Morgunblaðið - 13.10.1965, Blaðsíða 28
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
»isle.n7.kt
233. tbl. Miðvikudagur 13. október 1965
Lang stærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Síldaraflinn meiri
en í fyrra
Einnig húið oð saifa meira
MJÖG góð síldveiði var s.l.
viku, og er vikuaflinn sá mesti,
sem af er þessari vertíð segir
í vikuyfirliti Fiskifélagsins. Flot
inn var aðallega að veiðum 60
ejóm. S.A. af A frá Gerpi og 50
TiOtynning Irá
ríbisstjórninni
ó Alþ'ngi í dng
Á fundi í Sameinuðu alþingi í
dag, sem hefst kl. 2, mun for-
sætisráðherra dr. Bjarni Bene-
díktsson fíytja tilkynningu frá
ríkisstjórninni.
sjóm. út af Seley.
Vikuaflinn nam 306.292 mál og
íb. og var heildaraflinn orðinn
á miðnætti s.l. laugardag 2.680.
545 mál og tn. í sömu viku í
fyrra var aflinn 69. 147 mál og
tn. og heildaraflinn þá orðinn
2.592.905 mái og tn.
Aflinn hefur verið hagnýttur
þannig:
í salt uppsaltaðar tunnur.......
377.805 í fyrra 350.849
í frystingu uppmældar tunnur
20.136 í fyrra 39.881
f bræðslu mál ..................
2.282.604 í fyrra 2.202.175
Fremur dræm síldveiði var
hér sunnanlands 719.716 uppm.
tn. en var um sama tíma í fyrra
228.033 uppm. tn.
Sáttatillaga í tré
Brunínn í Reykjaskóia
MIKLAR skemmdir urðu
af eldi í Reykjanesskola við
ísafjarðardjúp aðfaranótt
mánudags, er verulegur- hluti
af eldri skólabyggmgunni
brann. , Brann þar vélahús
skólans, sem í var íbúð,
þvottahús og geymslur, leik-
fimishúsið og gamla skóla-
húsið, en þessar byggingar
voru allar áfastar hver ann-
arri. Annarri endabygging-
unni, þar sem er skólastióra-
íbúð, tókst að bjarga. Ger-
ónýttust allar þessar bygging
ar, svo og ljósavélar, öll
kennslutæki, mikið af bygg-
ingarefni og smíðatæki, bóka
safn skólans og hreppsins og
innbú fólksins, sem þarna
bjó. Er skólinn óstarfhæfur,
aðeins til ‘tvær heilar
kenaslustofur, þar sem reynt
verður að kenna 3. og 4.
bekk.
Myndina tók Guðmund-
ur Benediktsson af rústunum
daginn eftir brunann.
smiðadeilunni
Fundir í báðum félögum í dag
Síldarsöltunarhús Sunnu-
vers á Seyðisfirði brann
Á FUNDI hjá sáttasemjara sem
ílóíst kl. 9.30 í gærkvöldi kom
fram sáttatillaga í vinnudeilu
Meistarafélags húsasmiða í
Reykjavík og Trésmiðafélags
Reykjavíkur. Verða haldnir
fundir í báðum félögunum um til
löguna í dag og verða þeir aug-
lýstir í hádegisútvarpinu. Strax
að fundum loknum hefst at-
kvæðagreiðsla í báðum félögun-
um. Stendur hún yfir í kvöld og
allan fimmtudaginn til kl. 8.
Kl. 9 hefst talning atkvæða undir
eftirliti sáttasemjara ríkisins.
Sáttafundur hjá yfirmönnum
á togurum
Yfirmenn á togaraflotanum
eiga í samningaviðræðum við út-
gerðarmenn um kaup og kjör og
er málið komið til sáttasemjara,
sem hélt fund með deiluaðilum
í gær kl. 5. Honum lauk án þess
að samkomulag næðist.
Ærlæk, Axarfirði: Haustgöngur
hófust hér að venju um 20. sept-
ember og var ekkert fréttnæmt
af nærheiðunum. Höfðu aðcins
fundizt nokkrar kindur, sem
Iagzt höfðu afvelta eða faríð í
hættur, en engu meira en oft
áður.
En gangnamenn af Búríells-
heiði höfðu aðra sögu að segja.
Þar hafði verið ljót aðkoma,
fé fundizt dautt í tugatali.
MIKILL eldur kom upp í síld-
arsöltunarhúsi Sunnuvers kl. %
siðast liðna þriðjudagsnótt
Brann m.a. bryggjuhús stöðvar-
innar og mikið af rekstrarvörum.
