vinnufrið í landinu. Hefur með því verið stigið stórt skref í átt til efnahagslegs jafn- vægis. Ungir Sjálfstæðismenn telja jafnvægi í efnahags- málum fyrsta skilyrði þess, að mögulegt sé að bæta lífs kjörin jafnt og þétt. Þjóð- félag án verðbólgu veitir hinum almenna sparifjár- eiganda meira öryggi og örvar sparifjármyndunina. Við vaxandi jafnvægi bein ist fjármagnið að hag- kvæmari fjárfestingu, sem færir þjóðfélaginu meiri arð. Þjóðfélag án verð- bólgu tryggir örari og sam felldari vöxt þjóðartekn- anna og stuðlar að réttlát- ari tekjuskiptingu. Hið efnahagslega jafnvægi verður að ná jafnt til stjórnar peningamála, fjár mála ríkisins og greiðslu- skipta við útlönd.- Með þetta í huga þarf að auka skilning almennings á þýð- ingu hinna ýmsu hagstjórn artækja við lausn hinna mismunandi efnahags- vandamála. Auk almennra atriða vill þingið sérstaklega benda á eftirfarandi leiðir til að hamla gegn verð- bólgu: 1. Vinna ber að verðtrygg ingu á sparifé og á f jár- skuldbindingum til Iangs tíma og skapa með því eðlilegra á- stand á f jármagnsmark- aðinum. 2. Taka ber upp stað- greiðsluskattakerfi hér á landi, sem tryggi það, að skatturinn, sem inn- heimtur er, sé á sama verðlagi og tekjurnar, sem hann er greiddur af. Slíkt kerfi mundi jafnframt auðvelda skattaeftirlit. Tekið sé upp skatt- frjálst endurmat fjár- muna með eðlilegu millibili, og afskrifað samkvæmt raunveru- legu verðmæti, og at- vinnurekstrinum með því tryggður raunveru- legur kostnaður. Með því er hamlað gegn f jár festingarkapphlaupi og eftirspurn á óhagnýt- um gæðum til þess eins að öðlast nýja afskrift- arstofna. Þing ungra Sjálfstæðis- manna telur það þýðing- armikið til skilnings fyrir almenning, og til aðstoðar við lausn efnahagsvanda- mála, að saman sé tekið og birt ársfjórðungslega yfir- lit yfir alla hina þýðingar- mestu þætti þjóðarbúskap- arins, svo glögglega megi greina meginþróunina í efnahagskerfinu hverju sinni. Slíku yfirliti þarf að fylgja lausleg áætlun fyrir næstu 6—12 mánuði og í tengslum við þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkis- stjórnarinnar. II. Stöðugur hagvöxtur. — Bætt lífskjör Ör og stöðugur hagvöxt- ur atvinnuveganna er und- irstaða bættra lífskjara. Með afnámi haftakerfisins hefur valfrelsi neytenda og samkeppni aukizt og stuðl- að að lægra vöruverði og vaxandi þjónustu. Afram- haldandi þróup á þessuin sviðum verður bezt tryggð með löggjöf, sem komi í veg fyrir, að einstakir hags munahópar geti náð einok- unaraðstöðu í viðskipta- og atvinnulífi einstakra héraða eða á ákveðnum við skiptasviðum, enda verði núverandi löggjöf um verð lagsákvæði og verðlags- eftirlit afnumin. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að gera verði atvinnu vegunum sem jafnast und- ir höfði og veita þeim jöfn vaxtarskilyrði. Mismun- andi skilyrði — eins og í formi útflutningsstyrkja- kerfis og tollverndar, er að eins réttlætanlegt að skapa til skamms tíma í aðlögun- arskyni, þar sem mismun- andi skilyrði atvinnuveg- anna torveldi aðeins, þeg- ar til langs tíma er litið, sókn þjóðfélagsins til arð- bærari atvinnugreina og vaxandi framleiðslu. Hin jákvæða stefna hins opinbera til langs tíma er ekki að skapa atvinnuveg- unum mismunandi þróun- arskilyrði, heldur að veita þeim stuðning í formi að- stoðar við f jármagnsöfl- un, tækniaðstoð og hagræð ingarstarfsemi, og stefna með því að liámarksafköst- um. Þingið telur, að leggja I. Hámarksafköst fram- leiðslutækjanna, minnstur tilkostnaður og bezta þjón- usta tryggja örastan hag- vöxt og.bezt lífskjör. Það er skoðun ungra Sjálfstæðismanna, að þessu markmiði verði bezt náð með því, að borgararnir sjálfir hafi frumkvæði að öflun og skiptingu hinna margvíslegu lífsgæða, jafn óðum og því verður við komið og’eftirspurn er fyr- ir hendi. Þá fyrst, þegar frjálsum samtökum borgaranna er það ofvaxið, eða um er að ræða fyrirtæki, sem ekki lúta venjulegum markaðs- lögmálum, ber ríkisvaldi eða sveitarfélögum að hlaupa undir bagga og inna af hendi þær skyldur við þjóðfélagið, ef nauðsynleg- ar og skynsamlegar for- sendur eru taldar fyrir slíku. Ungir Sjálfstæðismenn telja engin rök vera fyrir beri aukna áherzlu á þjálf- un á vinnustað og í skól- um, m.a. með stofnun tækniskóla í einstökum atvinnugreinum. Brýn nauðsyn ber til að koma í framkvæmd nýjungum í iðnfræðslu, sem miða að því að gera kennsluna á- rangursríkari og stytta námstímann, m.a. með stofnun verkstæðisskóla. Hugur upprennandi kyn slóðar stefnir í dag mark- visst að þjóðfélagi aukinn- ar menntunar og tækni- þekkingar. Hefur reynsla grannþjóða okkar sýnt, að hagvöxturinn eykst þeim mun hraðar sem meira fé er varið til menntunar, rannsókna og vísindastarf- semi. Telur þingið, að auka mismunun fyrirtækja vegna rekstursforma og benda á, að slíkt leiðir til óeðlilegrar uppbyggingar fyrirtækja og hefur áhrif á samkeppnishæfni þeirra, án þess að hagfræðileg eða þjóðfélagsleg rök séu fyrir hendi. II. 18. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna telur brýna nauðsyn á því, að fyrirtæki og stofnanir, sem eru í eigu ríkis eða sveitar- félaga og rekin með al- mannafé, birti árlega reikn inga sína og skýrslur, þann ig að almenningur hafi að- gang að og geti gert sér nokkra grein fyrir starf- semi þeirra og f járreiðum. III. 18. þing Sambands ungra Sjálfstæðismanna telur sér ptaka þörf fyrir, að hafin verði nú þegar endurskoð- un 12. gr. laga nr. 50 frá beri verulega framlög til þessara mála. Þingið fagn- ar sérstaklega, að í hinni nýju löggjöf um skipulag rannsóknarmála skuli tfyggð ákveðið fjármagn til rannsókna á sviði iðn- aðar og sérstaklega þó á sviði byggingaiðnaðar. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að áðurgreindum markmiðum í efnahagsmál um verði aðeins náð með frjálsu hagkerfi, þar sem hlutverk ríkisvaldsins sé eingöngu að hafa á hendi samræmingu og umsjón, I en stundi enga framleiðslu ■ starfsemi, en uppbygging | atvinnulífsins sé grund- völluð á framtaki og at- orku einstaklinganna í þjóð félaginu. 1930 um Ríkisútvarp, sem hljóðar svo: „Ríkisstjórninni er heim ilt að ákveða einkasölu á útvarpstækjum. Skal þá engum öðrum en ríkis- stjórninni eða þeim, sem hún felur það, heimilt að flytja inn í landið útvarps- tæki né verzla með þau.“ Fari endurskoðun fram með það fyrir augum, að innflutningur og dreifing á útvarpstækjum og vara- hlutum til þeirra verði með sem hagkvæmustum hætti. Ungir Sjálfstæðismenn telja eðlilegast, að innflutn ingur og verzlun með út- varpstæki verði gerð frjáls að lögum. Er það í sam- ræmi við almenna verzlun- arhætti hérlendis og verð- ur ekki séð, hvers vegna verzlun með útvarpstæki er undanskilin þeirri reglu. Á það má benda, að Viðtækjaverzlun ríkisins er nú rekin með þeim hætti, að telja verður þær forsendur, sem áttu að vera fyrir stofnun hennar, mál- inu alls óskyldar nú. Frumkvæði borgaranna Ályktun S.U.S. þings um opinberan rekstur — einkasölur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.