Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 14
14 M0RGUNBLAÐ1Ð Miðvikudagur 13. október 1963 i Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Rítstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingaf og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. STEFNA FJÁBLAGA FRUMVARPSINS F’járlagafrumvarpið er jafn- * an fyrsta þingskjalið sem útbýtt er á Alþingi. Er svo einnig að þessu sinni. Ef athuguð er stefna fjár- lagafrumvarpsins fyrir árið 1966, verður ljóst, að hún mótast fyrst og fremfet af tvennu: í fyrsta lagi viðleitninni til 'þess að tryggja greiðsluhalla- laus fjárlög, og í öðru lagi á- kveðnum vilja til þess að halda í horfinu um verklegar framkvæmdir og áframhald- andi þróun og uppbyggingu í þjóðfélaginu. — Samkvæmt frumvarpinu er lagt til að létt verði af ríkissjóði ýmsum út- gjöldum, og jafnhliða gert ráð fyrir að einstakir tekjuliðir hans hækki. Hinsvegar er ekki gert ráð fyrir almennri skattahækkun. Samkvæmt fjárlagafrum- varpinu nemur útgjalda- hækkun frá fjárlögum yfir- standandi árs raunverulega 218 milljónum króna. At- hyglisvert er, að útgjöld til kennslumála hækka mjög verulega, eða um 53 milljónir króna. Þessi hækkun til fræðslumálanna sprettur.m.a. af árlegri nemendafjölgun og kennarafjölgun. Ennfremur af verulegri hækkun á fjár- veitingum til skólabygginga. Útgjöld til félagsmála hækka um 106 milljónir króna á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1966, en framlög til þess- ara mála hafa farið hrað- hækkandi undanfarin ár. Er óhætt að fullyrða að engin ríkisstjórn hafi stigið jafn stór skref og Viðreisnarstjórn in til þess að tryggja félagsr legt öryggi íslendinga. Launahækkanir, sem orðið hafa á árinu eiga að sjálfsögðu mjög mikinn þátt í auknum útgjöldum ríkissjóðs. Þjóðin fagnar því að þetta fjárlagafrumvarp virðist hafa verið undirbúið af fyrir- hyggju og raunsæi. Það er vitanlega enginn vandi að æsa til óánægju þegar reynt er að spara á einstökum út- gjaldaliðum. En greiðsluhalla búskapur ríkissjóðs í ein- hverju mesta góðæri sem yfir þjóðina hefur komið, væri hin mesta fásinna. Þess vegna er það rétt stefna að leggja á- herzlu á að Alþingi afgreiði greiðsluhallalaus f járlög. í þéssu sambandi ber að vekja athygli á því, að fyrr- verandi fjármálaráðherra verður ekki sakaður með rök- «m um greiðsluhallann, sem varð á síðastliðnu ári. Það voru ráðstafanir, sem gerðar voru eftir að fjárlög 1964 höfðu verið samþykkt, sem leiddu til greiðsluhallabúskap ar hjá ríkissjóði. Það eru hin- ar verulegu kauphækkanir, sem orðið hafa, ásamt aukn- um stuðningi við atvinnuveg- ina, sem skapað hafa greiðslu- hallann á árinu 1964, og kunna að leiða til nokkurs greiðsluhalla á þessu ári. Mestu máli skiptir, að þing og þjóð líti nú raunsætt á hag sinn, og að kapp verði lagt á jafnvægisbúskap, sem tryggi eðlilega áframhald- andi þróun og uppbyggingu í þjóðfélaginu. HLEKKUR, SEM LENGI HEFUR SKORT ‘V’ale-kortið er sá hlekkur, “ sem lengi hefur skort til þess að tengja með fullum myndugleik forna atburði ís- lenzkrar sögu við atburði 15. aldar“, segir Björn Þorsteins- son, sagnfræðingur, í grein sem birtist eftir hann hér í blaðinu í gær. Jafnframt seg- ir sagnfræðingurinn að Yale- kortið ætti að vera þeim mönnum áminning, sem gjarnt er að véfengja fornar og góðar heimildir, íslenzkar og erelndar. Þetta er vissulega rétt og satt. Hið nýfundna landakort felur í sér stórkostlegan sigur fyrir íslenzka sagnfræði. Með því eru endanlega sannaðar með óvéfengjanlegum hætti gamlar