Morgunblaðið - 20.01.1966, Page 3

Morgunblaðið - 20.01.1966, Page 3
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 3 STAKSTEINAR Vaxandi trú á framtíð Austurlands í ÞÓR, blaði Sjálfstæðismanna á Austurlandi, sem út kom þ. 13. jan. sl. birtist athyglisverð áramótahugleiðing og þar Segir m.a.: „Hér á Austurlandi, öðru frem- ur, var árið 1965 ár athafna. Hér skópust geysileg verðmæti í síld og afurðum hennar. Nýjar síld- arverksmiðjur risu og endur- bættar hinar eldri. Ný fiskiskip komu, hafnargerðir, skólabygg- ingar samgöngubætur við vegi, brýr og flugvelli, þótt enn hrað- ar þurfi þar að sækja fram, rækt- un og byggingar til sveita og íbúðarhús í kauptúnum og kaup- stöðum. íbúðarhúsabyggingar eru án efa með langmesta móti. Hjá Húsnæöismálastjórn lágu fyrir um 100 umsóknir um lán út á íbúðarhús á Austurlandi, sem eru skemmra eða lengra komin í byggingu, er úthlutun fór fram nú fyrir jólin. Þetta er tvímæla- laust með mesta móti og er ó- rækur vottur vaxandi trúar á framtíð Austurlands“. Tökum djarfar ákvarðanir „Miklar horfur eru á því nú, að stórvirkjun við Búrfell og alúmín verksmiðja í Straumsvík verði endanlega ákveðin á þessu ári. Ýmsir líta með nokkrum ugg til þeirra framkvæmda, einkum á meðan á byggingu orkuvers og verksmiðju stendur, vegna áhrifa á fjárhagslífið til þenslu, til ör- ari verðbólgu. Slíkum stórfram- kvæmdum fylgja án tvímæla ým- is vandamál. En þau verða að litlu leyti séð fyrir. En óttinn við hugsanleg vandamál í bili, má ekki hræða okkur frá djörfum á- kvörðunum, ef við höfum trú á framtíðargildi þess sem gert er. Enginn efast um nauðsyn og gildi raforkuvera. Alúmínverk- smiðja skapar okkur ódýrari raf- orku, a.m.k. um allmörg ár. Ýmsir óttast, að staðsetning verk smiðjunnar við Faxaflóa valdi enn auknum fólksflutningum þangað. Úr því sker að vísu reynslan ein. En að vera á móti alúmínverksmiðjunni af þeim or- sökum einum, bjargar ekki byggð annars staðar á landinu. Straumar gróandi athafnalífs eru líklegastir til þess.“ - r . Urtölur Framsóknar- manna hættulegar byggðarlögunum „Og þessi sífelldi úrtölu- og örvæntingartónn, sem einkum Framsóknarmenn hafa uppi fyrir byggðarlög annars staðar en suðvestanlands, er allra hættulegastur fyrir framtíð þeirra. Þjóð verður að hugsa, ekki í árum, en a. m. k. í áratugum. Það stýrir naumast góðri lukku ef allir hlaupa út í það borðið, sem fiskur virðist fremur við í það skíptið, eða það árið. Þannig er hægt að hvolfa fleyinu. Við skulum halda áfram hér á Austurlandi með þá trú á framtíðina, sem t.d. birtist í hin- um miklu íbúðalánaumsóknum. 1 þeirri trú, sem áform um ný at- vinnutæki bera vott um. Einbeita okkur að því að skapa hér að- stöðu í félags- og samskiptamál- um, sem hugur fólksins um þess- ar mundir stefnir svo mjög til. Ríkisstjórnin beitir kröftum sínum í þágu batnandi þjóð- félaés“. LÆGÐIN mikla yfir Atlants- Ihafi hreyfðist ekki mikið í gær. Hæðin yfir Grænlandi fór að vígu heldur minnkandi, en þó var sami kuldinn með norðanáttinni, 20 st. á Hvera- völlum, en 17 st. í Síðumúla og á Sauðárkróki í gærmorg- un. Eljahreytingur var úti fyr ir norður- og austurströnd- inni. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöldi: Suðvesturmið: A- og NA, stinningskaldi, skýjað. Suðvesturland til Vestfjarða Faxaflóamið og Breiðafjarðar mið: A- og NA- gola eða kaldi, léttskýjað. Norðurland: hægviðri og léttskýjað Norð- austurland og Austfirðir, Vestfjarðarmið til Norðaust- urmiða: NA- gola eða kaldi él. Suðvesturland: NA- kaldi og léttskýjað. Austfjarðarmið og Austurdjúp: NA- kaldi él. Suðausturmið NA- stinn- ingskaldi og él.. Helgi Skúlason leikstjóri leiðbeinir leikkonunum á sviðinu. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) NÆSTXT vikur og mánuði gefst reykvískum leikhúsgest um og öðrum leikhúsunniend- um tækifæri á að sjá einn frægasta harmleik stórskálds ins Federico Garcia Lorca, — Hús Bernörðu Alba — á svið inu í Iðnó. Leikrit þetta hefur eins og hinir tveir harmleik- ir Garcia Lorca, Yerma og Blóðbrullaupið, farið sigurför um allan hinn siðmenntaða heim, allt síðan hantn var frumsýndur í Buenos Aires árið 1946. Garcia Lorca skrifaði þetta leikrit nokkrum mánuðum áður en hann var myrtur af Falangistum á Spáni 1936. langt og þjakandi heitt. Að utan berast glaðlegir söngvar uppskerumannanna og kven- eðlið segir til sín, systurnar fimm hatast og jagast Og bera nagandi öfund í hjarta til hinn ar auðugu Angustias, sem á mikla sælu í vændum með hinum unga Pepe Romano. Yfir öllu þessu gnæfir harð- stjórinn, hin miskunnarlausa og stolta Bernarða Alba með griðkonu sína, hina illmálugu Bonciu, sér til hægri handar. Geðveik móðir Bernörðu und irstrikar brennheitar þrár systranna fimm, er hún æpir: — Ég vil giftast, Bernarða . . . út við sjóinn! Út Við sjó- inn! .... Andrúmsloftið boðar vá- lega atburði og í lokaþættin- um fær ekkert hindrað fram- rás hrikalegra og blóðugra örlaga kvennanna í húsi Bernörðu Alba. íslenzka þýðingu sjónleiks þessa gerði Einar Bragi. Með aðalhlutverk fara Regína Þórð ardóttir er leikur Bernörðu Alba; Inga Þórðardóttir er leikur kvenskassið Ponciu griðkonu Bernörðu. Systurnar fimm eru leiknar af Guðrúnu Stephensen, Margréti Ólafs- dóttur, Sigríði Hagalín, Helgu Bachmann og Kristínu önnu Þórarinsdóttur. Leikstjóri er Helgi Skúlason og leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. Litið inn a æfingu hjá Leikfélagi Reykjavíkur Martyrio: Nefnið ekkl brjálsemi hér. Það er eins og nefna snöru í hengds manns húsi“. Enn er deilt um fyrir hvaða sakir Garcia Lorca var tekinn af lífi, 36 ára að aldri. Telja sumir að hann hafi verið sviptur lífi fyrir andróður gegn spænsku herlögreglunni og víst er um það að gegn henni orti hann mörg snjöll kvæði. Erfitt er þó að henda reiður á þeim sögusögnum, sem um líflát hans ganga. — Hús Bernörðu Alba — gerist í sveitaþorpi í Anda- lúsíu á Suður-Spáni, að öll- um líkindum um síðustu alda- mót. Bernarða Alba kemur heim frá jarðarför manns síns ásamt fimm dætrum sín- um á aldrinum 20—39 ára. Samkvæmt gamalli hefð lok- ar Bernarða dætur sínar inni í átta ár, en sú elzta, Angusti- as, er manni heitin ungum og fríðum Casanova þessa litla þorps. þar sem rógburður, ill- mælgi og slúður virðist ein helzta dægrastytting íbúanna. Veggir húss Bernörðu Alba eru þykkir og hið spænska sumar Martyrio hefur orðið uppvís að því að stela myndinni af tilvonandi brúðguma Hér sést Bernarða refsa henni fyrir. i HUSI BERNÖRDU ALBA“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.