Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Timmtudagur 20. 'anúar 1966 Heilbrigðisþáttur MORGUNBLAÐIÐ h'efur feng ið íslenzkan lækni til að skrifa þætti í blaðið um læknisfræðileg efni, sjúkdóma og heilsufar. Birtist hér fyrsti þáttur hans. Læknirinn nefnár sig PHISICUS, þar sem reglur lækna segja svo fyrir um, að þætti sem þessa skuli þeir ekki skrifa undir nafni. I>að er svo margt, sem gert er til þess að svara kröfu tíma og tízku. Eitt af því er að birta í blöðum greinar um heilsufarsleg efni ritaðar af læknum. Slíkar greinar verða tjíðum til þess að lesendur fara að ímynda sér sitthvað um ástand sitt sem við nán- ari athugun reynist eingöngu af hugrænum uppruna. Hefur þá fræðslan orðið upphaf þess sjúkdóms, sem almennt er nefndur ímyndunarveiki. Helzt er hætt við þessu, ef læknirinn hefur lotið þeirri kröfu, sem uppi er um það, að allt eigi að vera æsikennt, sem í blöðum birtist, svo að það grípi athygli lesendanna föstum tökum. >að er vitan- lega ekkert á móti því að grípa athygli fólks, en ekki er sama, hvernig það er gert. í anda æsistefnunnar er líka hin alþekkta læknarómantík nútímans. (Segið svo, að róm- antíkin sé dauð.) í>ar vaða uppi hvítsloppaðar hetjur sí- bjargandi mannslífum með hnífum eða kynngimögnuðum töfralyfjum milli þess að þær elska hjúkrunarkonur, sem ýmist eru engilmildar draum- konur eða rauðhærðar kyn- bombur. Flestum læknum er lítið um þessháttar reyfara- sögur af þeirri einföldu á- stæðu, að þær eru ósönn mynd af veruleikanum. Þær skapa óheilbrigða afstöðu fólks til lækna og sjúkdóma, ætla læknum of mikið hlutverk og sjúklingum of lítið í barátt- unni við sjúkdóminn, sem auk þess reynist sjaldan eins háskalegur og reyfaramögnuð ímyndun sumra virðist sjá hann. Heilbrigð dómgreind er alltaf farsælust. Allir læknar læra fljótt af reynslunni, að heilbrigð afstaða sjúklings til sjúkdóms síns er engu ómerk- ari þáttur í lækningu meins- ins en aðgerðir læknisins sjálfs. I þessu felst sérstök hóg værð af hálfu læknisins, að- eins viðurkenning staðreynd- ar. >að er raunverulega ekki læknirinn, sem læknar sjúkl- inginrf, heldur starfa sjúkling- ur og lækni-r saman að því að vinna bug á þeirri jafnvægis- truflun í starfi líkamans og hugans, sem kallast sjúkdóm- ur. Ef sjúklingurinn ætlar lækninum alla fyrirhöfnina, en sjálfum sér enga, þarf ekki að vænta þess árangurs, sem elia gæti orðið. Árangur felst þó ekki ætíð í bata. Sumir sjúkdómar reynast ólæknandi, og eitt sinn skal hver deyja. En einnig þá getur sá árang- ur náðst, að þjáning verði tak- mörkuð og stríðið þannig háð, að andi mannsins styrkist, þó að líkaminn fölni. Og það er trú okkar flestra, þó ekki fari alltaf hátt, að einnig það hljóti að teljast árangur, sem vert er að keppa að. >að er megininntak þessara orða, að bezt sé að temja sér heilbrigða öfgalausa afstöðu til sjúkdóma, en gera sér jafnframt ljóst, að hlutverk sjúklings sé engu ómerkari þáttur í lækningu sjúkdóms en tillag læknisins. Oft er það svo, að á móti þekkingu læknisins verður sjúklingur- inn að leggja fyrirhöfn sína. >að kann ekki góðri lukku að stýra, þegar þetta snýst svo við, að sjúklingurinn telur sig vita allt, en ætlar svo læknin- um alla fyrirhöfnina. >að er eins og að ætla fiski að synda afturábak. Ekki stendur til að svara kröfu tíma og tízku. >essvegna verða hér engin æsiskrif um sjúkdóma. Nóg er af því gert að flækja hið einfalda. Nær er að draga fram einfaldleik- ann í því, sem flókið virðist. Margir mannskæðustu sjúk- dómar nútímans stafa af því að mönnum mistekst að lifa einfaldlega í fjölbreytninni. Hér er rætt um almenna af- stöðu til sjúkdómsins, en síð- ar verða vandamálin tekin fyrir á þrengri vettvangi, og þó að það standi ekki til að svara kröfu tímans er það vonin að takast megi, þó í litlu sé, að svara þörf hans. Physicus. IMýtt hefti af lceland Review FYRIR skemmstu kom út nýtt hefti af ICELAND REVIEW og flytur það mikinn fjölda greina og mynda. >ar má fyrst nefna fallega seríu vetrarmynda ásamt grein um vetur á íslandi, sem Sigurður A. Magnússon sikrifar. Elín Pálmadóttir hlaðakona, seg- ir frá ferð út í Surtsey og lýsir því, sem fyrir augun ber. Grein hennar er prýdd fjölda úrvals- miynda eftir marga ljósmyndara — og eru þær myndir einnig teknar í Surtsey, m.a. af Syrt- lingi, þegar hann var hvað tign- arlegastur. Annars er þetta hefti ICE- LAND REVIEW að töluverðum blu'ta helgað 25 ára afmæli ís- lenzik-bandarískra viðskipta. Ut- anríkisráðherra, Eimil Jónsson, skrifar um samvinnu íslands og Bandaríkjanna — og bandarLski sendilherrann ritar langa grein um þróun viðskipta og annarra tengsla landanna. Jónas Kristjánsson, blaðamað- ur, sikrifar grein um bandarísk- ar vörur á íslenzkum markaði. Björgvin Guðmundsson, við- skiptafræðingur, skrifar um sam göngur milli íslands og Banda- ríkjanna — og ennfremur eru greinar um Loftleiðir í New York — og dr. Helgi P. Briem skrifar um heimsókn Sveins Björnssonar, forseta Islands til Bandaríkjanna árið 1944, en þangað var hann boðinn nýkjör- inn forseti — af Fraklin Delano Roosevelt. W. J. Líndal, ritstjóri The Ice- landic Canadian, á þarna grein um hlutverk tímaritsins meðal V-íslendinga. Gunnar Flóvenz, framkvstj. síldarútvegsnefndar, skrifar ýtarlega grein um síldar- söltun og útflutning — og birt er tölulegt yfirlit um útflutning- inn frá aldamótum. Grein er um skipafélagið Hafskip — og um starfsemi Véladeildar SÍS. ICBLAND REVIEW flytur eins og áður fréttir af íslenzkum viðburðum í stuttu máli. Enn- fremur er í heftinu frímerkja- þáttur, sem Jónas Hallgrímsson sér um. Stuttur þáttur er þar um eitt og annað, er varðar ferða- mál — og ennfremur bókaþáttur. Hefti þétta kom út um hátíð- arnar og er fjórða heifti þriðja árgangs. Myndin sýnir Surtseyjarhúsið. HÉR korna tvö ágæt bréf — það fyrra um íþróttahreyfing- „na: • íþróttahreyfing á villigötum. „íslenzk ílþróttahreyfing virðist vera komin inn á al- varlegar villigötur, nema henni sé þá, þvert ofan í allar fall- egu ræður íþróttafrömuðanna, ætlað allt annað hlubverk en það, að efla alhliða lákams- hreysti æskunnar og rækta með henni drenglyndi og félagsanda við fjölbreyttar og þroskandi íiþróttaiðkanir í tóm- stundum sínum. • Nautaat á galeiðu boltans Forystumenn íþróttamáil- anna virðast ekki sjá annað en bolta og aftur bolta, — hand- bolta, fótbolta, körfubolta, — bolta hér og bolta þar og lx>lta alls staðar. fþróttaforustan hringsnýst um boltann, íþrótta- félögin dansa umhverfis bolt- ann, íþróttasíður blaðanna snú- ast um boltann, íþróttamann- virkin eru fyrst og fremst reist fyrir boltann, og þær fáu hræður, sem iðka íþróttir, skulu síðast en~ ekki sízt fá að elta boltann árið út og árið inn, eins og kettlingar skottið á sér. Boltaæðið er með öðrum orð- um hreinasta landplága, og það því fremur sem þessi iþrótt virðist æ meir færast í það horf að verða hreint nautaat með mismunandi útfærslu á ruddaskap og ódrengilegum bolabrögðum. Er skemmst að minnast stórfelldra meiðinga í knattspymukeppni í Reykja- vik, og var það þó ekkert ný- mæli. Enda er ekki við góðu að búast, þegar æðsta takmark- ið er að koma boltanum í netið, eins og einn boltaforkólfurinn orðaði það í tilefni þessara meiðinga. Hann minntist ekk- ert á drengskap og heiðarlegan leik, — tilgangurinn skal helga meðalið, eins og hjá Jesúítum forðum. • Vetraríþróttir á svörtum lista Hverjir skyldu trúa því í nágrannalöndum okkar, að vetraríþróttir væru því sem næst óþekkt fyrirbæri á ís- landi, ef frá er talinn fámenn- ur hópur áhugafólks, sem reyn- ir að stunda skíðaiðkanir við erfiðustu aðstæður, þvú að eng- inn hreyfir hönd eða fót til að greiða götu þessa fólks, svo að því sé nafn gefandi. Tvö dæmi skulu hér nefnd, er spegla ágætlega hið full- komna áhugaleysi iþróttaihreyf- ingarinnar fyrir vetraríþrótt • um: í Hveradölum á að heita að komið hafi verið upp Skíða- lyftu. >ar neðst í aðalskíða- brautinni er dálítill malarhóll, sem eyðileggur brautina, ef ekki er því meiri snjór. >að væri nokkurra kliukkustunda verk fyrir jarðýtu að jafna út þennan hól, en slík fórn virðist vera allt of stór, þegár skíða- íþróttin er annars vegar. Hóll- inn fær að standa óhreyfður, eins og hann hefur gert síðan ísöld lauk. Reykivikingar eiga sína Tjörn við bæjardyrnar, — augna- yndi allra sumar og vetur. í frosbköflum gæti þarna verið yndislegt skautasvelil, sem margur mundi öfunda Reyk- víkinga af. En skautasvelli verður að halda við, ekki sízt þar sem veðrátta er umihleyp- ingasöm eins og hér. 1 desemiber sl. kom langur frostkafli, hundruð bæjarbúa flykktust út á ísinn á Tjörn- inni sér til ómetanlegrar hress- ingar og ánægju. >essi frost héldust fram yfir áramót,. og hefði því Tjörnin getað verið sannkallað hátíðarsvæði yfir jólin. En þegar kom að jólum, var ísinn orðinn úfinn eins og apalhraun, af því að enginn lét sér detta í hug að hreyfa svo mikið sem litlafingurinn í þá átt að halda ísnum við. Loks komu svo hlýindin og rifu niður þessa æpandi auglýsingu um niðurlægingu íþróttahreyf- ingarinnar. • Hér þarf að stokka upp spilin >að er ekki meiningin með þessum línum að fordæma boltaíþróttir, ef þær fara ekki út í öfgar, eru iðkaðar í sönn- um ílþróttaanda og ekki látnar tröllríða gervalla íþróttahreyf- inguna á slig. En vetraríþrótt ber að lyfta úr núverandi sinnuleysi og vanhirðu og hefja þær til vegs og virðingar, þvi að þær eru öðrum ílþróttum hollari og þroskavænlegri og kalla aldrei yfir iðkendur sína stríðsæsing- ar návígisins, þar sem upp- skeran /verður meiðingar og fjandskapiur milli félaga og einstaklinga. >á mætti sannarlega hressa sundið við og skipa því á æðri bekk meðal ílþióttanna. Frjáls- iþróttum hefur hrakað með þjóðinni hin síðari ár, og segir það einnig sína sögu um villu- ráf íslenzkrar íþróttahreyfing- ar. Hér þarf að stokka upp spil- in. joð“. • Hótel Borg Og svo eru hér nokkrar Mnur um veitingahúsin, bréf frá gömlum borgara: Kæri Velvafcandi: Fyrir nokkru gerðir þú að umræðuefni alla hina mörgu og glæsilegu veitingastaði Reykjavíkur og taldir að höf- uðborg yrði af ókunnugum dæmd að nokkru eftir þeim. >etta er bæði satt og rétt. Er- lendir menn og konur, sem hingað leggja leið sína og ekki eiga þess kost að kynnast is- lenzkum heimilum, hljóta að draga nokkra ályfctun af um- gengnisimenningu landsmanna af reynslu sinni á veitinga- og gististöðum. En það var eitt sem ég saknaði úr þessari grein: >ar var eklki minnst á þann veitingastað, sem var uppáhald okkar fyrir tuttugu árum, og sem mér sýnist að enn í dag sé uppáhaldsstaður jafnt ungra sem fullorðinna. >etta er sú gamla og góða Hótel Borg. Borgin var í mörg ár eina fyrsta flokks gistihúsið í Reykjavík, með veitingasali og góða hljómsveit, naut mik- illar hylli, sem mér sýnist hafa haldizt þótt önnur nýrri veit- ingahús hafi blessunarlega bœtzt í hópinn. Bf sá sem þetta ritar hefði efcki komið á Borg- ina fyrir nokkru og séð þar samskonar „publikum“ og I gamla daga, fólk á öllum aldri, sem virtist gkemmta sér vel, hefði hann sjálfsagt látið vera að stinga niður penna. En í von um rými í dóifcum þínuim, sem oftast eru bæði tíimafoærir og ágætir sendi ég þessar línur. Gamall „Borgari“. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að LÁGMVLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Simi 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.