íslenzkar frásagnir um siglingaafrek og landa- fundi íslendingá. Það liggur nú Ijóst fyrir, að Kristófer Columbus hefur beinlínis siglt eftir korti, sem byggist á siglingum og ránnsóknum þeirra Bjarna Herjólfssonar og Leifs Eiríkssonar. Þetta er svo stórkostleg og merkileg staðreynd, að við borð liggur að menn átti sig naumast á henni í fljótu bragði. SKÓLARNIR OG RÍKISS T JÓRNIN að er vissulega mikil öfug- mæli, þegar stjórnarand- stæðingar halda því fram, að núverandi ríkisstjórn hafi sýnt skeytingarleysi í skóla- málum landsmanna. Sannleik urinn er sá, að engin ríkis- stjórri hefur aukið fjárveit- ingar og framlög til nýbygg- inga- skóla ,og hvers konar framkvæmda í þágu skóla- mála í landinu eins rösklega og Viðreisnarstjórnin. Mætti nefna um þetta aðeins örfá „Allan tímann sem ég var að hlaupa þetta og klöngrast yfir gaddavírinn — og mér fannst það heil eilífð“, sagði Stanislaus, „hugsaði ég ekki um annað en að nú hlyti vörðurinn að fara að skjóta. En skotið kom aldrei.“ Ævintýralegur flótti yfir grafir hinna dauðu .i i FYRIR nokkru fór ungur Austur-Berlínarbúi með vatns könnu sína og blómavönd inn um kirkjugarðshliðið í Liesen strasse í Wedding-hverfinu þar í borg. Grafirnar í kirkju- garðinum ná alveg að Berlín- armúrnum og þeir sem um þær vilja hirða þurfa til þess sérstakt leyfi borgaryfirvald- anna. Berlínarbúinn ungi, Stanislaus Gefroever, 25 ára gamall stærðfræðingur, hafði Nú þurfa þau ekki framar að skilja. Stanislaus kynntist stúlk unni sinni sem er ættuð frá Garmisch, fyrir tveimur árum í Austur-Berlín. Hún hefur síðan getað heimsótt hann með leyfi borgaryfirvalda vestanmegin, en Stanislaus voru allar bjargir bannaðar. Þessvegna hætti hann lífinu til að komast vestur yfir til hennar. Fastur vörðurinn reyndar meðferðis eitt slíkt leyfi að sýna kirkjugarðsverð- inum, en leyfið það var falsað og förinni heitið lengra en að gröf óþekkta mannsinS, sem Stanislaus vökvaði í óða önn í gaddavírnum — og og snyrti vendilega meðan vörðurinn sá til. á næstu grósum. Handan við Berlínarmúrlnn og grafir hinna dauðu bíða vinir Stanislausar og hafa meðferðis vörubíl einn mikinn og stóran stiga. Þegar kirkju- garðsvörðurinn er kominn úr augsýn lítur hann upp og þeir Framh. á bls. 27 dæmi. Þessi ríkisstjórn hefur gert héraðsskólana að ríkis- skólum, og aukið stuðning við þá að miklum mun. Fyrir frumkvæði hennar hafa verið sett lög um tvo nýja mennta- skóla og miklu f jármagni var- ið til uppbyggirigar hinum eldri. Ný löggjöf hefur verið sett um tónlistarskóla og stuðningur ríkisins við þá stór aukinn. Stuðningur við Há- skólann hefur verið aukinn að miklum mun, og fjöldi nýrra prófessorsembætta stofnaður. Fjárveitingar til barnaskóla hafa verið stór- hækkaðar, og sérstök áherzla lögð á að fræðslulöggjöfin komist í framkvæmd úti um sveitir, þar sem alltof mörg börn ogunglingar búa énnþá við ófullkomna farkennslu. Á fjárlagafrumvarpinu fyrir ár- ið 1966, er gert ráð fyrir að framlög til fræðslumála hækki um 53 milljónir króna. Þessi stóraukni stuðningur við skólamálin í landinu, breytir að sjálfsögðu ekki þeirri staðreynd, að fjölmargt er ógert í þessum þýðingar- miklu málum. Allt skólakerf- ið þarf að takast til gagn- gerðrar eiidurskoðunar, eina og bent var a í ágætri grein er Kristján J. Gunnarsson, skólastjóri, ritaði nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 233. tölublað (13.10.1965)
https://timarit.is/issue/112956

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

233. tölublað (13.10.1965)

Aðgerðir: