Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtndagur ‘’.O. íanúar 1966 Annast um SKATTAFRAMXÖL Tími eftir samkomulagi. Friðrik Sigurbjörnsson, lögfræðingur, Fjölnisvegi 2 Simi 16941. Húsmæður athugið Afgreiðum blautþvott og stykkjaþvott á þrem til fjórum dögum. Sækjum — Sendum. Þvoítahúsið Eimir Síðumúla 4, sími 31460. Blý Kaupum blý hæsta verði. Málmsteypa Ámunda Sigurðssonar, Skipholti 23. Sími 16812. Keflavík Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Verzl. Hauks Ingvarssonar Sími 1456. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn, Skólavörðu- stíg 23. Sími 23375. Kaupið 1. flokks húsgögn Sófasett, svefnsófar, svefn- bekkir, svefnstölar. 5 ára ábyrgð. Valhúsgögn, Skóla vörðustíg 23. — Sími 23375. Volkswagen ’55—’58 óskast. Aðeins góður bíll kemur til greina. Tilboð sendisí afgr. Mbl. fyrir 22. þ.m. og tilgr. verð, greiðslu skilmála og ástand, merkt: „VW 8292“. Ungur maður með stúdentspróf óskar eft- ir vinnu hálfan daginn. Hefur bílpróf. Tilboð send- ist Mbl. fyrir 22. þ. m., merkt: „Duglegur 8294“. Smíða skó fyrir fatlaða Davíð Garðarsson, orthop., skósmiður, Bergstaðastræti 48. Sími 18893. Vinnuskúr Vinnuskúr 2x2,5 m til sölu. Uppl. Austurgerði 9, Kópa- vogi. Ráðskona Stúlka með barn óskar eft- ir ráðskonustöðu eða vinnu á heimili. Uppl. í síma 19684. Keflavík Stúlka óskast nú þegar til afgreiðslustarfa. Verzl. Hauks Ingasonar Sími 1456. íbúð óskast 2—3 herbergi og eldhús sem fyrst. Upplýsingar í síma 38981, alla daga. Keflavík — Nágrenni Hinar margeftirspurðu ó- dýru telpnaúlpur eru komnar. Verzlunin S teina Keflavík. íbúð óskast Ung barnlaus hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 37632 á milli 4—7 á daginn. (Jr islendingasögunum „Skarphéðinn spratt upp, þegar er hann hafði bundit skóinn,1 ok hafði uppi öxina. Hann hleypr at fram at fljótinu, en fljótit var svá, djúpt, að langt var um ófært Mikit svell var hlaupit upp öðrum megin fljótsins, ok svá hált sem gler, ok stóðu þeir Þráinn á miðju svellinu. Skarphéðinn hefr sig á loft ok Ihleypr yfir fljótit meðal höfuðísa ok stöðvar sik ok rennir þegar af fram fótskriðu. Svellit var hált mjög, ok fór hann svá hart sem fugl flygi. Þráinn ætlaði þá að setja á sik hjálm- inn. Skarphéðinn bar nú at fyrri ok heggr til Þráins með öxinni Rimmugýgi, ok kom í höfuðit ok klauf ofan í jaxlana, svá at þeir fellu niðr á ísinn. Þessi abturður varð með svá skjótri svipan, at engi kom höggvi á hann“. (Njáls saga). 60 ára er í dag Ársæll Kjart- ansson, Miklubraut 16. Hann starfaði lengi sem bifreiðastjóri hjá Kol og Salt h.f„ og síðar sem húsvörður hjá Nýja Bíó. Hann dvelst um þessar mundir á Landakotssjúkrahúsi. Systr abrúðkaup. S.l. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband í Hallgrímskirkju í Saurbæ, af Sigurjóni Guðjóns- syni prófasti, ungfrú Svala Val- geirsdóttir, Neðra-Skarði í Leir- ársveit, og Einar Sturlaugsson, skipasmiður úr Kópavogi. — Heimili brúðhjónanna verður að Hellisgötu 31 í Hafnarfirði. Ennfremur ungfrú Guðfinnur Valgeirsdóttir, Neðra-Skarði, og Steindór Berg trésmiður úr Kópa vogi. Heimili þeirra er að Kárs- nesbraut 93 í Kópavogi. Á gamlársdag opinberuðu trú- lofun sína, Pála Jakobsdóttir, Austurveg 30 og Jakob Skúlason Miðtúni 17, Selfossi. að hann