Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1965næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. október 1965 BIRGIR GUDGEIRSSON SKRIFAR UM HLJÓMPLÖTUR MARGIR eru þeirrar skoðun- ar, að ópera Wagners, „Trist- an und Isolde“, sé bezta og merkasta ópera, sem samin hefur verið a.m.k. síðastliðin hundrað ár. Hvað sem því líð- ur, er seinasti þáttur óper- unnar að öllum líkindum há- markið á sköpunarferli Wagn- ers. Sagan um Tristan og ís- old er flestum kunn og óþarfi að rekja hana hér. Um upp- runan eru menn ekki á eitt sáttir, en sögnin mun ævaforn og er rakin til grískra forntoók mennta og reyndar af sumum til persneskra. Er það langt mál og flókið og má benda þeim, sem áhuga hafa á því og óperum Wagners, að til er bók eftir Wagner-sérfræðinginn Ernest Newman: „The Wagner Operas“, sem í fyrri útgáfum foar heitið „Wagner Nights“. Gefur þar að finna einhverjar þær gleggstu, læsilegustu og fróðlegustu ritgerðir um söng- leiki Wagners, sem ég hefi lesið. Til marks um hversu ýtarleg og nákvæm bók þessi er, þá skal þess getið, að rit- gerðin um „Tristan og Isold“ er hvorki meira né minna en 110 blaðsíður og bókin er í stóru broti. Nokkuð algengur misskiln- ur er, að ást þeirra Tristans og fsoldar í óperu Wagners, hefj- ist fyrst er þau drekka ástar- drykkinn undir lok fyrsta þáttar. En það er ekki rétt. Tilfinningin var fyrir hendi í alveg nógu ríkum mæli áður en' óperan hefst, en fær fyrst óstöðvandi útrás eftir að töfra drykkurinn er innbirtur. Wagner - lagaði hina fornu sögn í hendi sér og rauði þráð urinn í verkinu er þrá eftir ást og dauða; sameiningu í og eft- ir dauðann. Árið 1953 var óperan „Trist- an og Isold“ fyrst gefin út á hljómplötum. >ar sem al- gengt er að stytta hana í „lif- andi“ flutningi, þá er hún í þessari hljóðritun gefin út í heild. Engu er sleppt og það merkilega er, að það, sem al- gengt var afi sleppa, reynist vera beztu kaflar verksins, en það er eintal eða einsöngur Tristans í seinasta þætti. Ein ástæðan fyrir því, að þetta var algengt, er sú, að verkið er geysilangt og gerir miklar líkamlegar (og að sjálfsögðu andlegar) kröfur til söngvar- anna. Frægur tenórsöngvari, Ludwig Schnorr, sem uppi var á dögum Wagners, dó að- eins 29 ára gamall, að því er talið er vegna ofreynslu við flutning aðalhlutverksins. Dragsúgur var mikill á svið- inu og þriðja (seinasta) þátt- inn varð hann að syngja liggj- andi nær hréyfingarlaus með- an á flutningi stóð. Hann fékk lungnabólgu. Þessi hljóðritun, sem fyrr greinir frá var búin að vera á markaði í tólf ár, þegar til- kynnt var í vor af hálfu út- gáfufyrirtækisins („His Mast- er’s Voice“), að hún yrði það, sem kallað er, „tekin út úr katalóg", það er að segja, ekki lengur á boðstólum. Olli það mikilli ólgu meðal tónlistar- unnenda víða um heim, og varð það til þess, að forráða- menn H.M.V. gáfu út yfirlýs- ingu þess efnis, að þessi hljóð- ritun yrði sett á markað í endurútgáfu áður en langt um liði — og meira en það. Áður var þessi hljóðritun á sex plöt um, en nú skyldi hún vera einungis á fimm! Og nú í október auglýsir H.M.V. mik- ilfenglega, að þeir hefji með endurútgáfu þessarar hljóð- ritunar nýjan hljómplötu- flokk, sem þeir kalla „Evry- man Opera Series“ og seljast plöturnar á verulega lægra verði en áður, sennilega allt að eitt hundrað krónum ódýr- ara hver. Þannig mun þessi endurútgáfa á Tristan kosta hér um eða yfir eitt þúsund krónur í stað um tvö þúsund áður. Flytjendur eru Kirsten Flagstad, en hún var 57 ára, er hljóðritUnin var gerð, og skyldi engan gruna. Ludwig Suthaus, sem syngur Tristan. Dietrich Fischer-Dieskau. Blanche Thebom. Josef Greindl. Rudolf Sdhock. Ed- gar Evans. Rhoderik Davias. Kór Covent Garden óperunn- ar. Hljómsveitin Philharmon- ia í London og hljómsveitar- stjóri er enginn annar en mesti Wagner-túlkandi vorra daga, Wilhelm Furtwángler. Þessi hljóðritun er einróma Xlí^í w n4-/v\/vrt tw 1 Ir 11 fenglegasta afrek 1 sögu hljqðritunarinnar, og ber gagnrýnendum erlendis upp til hópa saman um (en það er sjaldgæft, svo ekki sé sagt einsdæmi), að veg og vanda hversu vel hafi tekizt, beri að þakka makalausri stjórn Furt- wánglers, sem ekki. einungis inntolási hvern einasta hljóm- sveitarmeðlim, heldur upp- hefji hann söngvarana á plön, sem engan hafði órað fyrir að þeir mundu nokkurn tíma ná. Emn færasti gagnrýnandi og músikfræðingur Breta, Willi- am Mann, segir m.a.:.......... „Þetta var í fyrsta sinn, sem Furtwángler stjórnaði hljóð- ritun á heilli óperu. Og það má vel vera að þetta hafi ver- ið hans stærsti listasigurr‘. Og Mann heldur áfram: „Það er- a.m.k. erfitt að ímynda sér stærri listasigur. Hver og einn einasti afþurða Wagner- hljómsveitarstjóri, sem ég hef heyrt til, hefur einhvers stað- ar slakað á spennunni, svo maður hefur heyrt hrotur Homers er hann dottar. En það skeður ekki hjá Furt- wángler". Og svo kemur setn- ing, sem er naumast hægt að þýða án þess, að hún að tals- verðu leytit breyti um merk- ingu, svo að ég læt hana standa hér á frummálinu: .... „Evry bar under him reveals its plettoora of musi- cal invention, its irresistible flood of character. IJ has all the impetuosity and int- ensity and sheer grandeur (which means relative weight of orchestral tone) for which toe was famous“. Til er nýrri hljóðritun á Tristan, sem kom út á vegum Decca árið 1961 undir stjórn Solti. Hún er fá- qnlctf í Kar cívm K'urt- wángler-útgáfan er aðeins fá- anleg í mono. Hins ber að geta að skurðartækni í hljóm- plötuiðnaði hefur farið stór- lega fram á þeim árum, sem liðin eru frá útkomu Furt- wángler-útgáfunnar og tón- gæði hennar nú örugglega miklum mun betri en upphaf- lega, sem þó voru ágæt. William Mann segist hafa komizt að þeirri niðurstöðu fram. Innlifun er ótvíræð og eftir mjög ýtarlegan saman- tourð á þessum tveim hljóðrit- unum, að rétt sé að velja fremur Furtwángler útgáf- una. Það sem hann segist m.a. sakna hjá Solti sé . . . „the toiggness of Furtwángler’s reading“. Vonandi skilja flest- ir. En við skulum nú aðeins at- huga söngvarna. Þegar þessi hljóðritun var gerð, hafði Flagstad sungið hlutverk ís- oldar í ein tuttugu ár. Samt fannst henni hlutverkið ekki passa vel fyrir sig. Sennilega vitandi vel að röddin var nokkuð köld fyrir svo „heitt“ hlutverk. En hana vantar sVo sannarlega ekki hitann hér í þessari hljóðritun og radd- tæknin ótrúleg miðað við, að hún var eins og fyrr var get- ið 57 ára, þegar hljóðritun fór áður en þessi hljóðritun kom út og þótti þá lítið til koma. Undrun þeirra varð því eigi lítil, þegar þeir heyrðu þessa hljóðritun. Því að við borð liggur að hann „steli“ óper- unni frá frægustu Isold seinni tíma og seinasta þáttinn á hann. Samspil hljómsveitar og söngvara — Tristans — í seinast'a þætti er undravert og makalaust, enda er hljóm- sveitin þar persónan Tristan. Tristan er hetja af eðlum stofnL Þess vegna er Fritz Uhl í Solti-útgáfu Decca næsta hvimleiður sakir veimil títulegrar raddar. Og glöggt dæmi þess, að Solti og Uhl sjá ekki inn í þá heima, sem Furtwángler stóðu opnir og þar um leið Ludwig Suthaus, eru mörg og augljós. Svo á stóru sé stiklað má benda á, Furtwángler og Flagstad frábær. Það mundi taka fleirri blaðsíður, ef gera ætti flutn- ingi hennar ítarleg skil, en rétt er. að líta á nokkur dæmi. •Strax í upphafi ólg- ar hljómsveitin eins og hafið gæti, sem skipið siglir yfir. T.d., þegar Isolde syngur: Entartete Geschlecht! og nokkru síðar: O zahme Kunst der Zauberin . . . og þegar kemur að: Hört meinen Willen zagende Winde! og svo áfram, ólgar hafið í hljóm- sveitinni eins og hamslaus risaskepna. Spenna og af- slöppun — crescendo og decrescendo par excellence! Það ægivald, sem Furtwángl- er hefur á hljómsveitinni, er í þessum tiltölulega stutta kafla einkar augljóst jafnvel frekar tregum hlustanda. Og þessi kafli er einnig nærtækt og ágætt dæmi um þann hvít- glóandi innblástur, sem ein- kennir þessa hljóðritun frá fyrsta takti til síðasta. Takið eftir hvernig Flagstad syngur orðið Knechte, þegar hún spyr Brangáne: „Was hálst du von dem Knechte? og svo nokkru síðar orðið diinkt, þegar hún spyr Brangáne aftur um Tristan: sag’wie dúnkt er dich? Og svo tals- vert síðar í fyrsta þætti hvern- ig Flagstad syngur: Von seinem Lager blickt’er her —, nicht auf das Schwert, nicht auf die Hand er sah mir in die Augen. Seines Elendes jammerte mich o.s.frv. Þarna er Isold að segja frá því er gerðist áður en óperan hefst, er hún hjúkrar Tristan særð- um eftir að hann hafði" vegið unnusta hennar, en hann kom til Isoldar undir fölsku nafnL Það er kalt eða sljótt hjarta, sem hlustar á þetta þurrum augum. Ástæðulaust er að telja fleira upp að sinni, hlustandinn getur leitað, og hann getur í mörg ár alltaf verið að finna eitthvað nýtt. Ludvig Suthaus syngur Tristan og er sá söngvaranna, sem mest er undir áhrifum Furtwánglers. Gagnrýnendur erlendis höfðu heyrt hann syngja Tristan á sviði nokkru þegar Tristan segir við Brangáne í fyrsta þætti: Wo dort die grunen Fluren dem Blick noch blau sich fártoen. Það er upplifun að heyra það sungið af Suthaus, en fer algerlega forgörðum hjá Fritz Uhl. Annað ágætt dæmi er í öðrum þætti undan ástar- dúettinum þegar Tristan syngur: Was dort in keuscher Naoht dunkel Verschlossen wacht, was ohne Wiss‘und Wahn ich dámmernd dort empfahn: ein Bild, das meine Augen zu seh’n sich nicht getrauten, von des Tages Schein betroffen lag mir’s da schimmernd offen. Þarna höfðum við eitt glöggt dæmi hvernig Furt- wángler er meistari í því að spanna stóran boga, frasera breitt og tígulega og af ólýs- anlegri göfgi og söngvarinn með honum. Þetta fer fyrir lítið hjá þeim Solti og Uhl. Annað glöggt dæmi um svip- að.er í seinasta þætti, þegar Tristan syngur: Sie láchelt mir Trost und sússe Ruh . . . Blanche Thebom syngur hlutverk Brangáne yfirleitt all-vel einkum í öðrum þætti. Rudolf Shock hef ég varla heyrt betri. Að lokum um verkið. Alec Robertson, hinn frægi brezki gagnrýnandi og rithöfundur segir frá þvi, að í fyrsta sinn, er hann heyrði óperuna „Tristan og Isold“, hafi hann fallið í „trans“ strax í for- leiknum og muni eiginlega ekkert eftir því sem síðan hafi gerzt, nema hann hafi að flutningi loknu.m skjögrað heim sem ölvaður. Rotoertson er tilfinningaríkur maður. Svo eru aðrir, sem alls ekki þola Wagner. Ég þekki líka fólk, sem ekki þolir níundu sinfóníu Beethovens. Hvað um það, þakklæti okkar er takmarka- laust, að til hafi verið maður sem hafði annað eins innsæi í verk Wagners og Wilhelm Furtwángler og honum skuli hafa auðnast að láta okkur í té þennan minnisverða um mikilleik mannsandans. Birgir Guðgeirsson.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 233. tölublað (13.10.1965)
https://timarit.is/issue/112956

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

233. tölublað (13.10.1965)

Aðgerðir: