Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 13. október 1965
M0RGUN8LAÐIÐ
27
Smith fagnaS sem
hetju heima fyrir
London, New York,
Salisbury, 12. okt. AP-NTB.
• Harold Wilson, forsætisráð-
herra Bretlands, flutti sjónvarps-
ræðu um sjálfstæðismál Rhode-
siu í kvöld. Skoraði hann þar á
Ian Smith, forsætisráðherra, að
hugsa siff um enn einu sin.ni, áður
en hann gripi til óyndisúrræða.
Jafnframt bar hann fram þá til-
lögu, að nefnd, skipuð forsætis-
ráðherrum brezku samveldisland
anna reyndi að finna lausn á
J>essu alvarlega vandamáli.
• Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti i dag álykt-
un, þar sem skorað er á stjórn
Bretlands að gera allt, sem í
hennar valdi stendur til þess að
koma í veg fyrir, að Rhodesía
lýsi yfir sjálfstæði. Um svipað
leyti kom Ian Smith, forsætis-
ráðherra landsims heim til
Sailsbury og var fagnað þar sem
hetju af hvítum landsmönnum
sínum.
Á flugvellinum í Salisbury,
þar sem á annað þúsund manns
höfðu safnazt saman til þess að
— Þungri byrbi
Framh. af bls. 1.
næsta ár, er hann tók við því á
ný, — því næst er hann lét af
embætti fyrir 2 árum en við tók
John Lyng, sem nú verður utan-
ríkisráðherra, — í fimmta sinn er
hann tók við því aftur ,að nokkr-
um vikum liðnum, og loks nú.
— Alþingi
Framhald af bls. 8
son (S), Skúli Guðmundsson
(F), Matthías Á. Mathiesen (S),
Jónas G. Rafnar (S), Einar
Ágústsson (F), Lúðvík Jóseps-
son (K) og Sigurður Ingimund-
arson (A).
2. Samgöngumálanefnd:
Kosningu hlutu: Sigurður
Bjarnason (S), Björn Pálsson
(F), Guðlaugur Gíslason (S),
Sigurður Ágústsson (S), Sigur-
vin Einarsson (F), Ragnar Arn-
alds (K) og Benedikt Gröndal
(A).
3. Landbúnaðarnefnd:
Kosningu hlutu: Gunnar Gísla
son (S), Ágúst Þorvaldsson (F),
Jónas Pétursson (S), Sverrir
Júlíusson (S), Björn Pálsson (F),
Hannibal Valdimarsson (K) og
Benedikt Gröndal (A).
4. Sjávarútvegsnefnd:
Kosningu hlutu:t Sverrir Júlí-
usson (S), Gísli Guðmundsson
(F), Pétur Sigurðsson (S), Guð-
laugur Gíslason (S), Jón Skafta-
son (F), Lúðvík Jósepsson (K)
og Birgir Finnsson (A).
5- lönaðarnefnd:
Kosningu hlutu: Jónas G.
Rafnar (S), Þórarinn Þórarins-
son (F), Sigurður Ágústsson (S),
Matthías Á. Mathiesen (S), Gísli
Guðmundsson (F), Eðvarð Sig-
urðsson (K) og Sigurður Ingi-
mundarsson (A).
6. Ileilbrigðis- og
f élagsmálanefnd:
Kosningu hlutu: Matthías
Bjarnason (S). Jón Skaftason
(F), Guðlaugur Gíslason (S),
Axel Jónsson (S), Ágúst Þor-
valdsson (F), Hannibal Valdi-
marsson (K) og Birgir Finns-
son (A).
7. Menntamálanefnd:
Kosningu hlutu: Gunnar
Gíslason (S), Sigurvin Einars-
son (F), Björn Fr. Björnsson
(F), Axel Jónsson (S), Einar
Olgeirsson (K), Guðlaugur Gísla
s°n (S) og Benedikt Gröndal
(A).
*• Allsherjarnefnd:
Kosningu hlutu: Einar Ingi-
mundarson (S), Björn Fr. Björns
son (F), Matthías Bjarnason
(S), Pétur Sigurðsson (S), Skúli
Guðmundsson (F), Ragnar Arn-
alds (K) og Birgir Finnsson (A).
fagna Smith, lýsti hann því yfir,
að þess mætti vænta, að Rhode-
'sía yrði sálfstætt ríki fyrir næstu
jól. Kvað hann það bezt sam-
rýmast hagsmunum landsins, að
ákvörðun þar að lútandi yrði
tekin sem allra fyrst. Á morgun
heldur Smith ráðuneytisfund og
telja sumir fréttaritarar ekki ólík
legt, að meiriháttar tíðinda megi
vænta af honum. Aðrir eru efins
um, að Smith lýsi yfir sjálfstæði
1 bráð, í trássi við yfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna, stjórnar
Bretlands og Bandaríkjanna og
fjölda annarra ríkja. NTB kveðst
hafa það eftir góðum heimildum
í Salisbury, að sennilegast lýsi
stjórnin því yfir, að landið skuli
verða sjálfstætt, en fresti að taka
ákvörðun um endanlegan „sjálf
stæðisdag". Herma sömu heimild
ir, að meðal forystumanna efna-
hagslífsins sé ríkjandi mikill ugg
ur um afleiðingar þess að lýsa
einhliða yfir sjálfstæði. Muni
þeir óttast efnahagsþvinganir af
hálfu umheimsins. Sjálfur hefur
Smith sagt, að hótanir um efna-
hagsþvinganir séu ekki annað en
margþvæld orð — „við höfum
heyrt þau oft áður og munum
aðeins láta hart mæta hörðu ef
út í það fer“, sagði Smith.
— Utan úr heimi
Framhald fa bls. 14.
gefa honum merki — komdu
nú, fljótt. — Og Stanislaus
hleypur af stað. Hann veit, að
landamæravörðurinn í turnin
um sér hann, en turninn er
30 metrum fjarri og varðmað-
urinn sér ekki stigann, sem
Stanislausar bíður. Þessvegna
grípur hann byssu sína, stekk
ur niður úr turninum og
hleypur á eftir flóttamannin-
um, næsta öruggur um að
hann muni ekki eiga sér und-
ankomu auðið.
En Stanislaus er heppinn,
ótrúlega heppinn, hann kemst
upp stigann og er að klöngrast
yfir gaddavírinn uppi á múrn-
um þegar hann heyrir glymja
í stígvélum varðarins á hæla
honum. Það eru ekki nema
nokkrar sekúndur til stefnu ef
vel er. Þá festir hann annan
fótinn í gaddavírnum. Vinir
hans ná taki á honum og rífa
hann lausann og Stanislaus og
stiginn detta ofan á vörubíls-
pallinn .Flóttinn hef.ur heppn
azt. Honum verður svo mikið
um, að við liggur að líði yfir
hann. Svo er ekið í hendings-
kasti burt frá múrnum, heim
til stúlkunnar sem bíður og
veit ekki fyrr en unnusti
hennar kemur inn úr dyrun-
um, að hann hætti lífinu til
þess að komast vestur yfir
múrinn til hennar og barnsins
sem þau eiga í vændum.
— Hólmavik
— Hve margir kennarar
starfa við skólann?
— í skólanum starfa fjór-
ir fastir iu* larar með skóla-
stjóra og r.emendur eru um
90 héðan úr þorpinu, sem tel-
ur tæpa 400 íbúa, svo að það
er nærri 25% íbúanna, sem
eru á skólaskyldualdri.
Við snúum okkur nú aftur
að húsmóðurinni, Sjöfn, en
hún hefur verið í hrepps-
nefnd Hólmavíkurhrepps frá
árinu ’62 og jafnframt eina
konan, sem skipað hefur
slíka stoðu í allri Stranda-
sýslu, og spyrjum hana,
hvernig sé að vera húsmóðir
á Hólmavík.
—<"Mér finnsí vanta hér
frjálsa og fjölbreyttari verzl
un. Skortur er á nauðsyn-
legum matvöruverzlunum a£
nýtízku gerð. Matvöruteg-
undir, sem hér fást eru fá-
breyttar, vandræði er að fá
nýtt kjöt, þó að hér um slóð-
ir sé unnt að fá eitthvert
bezta hráefni til slíkra hluta.
— Vilduð þið segja eitt-
hvað að lokum?
— Ekki nema það, að við
vonumst til þess að einhver
læknir fáist til þess að koma
hingað. Það er læknislaust í
allri Strandasýslu í dag og
það má segja, að það sé al-
gjör lífsnauðsyn að hafa
lækni, sögðu þau hjón að
lokum.
Sveinn Sighvatsson heitir
trésmiður, sem nýlega flutt-
ist til Hólmavíkur. Sveinn
er ungur maður, fæddur á
Höfn í Hornafirði. Hann seg-
ir okkur, að hann sé búinn
að vera í Hólmavík í tæp tvö
ár, og hann er nú þegar orð-
inn eigandi að trésmiðju
þorpsins, Trésmiðjunni Snæ-
felli. Við spyrjum hann fyrst,
hvað valdi því að hann flutt-
ist yfir þvert landið, til
Hólmavíkur og hann svarar.