hefði hrist sig örlítið, þegar hann kom út snemma í gærmorgun í morgunskímuna, og var þegar glaðvaknaður, og með það flaug ég upp í Hlíðar að gamni mínu, þar sem einu sinni skartaði gamla Þórodds- staðatúnið, og mykjuhaugunum fjölgaði vítt og breitt um allt túnið, eftir því sem leið á vet- urinn, allt þar til úr öllum var sléttað, þegar farið var að vinna áburðinn á túnið, með gadda- vírsherfi, sem hestur dró. Við eina Hlíðina, hina brekku fögru Barmahlíð, sem skáldið orti um „Hlíðin mín fríða“, það er að segja þar vestur í Reyk- hólasveit, hitti ég þrifalegan götusópara, ekki tröllvaxinn, sem týndi upp sitthvað merkilegt af götunni. Storkurinn: Mér þykir þú hreinsa göturnar nákivæmlega, maður minn? Götuhreinsarinn niðurlúti: Já, ég er núna að tína upp ánamaðka sem ég sé hér á götunni. Mér þykir leiðinlegt að henda greyj- unum í ruslavagninn, svo að ég hef safnað þeim saman, gert rák í moldina í einum garðanna, og sleppt þeim þar vesalingunum. Þetta eru lifandi dýr, og þess utan mjög dýrmæt moldinni og laxveiðimönnum. Ég er búinn að vera að í klukkutíma að bjarga 1»VÍ þótt fjöllin færist úr stað og hálsarnir riði, skal mín miskunnsemi við þig ekki færast úr stað og minn friðarsáttmáii ekki raskast (Jes. 54,10). í dag er fimmtudagur 20. janúar og er það 20. dagur ársins 1966. Eftir lifa 345 dagar. Bræðramessa. Ár- degisháflæði kl. 4:54. Síðdegishá- flæði kl. 17:12. Dpplýsingar um læknaþjon- ustu í borginni gefnar í sím- svara Læknafélags Reykjavíkur, Símin er 18888. Slysavarðstofan i Heilsuvf.rnd- arstöðinni. — Opin allan sólar- kringinn — sími 2-13-30 Næturvörður vikuna 15/1 til 22/1 er í Vesturbæjarapóteki. Sunnudagsvakt 16/1 er í Austur bæjarapóteki. Næturlæknir í Keflavík 20/1 til 21/1 er Kjartan Ólafsson, sími 1700; 22/1—23/1 er Arnbjorn Ólafsson, sími 1840; 24/1 er Guð- jón Klemenzson sími 1567, 25/1 er Jón K. Jóhannsson, sími 1800; 26/1 er Kjartan Ólafsson, sími 1700. Næturlæknir í Hafnarfirði að- faranótt 21. jan. er Guðmundur Guðmundsson sími 50370. Kópavogsapótek er opið alla virka daga frá kl. 9:15—20. laug- ardaga frá kl. 9:15—16, helgidag* frá kl. 13—16. Framvegis verf.ur tekiB & mótl þelm, er gefa vilja blóð i Blóðbankann. sem bér segir: Mánudaga, þrtðjudaga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 9—11 f.b. og 2—4 e.b. MIÐVIKUDAGA frá kl. 2—8 e.h. Laugardaga fra kl. 9—H f.h. Sérstök athygli skal vakin á mld- vikudögum. vegaa kvöldtimans. Holtsopótek, Garðsapótek, Soga veg 108, Laugarnesapótek og Apótek Keflavikur eru opin alla virka daga kl. 9. — 7., nema laugardaga frá kl. 9 — 4 og helgi daga frá kl. 1 — 4. Upplýsingaþjónusta AA samtak anna, Hverfisg. 116, sími 16373. Opin alla virka daga frá kl. 6-7 Orð lifsins svarar í síma 10000. I.O.O.F. 11 = 1471208% = E.l. 0 HELGAFELL 59661217 VI. 2. I.O.O.F. 5 = 1471208% = N.k. St.\ St.