Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. janúar 1966 Gátu 2 mörk sem dæmd voru af ísiendingum ráöið úrslitum ? Danska liðið var ekki gott og dómarinn ómögulegur — segja ísl. handknattleiksmennirnir ÍSLENDINGAR og Danir léku landsleik í handknattleik í gær- kvöld og unnu Danir með 17 mörkum gegn 12. Leikurinn fór fram í Nyborg á Fjóni og var Iiður í undankeppni heimsmeistarakeppn- innar. Lengst af var leikurinn mjög jafn og stundum tvísýnt um úrslit, en ísl. leikmennirnir eru á einu máli um það og segja danska áhorfendur einnig styðja sitt mál, að þýzki dómarinn Rosmanit hafi verið Dönum mjög hliðhollur og jafnvel haft afgerandi áhrif á úrslit leiksins á vissu tímabili. Dæmdi hann þá — samkvæmt skoðun ísl. leikmannanna og fleiri að þeirra sögn — tvö mörk hreinlega af íslendingum, sem löglega voru skoruð. Áður en þau voru skoruð var staðan 11—9 Dönum í vil og hefðu þau verið viðurkennd hefði staðan orðið jöfn. Á síðustu mínútum náðu Danir hinsvegar góðum Ieik og einn leikmanna þeirra, Jörgen Petersen (HG) skoraði 3 síð- ustu mörkin: það síðasta úr víti — með örlítilli tilsögn dómarans. Gangur leiksins Mbl. náði í gærkrvöldi sam- bandi við Gunnlaug Hjálmars son, einn af höfuðpaurunum i ísl. lándsliðinu, og við spurðium hann um gang leiksins. Danir skoruðu fyrsta mark leiksins en Ingólfur jafnaði litlu síðar. Danir sóttu síðan meira og forskot þeirra jókst. Á 9. minútu var staðan 6-3 fyrir Dani og síð- ar mátti ■ sjá á markatöflunni 7-4, 8-5, og í hálfleik var stað- an 11-8 fyrir Dani. Fyrri háfifleikur var heldur slaklega leikinn af hálfu íslend- inga. Segja má, sagði Gunnlaug- ur, að við séum ekki nema með um 30% nýtingu úr skotum. Markvörður Dana, Erik Holst, varði mjög vel, hélt Gunnlaugur áfram. Hann varði í byrjun mjög góð skot frá okkur, þannig að við fórum að skjóta utar og utar og þar kom að skotin fóru að lenda í stöngum og fram hjó marki. Jc Mistök dómarans íslandi í óhag I síðari hálfleik skoruðum við fyrsta markið og það kemst allmikil spenna í leik- inn. Þetta var eina markið fyrstu 11 mín. hálfleiksins. Það voru átök milli liðanna — úrslitaátökin. Og lok þessara úrslitaátaka eru þau að Birgir Björnsson skorar mark. Þetta mark var afarþýðingarmikið eftir þá spennu sem ríkt hafði svo lengi. ísl. liðið lyftist að von- um og markið hefur áreiðan- lega haft áhrif á Danina til hins verra. En danski „kassadómarinn“ (horndómarinn) veifar og meinar með því að Birgir hafi staðið á Iinu. — Hann stóð minnsta kosti 10 cm. utan linu, segir Gunn- laugur — og það sáu flestir eða allir í húsinu. En dómar- inn tók skoðun þessa danska línudómara gilda og dæmdi FH Knattspyrnudeild AÐALFUNDUR deildarinnar Verður sunnudaginn 23. jan. n.k. Fundurinn verður í Alþýðuhús- jnu og hefst kl. 2 e.h. F.H.-ingar, fjölmennið og mæt ið stundvíslega. markið af. Danirnir fengu aukakast og markskot upp úr því var var- ið og við vorum aftur í sókn, Ingólfur komst í gegn þrátt fyrir að margsinnis væri á hon um brotið — og skoraði. Þarna hefði eiginlega — að okkar dómi átt að standa jafntefli 12-12 — en einnig þetta mark dæmdi dómarinn af og taldi Ingólf hafa tekið of mörg skref. Síðan var staðan yfirleitt 2 mörk Dönuim í vil, stundum að- eins 1 þó. Á Dómarinn hefur kennslu Samt var alltaf mikil spenna í leiknuim og möguleikar enn fyrir íslendinga. Danir reyndu því leitotafir og fengu í þeim dygga aðstoð dómarans. Þeir gengu svo langt í töfum að áhorf endur voru farnir að púa. Dóm- arinn stöðvaði leikinn — en í stað þess að dæma iknöttinn af því liði er tefur óréttiátlega, eins og reglur fyrirskipa, minnti hann Danina góðlátlega um að Með þessarí simamynd fylgdi sá texti að Lslendingar væru harðir i horn að taka. Fn hér teljun* við þessa mynd eina hina saklausari af brotum að vera. Það er Hörður Kristinsson og Ole Sandhögj sem kljást en Sig. Einarsson er (hvítklæddur) t. v. 'tefja nú ekki og bað þá halda rösklega áfram. • Inn á mili tafanna síðustu 5 miínúturnar skoraði Jörgen Pet- ersen (HG) 3 síðustu mörk leiks ins. Gerði hann raunveruluga út urn leikinn og á þeirri skoðun voru dönsku blaðamennirnir eft- ir leikinn. í lokin tók Jörgen Petersen vítakast en Hjalti ver glæsilega lega. Við Birgir stöikkv-um inn til að taka á móti knettinum í bakkastinu. Við lendurn saman og dómarinn dæmir annað vítakast. Jörgen Petersen á að framkvæma það og er í þann veginn að skjóta er dómarinn Þessi mynd var tekin í leiknum í Nýborg í gær. Ole Sandhöj skorar eitt af mörkum Dana. íslendingar reyna að verjast. Það er Birgir Björnsson sem ber nr. 3 á baki en riir. 10 ber Hörður Kristinsson á baki. flautar — og biður hann að færa ifót sinn af línunni. Slíkit kennslu starf dómara er fyrir neðan all- ar hellur 1 landsleik. Jörgen fékk því í stað þess að missa af víta'kastinu — aðra tilraun og skorat þá. — Þú ert harðorður um dómarann, Gunnlaugur. — Já hann var nú mjög hlut drægur og dæmdi á allt annan hátt en er við hittum hann síð- ast er hann dæmdi leik ís- lands og Sviss í heimsmeistara keppninni 1961. Þá var hann sanngjarn í alla staði og dæmdi vel — en var nú öfug- snúinn við það. Framhald á bls. 27 Danir eru of lélegir til aö tapa fyrir þeim segir Sigurður Jónsson, formaðunr landsliðsnefndar — Við erum mjög óánægð- ir, sagði Sigurður Jónsson for- maður landsliðsnefndar HSt eftir leik Dana og íslendinga. — Og hvers vegna? — Margar ástæður. Fyrst og fremst var dómarinn Ros- manitk frá Þýzkalandi mjög lélegur. Og lélegur er eigin- lega ekki orðið. Hann var stór lega hlutdrægur. Hann dæmdi af okkar liði mörk hvað eftir annað. Og -eftir því tóku ekki aðeins við íslendingar heldur flestir í húsinu. Að auki var hann Dönum mjög innan hand ar. T.d. átti einn dösku leik- manna að taka vítakast. Hann stillti fæti á vítateigslínuna. Undir venjulegum kringum- stæðum hefði verið tekið auka kast gegn liði þessa manns — en hér benti sá þýzki þeim góðlátlega á að maðurinn stæði á línunni og bað hann færa fót sinn aftur fyrir hana. Þetta er fáheyrt, hélt Sig- urður áfram, því dómarar eru ekki kennarar þegar til landsleiks er komið. Sama skeði, hélt Sigurður á- fram undir lokin er Danir tóku að tefja leikinn. Sam- kvæmt reglum á hann að dæma af þeim knöttinn, en þessi þýzki Rosmanit flautaði góðlátlega og benti Dönum á að tefja ekki — en halda á- fram sókninni. — En hvað viltu segja um leikinn? — Þetta var alls ekki góð- ur leikur og það sárgrætileg- asta er að danska liðið er ekki nógu gott til að verðskulda sigur yfir ísl. liði svo fremi að það ísl. leiki vel. Pólska liðið er miklu betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.