Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ianúar 1966 „Ég get ekki sent þér áþreifanlegar gjafir“ — skrifaði faðir Indiru Gandhi á 13. afmælisdegi hennar ÞEGAR Indira Gandhi, sem nú hefur veriff kjörin for- sætisráffherra annarrar stærstu þjóffar heims, varð þrettán ára, barst henni bréf frá föður sínum, þar sem hann sagði í upphafi: Á af- mælisdögum þínum hefur þú vanizt því að fá gjafir og góð ar óskir. Gnótt góðra óska sendi ég þér enn í dag — en hvaða gjöf get ég sent þér héðan úr Naini-fangelsinu? Ég get ekki sent þér áþreifan- legar gjafir — affeins gjafir, sem sprottnar eru úr huga mínum og anda.......... gjafir eins og góð álfkona myndi hafa gefið þér....... eitthvað, sem ekki einu sinni háir fang elsi-simúrar geta hindrað að berist þér......“ Bréf þetta var upplhaf margra slíkra gjafa, er fað- irinn sendi dóttur sinni á ár- unum 1930-33 úr þröngum fangaklefum. Bréfin voru skrifuð sem einskonar ágrip af mannkynssögunni og til iþess æ’tluð að verða henni stoð í nám. Síðar voru þau gefin út undir heitinu „Gliimp ses of World History." Bréf- in voru aðeins einn liður í hinum víðtseku álhrifum, er Jawaharlal Nehru hafði á láf og upi>eldi einkadétitur sinn- ar, er hann jafnan kallaði „Indu“, sem þýðir méni. Freísishugsj ónir hans og bar- átta gegnsýrðu alla fjölsfcyldu hans; eiginkonuna, Kamala — sem sakir heilsuleysis gat þó ekki tekið eins mikinn þáitt í baráttunni við hlið mannsins síns og hún hefði kosið — systurnar tvær Vij- ayalakshmi og Krishna ,og dótturina Indiru. Allar kom- ust þaer í Ikynni við fangelsin í Indlandi undir nýlendu stjórn Breta — ýmist sem gest ir að heimsækja heimilisföð- urinn eða vistmenn. Indira Nehru sagði ein- hverju sinni: „Móðir mán kenndi mér að standa föstum fiótum á jörðunni en faðir minn þreyttist aldrei á því að hvetja mig til þess að beina vagni mínum í áttina til stjamanna". Þessi ummæli gefa góða vísbendingu um þær andstæður er hún kynnt ist í uppeldi og hafa sam- tvinnazt í eðli hennar. Annars vegar móðirin, hlíðlynd, elsbu leg og trygglynd eiginkona, sem lengst af hjónabandsins átti við vanheilsu að stríða og lézt árið 1936 úr berkla- veiki — hinsvegar faðirinn sá sterki maður, sem hann var, og frelsishugsjónir hans. Ind- ira var mjög hænd að móður sinni og sagði einihverju sinni um hana: „Hún var sú blíð- asta og viðkvæmasta mann- esikja sem hægt var að hugsa sér — og sú manngerð, sem ég hefði helzt kosið að líkjast. En Indira hefur alla tíð líkst föðurnum meira. Hún hefur einnig sagt oftar en einu sinni að hún væri ekki hrifin af stjórnmálum og kunni lítt við sig í sviðsljósi á opinberum vettvangi. Engu að siður hef- ur altt hennar líf verið tengt stjórnmálum — ekki aðeins uppeldið, heldur einnig hjóna bandið. Eiginmaður hennar, sem hún giftist árið 1942, var Feroze Gandihi (alls óskyldur Mahatma Gandhi), ritstjóri og mikilsvirtur þingmaður Kongressflokksins. Eftir hjónavígsluna fóru þau í brúðfcaupsferð til Kasihmiír en voru bæði fangalsuð þegar er þaðan kom. Var það önnur meiri hábtar fangavist Indiru og stóð yfir í 18 mánuði. Áð- ur hafði hún verið fangelsuð árið 1938, þá í 13 mámuði, fýr- ir starf sitt í þágu Kongress- flokksins. Líf Gandhi-hjón- anna var því stormasamt og óöruggt fyrstu árin — en efitir að sjálfsitæði var fengið minnkuðu afskipti Indiru af stjórnmálum verulega. Hún annaðist um heimili fjöl- skyldu og syni sína tvo meðan þeir voru að komast á legg — hvarf þó aldrei aiveg af sjónarsviðinu og hóf aftur virka þábttöku x störfum Kongress flofcksins árið 1956 Þrem árum síðar varð hún formaður flokksins. Indira Gandhi fæddist 19. nóvember árið 1917 í Allaha- bad. Bernskuárin voru henni oft erfið og einmanaleg. Faðir henriar sat jafnan langdvöl- um í fangelsi og móðirin oft Mka. Sagan segir, að ein- hverju sinni hafi brezkur maður komið að húsi foreldra Indira Gandhi hennar þar sem hún — þá fimm ára telpuhnokki — var- úti við leik. — Hafði maður- inn orð á því, að húsið virt- ist einmanalegt ásýndum og svaraði hún þá: „Hvernig á annað að vera þegar allir eru í fangelsi nema ég“. En ekki leið á löngu áður en hún var látin fara sömu leið. Indira var aðeins tólf ára, þegar hún stofnaði og skipu- lagði sveitir skóla/barna sem aðstoðuðu í frelsisbaráttunni með því að bera boð manna á milli. Menntun sína hlaut hún fyrst heima í AHahabad, en var síðan send til Sviss og Bretlands til frekara náms, sem faðir hennar lagði mikla áherzlu á. Hún var um tíma við háskólanám í Oxford en þoldi ilila brezkf loftslag og varð að hætta því. Árið 1940 sneri hún aftur heim og gerð- ist þá aftur virkur barábtu- maður í sjálfstæðishreyfingu föður síns og Gandihis. Þegar Indland fékk sjálf- stæði, fluttust Indira og Feroza Gandlhi til Nehrus og bjuggu hjá honum upp frá því, ásarnt drengjunum, sem voru mifcið eftirlæti afa sins. í opinberum móttökum hafði Indira á hendi húsmóðurstörf fyrir föður sinn og hlaut þannig dýrmæta reynslu í samskiptum við stjórnmála- foringja, erlenda sendimenn og þjóðaleiðtoga. Sem fyrr segir hóf hún aft- ur þábt í starfi Kongress- flokksins árið 1956 og varð formaður flokksins 1959. Föð ur hennar var það heldur á móti skapi — hann taldi það ekki gefa þjóðinni gott for- dæmi að hans eigið barn skyldi taka við svo mikil- vægri stöðu í flokknum, slíkt myndi alltaf valda tortryggni og gagnrýni. Vissulega hafði Indira notið nafns föður síns — en á hinn bóginn töldu framámenn flokksins hana búna öllum nauðsynlegum eiginleikum flokksformanns og fullikomnlega samfceppnis- færa við hvern annan, auk þess, sem hún naut óskoraðra vinsælda innan flokksins. Þeir sannfærðu því Nehru um að hann gæti ekki brugðið fyr ir hana fæti, aðeins af því, að hún væri dóttir hans. Síðustu árin, sem Néhru liífði, var Indira stoð hans og stytta. Hún var nánasti trún- aðarmaður hans og af mörg- um talin sú, er hann leitaði mest og síðast ráða til, ef hann stóð andspænis tor- leystum vandamálum og erf- iðum ákvöfðunum. Þegar hann lézt kom mjög til greina, að hún tæki við em- bættinu og var Lal Bahadur Shastri í hópi þeirra, er hvöttu hana til þess. En hún færðist þá undan þeirri ábyrgð — bæði vegna þess, að sorg hennar var slík, að hún treysti sér ekki til þess að takast á við þau verkefni, er embættisins biðu — og eins sökum þess, að hún vissi, að faðir hennar hafði óskað eftir því að Shastri tæki við af sér. Og við Shastri sjálfan sagði hún: „Ég er ekki svo hógvær að ég segist ekki geta gegnt þessu starfi, — en ég hef heldur ekki svo mikið álit á sjálfri mér að ég haldi, að enginn annar geti gegnt því.“ Nú horfir hinsvegar nokfc- uð öðru vísi við. Shastri hafði ekki látið í ljós neinar óskir um það, hver yrði eftirmaður hans — og fljótlega eftir liát hans varð ljóst, að enginn annar en Indira naut óskor- aðs trausts mikils meirihluta þingmanna Kongressflokks- ins. Engu síður á Indira Gandhi fyrir höndum afar erfitt starf. Eining þing..Lanna Kongress- flokksins kann að vera góð á stundum sem slíkum, er leið togar hans falla frá, — en þegar út í stjórnarstarfið og daglegan málarekstur er kom ið, eru þeir ekki alttaf ýkja bMðir hver í annars garð. Og erfiðleikarnir, sem nú steðja að indversku þjóðinni eru ósikaplegir og líklegir til að valda hörðum deMum. Al- mennt er þó talið, að Indira Gandlhi muni standa sig vel í átökum við aðra stjórnmála foringja. Hún hefur sýnt það til þessa, að hún er fljót að hugsa og svara fyrir sig, er góður ræðumaður og óhrædd að taka skjótar og mikilvæg- ar ákvarðanir. Stundum þyk- ir þó gæta hjá henni Mtils 'hábtar taugaóstyrks, sem kem ur fram í óstöðugum fingra- hreyfingum eða fitli við föt hennar — gagnrýnendur hennar segja að hún hugsi meira með hjartanu en heil- anum. Indira Gandlhi er sögð kona látlaus og hlédræg í fram- komu. Hún hefur sama höfð- ingléga yfirbragðið og faðir hennar og er ekki eins ná- tengd alSþýðunni og Shastri var. Hinsvegar á hún miklum vinsældum að fagna meðal hennar, ekki sízt vegna bar- áttu hennar fyrir aukinni vel- ferð og menntun barna, ung- linga og kvenna. Hún heíur jafnan verið talin vinstri sósíalisti, og þótti heldur rót- tækari en faðir hennar. Fráþví hún tók við ráðherraembætti fyrir 19 mán. hefur hún þótt sveigjast heldur nær miðju ef svo mætti segja. Indira Gandlhi klæðist aUa jafna hinum indverska kven- búningi — Shari — og notar armibandúr eitt sikartgripa, því að hún gaf alla sína skart gripi í landvarnasjóð Ind- lands etftir innrás Kínverja árið 1962. Dagur Indiru hefst gjarna klukkan sex að morgni, með góðum máls- verði og lýkur yfirleitt ekki fyrr en á miðnættj. Hún kann vel að meta góðan ínat og hóg Mfi á stundum en hefur að undanförnu gætt ýtrasta sparnaðar, m.a. hætt að nota korn, vegna ihins alvarlega matvœlaskorts í Indlandi. E' inmaður Indiru lézt aif hjartameini fyrir fimm árum en synir hennar tveir, Rajiv, sem er 21 árs að aldri og Sanjiv, 19 ára, stunda báðir háskólanám í Bre'tlandi. Er Indira var fyrir nokkru að því spurð, hvort hún væri þess fýsandi, að þeir gerðust stjórnmálamenn, svaraði hún ákveðið neitandi „ég vil miklu fremur, að þeir yrðu vísindamenn“. Skótor fó talstöð að gjöf FYRIRTÆKIÐ T. Hannesson & Co., sem sl. ár hefur flutt inn Konel-talstöðvar í stóra ferða- bíla og einnig báta, hefur nú gefið hjálparsveit skáta í Reykja vík eina slíka talstöð í nýja Bronco-jeppann, sem hjálpar- sveitinni var gefinn um daginn. Er það fyrsta talstöðin, sem hjálparsveitin eignast. Afhenti Birgir Þorbergsson talstöðina í gær fyrir hör.d fyrirtæiksins, og kvaðst vonast til að hún yrði til þess að skátarnir gætu veitt enn betri liðveizlu í hjá-lpar- starfi sínu. Við talstöðinni tók Vilhjálmur Kjartansson. Talstöðin afhent Johnson fer fram á 200 milljðnir dala til stofnunar framkvæmdabanka Washington, 18. jan. AP-NTB LYNDON B. Johnson, forseti Bandaríkjanna, hefur farið þess á leit við bandaríska þingið, að það samþykki 200 milljón dollara fjárveitingu, sem tillag Bandaríkjanna til stofnunar framkvæmdabanka Asíu. Gert er ráð fyrir að stofnfé bankans verði einn miljarður dala. Forsetinn hefur sérstaklega óskað eftir því, að þingið af- ! greiði mál þetta fljótt og vel og lagt á það áherzlu, að stjórn hans sé sannfærð um að friðsam- legar framkvæmdir l í Asíu, svo sem vegalagnir, stíflugerðir, hafnarframkvæmdir, bygging orkuvera og annarra mannvirkja, sem séu grundvallarskilyrði til uppbyggingar efnahags landanna, muni einnig reynast betri grund- völlu friðar en nokkuð annað. Japan hefur þegar heitið að leggja fram aðrar tvö hundruð milljónir dala og Indverjar hétu 93 millj. dala framlagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.