\ 5966 1207 — VII — 7 ánamöðkum. Ég hef rætt um málið við verkstjóra minn, og hann hefur líka samúð með ána- möðkunum og hefur ekkert á móti þessu. Nú beygði götuhreinsarinn sig niður og sagði: „Og sjáðu þennan agnar-pínu -litla ánamaðk! Honum verð ég að bjarga líka“. Síðan tók hann ánamaðksgreyið upp í lófa sinn, blés undur varlega á hann til að hlýja honum, og flýtti sér svo með hann í moldina. Storkurinn: Heldurðu hann fái ekki lungnabólgu að koma svona hei'tum andardrætti þínum niður í kalda jörðina? Maðurinn góðhjartaði: Og ætli það? Hann jafnar sig, kvölin sú arna. Storkurinn flaug í háaloft, og komst strax í gott skap yfir því að finna svo ríka samúð með smælingjunum á malbikuðum götum Reykjavíkur. Ég hélt sann arlega, að samúð með ána- möðkum væri ekki til, en svo er augsýnilega ekki, enda mun það satt og rétt, sem merkur rækt- unarmaður lét hafa eftir sér einu sinni, að ánamaðkurinn væri einhver bezti jarðabóta- maður á íslandi. Hann gerði moldina svo myldna. Og svo kvu þgir vera skozkir í ofanálag hér í Reykjavík, bætti storkurinn við og flaug niður á Arnarhól, en þar er mesta maðkaveita Reykjavíkur. M inningarspjöld Minningarkort Langholtskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Blóma búðin Dögg, Álheimum 6, Efsta- sundi 69, Sólheimum 17, Karfa- vogi 46, Langholtsvegi 76, verzl- unin Njálsgötu 1. Minningarspjöld Dómkirkjunn- ar fást á efirttöldum stöðum: Bókabúð Æskunnar, Kirkju- stræti, Ágústu Snæland, Tún- götu 38, Dagný Auðuns Garða- stræti 32, Elísabet Árnadóttir, Aragötu 15. GAMALT og gott Bjarni Thorarensen amtmaður var sjálfur við úttekt á Möðru- felli, þegar Jón „lærði“ fluttist þaðan. Á Akureyri tók amtmaður með sér úttektarmann. Yar það Ari Sæmundsen umboðsmaður, og á Grund bætti amtmaður við Ólafi G. Briem timburmeistara sem öðrum úttektarmanni. Svo stóð á, að Ari var með áblástra á vörum, og þegar Ólaf- ur sér það, segir hann: „Því í skrattanum ertu svona kjaftasár, Ari?“ „Og minnstu ekki á það!“ svar ar þá Bjarni. „Það er síðan fjand inn teymdi hann á snærisspott- anum hérna um daginn“. ORÐSKVIÐA KLASI Orðskviðaklasinn, sem um þessar miundir birtist í Dag- bók birtist í kvæðum eftir séra Hallgrím Pétursson, sem út komu fyrir aldamót, en fyrir löngu er talið fullvíst, að Klasinn sé ranglega eign- aður honum. í íslenzkum æviskrám eftir Pál Eggert Ólason stendur eftirfarandi um Jón Hálfdánarson, sem Orðskviðaklasinn er talinn vera eftir: „Jón Hálfdánarson, (17. öld) Bóndi, skáld. Launsonur síra Hálfdánar Rafnssonar að Und- irfelli. HE. Presb. telur hann hafa orðið stúdent, en ella eru ’ekki heimildir um nám hans, og yfirleitt ber ekkert á hon- um, kemur ekki við skjöd og gerninga, og ekki getur konu hans né barna. — Hann hefir búið á Steiná og að Hóli í Svartárdal, og þar er hann 1689. — Sálmur er eftir hann í „Lystiháfi“. (hdr. í Lbs.) og brot úr erfiljóðum um föður hans í HE. Presb. en „Orðs- kviðaiklasi‘“ hans, þ.e. máis- háttasafn í ljóðum er í fjÖlda handrita í Lbs. og öðrum söfn um. (HÞ)“. Orðskviða-KIasi. 3. Góða lund er gott að hafa; og góðum mönnum vel til skrafa; Það gefur jafnan góða raun. Góðsamur méð greiðahóti, góðvild aptur kýs á móti. Allar gjafir girnast laun: (ort á 17. öld). sá HÆSJ bezti Gesturinn var máske ekki alveg útsofinn, en skapið var örugg- lega nálægt frostmarki og það seig enn meir, þegar hann upp- götvaði, að þjóninum hafði láðst að láta teskeið með kaffibollan- um. Röddin var úrill, þegar hann kallaði: — Þjónn, kaffið er því miður of heitt til þess að hægt sé að hræra í því með fingrinum! Þjónninn hvarf — og kom aftur að vörmu spori með annan kaffibolla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.