Mun vinna stöðvast af þessum
sökum um ófyrlrsjáanlegan tíma,
en 50-60 manns unnu við stöðina.
Vilhjálmur Ingvarsson, sem er
eigandi Sunnuvers ásamt föður
Hafði það ýmist fennt eða hrak
ið í hættur og farizt. Fundust
þá strax í fyrstu göngum milli
30 og 40 kindur og í öðrum
göngum bættust margar við, svo
talið er að þegar hafi fundizt
um 50 fjár alls. Og munu þá
ekki ÖIl kurl komin til grafar
enn, því spjó hefur ekki að
fullu leyst úr heiðinni. Telja
gangnamenn varla vera undir 70
fjár, sem farizt hafi, þó varlega
sínum Ingvari Vilhjálmssyni,
tjáði fréttamanni blaðsins, að
eldurinn hefði komið upp um
tvöleytið á þriðjudagsnótt og
hefði vaktmaður stöðvarinnar
orðið var við hann nær
samstundis, ásamt fólki er býr
í verbúð Sunnuvers. Slökkvi-
liðið kom þegar á staðinn
og gekk mjög greiðlega að
sé áætlað.
Fjárskaði sem þessi hefur ekki
orðið á Búrfellsheiði á þessari
öld, en sagnir eru um, að um
svipað leyti árið 1902 hafi far-
izt þar fé, en ekki líkt því
svona mikið.
Foraðsveður það, sem hefur
valdið þessum fjárskaða í sum-
ar, mun hafa verið 25. ágúst.
— J ón.
slökkva eldinn. Hafði það réðið
niðurlögum hans að fullu ki. 4
um nóttina. í húsinu sem brann
voru geymdar ýmiskonar rekstr-
arvörur ,svo sem krydd, sykur
og salt, auk ýmissa áhalda, og
urðu á þeim miklar skemmdir.
Húsið sjálft, sem er steinhús
skemmdist mjög að innan.
Vilhjálmur sagði, að öll vinna
Framhald á bls. 27.
■MMMMmNHHC
Blóðbonkann
vontnr blóð
VEGNA hinna miklu slysa,
sem orðið hafa að undan-
förnu, vill Blóðbankinn láta
þess getið að blóðgjafir eru
alltaf þegnar með þökkum.
Starfsfólk Blóðbankans átti
mjög annríkt við öflun blóðs
í fyrrinótt og er nauðsynlegt
að nægar birgðir séu fyrir
hendi, er slys ber að hönd-
um. Blóðbankinn er opinn til
kiukkan átta í kvöld.
Um 70 fjár fórst í óveðri
Stórfelldur fjárskaði á Búrfellsheiði
Forsætisrdðherra talar d fundi
Varðarfélagsins í kvöld
LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður
«fnir til fyrsta fundar síns á
þessu hausti í Sjálfstæðishúsinu
i kvöld. Dr. Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra, mun þar íytja
ræðu um „Ástand og horfur í
byrjun þings".
í>að sumar, sem nú er liðið hef-
ur verið viðburðarríkt á stjórn-
dálasviðinu og mörg mikilvæg
mál bíða úrlausnar Alþingis, sem
nú er komið saman til fundar
að loknum sumarleyfum.
Verður því vafalaust fróðlegt
að hlýða á ræðu forsætisráðherra
og er Sjálfstæðisfólk hvatt til
þess að fjölmenna á þennan
fyrsta Varðarfund vetrarins. —
Fundurinn heíst ki. 8,30 e.h.
Innbrotið í Krónunð upplýst:
Ávísanir upp á 565 þús. ónotaóa
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
hefur haft hendur í hári pilts-
ins, sem brauzt inn í verzl. Krón-
una óg hafði á brott með sér pen-
ingakassa, sem í voru m.a. ávis-
anir að upphæð 565 þús. krónur.
Er þetta 24 ára gamall piltur,
Guðjón Örn Jóhannesson, og hef
ur hann játað á sig verknaðinn.
Ekki hafði hann notað ávísan-
irnar, enda voru þær svo stórar
að þær eru vart gjaldgengar í
verziunum. Aftur á móti var
ávísanahefti í kassanum og hafði
hann skrifað nokkrar ávísanir,
en var aðeins búinn að selja
tvær, að upphæð um 2000 kr. í
peningum voru aðeins um 1000
kr. í kassanum.
í>á voru þarna ýmis skjöl frá
verzluninni og vísaði piiturinn á
kassann með þeim ölium ó-
skemmdum. Hafði hann komið
honum íyrir undir tröppum í
vinnuskúr í Hlíðunum. Piltur-
inn er i varðhaldi.