Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 13. október 1965 Siglufirði, 5 okt. — í KVÖL<D fóru héðan frá Siglufirði tveir fulllestaðir vörubílar áleiðis austur á f irði, annar að minnsta kosti til Eskifjarðar. Bílarnir eru af „Scania Vabis“-gerð, og er varning- urinn 231 tóm síldartunna á hvorum bíl, og mun vera stærsti tunnufarmur sem fluttur hefur verið á bifreið- um hér á landi í einni ferð. Ég hafði tal af öðrum bílstjór- anum, Rögnvaldi Rögnvalds- syni, og sagði hann mér að hann hefði látið smíða sér- staka jámgrind á bílinn og gæti því tekið um 100 tunnum meira en venjulega, eða 231 tunnu. Slíka grind þyrfti að borga fyrir um 12—15 þúsund krónur, en fyrir hvern svona tunnufarm fengi hann um 8.000.00 krónur, og því þyrfti að fara marga slíka túra til að fá grindina endurgreidda. En Rögnvaldur er ekki einn um svona fyrirtæki, þrír aðr ir bílstjórar hafa látið smiðí svona grindui* á bíla sína, o{ munu tveir þeirra leggja a: stað austur á morgun. Það má segja, að al atvinnuleysi sé á bílastöð nú í haust, nema hvað sem bílstjórar stóru bíla hafa skapað sér vinnu með að sækja möl og sand Siglufjarðarskarð til Hagane; víkur, Hofsóss og Ólafsfjarð- ar. — S.K. Rögnvaldur Rögnvaldsson tekur á móti einni siðustu tunnunni. Liberman afsakar hagnaöarvonina — sem tekin verður upp 1 fyrsta sinn í iðnaði Sovétríkjanna Kharkov, 9. okt. (NTB). [ ákvörðun ráðsins að nota hagnt- SOVÉZKI hagfræðiprófessorinn aðarvonina til að auka og bæta Jevsej Liberman ræddi í gær framleiðsluna. við fulltrúa Tass-fréttastofunnar | Liberman sagði að breytingam í Kharkov um sxmþykktir Æðsta ar á stjórn iðnaðarins væru mjög ráðsins varðandi breytingar á til bóta. Hann benti á að margir yfirstjóm iðnaðarmála og þá ræðumenn á efnahagsmálaráð- í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið hið fræga leikrit Ibsens „Aftur göngurnar“. Leikstjóri er Gerda Ring, en með aðalhlutverkið fer Guðbjörg Þorbjarnardóttir. — Þ ýðinguna hefur Bjarni Benedikts son frá Hofteigi gert. — Mynd in sýnir þau Guðbjörgu Þorbjarn ardóttpr og Val Gíslason í hlutverkum sínum. stefnu, sem haldin var fyrir fund Æðsta ráðsins, hefðu komið fram með svipaðar hugmyndir. En enginn þeirrn hefði tekið mál in jafn ítarlega og gert var hjá Æðsta ráðinu. Prófessorinn minntist á það að vestræn -blöð hefðu talið breyt- ingarnar sýna að stjórn Sovét- ríkjanna væri að víkja frá grund vallarkenningum kommúnismans og taka upp aðferðir auðvalds- kerfisins. En hann sagði að breyt ingarnar ættu ekkert skylt við auðvaldsstefnu. „Þessi skoðun vestrænna blaða er byggð á þeirri kenningu að hagnaður eigi hvergi heima nema í auðvalds- skipulagi,“ sagði Liberman. „En á sínum tíma ræddi Lenin einn- ig um hagnað, þegar hann sagði. að í Sovétríkjunum byggðist við skiptin m.a. á peningum, verð- lagi, hagnaði, lánveitingum, laun um og launauppbótum.“ Liberman sagði aðalatriðið við samjþykkt Æðsta ráðsins ekki vera það að hagnaðarvoninni yrði nú beitt í fyrsta sinn, held- um hitt, að hagnaðurinn yrði not aður sem bezta meðalið til að bæta gæði framleiðslunnar og stuðla að betri rekstri. kdk Barcelona Heimsmeistaramót unglinga fór fram í Barcelona dagana 15/á—5/9 1965. Að venju send- um við þátttakanda til mótsins og var Jón Halfdánarson fyrir valinu. Jón virtist mjög miður sín í þessu móti. Hanri hlaut 5. sætið í B-riðli undanrása og 7. sæti í C-riðli úrslitakeppninnar. Heimsmeistari unglinga varð Júgóslavinn B. Kurajica 6%; 2.—3. Hartach og Tukmakow 6; 4. A. Zwaig 5; 5.—7. J. Bleiman, R. Húbner og M. Schöneberg 4%; 8. Fargo 4; 9. O. Bronstein 314; 10. E. Simon V2. Sotschi Sigurvegarar á minningar- móti Tschigorins urðu: 1.—2. Spassky, Unzicker 10%; 3. Ciric 10; 4. Krogius 8%; 5.—7. Saitzew, Flohr, Illwitzky. Þátt- takendur voru 16. Tiflis Úrslitakeppnin milli Spassky og Tal á að hefjast þann 1. nóv. í Tiflis í Kákasus. Tefldar verða 12 skákir og yfirdómari verður Salo Flohr. Polanica Zdroy (Bad Altheide) Á alþjóðamóti sigraði Rússinn Wasjukov og Ungverjinn Dely. Þeir hlutu 914. Erewan I ofanverðum septembermán- uði hófst alþjóðaskákmót í Erewan. Meðal þátttakenda eru Petrosjan, Kortschnoy, Stein, Awerbach, Portisch, Dr. Filip og L. Schmid. EFTIRFARANDI skák var tefld á heimsmeistaramóti stúd- enta í Sinaia. Hvítt: Kavalek (Tékkóslóvakía) Svart: Chodos (U.S.S.R.) Sikileyjarleikur 1. e4, c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 aö 5. Rc3 Dc7 6. Be3 Rf6 7. Bd3 b5 8. e5?! Tilraun til þess að færa sér í nyt frarás svarta b-peðsins. 8. — Dxe5 9. Df3 d5 10. 0-0-0 Bd6? Einfaldast : var strax 10. — Dc7. 11. Bb7 12. Dh3! Be7 13. f4 Dc7 14. Re4 15. Bxe4 dxe4 16. g6! Svarta staðan er nú sundur skotin. 16. fxg6 17. Rxe6 Dc8 18. f5! Kf7 19. fxg6f hxg6 20. Hhflf Bf6 21. Rg5f Kg8 22. Hd8f! f gef ið Ef nú a) 22. — Dxd8; 23. De6f. b) 22. — Bxd8; 23. Dxh8f, Kxh8 24. Hf6 mát. Kavalek hlaut fegurðarverðlaun Vrir þessa snotru sóknarskák. IRJóh. Ferðir FÍ ti] * Þýzkalands áný FLUGFÉLAGIÐ opnaði skrif- stofu í Frankfurt snemma á þessu ári og hyggst taka upp flug ferðir þangað í byrjun apríl 1966. Haustið 1962 hætti Flugfélag íslands áætlunarflugferðum sín- um til Hamborgar í Þýzkalandi, en þangað höfðu flugvélar félags ins flogið samkvæmt áætlun, með viðkomu á Norðurlöndum, frá því vorið 1955. Ástæðan til þess að félagið lagði niður þessar ferðir, var fyrst og fremst sú, að vegna mjög aukinna flugsamgangna milli Hamborgar og Norðurlanda nýttist flugleiðin milli Kaup- mannahafnar og Hamiborgar illa. Þrátt fyrir þetta hélt félagið áfram sölustarfsemi í Þýzkalandi, fyrst með skrifstofu í Hamborg, en síðan með skrifstofu Flugfé- lags fslands í Frankfurt, sem opnuð var snemma á þessu ári. Farþegum félagsins, milli fslands og Þýzkalands, hefir og fjölgað sl. tvö ár. Næsta vor ætlar Flugfélag ís- lands að taka upp flug til Þýzka lands á ný og nú til Frankfurt. Hefir þegar verið sótt um nauð- synleg leyfi til viðkomandi yfir- valda. Áætlað er að Þýzkalandsflug félagsins hefjist með sumar áætl un 1. apríl n.k. og mun ferðum hagað þannig, að flogið verður frá Reykjavík til Frankfurt með viðkomu í Glasgow á báðum leið- um. Frankfurt am Main er sem kunnugt er, mikil verzlunar- og viðskiptaborg og mikil miðstöð flugs í Mið-Evrópu og þaðan eru allar götur greiðar til staða hvar sem er í heiminum. Á þessari áætlunarleið félags- ins mun Viscountvél þess fljúga í sumar, en enn er ekki ákveðið hve oft það getur orðið í viku hverri. Dalvík 9. okt. Hér er í dag saltað á tveimur söltunarstöðvum. Björgúlfur kom í nótt með 1000 mál og verða um 800 tunnur af þeirri síld saltaðar hjá Söltunarfélagi Dalvíkur. Síldin er kryddverk- uð. Bjarmi II. kom í morgun með 1000, sem saltaðar verða hjá Norðurveri. Sú síld er einn- ig verkuð í krydd. Björgvin er væntanlegur í nótt með 900 máL — KárL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.