— Ég er kvæntur konu,
sem er héðan og þegar losn-
aði verkstæði hér, keypti ég
það af smiðnum, sem var að
— Seki-lkeya
Framhald af bls. 1.
fylgzt með ferðum hennar og
reiknað út, hversu hún muni
haga sér á næstunni. Segja
Rússarnir að halastjarna hafi
aldrei fyrr — að því er kunn-
ugt sé — komið svo nærri
sólu, sem Seki-Ikeya virðist
ætla að gera. Því verði rann-
sóknir á ferli hennar og því,
sem gerist 21. október, hinar
merkustu fyrir stjörnufræð-
ina, — þar muni geta að líta
alls konar fróðleg eðlis- og
efnafræðileg fyrirbrigði — að
því er Samuil Makover, tals-
maður visindaakademíunnar
hefur tjáð Tass-fréttastofunni.
Mælingar á ferli halastjörn-
unnar hafa verið byggðar á at
hugunum stjörnufræðingsins
Nikolti Tsjernykh við stjörnu
athugunarstöðina í Krím og
upplýsingum frá Bandaríkjun
um og Tékkóslóvakiu.
Kiljan einn af
sjö varaforsetum
Einkaskeyti til Mbl.
frá Kaupmannahöfn, 12. okt.
HALLDÓR Kiljan Laxness,
rithöfundur, hefur verið
kjörinn einn af sjö varafor-
setum rithöfundasambands
Evrópu, á yfirstandandi þingi
þess í Rómaborg.
Forseti sambandsins var
kjörinn Guiseppe Ungaretti
frá Ítalíu og varaforsetar,
auk Kiljans, rithöfundarnir
Jose Luis Aranguren frá
Spáni, Tibor Dery frá Ung-
verjalandi, John Lehmann
frá Bretlandi, Jean Paul
Sartre frá Frakklandi, Alex-
ander Tvadovsky frá Sovét-
ríkjunum og Jaroslav Iwaski
evies frá Póllandi.
Rytgaard.
Sveinn Sighvatsson,
trésnúður.
fara.
— Er ekki nóg að gera?
— Jú, feikinóg. Við erum
nú að vinna við kirkjuna og
skólastjórabústaðinn, en ann-
ars er ekki mikið um ný-
smíði hér um slóðir. Það er
svona mikið viðgerðir á
gömlu og þess háttar.
— Hve margir starfa á
verkstæðinu hjá þér?
— Við erum tveir með
réttindi, en höfum einn að-
stoðarmann. Annars er úti-
lokað að sinna eftirspurn
eins og er.
— Hefurðu engar áætlanir
um að færa út kvíarnar?
— Jú, en eins og er háir
manni ekkert, nema fjár-
skortur. Það væri svo sann-
arlega nauðsynlegt að auka
iðnað hér. Ég hef jafnvel lát-
ið mér detta í hug, að unnt
væri að framleiða hér ýmis-
konar innréttingar. Næsti á-
fangi hjá mér er að stækka
húsnæðið og þegar það er
komið er kannski unnt að
veita nærsveitunum meiri
þjónustu, en við höfurn gert
Annars er okkar veika hlið
hér félagsmálin. Það er al-
gjörlega ófullnægjandi hús,
sem notað er undir álla fé-
lagsmálastarfsemi, en það
getur verið að eitthvað nauð-
synlegra verði að ganga fyr-
ir.
— En þú ert ánægður hér?
— Já. Ég er nýkominn hing
að, mér líkar vel við fólkið,
það er gott og duglegt og
hér þykir mér gott að vera,
sagði þessi ungi athafnamað-
ur að lokum.
Það er seigla í Stranda-
mönnum og margir hverjir
gefast ekki upp, þótt í móti
blási. Einn þeirra er Guð-
mundur Guðmundsson, skip-
stjóri og eigandi vélbátsins
Hilmis frá Hólmavík. Við
hittum Guðmund síðla
kvölds og röbbum við hann
um vandamál útgerðarinnar.
Við spyrjum hann, hvernig
honum lítist á framtíðina, og
hann svarar:
— Mér finnst hún í hæsta
máta mjög skuggaleg. Ég
tel að það þurfi ítarlegrar
rannsóknar við. Við höfum
hér stærstu friðuðu mið um-
hverfis allt land, en samt
veiðist ekkert.
— Og hvað heldur þú að
valdi?
— Ja, ég veit það nú ekfei.
Það virðist bara allur fiskur
vera ho »*.m Það litla sem
við fáum er hins vegar með
fullan kjaft af rækju ag
rækja kemur alltaf upp með
voðinni. Heilar og fínar ræfej
ur.
— En hvað segirðu þá um
að bregða á rækjuveiðar?
— Ég hef mikinn áhuga á
því. Það mun enginn hafa
bolmagn til þess að veiða á
línu hér í framtíðinni. Mað-
ur stendur bókstaflega á g„ti
gagnvart þessu, það er helzt
að einhver iðnaður komi til
greina til þess að halda lifi í
fólki. Annars hef ég nú ailt-
af haft þá trú, að það eigi
eftir að rétta við hérna á
Húnaflóa, þrátt fyrir, að það
hafi farið árversnandi og að
í ár hafi /ana sést ýsa hér
um slóðir ,sagði þessi þraut-
seigi sjómaður um leið og
við kvöddum hann.
raf.
— Bruni
Framh. á bls. 27
mundi leggjast niður hjá stöð-
inni um ófyrirsjáanlegan tíma,
en starfsfólkið mun starfa að því
núna að hreinsa stöðina.
Vilhjálmur kvaðst engar tölur
geta látið uppi um tjónið, en það
væri mjög tilfinnan.legt. Taldi
hann að brunavaldurinn hefði
annað hvort verið sigaretta eða
rafmagn, en matsmenn trygginga
félaganna eru nú á leiðinni aust-
ur til að rannsaka málið.
Nú hefur verið saltað í u.þ.b.
14 þúsund tunnur hjá Sunnuver
og er stöðin með hæstu söltunar-
stöðvum austanlands.
— Afhjúpun
Framhald af bls. 1.
innar hefði einnig verið sent til
forsætisráðherra Islands.
Pétur var nýkominn úr ferða-
laginu til Yale, er við náðum
tali af honum í gærkvöldi, en
þangað er allöng leið frá Was-
hington, þar sem háskólinn er í
Newhaven, um tveggja tíma
akstur fyrir norðan New York.
Á lauéardag, sem er dajfur
Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjun-
um, voru sendiherrahjónin við-
stödd hátíðarathöfn við Leifs-
styttuna, sem stendur í Virginia-
ríki. En þar hélt hann ræðu.
— Untung
Framhald af bls. 1.
um munum, kommúnískum rit-
um og öðru og kveikt í. í sömu
frétt segir, a ðsl. föstudag hafi
aðalstöðvar flokksins verið
brenndar til ösku og um helgina
hafi verið ráðizt á aðalstöðvar
æskulýðskvenna og menningar-
samtaka flokksins.
AP fréttastofan segir að áhrif
og völd Súkarnos fari óðum
minnkandi og sama sé að segja
um áhrif utanríkisráðherra
landsins Dr. Subandrio — sé ekki
ólíklegt talið, að hann hrökklist
frá embætti, áður en langt um
líður. Sömu heimildir herma, að
staðfest hafi verið að Súkarno
forseti sé alvarlega sjúkur
inaður og hann hafi misst öll
tök á vandamálunum vegna
tíðra kvalakasta.
Djakarta útvarpið tilkynnti í
kvöld, að fjórtán háskólum,
menntaskólum og ýmsum öðrum
æðri skólum, hefði verið lokað
um stundarsakir meðan fram
færi rannsókn á því, hvern þátt
samtök stúdenta hefðu átt í bylt-
ingartilrauninni á dögunum. Þá
hefur verið útvarpað áskorunum
til þjóðarinnar um að vera á
verði gegn skemmdarverka-
mönnum kommúnista — hafi
herstjórnin haft af því spurnir,
að kommúnistar muni grípa til
skemmdarverka sem vopns í bar-
áttunni gegn her landsins og
Súkarno forseta.
Sem fyrr segir hefur Untung,
ofursti verið handtekinn, að
sögn Djakarta útvarpsins. Náðist
hann í héraðinu Tegal á mið-
hluta Jövu og var þá rétt óflú-
inn til Semarang. Rétt áður hafði
annar byltingarforsprakki náðst,
A. Latif, ofursti. Reyndi hann að
flýja, en hlaut skotsár á flótt-
anum og var fluttur í fangelsi.
Með handtöku Untungs, ofursta
er talið, að byltingartilraun „30.
september hreyfingarinnar" hafi
endanlega verið bæld niður.
Segir talsmaður hersins, að 30%
fylgismanna hans hafi verið
gerðir övirkir, en aðrir hafi flúið
til fjalla.