Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 13. október 1965 MORGUNB LAÐID 21 Maður nokkur kom inn í veit- lngastað, sem hafði fljóta af- greiðslu að kjörorði sínu, og bað um hrossakjöt. Þjónninn kom að vörmu spori með það sem gestur- inn hafði beðið um og maðurinn Ihóf átið. Litlu síðar kallar hann aftur á þjóninn og segir við hann: — Ég þakka fljóta afgreiðslu, en þér hefðuð nú mátt gefa yður tíma til þess að taka hnakkinn af. — Jæja, svo þér líkar ekki vel við nýja nágrannann þinn. — Nei, hann sendi mér brúsa af smurolíu um daginn og sagði xnér, að það ískraði svo í sláttu- vélinni minni, að ég skyldi smyrja hana áður en ég byrjaði að slá klukkan hálf sex á morgn- ana. — Og hvað gerðir þú? — Ég sendi honum brúsann til baka og sagði honum að hann skyldi smyrja konuna sína, áður en hún byrjaði að syngja klukk- an hálf tólf á kvöldin. SARPIDONS SAGA STERKA — Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Nú skal þar frá segja, hversu á stóð í landinu. Nikanor kon- ungur var tvíkvæntur. Hafði hann við fyrri drottningu sinni átt dóttur þá, er Svangerður hét, og var hún gjafvaxta orð- in, er hér var komið sögunni, cn við seinni drottningu átti hann son einn, er Tóloeus hét. Hann var tólf vetra um þennan tima. Einn dag, er konungur sat yfir borðum, gekk í höllina maður stór sem risi. Fór hann inn að hásætinu og mælti: „Sittu heill, konungur, og vittu, að hér er kominn sá mikli höfðingi Tantilus, ættaður frá Tartaría. Hefi eg það erindi að biðja Svangerðar dóttur þinnar mér til kvonar, og munu flestir mæla, að þér sé leitað hinnar stærstu vegsemdar með slíkum mægðum. Vil ég þú segir, nær þér þykir hentast, að brúðkaup okkar sé haldið“. Konungur svarar: „Ekki fæ eg þann dag ákveðið að sinni, því eg er ekki ráðinn í, hvort eg gifti þér dóttur mína. Vil eg heldur um stund sakna þeirrar vegsemdar, sem eg hlyti af þeim mægðum, en gefa dóttur mína tröllkynjuðum jötni, sem mér virðist þú vera“. Tantilus reiddist við þessi orð og mælti: „Verra ertu verður en eg hefði þér hugsað ,og er maklegt, að sá hafi brek, er beiðist. Nú býð eg þér hólm- göngu að þriggja nátta fresti. Muntu þá reyna, hversu lcngi þú átt ráð á dóttur þinni“. Afgreiðslumanni í verzlun einni var sagt upp, þar sem hann var svo ókurteis. Skömmu síðar hitti kaupmaðurinn afgreiðslumann- inn á götu og var hann þá kom- inn í lögreglubúning. — Ja, hver skollinn, sagði kaup xnaðurinn, svo þú ert kominn í lögregluna. Hvernig líkar þér? — Þetta er starf, sem ég hef verið að leita að alla mína ævi, svaraði afgreiðslumaðurinn fyrr- verandi. — Hérna hefur viðskipta vinurinn alltaf rangt fyrii sér. Ofsatrúarmaður var búinn að þvæla lengi við menntamann einn um trúarbrögð. Notaði hann hinar fáránlegustu rökfærslur og kvað allt rétt vera og eftir- breytnis vert, sem í Biblíunni stæði. Loks var menntamannin- um nóg boðið og sagði: — Stendur ekki einhversstaðar í hinni helgu bók, að Júdas gengi út og hengdi sig? — Jú .svaraði ofsatrúarmaður- inn. — Stendur ekki einhverstaðar líka: „Far þú og gjör hið sama“? Ofsatrúarmanninum varð orð- fall. Ungur maður: — Hvað er það versta sem hægt er að gera einni konu? Hugsuðurinn: — Ánafna henni stórri upphæð, sem hún fær borg aða út þegar hún verður 35 ára. Forstjóri dýragarðsins sá nýjan starfsmann sinn standa fyrir framan Ijónabúrið og það var augsýnilegt að hann þorði ekki inn. — Hef ég ekki sagt þér, sagði forstjórinn, að þegar ljónið dingl ar skottinu, eins og það gerir núna, þá er það vinalegt. — Já, en það bæði dinglar skottinu og urrar, svaraði starfs- maðurinn. — Hvaða máli skiptir það? — Ég er ekki viss um hvorum endanum ég skuli trúa. JAMES BOND -X- Eítir IAN FLEMING — * - e>i ananeja iicpp.un nuour, Bond. Ég hef enga skipun um að drepa þig og tvívegis sama daginn hefur lifi þínu verið bjargað. En þú getur sagt yfir- boourum þínum, að Smersh vægir aðeins fyrir tilviljun eða fyrir mistök. — Ég ætla að skilja eftir hjá þér boðskort mitt. Þú ert fjárhættuspilari og ef til vill munt þú einhverntíma spila gegn einhverj um okkar og þá mundi það koma sér vei, að þú þekkist sem njósnari. JÚMBÖ ——k— Teiknari: J. MORA Á meðan voru Júmbó og félagar hans á leið niður að höfninni í mjög friðsamlcg- um hugleiðingum og höfðu enga hug- mynd um að þeir yrðu notaðir til bæði hættulegrar og óhugnanlegrar tilraunar. I byggingu einni svolítið frá höfðu auð- kýfingarnir tveir auga með þeim og ræddu um það fram og aftur, hvernig málið skyldi Ieyst verða. — Kasimir, fylgdu á eftir þeim og finndu út, hvert þeir eru að fara, hverjir þeir eru og hvað þeir eru að gera hér, sagði annar þeirra. — Við höfum engu að tapa, fullyrti hinn, þegar þjónninn var farinn. — Þetta eru áreiðanlega einhverjir vesalingar, sem ekki munu mögla yfir því að verða fórnarlömb fyrirætlunar okkar. — Tja, það mun koma í ljós, sagði sá sem fyrst hafði talað. SANNAR FRÁSAGNIR —v— — -k— -v._ Eftir VERUS Indíánar á norð-vesturströnd Kyrrahafsins búa til gjörólíka listmuni og nágrannar þeirra, er búa fyrir sunnan þá. Ólíkt öllum öðrum bandarískum Indí ánum, gera þeir samkomuhús sín úr timbri. Timbri og stoðum þessara húsa er haldið saman með ullarköðlum. Húsin eru skreytt með útskornum og mál- uðum listaverkum. Þessir Indj- ánar eru einnig frægir fyrir skurðgoðastoðir, sem þeir reisa. Stoðir þessar eru listilega út- skornar og eru venjulega ein- kenni fjölskyldna. Skurðgoða- stoðir þessar hafa fundizt allt norður i Alaska, en þar eru Indíánar, sem vefa ábreiður úr ull af fjallageituui og berki sedrusviðarins. Bátar þcssa Indíánaþjóðflokks eru fagur- lega smiðaðir og skreyttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.