Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. október 1965 MORGU N BLAÐ1Ð 15 Landbúnoður Sveitirnar Landbúnaður Borgin leggur undir sig landið ÞBGAR jarðir fara i eyði og bú- skapur leggst niður, c* það yfir- leitt vegna þess að fólkið yfir- gefur býli sín og enginn fæst til að koma í staðinn og taka þar við jörð og búi. Þetta er reglan. Svo koma undantekningarnar. Þá er þessu þveröfugt farið. I>á fara jarðirnar „í eyði“, ekki vegna þess að fólkið er of fátt, íheldur af því að það er of margt. Þá er jörðin tekin undir hús og mannvirki, götur og gangstéttir, Þar sem áður var ilmur úr grasi og angan af gróðurmold, þar er nú þefur af malbiki og göturyki. Þar sem áður voru hugróar kýr á beit og lögðust makindalega til að jótra í sumarblíðunni, þar æða nú hraðskreiðir bílar eftir beinum götum, svo að lífsháski er að hætta sér út á strætið nema á vissum blettum á vissu augnabliki. Þessi hafa orðið örlög jarð- anna í Reykjavík eins og t.d. Lækjarhvamms. Allir bændur Sláttur í Þverholtum á Mýrum. SNARROTIN landsins kannast við Lækjar- hvamm. Þar hefur Einar Ólafs- son búið síðan 1926. En nú er þar eiginlega öllum búskap lokið enda á Einar aðra jörð upp í sveit, Bæ í Kjós. Þar hefur hann lengi haft „bú annað“ eins og héraðshöfðingjar á fyrri tímum. Og nú er jörðin Lækjarhvammur ekki lengur til. Allt fram að þessu var kringum bæinn ofboð lítið túri, sem grænkaði snemma hvert vor og varð svo fagurgult af bleikum sóleyjum þegar leið að slætti. En nú er það horfið. Það komu kraftmiklar vélar æð- andi neðan úr bæ. Þær réðust á túnið með gapandi kjöftum og grenjandi hávaða. Þær ristu sundur grasrótina, ruddu mold- inni upp í svarta hauga og grófu djúpa skurði fyrir rör og rennur og allar þessar mörgu leiðslur sem lagðar eru undir göturnar í stórri borg. Og nú er verið að búa þar til breiða götu. Það er Kringlumýr- arbrautin sem á að vera ein hin mesta umferðaæð bæjarins alla leið norðan úr Laugarneshverfi suður á Hafnarfjarðarveg í Foss- vogi, Og beggja megin við þessa breiðgötu Reykjavíkur rísa stór- ar byggingar, bæði íbúðarblokk- ir og iðnaðarhús. Lækjarhvamm- ur heyrir sögunni til, — borgar- innar er framtíðin. Og hún gefur engin grið, þegar hún er að leggja undir sig landið. EITT aðalviðfangsefni grasrækt- arfræðingar okkar sem stendur setti að vera það, að framleiða þær grastegundir og setjá saman (þær grasfræblöndur, sem bezt Ihæfa okkar aðstæðum, svo að túnin séu sem grasgefnust, stand ist sem bezt allar raunir okkar mislyndu vetra og köldu vora og heyfengurinn geti orðið eins ár- viss og verða má. En þetta er Ihægara sagt en gert og þetta verð ur ekki gert í fljótum hasti. A Iþessu sviði eins og öðrum eru allar tilraunir næsta tímafrekar ©g kostnaðarsamar og hið mesta þolinmæðisverk. í tilraunareitum Atvinnudeild- ar Háskólans á Korpúlfsstöðum er unnið að því að finna harð- gerðustu afbrigðin af mörgum túngrösum. Verður sagt frá því etarfi síðar. En ein grastegund ís- lenzkrar ættar ber af, um þol og harð gerð. Það er snarrótin. Hana þarf varla að styrkja með kynbótum. Hún er alltaf og alls- ítaðar sú hetja, sem stenzt allar raunir. Hún er það gras, sem óhætt er að mæla með þolsins vegna utan túns og innan, bæði til beitar og heyskapar. Þetta barst í tal við dr. Sturlu Friðriksson, sem hefur umsjón *neð tilraunastöðinni á Korpúlfs- *töðum, Á vegum hennar er nú ræktað snarrótarfræ vestur á Mýrum. Upphaf þes smáls er það eð haustið 1960 var safnað fræi austur á Þingvöllum. Þá höfðu Vellirnir verið í svo góðum friði •ð grasið náði þar bezta þroska. Árið eftir var snarrótarfræinu eáð í vel framræst land, sem bú- ið var að þurrka á vegum land- náms ríkisins að Þverholtum á Mýrum. Voru unnir þar 10 ha. í þessu skyni. Sumarið 1964 feng ust tæp 1000 kg. af fræi. Var •umt af því selt Mjólkurfélagi Reykjavíkur, en sumt af snar- rótarftæinu fékk Sandgræðsla ríkisins, sem notaði það til uipp- græðslu á allmörgum stöðum. Ekki @r enn hægt að segja um óraugur af sáningu þessa fræs. enda er snarrótin sein til og ber ekki mikið á henni á fyrsta ári. Nú í sumar fékkst heldur minna fræ af snarrótarakrinum í Þver- holtum heldur en í fyrra, hvað sem valdið hefur. Uppskeran gekk hins vegar mjög vél. Var fegninn að láni sláttuþreskj ari frá Gunnarsholti og var slætti og þreksingu lokið á tveim dögum. Þessi ræktun á snarrótarfræi er enn á byrjunarstigi, en þessu verður haldið áfram, enda er Dr. Sturla Friðriksson til mikils að vinna. En hvað um gildi næringarinn- ar í snarrótargrasinu? Hafa ver- ið gerðar tilraunir með það? Já, segir Sturla. Örfáar athug- anir hafa verið gerðar á fóður- gildi þess. í meltingartilraun sem Gunnar Ólafsson fóðurfræðingur gerði 1963 reyndist það að vísu minna heldur en næringargildi 'túnvingulstöðu. En það stafar e.t.v. af því, að snarrótin er snemmsprottnari heldur en tún- vingullinn og hefur verið farin að tréna. En á því er enginn vafi, að snarrótin er ein okkar nytsamasta beitargrastegund og sérstaklega verðmæt að því leyti, að hún er það harðgerð að af henni ætti aldrei að bregðast uppskera 'þótt misjafnlega ári. Ríkisfram- lag til B.í. AÐALTEKJUR Búnaðarfélags fslands er styrkurinn, sem því er veittur af Alþingi samkv. fjár- lögum ár hvert. Frá 1920-40 var hann kringum 40 þús. á ári, en hin síðari ár hefur hann farið ört hækkandi enda hafa verkefni félagsins v'axið óðfluga eftir því sem það opinbera hefur veitt landbúnaðinum meiri faglega ieiðbeiningu og verklega fyrir- greiðslu. Eftirfarandi tölur sýna upphæð ríkisframlagsins til B.í. nokkur síðariárin: Árið 1958 kr. 2.56 millj. Árið 1980 kr. 3.95 millj. Árið 1962 kr. 4.29 millj. Árið 1964 kr. 7.34 millj. Árið 1965 kr. 8.52 millj. Búnaðarfram- farir strandamanna MENN eru i suðurhluta Stranda- sýslu langt komnir í búnaði að mörgu leyti og óvíða sjást jafn- miklar jarðabætur. Menn voru komnir á góðan framfaraveg áð- ur en harðindin komu, en nú er ekki gott að vita, hvernig fer. En hvað sem á dynur, þá hefur manndáð og dugnaður alltaf góð- ar afleiðingar bæði fyrir þessa og komandi kynslóðir. í suður- hluta Strandasýslu eru mjög víða stórir nátthagar, og hafa menn því kostnaðarlítið aukið stórum afrakstur jarðanna. Jón alþm. Bjarnason í Ólafs- dal var hinn fyrsti, sem fór að byggja nátthaga, og þaðan hefur þessi þarfa jarðabót breiðzt út úm næstu héruð. (Þ. Th.: Ferðabók) í umm KAUPSTAÐARBÚAR á ferð í sveit á hásumardegi, sól og sum- ar hvert sem litið er. Fólkið er margt saman í hóp, ríðandi. Það hefur farið um blómlega sveit þar sem á hverjum teig má sjá stritandi vélar en fátt starfs- manna. Nú nálgast það heiðiná, fjallveginn yfir í næstu sveit. Þar uppi við heiðarsporðinn er eyðibýli, húsin flest fallin, orð- in að grónum tóftum. Garðar og girðingaslitur bera vott um hvað túnið var stórt, eða öllu heldur lítið. En grasgefið hefur það ver- ið og í góðri rækt á sinni tíð. Nú er það kafloðið og hross ferða- fólksins dreifa sér um varpann fram undán bæjartóftunum og úða í sig töðugrasi. „Ósköp er að hugsa sér að eng- inn skuli búa hér.“ — Hvernig stendur á því að þetta er ekki slegið? segir ferðafólkið þar sem það situr á einu garðbrotinu og horfir á grasið bylgjast í norð- angolunni. Já, hvernig stendur á því? Svona raddir heyrast oft þegar verið er að ræða um þá fóiks- flutninga í landinu, sem orðið hafa í svo ríkum mæli með breyttum atvinnuháttum. Svo virðist, sem sumir harmi þessar breytingar a.m.k. í orði kveðnu. Þeir segja: ,,Mér finnst ísland minnka við hvert býli, sem í eyði fer. Er það ekki undanhald, flótti, að láta byggðina dragast saman, þegar fólkinu er sí- fellt að fjölga! En nú mæt’ti spyrja: Hvers vegna þola þá þess ir menn þessa „minnkun“ lands- ins? Hvað vilja þeir á sig leggja til þess að ekki gangi saman Garðarsey? Yfirleitt ekki nokkurn skapaðan hlut. Þeir sem hæst tala, að maður ekki segi þeir sem mest hneykslast á því, að fara skuli í eyði ýms afdala- kot og útskagabýli, þeir mundu aldrei — hvað sem í 'boði væri, vilja hreyfa litla fingur eða nokk uð af mörkum leggja til að halda þessum bæjum í byggð. Og það er heldur engin ástæða til þess. Ekkert er í raun og veru eðlilegra heldur- en að byggðin breytist, fólkið flytjist til í landinu, þegar atvinnuhættir þess taka stakkaskiptum og þjóð in fær ný og betri gögn í hendur til að hagnýta sér náttúrugæð- in bæði til lands og sjávar. Það þarf engan að undra þótt jafn- vægið raskist í byggð landsins með nýjum og ólíkum lífsbjargai möguleikum. Margt hefur verið skrifað um þá áhættu, sem þjóðin býður heim við „ójafnvægið í byggð landsins". En þótt mikið hafi ver ið talað, hefur fátt verið um rauri hæfar aðgerðir. Á Alþingi hafa verið lagðar fram tillögur, um stofnun sjóða, um opinber fram- lög um áætlanir og úrbætur o.s. frv. Hefur stjórnarandstaðan verið æði frökk við slíkt, enda þótt ekkert væri að gagni gert með an hún hafði völdin. Sýnir það bezt heilindin. Það er fyrst með Vestfjarða- áætlun, sem þetta mál er tekið föstum tökum o^að því er unnið á skipulegan og skynsamlegan hátt. Fyrst er tryggt fjármagn til framkvæmda og því síðan varið til að efla atvinnulífið á lífvæn- legustu stöðunum og koma nær- liggjandi sveitum í sem öruggast samband við þéttbýlið, svo að þær fái þar markað fyrir afurð- ir sínar og geti sótt þangað þá þjónustu sem þéttbýlið eitt getur veitt. S.l. áratug, 1954-1964, fækkaði fólki á Vestfjarðarkjálkanum um tæp 200 manns meðan þjóðinni í heild fjölgaði um rúml. 34 þús. Innan Vestfjarða varð þó „ó- jafnvægið“ ennþá meira. Heil sveitarfélög hafa þurrkazt út meðan nokkur mannfjölgun og mikil uppbygging hefur orðið á öðrum stöðum. Með því að efla þá staði og tengja þá við að- liggjandi héruð með sem örugg- ustum samgöngum er þess að vænta að“stuðla megi að því að þessi landshluti fái framvegis dafnað og vaxið að fólkstölu í réttu hlutfalli við mannfjölgua- ina í landinu. Tjónið af fjár- kláðanum SVO hefur talið verið, að sauð- fé h'afi fækkað í landinu um 60% á árunum 1761-70. Er þegar þess er gætt, að stór og fjármörg héruð sluppu alveg við fjársýk- ina, er Ijóst að hrunið hefur ver- ið gífurlegt, þar sem sýkin gekk lengst og mest. Sunnan- og Vest anlands var helzt til bjargar í nauðum þessum ,að þar var und- anfarið meira þó sauðfjárræktin brygðist. Á sumum stöðum tóku bændur að leggja stund á geld- neytaeldi og fjölguðu allmjög pautpeningi. Aðrir leituðu aér bjargar í verstöðvum meir en * áður. (Saga íslendinga)

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 233. tölublað (13.10.1965)
https://timarit.is/issue/112956

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

233. tölublað (13.10.1965)

Aðgerðir: