Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
Miðvikudagur 13. október 1965
Varnarleikur
er hættulegur
SIR Stanley Rous, formaður al-
þjóða knattspymusambandsins,
hefur nú skorið upp herör gegn
grófum leik og lagt fram áætl-
un sem miðar að því að keppnin
um. Evrópubikarana verði en<lur
skipulögð og að reyna að útiloka
skrílslæti aðdáenda í leikslok.
Sir Stanley vill að hætt verði
yið leiki heima og heiman en
markahlutfall verði látið ráða í
fyrri umferðum i keppninni um
Evrópubikar meistararliða, bikar
liða og borgarliða.
Aðal ólætin virðast flytjast frá
fyrri leiknum til hins síðari sagði
Sir Stanley Rous.
Um síðustu helgi, sagði Sir
Stanley urðu ólæti við þrjá af
Þar er
aginn
annar
RÚSSNESKA knattspyrnu-
i sambandið hefur „dæmt úr
leik“ 14 leikmenn í 1. deild-
úmi rússnesku fyrir sakir ölv-
unar. Dómurinn gildir til
æviloka leikmannanna.
Jafnframt hefur sambandið
fyrirskipað að nöfn um-
ræddra manna skuli máð út
af öUum afreksskrám og þeim
hefur verið gert skylt að skila
aftur öUum heiðurs- og verð-
launapeningum er þeim hefur
hlotnast á löngum ferli.
Héðan í frá er þessum 14
mönnum ekki heimilt að taka
þátt í öðrum knattspyrnuleikj
um en „vinaleikjum" milli fé-
laga í heimaþorpi- eða borg
viðkomandi leikmanna.
i_______________________|
Vetrorslarf
fjn'eikadeildar
r
Armanns
VETRARSTARF fimleikadeildar
Ármanns er að hefjast um þessar
mundir. Æfingar í karlaflokkum
hefjast þriðjudaginn 12. októ-
ber, og verða þær, sem hér segir
í vetur:
2. flokkur: þriðjudag og föstu-
daga kl. 8—9 síðdegis.
1. flokkur: þriðjudaga og föstu
daga kl. 9—10,30 síðdegis.
Old boys: þriðjudaga og föstu-
daga kl. 8—9 síðdegis.
Æfingarnar fara fram í íþrótta
húsi Jóns Þorsteinssonar við
Lindargötu. Æfingar 1. og 2. fl.
verða í stærri salnum, en old
boys í minni salnum.
Kennari 1. og 2. flokks verður
hinn góðkunni fimleikamaður
Vigfús Guðbrandsson, en Þórir
Kjartansson kennir old boys-fl.
Nánar verður auglýst síðar um
sefingar í kvennaflokknum.
Fimleikadeild Ármanns.
aðalvöllum Evrópu. Án óláta
hefði leikurinn orðið betri, úr-
slitin heilbrigðari. Þó ráðist sé
að leikmönnum, eða rúður brotn
ar í húsum félaga eftir á, ræður
það aldrei úrslitum í leik.
„Því miður virðast ólæti færast
í vöxt á knattspyrnuvöllum í
stað danshúsa. Við getum losað
okkur við öll slík ólæti með sam
eiginlegum og ákveðnum tök-
um.“
Sir Stanley Rous var ekki með
athugasemdir eintómar heldur og
tillögur. Hann sagði:
„Að leika heima og heiman
virtist í upphafi farsælasta lausn
in fyrir alla. „En reyndin hefur
orðið önnur. Liðið sem gistir hjá
heimaliðinu hefur tilhneigingu til
varnarleiks. Varnarleikurinn hef
ur alltaf æsandi áhrif á áhorfend
ur. Og frá sjónarmiði þess hvern-
ig málin hafa þróast er ég ekki
viss um hvort tveggja leikja
kerfið í keppninni (heima og
heiman) á rétt á sér lengur,“
sagði Sir Stanley.
Fólk er æst í skapi. Það hefur
keypt sig inn á völlinn dýru
verði og krefst ákveðinna hluta
— vill reyndar að ákveðið lið
sigri. Flöskur eru handhægar,
grjót eða sandur. Það sést ekki
hver hendir ef margir æsa sig.
Þannig verða ólætin til og
magnast unz úr verður öng-
'þveiti.
MOLAR
DAN Florio þjálfari Floyd
Patterson lézt í fyrrinótt 69 |
ára að aldri. Hann var kunn-
ur hnefaleikaþjálfari. Hafði
m.a. þjálfað heimsmeistara-
keppendurna Gene Tunney,
Joe Walcott og Patterson.
Rússneska landsliðið í
RÚSSNESKA landsliðið í
knattspyrnu er farið að heim ;
an og undirbýr sig nú fyrir |
landsleik við Dani. Ilefur
málum þegar verið svo fyrlr
komið að liðið fái æfingaletk
við sænska liðð Elfsborg fyr-
ir leikinn við Dani. Rússamir
þurfa þó varla á æfingu að
halda því í þeirra riðli í und
ankeppni heifsmeistarakeppn
innar hafa þeir forystu með
8 stig eftir 4 leiki (aliir unn-
ir) Grikkir hafa 4 stig eftir
5 leki, Danir hafa 2 stig eftir
3 leiki og Wales 2 stig eftir
4 leiki.
Þórssrar frd
Akureyri
halda stóralmæli
í KVÖLD klukkan 9 ráðgera
gamlir félagar Þórs á Akurayri
að hittast í Tjarnarbúð (Odd-
fellow-húsinu). Þór á 50 ára af-
mæli á laugardaginn og er ætl-
unin að ræða um tilhögun af-
mælisins af hálfu brottfluttra
Þórsara frá Akureyri.
Er þess vænzt að sem flestir
mæti og það stundvíslega.
Enska knattspyrnan
12. UMFERÐ ensku deildarkeppn-
innar fór fram sl. laugardag og
urðu úrslit leikja þessi:
1. DEILD:
Arsenal — Fulham 2-1
Burnley — Blackbum 1-4
Chelsea — Blackpool 0-1
Everton — Tottenham 3-1
Manchester U. — Liverpool 2-0
Newcastle — Aston Villa 1-0
NNorthampton — Sheffield U. 0-1
N. Forest — West Ham 5-0
Sheffield W. — Leeds 0-0
Stoke — Leicester 1-0
W.B.A. — Sunderland 4-1
2. DEILD:
Birmingham — Norwich 1-0
Bolton — Southampton 2-3
Charlton — Carlisle 3-2
Crystal Palace — Bristol City 2-1
Huddersfield — Manch. C. 0-0
Ipswich — Bury 3-4
Leyton O. — Wolverhampton 0-3
Middlesbrough — Rotherham 4-0
Plymouth — Cardiff 2-2
Portsmouth — Derby 1-1
Prestan — Coventry 0-0
í Skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi:
Celtic — Hearts 5-2
Dundee — Falkirk 2-0
St. Mirren — Rangers 1-6
Stirling — Kilmarnock 2-3
Staðan er þá þessi:
1. DEILD:
1. Sheffield U. 17 —
2. Arsenal 16 —
3. Leeds 15 —
4. W.B.A. 15 —
5. Stoke 15 —
2. DEILD:
1. Huddersfield 17 —
2. Ooventry 15 —
3. Southampton 15 —
4. Manchester City 15 —
5. Crystal Palace 15 —
Við heimsmetin
kátt í Mexico
„Litlu Olympiuleikamir" í
Mexico City — fyrsta tilraunin
til að kanna áhrif þunns lofts-
loftið hefur á mannslíkamann
og hvernig eigi helzt að undir-
búa ílþróttafólkið.
Hér er markvörður Fulham
Tony Macedo að verja. Hann
stenzt eina af mörgum sókn-
artilraunum framherja Ar-
senal s.l. sunnudag er Arsenal
vann Fulham með 1—0 á
Higbury (heimavelli Arsenal).
Það er v. framv. Arsenal
Court sem stekkur upp með
markverðinum t. v. er Boggy
Keetch v. framv. Fulham.
Heimsmet
LUDVIG Danek frá Tékkó-
slóvakíu setti í gær heimsmet
í kringlukasti, kastaði 65.22. Er
það 67 sm lengra kást en eldra
heimsmetið er hann átti sjálfur.
hljóðaði til.
Bræla á
miðunum
I GÆR var bræla á miðunum
fyrir austan og fáir bátar úti.
Um kvöldið lægði og fóru þeir
þá að kasta. Einn bátur hafði
tilkynnt afla til síldarleitarinn-
ar á Dalatanga um 11 leytið,
1 Hraifn Sveinbjarnarson III me'ð
1200 mál.
Sólarhringinn á undan var
einnig bræla og flest skip í höfn.
Þó fengu nokkur skip veiði í
•fyrrinótt eða 28 skip með sam-
tals 15.550 mála og tunnu aíia.
lags á íþróttamenn — hófst í
gær í Mexicoborg með keppni
í hjólreiðum. Náðu tveir
fyrstu menn í keppninni betri
tíma en Olympíumetið sem er
gildandi frá Tokíóleikunum.
Sögðu þeir báðir og margir
fleiri þátttakendur að þunna
loftið hefði ekki slæm áhrif á
þá — jafn vel hefði þáð haft
góð áhrif á þá.
250 keppendur frá 15 þjóðum
taka þátt í „Litlu Olympíuleik-
unum“. Þeim er ætlað það hlut-
verk helzt að læknar og aðrir
vísindamenn sem stórþjóðirnar
hafa sent í tuga eða hundraða-
tali þangað til rannsókna, geti
fundið út hvaða áhrif þunna
Litlu OL-leikimir standa í
vikutíma og þer eru fyrsta tU-
raunin sem íþróttamenn gera
varðandi keppni í Mexico City.
FÉLAGSHEIMIU
í kvöld verður
KVIKMYNDAKV ÖLD
Sýnd verður m. a. ný Utmynd:
Svipmynd úr lífi og starfi
Kennedys Bandaríkjaforseta.
HEIMDALLAR
Aldur þingmaima
1 FRÉTT í blaðinu í gær um
aldur þingmanna vantaði nöfn
nokkurra þeirra þingmanna,
sem komnir eru yfir sextugt og
misritað eitt nafn. Eru hlutað-
eigendur beðnir velvirðingar á
þessum mistökum. Þeir þing-
menn, sem komnr eru yfir sext-
ugt em þessir: Bjartmar Guð-
mundsson, Björn Pálsson, Einar
Olgeirsson, Emil Jónsson, Gísli
Guðmundsson, Halldór Ásgríms
son, Hannibal Valdimarsson,
Hermann Jónasson, Karl Kristj-
ánsson, Sigurður Ágústsson, Sig
urður Óli Ólafsson og Skúli
Guðmundsson.